Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 Óguðlegt vald Aður en ég vík að fimmtu- dagsleikritinu vil ég aðeins minnast á hve íþróttafréttamenn útvarpsins hnýttu skemmtilega saman lýsingu frá þremur fót- boltaleikjum síðastliðið fimmtu- dagskveld. Af þessum sökum varð nokkur röskun á dagskrá rásanna, en slíkur óvæntur seinagangur sakar ekki þegar þeir útvarps- menn standa sig jafn vel og fyrr er getið, en þar áttu ekki bara íþróttafréttamennirnir skilið hrós, heldur og blessaðir tækni- mennirnir sem tengdu saman lýs- inguna frá fótboltaleikjunum þrem. En vindum nú okkar kvæði í kross og skiptum uppá Skúlagötu eins og sagt er á útvarpsmáli. Hvað er að frétta af fimmtudags- leikritinu: When the Wind Blows, sem hljómar í þýðingu Árna Ibsen: Þegar stormurinn gnýr? Leikstjórn annaðist: Jill Brooke Árnason. Höfundur Raymond Briggs. Þess ber að geta að verkið var áður flutt í Ríkisútvarpinu 26. júlí 1984. En þótt hér sé um endur- flutning að ræða tel ég rétt að rabba aðeins um sýninguna, enda ekki verið fjallað reglulega um frumsýningar erlendra útvarps- leikrita um alllangt skeið, áður en blessað þáttarkornið hóf göngu sína. Efni Jimmíudags- leikritsins: { fáum orðum sagt snérist þetta fimmtudagsleikrit Raymonds Brigg um fullorðin ensk hjón, Hildu og Jim, sem þau Guðrún Þ. Stephensen og Róbert Arnfinns- son léku af sinni alkunnu íþrótt. Á tíma verksins hefir sambúð stór- veldanna spillst svo mjög að Jim hefir brugðið á það ráð að reisa kjarnorkubyrgi í kjallara húss síns. Býr hann þar allt í haginn samkvæmt leiðbeiningum al- mannavarnabæklingsins og hverfa þau hjónin í skýlið er eftir- farandi tilkynning berst í útvarp- inu: Erlendur aðili hefir sett af stað eldflaugaárás á ríki okkar. Þrjár mínútur eru til stefnu. Allir borgarar haldi sig innan dyra. í kjölfar þessarar nöturlegu til- kynningar skellur svo á helvítis- fárið og það sem eftir lifir leikrits fylgjumst við með dauðastríði hjónanna. Persónusköpunin Að mínu mati er hugmyndin að baki þessa leikverks Raymonds Brigg ekki svo vitlaus, því er það ekki einmitt á lokastundinni sem við stöndum líkt og í Njálsbrennu við hlið maka okkar og máski barna — aðrir skipta ekki máli á þeirri stundu eða verðum við kannski öll rúin heilbrigðri skyn- semi frammi fyrir slíkri dauðans ógn? Þó fannst mér sannast sagna höfundur gera fulllítið úr heil- brigðri skynsemi þeirra heiðurs- hjóna Hildu og Jim. Jim var að vísu nokkurn veginn með fúlle femm en jessúss minn, hún Hilda hefði nú vart dugað í uppvaskið. Leikritahöfundar verða að gæta þess að leiða ekki fram á svið alvarlegra verka slíka dómadags- hálfvita sem Hildu nema þeir hyggist rita hreinræktaða farsa eða absúrdverk. Hitt er svo aftur annað mál hvort höfundur hafi með þessari ýkjukenndu persónu- sköpun ætlað sér að benda enn rækilegar á hve mannleg skyn- semi og rökhyggja duga skammt frammi fyrir kjarnorkusprengj- unni, eða er hægt að hugsa þá hugsun til enda að það eru í raun- inni nokkrir menn sem ráða lífi og limum allra jarðarbúa? Hverjir færa þessum mönnum þetta djöf- ullega vald í hendur, ekki venju- legt fólk úti f bæ, svo mikið er víst. