Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ1985 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 14, JtJLl 1985 29 fltagtntHnfefr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 30 kr. eintakiö. Máttur listarinnar Frægð geta menn áunnið sér með ýmsu móti. Mestu skiptir að hún byggist á sönnum verðleikum, því að þá þolir hún tímans tönn, verður eilíf. Hið sama á við um þjóð- ir, sjálfsvirðing þeirra, metn- aður og staða á alþjóðavett- vangi ræðst síður en svo al- farið af ríkidæmi, mætti eða mannfjölda. Þegar erlendir menn læra að meta það sem íslenskt er gera þeir það ekki aðeins vegna þess sem þeir sjá fyrir sér í samtímanum. Þeir líta ekki síður til þess sem liðið er og huga að því, hvernig þjóðin hefur þroskast á grundvelli þeirrar menning- ar, sem hún hefur tekið í arf. Framlag íslendinga til skapandi listar, ekki síst bókmennta, er óumdeilt. Þá sögu íslenskrar menningar má rekja aftur um aldir. Hún er sá hornsteinn sem við get- um vísað til í samtölum við menntamenn hvarvetna full- vissir um að ágæti hins ís- lenska framlags verður ekki dregið í efa. Nú berast gleði- legar fréttir um að tveir einkaaðilar, Hilda hf. og bókaútgáfan Vaka, hafi tekið höndum saman um „viða- mikla kynningu á gróandan- um í nútímalistum íslend- inga“, eins og það er orðað. Er ætlunin að efna til þessarar kynningar víða um lönd á næstu árum. Það er ekki fyrr en hin síð- ari ár sem íslendingar hafa verulega látið til sín taka í útflutningi á túlkandi list, ef þannig má að orði komast. í því efni eru það einstaklingar sem hafa tekið til hendi með glæsilegum hætti, ekki síst á sviði tónlistar. Á því sumri sem nú er að líða skipta þeir íslendingar hundruðum sem leggja land undir fót og flytja tónlist meðal annarra þjóða. Fyrir skömmu fór Sinfóníu- hljómsveit íslands í ferðalag til Frakklands. Dómkórinn og Langholtskórinn hafa sungið í útlöndum. Pólýfónkórinn söng í höfuðkirkjum Ítalíu og Hamrahlíðarkórinn er á för- um til Strasbourg, þar sem efnt verður til alþjóðlegs kóramóts með þátttöku um 4.000 manns. Og er þá ekki allt talið. Samskipti íslendinga við erlendar þjóðir á sviði leik- listar eru einnig mikil. Leik- flokkar hafa borið hróður landsins víða um heim. Nú síðast hafa kvikmyndirnar bæst í hópinn. Filman er sá miðill sem gerir listamönnum kleift að ná til fjölbreyttasta neytendahópsins nú á tímum. Fyrir tilstilli hennar er unnt að leggja allan heiminn að fótum sér, eins og dæmin sanna. Ástæða er til að staldra sérstaklega við Ítalíuför Pólý- fónkórsins. Um aldir hafa leiðir íslendinga legið til Rómar. Við vorum rækilega minnt á gildi þeirrar helgi sem yfir þeim stað hvílir á dögunum, þegar íslenska sjónvarpið sýndi beint frá Péturskirkjunni, er Jóhannes Páll páfi II söng þar messu og vígði biskupa. En það segir sína sögu um gildismatið á því, sem fjölmiðlar hafa fram að færa, að þessi hátíðlega stund til dýrðar Drottni hlaut ekki neina þá kynningu fyrir- fram sem er sambærileg við annað efni sem sjónvarpið sýnir beint með aðstoð hinnar fullkomnustu tækni. Nægir í því efni að geta um þann at- burð, sem gerðist í gær, þegar flytjendur dægurtónlistar lögðu heiminn undir sig. Hver hefði þorað að spá því fyrir fáeinum árum, hvað þá þegar hugur íslendinga beindist hvað mest að því sem gerðist í Páfagarði, að á tón- listarári Evrópu 1985 myndu 150 íslendingar ganga á fund páfa í tilefni af því að þeir voru í Róm til að flytja H-moll-messuna eftir sjálfan Johann Sebastian Bach? Þetta er eitt af þeim ævintýr- um, sem sýna okkur og sanna að