Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.07.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, STJNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 Selormaplágan: Kostar árs- afla tuttugu togara? Stjórnarfrumvarp um selveiðar strandaði í efri deild Ýmis stjórnarfrumvörp, sem lögð vóru fram á liðnu þingi, náðu ekki fram að ganga. Eitt þeirra var frum- varp til laga um selveiðar við ísland, sem neðri deild samþykkti en náði ekki í gegn um efri deild. Efnisatriði frumvarpsins vóru m.a. • Sjávarútvegsráðuneytið hafi yf- irumsjón allra mála er selveiðar varða (en þessi mál heyra nú und- ir landbúnaðarráðuneyti). • Hafrannsóknastofnun annist rannsóknir á selum við ísland. Feli ráðherra aðilum utan þeirrar stofnunar ákveðnar rannsóknir, fylgist hún með gangi og niður- stöðum þeirra. • Sjávarútvegsráðuneytið hafi samráð við Náttúruverndarráð, Hafrannsóknastofnun, Búnaðarfé- lag og Fiskifélag um stjórn og skipulag selveiða. • Landeigenda er einum heimilar selveiðar og ráðstöfunarréttur þeirra í landareign sinni, nema lög mæli öðru vísi fyrir ... • Erlendum ríkisborgurum eru óheimilar selveiðar hér við land ... Heimilt er að víkja frá þessum ákvæðum með milliríkja- samningum. • Ráðherra getur sett reglur um framkvæmd laganna sem banna selveiðar á tilteknum svæðum, takmarka selveiðar við ákveðinn tíma friða ákveðnar tegundir, leyfðar veiðiaðferðir, hvern veg skuli gengið frá drepnum selum, veiðar í visindalegum tilgangi, um aðgerðir til fækkunar sela, sé þess talin þörf, um selveiðar á friðlýst- um svæðum (að fegnu samþykki Náttúruverndarráðs) og til að tryggja framkvæmd alþjóðlegra samninga um selveiðar. Selveiðar við ísland Selveiðar hafa verið stundaðar hér allt frá landnámi. Lengst af vóru veiðar miðaðar við eigin þarfir landsmanna. Seint á nítj- ándu öld hófst útflutningur á selskinnum. Frá þeim tíma eru til tölur um veidda seli við landið, fiskiskýrslur 1897—1945 og verzl- unarskýrslur 1946 og síðan. Meðalveiði á ári var um sex þús- und dýr 1897—1919. Síðan minnk- aði hún verulega og nær lágmarki 1939—1959, um 2.500 dýr á ári að meðaltali. í greinargerð með frumvarpi um selveiði, sem hér er fjallað um, segir: „Þessi minnkun í veiði stafar líklega ekki af ofveiði heldur hafa margir þættir komið við sögu: verðfall á skinnum, selafár, ísaár, og þjóðfélagslegar breytingar hér á landi, sem áttu sér stað á þess- um tíma ... Um 1928 varð töluvert verðfall á selaskinnum á heims- markaði. Upp frá því dregur úr selveiðum hér við land. Helzt þetta ástand allt til ársins 1960, en þá rætist úr og veiðar aukast á ný. Selveiðar ná síðan hámarki 1964 og eru miklar allt fram til ársins 1977, eða um 6.500 selir hvert ár að meðaltali. Árið 1978 verður verðfall á selskinnum á mörkuð- um á meginlandi Evrópu ... og gerði það að verkum að jafnt og þétt dró úr selveiðum ...