Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 Spennan í algleymingi þegar þrjár umferðir eru eftir: Hverjir verða meistarar? HVERJIR verða íslandsmeistarar í knattspyrnu er sú spurning sem flestir knattspyrnuunnendur velta fyrir sér þessa dagana. Verða það Framarar, Valsmenn, Skagamenn, Keflavík, Þór eða KR-ingar? Þessari spurningu getur auðvitað enginn svarað en það skaðar lítið að velta fyrir sér þeim leikjum sem hvert þessara liða eiga efftir í deildinni og möguleikum út frá því. Baráttan á botni deildarinnar er einnig mjög hörð. Víkingur er svo gott sem fallið, ekkert getur nú bjargað þeim frá falli nema kraftaverk. Spurningin er: Hverjir fylgja þeim niður. Verða það Þróttur eða Víðir eða jafnvel FH þó svo líklegt sé að þeir séu komnir á nokkuð lygnan sjó. • Fær Guðmundur Steinsson, fyrirliði Fram, enn eitt tækifssrið til að taka á móti sigurverðlaunum? Framarar eru með forystu í 1. deildinni eins og stendur og þeir eiga möguleika á aö vinna Islandsmótiö, þaö yrði fjórði titill liðsins á þessu ári. FRAM: Fram er með forystu eins og stendur í 1. deild, hafa hlotiö 30 stig og hafa veriö lengst af meö forystu í sumar. Þeir eiga eftir aö leika við Þrótt, FH og lA í þeim þremur umferöum sem eftir eru. FH-leikurinn er í Hafnarfirði, hinir tveir í Reykjavík. Fram ætti aö sigra FH og Þrótt en leikurinn viö Akranes í síöustu umferöinni er meira vafaatriöi. Sá sem þetta skrifar telur aö ef Akra- nes vinnur í Keflavík um helgina þá séu þeir til alls líklegir í síöasta leiknum gegn Fram því þá eru möguleikar þeirra talsveröir. VALUR: Valsmenn byrjuðu illa en hafa nú aö undanförnu veriö aö komast á skriö, þeir eiga eftir aö leika viö Viöi, Keflavík og KR. Víöir og KR heima en ÍBK á útivelli. Erfiöir leikir sem geta skipt ákaflega miklu máli um hverjir standa uppi sem Is- landsmeistarar aö keppnistímabil- inu loknu. Valsmenn gætu lent í basli meö Víöi því þeir hafa barist vel í leikj- um sínum í sumar og þeir þurfa nauösynlega á öllum þeim stigum aö halda sem þeir geta náö í. Leik- irnir við Keflavík og KR verða erf- iöir, á því leikur ekki nokkur vafi. Valur var sleginn út í Keflavík í bik- arkeppninni og hefur fullan hug á aö hefna þeirra ófara. Leikurinn viö KR í síöustu umferöinni getur oröiö mjög þýöingarmikill fyrir bæöi liöin en þaö gæti einnig fariö svo aö hann skipti engu máli fyrir fyrsta sætiö, en þaö er líka mikil- vægt aö verða frekar í ööru sæti en því sjötta. KR: KR leikur viö Þór á Akureyri um helgina og veröur þar örugglega um mikinn baráttuleik aö ræða. Hvorugt liðið þolir aö tapa þeim leik og í rauninni veröur annaö hvort liöiö aö sigra til þess aö standa reglulega vel aö vígi. Næsti leikur KR er síöan viö Víöi á heima- velli sínum og síöasti leikurinn er viö Val á Hlíðarenda. KR hefur fullan hug á aö sigra á Akureyri nú um helgina, Þór hefur ekki tapaö heimaleik í sumar og Vesturbæingarnir eru ákveðnir í því aö breyta þeirri staöreynd. Ef þeim tekst þaö þá standa þeir óneitanlega nokkuö vel aö