kraftur listagyðjunnar er síður en svo á undanhaldi með þjóðinni. Máttur listarinnar er mik- ill. Þeir, sem leyfa honum ekki að ná tökum á sér, fara á mis við það sem gefur lífinu hvað mest gildi. Gróandinn í nútímalistum íslendinga er mikill. Af þeim frjóa jarðvegi spretta því glæsiiegri jurtir sem meira áræði er sýnt við ræktunina. í því efni eins og flestu öðru vilja íslendingar geta keppt við þá, sem glæsi- legustum árangri hafa náð. Á meðan svo er þarf enginn að efast um, að við séum á réttri braut. Þá þurfum við ekki einungis að vísa til fornrar frægðar heldur beita öllum ráðum til að koma því sem víðast á framfæri sem við sköpum og túlkum. Morgunblaðið samfagnar með þeim sem enn hafa unnið merk afrek í nafni listagyðj- unnar á þessu ári og stefna að því að láta ekki íslenskan hlut eftir liggja. REYKJAVÍKURBRÉF V laugardagur 13. júlí Minningar úr Dómkirkjunni Nú þegar breytingar fara fram í Dómkirkj- unni vakna margar minningar um þenn- an helga stað. Þar hefur þjóðin átt margar sameiginleg- ar bænastundir. í kirkjunni er ekki ein- ungis magnað andrúmsloft mikillar trú- ar heldur niður mikillar sögu. Við kirkj- una hafa starfað og starfa merkilegir menn og við hana eru bundnar minning- ar, sem eru mikilvægar og eftirminni- legar. Þar sat eitt merkasta tónskáld landsins og lék á orgelið, Sigfús Ein- arsson. Þar stóð sr. Jóhann í predikun- arstóli, en hann gegnir hlutverki Njáls á Bergþórshvoli í íslenzkum bókmenntum vegna þess hvernig Halldór Laxness hefur skrifað hann inn í verk sín. Um leið og hann stakk peningi í lófa fátækr- ar konu hvíslaði hann lágum rómi að dóttursyni sínum: „Þessi kona er fá- tæk.“ Þar er komin sagan um gullpen- inginn góða hennar Guðrúnar Jónsdótt- ur í Innansveitarkroniku og dótturson- urinn minnist þess þegar hann stóð upp frá borðinu og sagði að loknum kvöld- verði: „Guð blessi okkur matinn." í Inn- ansveitarkroniku segir: „Hann séra Jó- hann sagði bara, Gef oss í dag vort dag- legt brauð, og gaf hrossunum brauðið. Segi ég sisona við séra Jóhann, Það var þá vitið meira eða hitt heldur að vera að gefa ræflinum henni Stóru Gunnu gull- pening, hvað á hún mókolla mín sosum að gera við gullpening." Fólk á borð við scra Jóhann hefur verið Halldóri Lax- ness hugleikið yrkisefni. Það er kvikan í skáldskap hans, hefur verið sagt. Og rætur sr. Jóhanns eru djúpar. Með hlið- sjón af tungutaki hans í ritum Halldórs Laxness má sjá, að það er sprottið úr Prestasögu Guðmundar góða í Sturl- ungu, en þar segir byskupsefni, síðar kallaður Guðmundur góði, við Kolbein Tumason á Víðimýri, þann er orti um himnasmiðinn, svo að ógleymanlegt hef- ur orðið: „Góð eru orð góð...“ Það var líka margt líkt með séra Jóhanni og Guðmundi byskupi góða þegar fátækl- ingar voru annars vegar. Þá hefur einnig verið skrifuð bók um sr. Bjarna, þann mann sem setti mestan svip á Reykjavíkurborg sinna samtíð- armanna. Hann var fagnaðarboðskapur guðs holdi klæddur, fyndinn og orð- heppinn alvörumaður, sem boðaði guðs- orð í kirkjunni, en sagði brandara í góð- um fagnaði án þess að gleyma þeim reglum sem hann hafði sjálfur í heiðri, að segja fyndna alvöru og alvarlega fyndni. Páll ísólfsson minnist hans í Hundaþúfunni og hafinu enda vann hann lengst af með honum og urðu þeir miklir vinir. Saman voru þeir eins kon- ar þjóðsaga í lifanda lífi. í Hundaþúf- unni minnist Páll þess einnig, að hann starfaði með öðrum ágætum prestum og nefnir sr. Friðrik Hallgrímsson, Jón Auðuns og Óskar J. Þorláksson. Síðan segir Páll og er ástæða til að minnast þess hér vegna tilefnis þessa bréfs: „Vinátta okkar sr. Bjarna hefur verið einlæg, djúp og einlæg. Við höfum ætíð skilið hvor annan til hlítar. En það hafa ekki alltaf verið heilags anda strengir sem við höfum slegið á, þegar við höfum hitzt. Hann er einn mesti húmoristi ís- lands fyrr og síðar..." Og ennfremur: „Það er ekki ósjaldan farið niðrandi orðum um presta. Fólk, sem fer kannski af tilviljun í kirkju á sunnudagsmorgni, kemur heim upp úr hádegi og segir: „Honum sagðist vel í dag,“ eða: „Honum sagðist miður í dag.