Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÍILÍ 1985 félk f fréttum Donald Sutherland orðinn munkur? Hér sjáum við Donald Sutherland komínn í gervi munks. Hann leikur kennara í kaþólskum drengjaskóla á sjötta áratugnum í Brooklyn. Þrátt fyrir unglingauppsteit af ýmsum gerðum leysir Sutherland úr öllum vandamálum piltanna með brosi. COSPER — Nú keyri ég. Selma Hrönn Gylfadóttir GYLFI ÆGISSON: Fjárhagslega Ekki alls fyrir löngu sendi Gylfi Ægisson, sæfari, list- málari og tónlistarmaður, frá sér breiðskífu, sem hann nefnir Sumarplötu sjómannsins. Ásamt Gylfa syngja á plötunni þau Hermann Gunnarsson, Ein- ar „klink" Sigurfinnsson og Margrét Sighvatsdóttir. Að und- anskildum harmonikkuleik í tveimur lögum plötunnar er hljóðfæraleikur allur í höndum Gylfa. Sú, sem handleikur nikk- una í fyrrgreindum lögum, er 15 ára dóttir hans, Selma Hrönn. „Við gáfum plötuna út sjálf,“ sagði Gylfi er blaðamaður sló á þráðinn til hans, nú fyrir skömmu. „Salan hefur gengið vel, 1.100 eintök seldust á fyrstu 10 dögunum — svo fjárhagslega stöndum við nú á sléttu," sagði hann. „Platan hefur líka tölu- vert verið spiluð í útvarpi — og vissulega hefur það mikið að segja. Reyndar hafa lagasmíðar mínar alltaf fengið mikla spilun á öldum ljósvakans," bætti hann við „og eru jafnvel dæmi þess, að stöndum við á sléttu 1100 eintök Sumarplötu sjómannsins seld á 10 dögum 6 lög í óskalagaþætti sjómanna og sjúklinga, komi frá mér og verður það að teljast nokkuð gott. Ég mun koma til með að syngja og semja alveg til dauða- dags,“ sagði Gylfi, er hann var inntur eftir framtíðaráformum sínum. „Ég reyni þá aðallega að höfða til sjómanna annars vegar og svo barna hins vegar. Sumar- platan er tileinkuð þessum hetj- um sjávarins og eiginkonum þeirra, en í framtíðinni hyggst ég beina athyglinni i auknum mæli að yngstu kynslóðinni," sagði hann. „Það er þó sennilega rétt að taka það fram að aðal- atvinnu hef ég af málarastörfum og er sjálfmenntaður í þeirri grein, sem og á tónlistarsviðinu. Hins vegar stefnir dóttir mín, Selma Hrönn, að því að verða tónmenntakennari og er nú að læra, bæði á píanó og harmon- ikku,“ upplýsti Gylfi. Kvaðst Gylfi reyna eftir fremsta megni að hafa lög sin létt, einföld og grípandi. „Það eru helst þannig lög, sem fólk vill heyra. Textarnir eru hins vegar fyrst og fremst einlægir — koma beint frá hjartanu," sagði Gylfi Ægisson að lokum. Former U.N, Secretary-General Kurt Waldheim and delegates at Copenhagen: Memories o/ bitter clashes UNITED NATIONS Closing a ‘Decade for Women’ Delegates arriving ín Naírobi this week for the World Conference of the Dec- ade for Women need only scan the nearby landscape for a poignant reminder of just why they are there. A few miles from the glass-and-stone Kenyatta conference hall is them are relentless. Female-headed house- holds, once considered to be a culturally aberrant trend pecuiiar to developed na- tions, are a growing phenomenon ín the traditional Third World scwieties as well. Women head 30 percent of all households in ingdiscussedin disarmament c they wíll “hav opportunity tt problems and some Third W U.S. delegatior strong-arm tac bristling at a ] Heritage Foun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.