Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1985 41 Isiandsmotið í knattspyrnu: Mikið skorað af mörkum MIKID helur verið skorað af mörkum þaö sem af er íslands- móti 1. deildar, og er þaö talsvert önnur og skemmtilegri saga en hægt var aö segja fyrir ári. Alls hafa veriö skoruö 146 mörk núna en eftir níu umferðir í fyrra voru þau orðin 103. Nú er Islandsmótiö hálfnaö og búiö er aö leika 45 leiki sem þýöir aö þaö hafa veriö skoruö 3,24 mörk aö meöaltali í leik í sumar en í fyrra var meöaltaliö 2,28, eöa tæplega einu marki færra en meö- altaliö í ár. I ár hafa fæst verið skoruö 10 mörk í umferð en í fyrra voru tvær umferðir þar sem aöeins voru skoruö sex mörk. Flest mörk í einni umferö i ár eru úr síöustu umferöinni, þeirri níundu, en þá • ómar Torfason hofur átt sinn þátt í aö mö.kin aru oröin mörg f 1. deild í sumar. uröu mörkin 21.1 fyrra uröu mörk- in flest 18. I fyrstu umferöinni voru skoruö 17 mörk, 19 í annarri og 13 í þeirri þriöju. Fjóröa umferöin bar með sér fæst mörk, eöa 10 talsins, en í jseirri fimmtu uröu mörkin 17 og 15 í sjöttu umferö. Nítján mörk voru skoruö í sjöundu umferö og 15 í þeirri áttundu og síöan kom metiö hingaö til í níundu og síöustu um- ferö, 21 talsins. Aöeins einum leik hefur lyktaö meö markalausu jafntefli í sumar, leik Vals og ÍA, en í fyrra haföi fimm leikjum lyktaö meö marka- lausu jafntefli, þannig aö sjá má aö mörkin hafa verið nokkuö fleiri auk þess sem þeim hefur veriö jafnar skipt á milli leikja. Meistaramótin í golffi NÚ UM helgina fara fram um allt land meistarakeppnir allra golfklúbba landsins og má full- yröa aö kylfingar um allt land veröa önnum kafnir um helgina því það er mikill fjöldi sem tekur þátt í þessum mótum og mun fjöldi þeirra kylfinga sem elta litlu hvítu kúluna um helgina vera um fimm hundruð. I stærri klúbbum landsins hófst þetta mót nú í víkunni því þar er fjöldinn svo mikill aö ekki veitir af fimm til sex dögum til aö hægt sé aö Ijúka mótinu. Golfvellir landsins eru flestir í mjög góöu ásigkomulagi um þess- Grótta vann EINN leikur var í A-riöli 4. deildar á fimmtudaginn, Víkverji og Grótta léku á gervigrasvellinum ( Laugardal. Gróttan kom, sá og sigraöi því leikmönnum liösins tókst að skora fjögur mörk en Víkverjar skoruöu ekkert. Þaö voru þeir Ottó Hreinsson, Sverrir Herbertsson, Valur Sveinbjörns- son og Bernhard Peter sem skor- uöu mörkin. ar mundir, enda veöurfar veriö ein- staklega hagstætt fyrir golfvelli þaö sem af er sumri og mikiö er starfaö á golfvöllum landsins til þess aö halda þeim sem allra best- um. Allir bestu kylfingar landsins munu vera meöal þátttakenda á þessum mótum og þrátt fyrir aö aöstæöur séu óhagstæöar víöa um land vegna veöurs þá er ekki aö efa aö margir munu leika mjög vel. • Magnús Jónsson. G8. Vinnur hann um helgina? Morgunblaðið/Julius • Ekki vitum viö hvort þessi unga dama fer til Englands en eitt er víst aö hún haföi gaman af PGL-skólanum hér heima. Hérna er þaö einn kennarinn sem þakkar henní þátttökuna. PGL í Englandi í ÁGÚST gefst ungum knatt- spyrnumönnum kostur á að láta ævintýraferö sem marga dreymir um rætast því Knattspyrnuskóli PGL, í samráöi við Flugleiöir og Útsýn, gangast fyrir ódýrum ferö- um til Englands þar sem knatt- spyma veröur æfö og horft á leiki. Þaö veröa tveir hópar sem fara utan, sá fyrri fer 10. ágúst og dvel- ur ytra til 17. ágúst en þá fer síöari hópurinn út og veröur til 25. ágúst. Farið veröur á Wembley og annaö hvort til Liverpool eöa Manchester, nú eöa á báöa staðina. Einnig verður farið á leik hjá Manchester Utd. eöa Liverpool þannig aö nóg veröur aö gera hjá þeim sem fara þessa ferö. Rétt er aö taka þaö fram aö eft- irlit veröur meö nemendum allan daginn og íslenskur fararstjóri verður með í för. í fyrri feröina er ætlaö aö veröi krakkar á aldrinum 10—13 ára en i hina síðari krakkar frá 14 ára til 16. Veröi hefur veriö stillt í hóf, fyrir 12—16 ára kostar 23.900 en 10 og 11 ára þurfa aö greiða 17.600. Þess má geta aö í fyrra voru farnar svona feröir og tókust þær mjög vel, enda ekkert slor fyrir unga og áhugasama knattspyrnu- menn aö dvelja i Englandi þar sem allar stórstjörnurnar úr sjón- varpinu leika knattspyrnu og ekki spillir þaö fyrir aö eiga þess kost aö fara á einn leik hjá goöunum. Fjölmargir krakkar tóku þátt í PGL-skólanum hér heima og er ekki aö efa aö marga langar til aö komast í skólann i Englandi þar sem frægir knattspyrnumenn munu kenna krökkunum hvernig hægt er aö ná langt í þessari vin- sælu íþrótt. HVERTSEM TILEFNIÐ ER ÞÁ ER ÁTTHACASALURINN SNJÖLL LAUSN Jón vann júlímótið Á SUNNUDAG fór fram júlímót 15 ára og yngri, úrslit uróu þessi: Án forgjafar: 1. Jón Þór Rósmundsson 77 2. Heimir Þorsteinsson 78 3. Böövar Bergsson 86 Meö forgjöf: 1. Heimir Bjarnason 97+36=81 2. Björgvin Björgvinss. 78+15=91 3. Ástráöur Sigurösson 127+36=91 Reynir vann HV REYNIR frá Sandgeröi tók á móti HV í A-riöli 3. deildar í fyrrakvöld í Sandgerói og sigraöi 2:1. Það voru þeir Ævar Finssson og Ari Haukur Arason sem skoruöu mörk Reynis í fyrri hálfleik. Ari er nú búinn aö skora átta mörk ( deildinni og er langmarkahæstur í Reyni. í síöari hálfleik minnkaöi Magnús Ingvason muninn meö ööru marki sinu í sumar. Átthagasalurinn Hótel Sögu er sniðinn fyrir öll hugsanleg mannamót. Hann hentar jafnt stórum sem smáum hópum, allt frá 20 tll 200 manns og starfsfólk okkar kappkostar að uppfylla hvers konar óskir um veitingar og þjónustu. e Smá og stór afmæli • Hádegisverðarboð e Útskriftarveislur e Fermingarveislur • Kafflsamsæti e Fundlr e Skírnarveislur • Kvöldverðarboð e Ráðstefnur e Ættarrmót • Brúðkaup e Vinasamsæti e Erfidrykkjur e Árshátíðir e o.fl. o.fl. Við veitum allar frekari upplýsingar um verð og þjónustu og gefum góð ráð. Hafðu samband við veitingadeildina i síma 29900. Við leysum málið. GILDIHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.