“ Og svo er dómur- inn kveðinn upp. En hann á ekki rétt á sér, því prestur á ekki fyrst og fremst að vera ræðumaður, heldur sálusorgari. Ef hann stendur sig vel í þeirri stöðu og kemur guðsorði nokkurn veginn hreinu og ómenguðu til safnaðarins, gegnir hann skyldu sinni. Raunar kemur ekki annað þessu máli við en ritningin og þaö sem í henni stendur. Líklega er ekki ætlazt til þess í upp- hafi að Biblían sé tekin alveg bókstaf- lega, en samt tel ég ekki, að góður prest- ur geti farið út af „línunni" og boðað trú sinnar eigin persónulegu biblíu, hversu mælskur sem hann annars er, því til þess er ekki ætlazt. Af þessu sérðu að ég er það sem kallað er gamalguðfræðing- ur. Ég vil að prestarnir tali guði til dýrðar, honum einum. Og söfnuðurinn á að taka þátt í þessari dýrð af heilum hug. Hver maður á að syngja eins og hann hefur þrek til. Það er ómetanlegt fyrir sálina að geta opnað sig í sameig- inlegum söng. Þá á hún líka auðveldara með að taka á móti guðs orði. Söngurinn leysir úr læðingi, hann er í senn eintal og samtal, varðveizla persónulegs leyndarmáls og opinberar skriftir. Það var svona sem Lúther vildi láta syngja í kirkjunum, tilgerðarlaust, einraddað. Upprunalegt. Söngurinn á að vera hreinn og ómengaður, eins og hann kemur úr hvers manns brjósti, og týnast í samhljómi safnaðarins. Svona kokteill er hressandi. Það var þetta sem Lúther kallaði: að syngja Guði til dýrðar. Svona tel ég nú hverjum manni nauð- synlegt að ná sæmilegu sambandi við Guð sinn. Mundu þetta ekki vera áhrif frá Bach eða 5. guðspjallamanninum, eins og Söderblom biskup kallaði hann?“ Og loks: „Organistinn er vanur að Páll ísólfsson við orgelið í Dómkirkjunni leika forspil og eftirspil í hverri guðs- þjónustu. Góður orgelleikari velur þá ævinlega forspilið og eftirspilið í stíl við texta dagsins eða þá sálma, sem sungnir eru hverju sinni. Við reynum að halda í þessa venju, en oftast er það svo, að fólk ryðst út úr kirkjunni um leið og byrjað er á eftirspilinu, líklega frekar af vana en andúð á Guði og músíkinni. Ég hef einhvern tíma sagt við sr. Bjarna, að mesti hraði sem ég þekki í íslenzku þjóðlífi sé sá, þegar söfnuðurinn flýtir sér út úr Dómkirkjunni um leið og eftir- spilið byrjar, jafnvel þó það sé fúga eftir Bach. Fúga þýðir flótti og það er eins og íslendingar hafi tekið þetta orð of há- tíðlega..! Kirkjutónlistin var lengi æðsta stig tónlistar og kirkjan átti snaran þátt í að skapa meistara eins og Palestrína og Bach. Ef reynt er að bægja tónlist þess- ara manna frá kirkjunni, finnst mér hlutverki hennar lokið, því hugarfarið bak við slíka breytingu er heilögum anda ekki að skapi. Þegar faðir minn fór í kirkjuna, klæddi hann sig eins snyrti- lega og hann frekast gat og vandaði all- an undirbúning guðsþjónustunnar eftir föngum. Annað þótti honum ekki sæm- andi. Og þegar hann lagði af stað í kirkjuna hvíldi yfir honum einhver helgiblær. Þessu hef ég kynnzt betur síðar, því ég þekki þessa tilfinningu af eigin reynd. Þegar ég geng til guðsþjón- ustu hugsa ég aðeins