“ Hrmgormar/selormar í greinargerð með frumvarpinu segir ennfremur: „Á siðastliðnu ári urðu allmikl- ar umræður um selveiðar hér við land og þó einkum um tengsl milli sels og hringorms í fiski og þær verðlaunaveitingar, sem Hring- ormanefnd hóf í því skyni að stuðla að áframhaldandi veiðum á IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Samkeppni á íslandsmiðum Selurinn er fallegt dýr. En hann er skæður keppinautur fiskimanna okkar í sókn í nytjafiska. Raunar sá mikilvirkasti eftir að erlendum veiðiflotum var stuggað úr landhelginni. Auk þess stendur rökstuddur grunur til þess að selormar (hringormar) í fiski tengist selnum. Selveiðar við ísland eru jafngamlar byggð í landinu. Spurning er ef selveiðar leggjast af, hvort vöxtur selastofna við landið geri verulegt skekkjustrik í reikning sjávarútvegs í landinu. Um þetta efni er fjallað „í þinghléi“ í dag. sel hér við land. Ekki hefur verið til nein heildarlöggjöf um selveið- ar hér á landi heldur aðeins sund- urlaus lagaákvæði sem sum hver hafa mjög takmarkað gildi. Þótti því nauðsyn bera til að sett yrðu um veiðar þessar lög sem gæfu stjórnvöldum heimild til þess að setja reglur um veiðarnar og ýmis atriði er þær snerta." Hér er komið að stóru og kostn- aðarsömu vandamáli fiskvinnsl- unnar í landinu: hringormum eða selormum. Tengsl eru talin milli vaxtar selastofnsins hér við land og selorma í fiski, sem valda vinnslunni miklum kostnaði, auk þess að rýra gæði hráefnisins. Það var af þessum sökum sem Hring- ormanefnd var sett á fót. Hún gerði tilraun til þess árið 1982 að örva selveiðar með verðlauna- greiðslum fyrir veidd dýr. Ekki vóru allir á eitt sáttir um fram- kvæmd þess máls eins og menn muna eflaust af blaðaskrifum frá þeim tíma. Gagnrýni á frumvarpið Framangreint stjórnarfrum- varp sætti nokkurri gagnrýni 'í þinginu, m.a. vegna andstöðu Bún- aðarþings. Búnaðarþing áréttar í ályktun að selveiðar hafi frá fornu fari verið hlunnindi, sem fylgt hafi sjávarjörðum. Hlunnindi þessi hafi staðið undir verulegum hluta af lífsframfæri þeirra, sem þær hafi setið. „Því er sjálfsagt að málefni selveiða heyri undir land- búnaðarráðuneytið," segir í sam- þykkt Búnaðarþings, en frum- varpið gerir ráð fyrir að sjávar- útvegsráðuneytið fari með þau framvegis. Ráðherravald, sem felst í setningu reglugerðar, er og umtalsvert. Það kom og fram í máli gagn- rýnenda, m.a. Hjörleifs Gutt- ormssonar, að Hafrannsókna- stofnun hefði gert athugasemd við 2. grein frumvarpsins, sem m.a. gerir ráð fyrir að ráðherra geti falið aðilum utan þeirrar stofnun- ar ákveðnar rannsóknir (hér staldra ýmsir við hringorma- nefnd). Sami þingmaður gat þess og að Náttúruverndarráð teldi nauðsyn bera til að breyta orða- lagi 3. greinar frumvarpsins, sem fjallar um samráðsaöila ráðuneyt- isins varðandi stjórn og skipulag selveiða. Þá telja ýmsir, sem tala í nafni selverndar, að ekki hafi verið færðar fullar sönnur á tengsl milli fjölgunar sela og hringorma í fiski, sem óneitanlega hafa mikil áhrif, bæði hvað varðar kostnað- arauka fiskvinnslufyrirtækja við tínslu selorma úr fiskinum og samkeppnis- og markaðsstöðu ís- lenzkra fiskafurða á erlendum mörkuðum. Formsatriði, eins og það, hvaða ráðuneyti skuli fara með selveiði- mál, mun þó hafa ráðið öllu meiru um andstöðu þingmanna við frum- varpið. 88»" i]«ssn úsún ***f'|É ii NÝ ÞJÓNUSTA , MEIRA FYRIR PENINGANA KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRÐ MYNDIRNAR SAMDÆGURS í FALLEGU ALBÚMI ÁN AUKAGJALDS. r LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF' Laugavegl 178 — S(mi685811
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.