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP The Band. Þetta er fyrsta myndin sem birt var af þeim félögum. Síðasti valsinn: Kveðjuhljóm- leikar The Band ■■■■ Síðasti valsinn 91 05 er kvikmynd Li± — sem gerð var um síðustu tónleika hljómsveitarinnar The Band, sem haldnir voru í Winterland í San Fran- cisco 1976. Hún verður sýnd í sjónvarpinu í kvöld. Fjölmargir þekktir hljómlistarmenn lögðu The Band lið við tónleik- ana svo þeir mættu verða sem eftirminnilegastir. Mestur hluti myndar- innar er tekinn á hljóm- leikunum sjálfum, en inn í er skotið viðtölum við þá sem fram komu. Þeirra á meðal eru Bob Dylan, Eric Clapton, Emmylou Harr- is, Ringo Starr og Neil Young. The Band var stofnuð upp úr 1960 og var ein vinsælasta hljómsveitum hippatímabilsins svokall- aða. Hún þótti að vísu nokkuð mistæk og tölu- verðar sveiflur voru á gengi hennar. Það má segja að hljómsveitin hafi náð hápunktinum á ferli sínum í kringum 1968 en um það leyti gáfu þeir út þær plötur sem mestra vinsælda nutu. Svo fór heldur að síga á ógæfu- hliðina fyrir þeim. Nokkru eftir að Northern Lights-Southern Cross, sem þótti heldur slök, kom út lýstu hljómsveit- armenn því yfir að þeir hygðust ekki spila framar opinberlega. Þá var ákveðið að efna til einna risatónleika í kveðjuskyni og þeir hlutu einmitt nafnið Síðasti valsinn. Er ástin sníkjuplanta? f kvöld verður Ol 40 ljóðaþáttur á Lt A - dagskrá út- varpsins. Einar Ólafsson og Berglind Gunnarsdótt- ir munu lesa úr verkum sínum. Einar er ljóðaunnend- um vel kunnur, en hann les úr bók sinni Augu við gangstétt í kvöld. Berg- lind les úr fyrstu bók sinni sem heitir Ljóð fyrir lífi. „I þættinum verður spurt um ástina. Hvort hún búi í rigningunni eða vindinum, fjörunni eða meðal mannanna. Býr hún í byltingunni eða er hún sníkjuplanta," segir í dagskrárkynningu frá ríkisútvarpinu. Einar Ólafsson les úr verk- um sínum í kvöld ásamt Berglindi Gunnarsdóttur. Allt í hers höndum — lokaþátturinn ■■■■ { kvöld verður 90 35 sýndur loka- 4ÍÍU — þátturinn í hin- um vinsæla framhalds- myndaflokki Allt í hers höndum. Þættirnir eru skopstæl- ing á þeim geysimörgu kvikmyndum og fram- haldsþáttum sem gerðir hafa verið og hetjulega baráttu andspyrnuhreyf- inga í mörgum löndum sem Þjóðverjar hernámu í stríðinu. Hvernig öllu lýkur nú fyrir andspyrnuliðinu er ekki gott að segja, en nafnið á þættinum er Allo, Allo, sem gefur ým- islegt til kynna. Frönsk mynd um hrottafenginn rudda Seinni bíómynd 90 00 kvöldsins fjall- Lá*±~~ ar um glæpa- mann og hrotta sem eftir- lýstur er af lögreglunni fyrir manndráp og rán. Hann næst en sleppur frá lögreglunni. Þá kemst hann í kynni við athafna- mann frá Sikiley og sam- an fara þeir að leggja á ráðin um skartgriparán eitt mikið. UTVARP LAUGARDAGUR 31. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón- leikar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Guðvarðar Más Gunnlaugssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: — Karl Matthl- asson talar. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. Forystugreinar dagblað- anna (úrdráttur). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga — Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Oskalög sjúklinga, frh. 11.00 Drög að dagbók vikunn- ar. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 Inn og út um gluggann. Umsjón: Heiðdls Norðfjörð. RÚVAK. 14.20 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál I umsjá Sigrúnar Björnsdóttur. 