um eitt: að ég á að starfa á helgum stað, framkvæma helga þjónustu: „Assgoti ertu eitthvað normal Páll,“ sagði Kjarval, þegar hann hitti mig í Austurstræti. Það er óhugnanlega rétt. Þegar ég spila við guðsþjónustur, er ég eins og heltekinn af athöfninni. Ég er eins og gamalmenni sem er mætt til að friðþægja fyrir syndir sínar. Og þá hef ég hugsað með sjálfum mér: Það eru eiginlega vandræði hvað þú ert normal, næstum því alveg óþolandi." En hvað sem því líður, ef nokkrum tókst að spila guði til dýrðar, þá er það Páll ísólfsson. Og ef nokkurn tíma hefur verið leikin heimstónlist á íslandi, þá var það þegar Páll ísólfsson sat við orgelið sitt í Dómkirkjunni í Reykjavík og lék eins og honum einum var lagið. Vonandi verður nýja orgelið verðugur minnisvarði um mesta organista þjóð- arinnar fyrr og síðar. Ekkert hefði glatt hann meir en bezta kirkjutónlist sem um getur í því musteri kristinnar trúar sem Dómkirkjan er. „Hver á Rockall?“ Svend-Aage Malmberg haffræðingur skrifaði athyglisverða grein í Morgun- blaðið þegar landhelgismálin voru ofar- lega á baugi 1. desember 1971 og heitir hún: Hver á'Rockall? Morgunblaðið er stolt af því að hafa birt grein þessa á sínum tíma. Efnið og málflutningurinn i grein haffræðingsins hefur áreiðanlega markað þáttaskil á sínum tíma. Það er raunar engu líkara en grein þessi hafi verið skrifuð nú í vikunni, svo brýn sem hún er. í henni er drepið á allar þær hugmyndir sem eru efstar á baugi um Rockall-svæðið og raunar með ólíkind- um hve efni greinarinnar er langt á undan sínum tíma. Hver stafur í grein- inni á jafn mikið erindi við okkur í dag og þegar hún var skrifuð. Við höfum borið gæfu til þess að taka mið af mál- flutningi eins og þeim sem i þessari grein Svend-Aage Malmbergs birtist. Það hefur reynzt okkur farsælt og það mun einnig reynast okkur farsælt nú í baráttunni fyrir auknum yfirráðum á hafsvæðinu suður af íslandi. Grein Svend-Aage Malmbergs í upphafi greinar sinnar vitnar Svend-Aage Malmberg í frétt sem birt- ist í Morgunblaðinu 20. nóvember 1971 þar sem segir að Lávarðadeild brezka þingsins hefði samþykkt mótatkvæða- laust að stækka Bretland með því að innlima i landið klettadrang nokkurn sem skagar upp úr Atlantshafinu um 200 sjómílum vestan við Suðureyjar, eins og komizt er að orði. Síðar segir blaðið að klettadrangur þessi heiti Rockall og sé óbyggður en talið sé að þar megi finna gas í jörðu. „Talið er víst að Neðri málstofa brezka þingsins muni einnig samþykkja þetta frumvarp," seg- ir ennfremur í fréttinni. nnKUPACUR Malmberg. [ um r*tt- hafsvœA- elnnlg *ö ■ """"V -nd, tn mynnl V' Klntturlnn NM*nu*rt“; En Svend-Aage Malmberg bendir á að Rockall-málið snerti einnig hagsmuni annarra þjóða en Breta. Hann segir að drangurinn sé um 350 sjómílur fyrir sunnan ísland, en dýpi á milli sé allt að 2.500 metrum. Frá Rockall til Færeyja séu um 300 sjómílur og sjávardýpið þar á milli sé mjög breytilegt, en mest um 1.800 metrar. Til Suðureyja séu tæplega 200 sjómílur og sjávardýpið þar á milli meir en 2000 metrar en til írska lýðveld- isins séu rúmlega 200 sjómílur frá drangnum og sjávardýpi allt að 3.000 metrum. Kletturinn rísi 21 metra yfir sjó og ummál hans sé aðeins um 90 metrar. Hann standi á samnefndum banka — Rockall-banka — sem sé, mið- að við 200 metra dýpi, um 30 sjómílur á einn veg og 60 sjómílur á annan. Þessi banki sé hluti af víðáttumeiri stöpli — Rockall-plötunni — og sé bankinn einn af mörgum allt frá Færeyjum — Fær- eyjabanki, Bill Bailey-banki, George Blight-banki, Hatton-banki og svo