vígi en þeir eiga alls ekki létta leiki eftir þó svo þeir vinni Þór. ÞÓR: Akureyrarliöiö hefur komið mik- iö á óvart í sumar. Þeir hafa unniö alla heimaleiki sína nema einn, geröu jafntefli viö Víöi í 6. umferð. Þór á eftir aö leika viö KR og verö- ur sá leikur á Akureyri á morgun. Því næst koma þeir hingaö suöur og leika viö Þrótt og ætti þaö ekki aö veröa svo erfítt fyrir þá ef Þrótt- ur leikur eins og þeir hafa gert, en þaö ber þó aö hafa í huga aö ef Þróttur ætlar ekki aó falla þá verö- ur liöið aö fara aö berjast fyrir stig- unum — þau koma ekki af sjálfu sér. Síöasti leikur Þórs veröur síöan viö FH á Akureyri og ef aö líkum lætur þá ættu heimamenn aö sigra í þeim leik, sérstaklega ef þeim tekst aö sigra í hinum leikjunum tveimur. ÍA: Skagamenn hafa ekki stungiö af í deildinni eins og undanfarin ár, sem betur fer segja eflaust margir, þeir eru nú í fimmta sæti og eru þremur stigum á eftir Fram. Þeir eiga eftir aö leika viö Keflavík núna á sunnudaginn í Keflavík, Vikinga á Akranesi og síöasti leikurinn verö- ur á Laugardalsvelli gegn Fram. Talsvert erfiðir leikir. Keflvíkingar eru alltaf erfiöir heim aö sækja og í fyrri leik liö- anna á Akranesi sigraöi Keflavík 2:1. Ekki auöunnin stig í Keflavík á morgun hjá Skagamönnum. Leik- urinn á heimavelli viö neösta liöiö ætti aö vera auöunninn en, knattspyrnan er óútreikanleg. Vík- ingar eru fallnir og viö þaö ætti aö losna um þá spennu og örvænt- ingu sem viröist hafa hrjáö liöiö. Þeir gætu náö saman og margir leikmenn þeirra eru snjallir og því getur allt gerst, ef Víkingarnir ná aö sýna góöan leik. Þess ber þó aö gæta aö Akurnesingar leggja þaö ekki í vana sinn aö tapa fyrir liðum sem eru neöarlega i deildinni. Um leikinn viö Fram hefur veriö rætt þegar verið var aö fjalla um möguleika Fram á íslandsmeist- aratitlinum og veröur ekki fjölyrt frekar um þaö hér. ÍBK: Þeir geröu jafntefli viö FH í vik- unni og voru þaö mjög óhagstæö úrslit fyrir liðið og líklega hafa þeir þar meö misst af lestinni þó svo allt geti gerst, eins og svo oft hefur verið tönglast á í þessari samant- ekt. ÍBK er fjórum stigum á eftir efsta liöinu og eiga því litla mögu- leika ef svo heldur fram sem horfir. Skaginn heimsækir þá á morg- un og þar getur allt gerst. Síöan taka þeir á móti Valsmönnum og loks leika þeir viö Víkinga á Laug- ardalsvellinum og er þaö jafnframt síðasti leikur mótsins, fer fram þann 15. september, sem er sunnudagur. Ef Keflvíkingar vinna alla þessa leiki, sem alls ekki er útlokaö þar sem tveir þeirra eru á heimavelli, þá eiga þeir enn mögu- leika en aöeins ef Fram og eitthv- ert af þeim liöum sem fyrir ofan þá eru í deildinni tapi leikjum, eöa stigum. FH: Hafnfirðingarnar viröast hafa bjargaö sér fyrir horn nú í síöustu leikjum og þeir eru varla í mikilli fallhættu úr því sem komiö er. Þeir eru meö 17 stig, fimm stigum meira en næsta liö fyrir neöan þá í töflunni og þaó þarf eitthvaö mikiö aó ganga á ef þeir missa niöur þaö forskot. FH leikur um helgina viö Víkinga