15±0 .Fagurt galaöi fuglinn sá“. Umsjón: Sigurður Ein- arsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siödegistónleikar. a. Brandenborgarkonsert nr. 5 i D-dúr eftir Johann Seb- astian Bach. Auréle Nicolet, Josef Suk og Christane Jac- ottet leika á flautu, fiðlu og sembal með Hátlðarhljóm- sveitinni ( Luzern; Rudolf Baumgartner stjórnar. b. Flautusónata I e-moll eftir Georg Friedrich Hándel. William Bennett, Nicholas Kraemer og Denis Vigay leika á flautu, sembal og selló. c. Sinfónla nr. 1 I e-moll eftir Alessandro Scarlatti. William Bennett og Leonore Smith leika á flautur meö I Musici- kammersveitinni. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.50 Siðdegis I garðinum með Hatsteini Hafliðasyni. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Til- kynningar. 19.35 Elsku mamma. Umsjón: Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir. 20.00 Harmonlkupáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. 20.30 Utilegumenn. Þáttur Erl- ings Sigurðarsonar. RÚVAK. 21.00 Kvöldtónleikar. Þættir úr sigildum tónverkum. Berglind Gunnarsdóttir og Einar Ölafsson lesa eigin Ijóð. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Náttfari — Gestur Einar Jónasson. RUVAK. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Fréttir. 24.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. /k SJÓNVARP 17.00 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.10 Hver er hræddur við storkinn? (Vem ár rádd för storken?) 3 páttur Finnskur framhaldsmynda- flokkur I þremur þáttum um sumarleyfi þriggja hressra krakka. Þýðandi Kristln Mántylá. (Nordvision — Finnska sjón- varpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Allt I hers höndum (Allo, Allo!) LAUGARDAGUR 31. ágúst Lokaþáttur Breskur gamanmyndaflokk- ur I átta þáttum. Leikstjóri David Croft. Aðalhlutverk: Gorden Kaye. Þýöandi Guðni Kolbeinsson. 21.05 Slöasti valsinn (The Last Waltz) Bandarisk tónlistarmynd frá slðustu tónleikum hljómsveit- arinnar .The Band" ásamt Bob Dylan árið 1976. Vmsir kunnir hljómlistarmenn tóku þátt i þessum kveðjutónleik- um, svo sem Eric Clapton, Ringo Starr, Neil Diamond o.fl. Einnig er rætt við lista- mennina og rokksagan rifjuð upp. Þýðandi Reynir Harðarson. 23.00 Fjölskyldubönd (Le clan des Siciliens) Frönsk biómynd frá 1970. Leikstjóri Henri Verneuil. Aðalhlutverk: Jean Gabin, Alain Delon, Lino Ventura og Irina Demick. Söguhetjan á að baki rán og manndráp og hans blður þyngsta refsing.. Honum tekst aö smjúga úr greipum lögreglunnar og tekur að undirbúa mikið skartgriparán með sikileyskum athafna- manni. Þýðandi Pálmi Jóhannes- son. 01.05 Dagskrárlok 00.55 Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Einar Gunnar Einarsson. 14.00—16.00 Við rásmarkiö Stjórnandi: Jón Ölafsson ásamt Ingólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni, Iþróttafréttamönnum. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Hringborðið Hringborðsumræður um múslk. Stjórnandi: Magnús Einars- son og Siguröur Einarsson 20.00—21.00 Llnur Stjórnandi: Heiöbjört Jó- hannsdótfir. 21.00—22.00 Milli strlöa Stjórnandi: Jón Gröndat 22.00—23.00 Bárujárn Stjórnandi: Siguröur Sverr- isson. 23.00—00.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.45—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blðndal. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.