Rockall-banki. Það sé einkum milli hinna tveggja síðastnefndu banka sem talið sé að finna megi jarðgas eða olíu. Allir þessir bankar séu í framhaldi af meginlandi Evrópu en allmikið dýpi sé þó á milli. Þeir geti samt ekki talizt til botnmyndunar úthafanna. Síðan fjallar Svend-Aage Malmberg um kröfur Breta til Rockall-svæðisins og segir: „Kletturinn og umhverfi hans eru landfræðilega ekki tengdari Bret- landi fremur en öðrum löndum nema síður sé, t.d. ef afstaðan til Færeyja er athuguð. Jafnframt vaknar spurningin hvað verði um nærliggjandi banka sem engan hafa klettinn ofansjávar eins og Rockall. Falla þeir undir ákvæði jafn- fjarlægAarreglna og miðast reglurnar þá við Rockall eða móðurlandið? í þessu sambandi kemur til kasta íra, Færey- inga og íslendinga, auk Breta. Auk áðurnefndra staða við Rockall þá eiga þau sjónarmið sem þar ráða við um víðáttumikil hafsvæði önnur umhverfis ísland eins og yfir neðansiávarhryggj- unum milli Grænlands, Islands, Jan Mayen og Færeyja og út af Reykjanesi á Mið-Atlantshafshryggnum. íslendingar hafa með fyrrnefndum lögum frá 24.03. 1969 áskilið sér allan rétt á hafsbotninum umhverfis landið eins langt út og unnt reynist að nýta auðævi hans. Fyrrnefndir neðansjávar- hryggir eru allir innan þeirra marka og í rýmstu túlkun laganna hafsbotninn allur umhverfis landið út að jafnfjar- lægðarlínum milli íslands og annarra landa. I þessum anda hafa ríkin við Norðursjó — Bretland, Þýzkaland, Belg- ía, Holland, Danmörk og Noregur — dregið þar landamerki á milli sín á sjáv- arbotni. Norðmenn hafa haslað sér völl á víðáttumiklum landgrunnspalli sínum í vesturátt og norður til Svalbarða. Og eins og hér var getið á undan líta Bretar nú til vesturs og norðurs út í Atlants- naf. Islendingar hljóta að fylgjast vel með í þessum málum og standa vörð um hagsmuni sína, t.d. gagnvart Efna- hagsbandalagi Evrópu sem án efa mun kosta kapps um að hagnýta auðlindir sjávarbotnsins eins langt út og unnt verður. Þessum línum er ætlað að vekja at- hygli á afskiptum Breta á Rockall svo af megi læra. Áherzla skal lögð á að þjóðir seilast til mikilla umráða á hafsbotnin- um jafnframt því sem þær standa gegn stækkun fiskveiðilögsögu, bæði hér við land og annars staðar. Fyrirhuguð stækkun fiskveiðilögsögu hér við land er þó smámunir miðað við þær reglur sem viðurkenndar eru á sjávarbotninum, enda hlýtur 50 sjómílna landhelgi að- eins að vera spor til víðáttumeiri svæða, m.a. yfir neðansjávarhryggjum og yztu mörkum landgrunnspallsins, og þá sam- kvæmt jafnfjarlægðarreglum við ná- grannalönd eins og Grænland, Færeyjar og Jan Mayen og jafnvel Stóra-Bretland. Svokallað „frelsi á úthöfunum", m.a. til hvers kyns arðráns og eyðingar án þess að einstakar þjóðir geti rönd við reist, er vonandi að breytast. Þannig verður t.d. notkun hafsins sem rusla- kista fyrir alls kyns úrgangsefni fyrir vaxandi mótspyrnu ... Hagsmunir Fær- eyinga og íslendinga snúast fyrst og fremst um lífið í sjónum og ná kröfur íslendinga á því sviði enn sem komið er skammt miðað við útþensluna á sjávar- botninum. Við verðum að hafa allan vara á gegn sókn nágrannaþjóða á sjáv- arbotninum eins og nú Breta við Rockall og notfæra okkur hana út i yztu æsar í baráttunni fyrir stórri fiskveiðilög- sögu.“ Svo mörg voru þau orð og þau eiga enn við. ■ itr Og ef nokkurn tíma hefur verið leikin heims- tónlist á íslandi, þá var það þeg- ar Páll ísólfsson sat við orgelið sitt í Dómkirkj- unni í Reykja- vík og lék eins og honum einum var lagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.