á Laugardalsvelli og þar veröur ör- ugglega hart barist, þaö er þó spá mín aó FH vinni í þeim leik og gulltryggi þar meö sæti sitt í deild- inni á næsta ári. Framararnir skreppa síöan i heimsókn í Kapla- krika næsta laugardag og leika þar viö FH og þar tel óg FH-inga ekki eiga mikla möguleika á sigri, þó svo Fram hafi átt í strögli meö þau liö sem flestir hafa þó taliö eiga aó vinna léttilega. Síöasti leikur FH er síöan viö Þór á Akureyri og þann leik vinnur Þór örugglega ef þeir vinna næstu tvo leiki og trúlega skiptir sá leikur engu máli fyrir FH, þeir veröa búnir aö tryggja sig í deíldinni. VÍÐIR: Erfiöir dagar framundan hjá Garöbúum. Leikur viö Val í dag, og síöan viö KR, einnig á útivelli, en í síöustu umferöinni fá þeir Þrótt í heimsókn og þaö veröur trúlega sá leikurinn sem ræöur úrslitum um hvort liðið fylgir Víkingum niöur. Ef liöin leika eins, eöa svipaö og þau hafa gert í sumar, þá er ekki spurning um að Víöir vinnur í viö- ureign sinni viö Þrótt. Víðismenn hafa barist af miklum drengskap í öllum sínum leikjum og þaö er trú mín aö þeir uppskeri þaö erfiöi meö því aó halda sér í deildinni. ÞRÓTTUR: Dökkt útlit hjá liöinu og slæmt gengi í sumar ef frá eru taldir fyrstu leikir liösins. Skiptu um þjálfara á miöju sumri en því miður fyrir liöið þá viröist ekki hafa tekist aö rífa þá upp úr þeim doöa og leikleiöa sem einkennt hefur liöiö. Þaö eru margir snjallir einstakl- ingar í iiöinu en þaö vantar bar- áttuviljann og kraftinn til þess aö þeir geti sigraö leik. Þróttur á eftir aö leika viö Fram, Þór og Víöi. Fram og Þór hér i Reykjavík en Víöi á heimavelli. Litlir möguleikar í leikjunum viö Fram og Þór en leik- urinn í Garöinum í síöustu umferö- inni gæti skipt sköpum, síöast geröu liðin jafntefli, 2:2. VÍKINGUR: Ótrúlega slæmt gengi liösins í sumar og þaö hlýtur eitthvaö meira en lítiö aó vera aö hjá knatktspyrnudeildinni, eöa aó minnsta kosti hjá meistaraflokkn- um. Víkingur vann fyrsta leikinn í mótinu, gegn Val, og síöan komu 13 tapleikir í röö í 1. deildarkeppn- inni auk eins tapleiks í bikarkeppn- inni, áöur en liöið náói stigi í síö- ustu umferð gegn Þrótti. Víkingur leikur við FH á mánu- daginn, Skagamenn næsta laug- ardag á Akranesi og loks ÍBK á Laugadalsvellinum þann 14. sept- ember. Ekkert viröist geta komiö í veg fyrir aö þeir falli en þeir geta engu aö síður sett strik í reikning- inn, bæöi á toppbaráttuna og ekki síöur á botnbaráttuna. Eins og sést á þessari upptal- ingu og umfjöllun þá er alls ekki auövelt aö spá fyrir um hverjir veröa islandsmeistarar á þessu keppnistímabili. Ég læt lesendum eftir aö spá fyrir um þaö en ætla mér ekki þá dul aö reyna aó spá um þá 15 leiki sem eftir eru á is- landsmótinu aö þessu sinni. • Úr leik ÍBK og FH ( vikunni. Ragnar Margeirsson, aðalmarkaskorari Keflvíkinga sækir hér aö Magnúsi Pálssyni í FH-liðinu. FH-ingar sigla nú lygnan sjó í deildinni en Keflvíkingar eygja ef til vill enn möguleika á sigri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.