Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.08.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 45 Leikmenn og forráðamenn taka leikinn alvarlega: Ekki unninn fyrirfram — segir James Bett um leik Aberdeen og ÍA „ÞAÐ EINA sem ég get sagt á þessari stundu er að leíkurinn við Akranes verður erfiöur. Það ætl- ast allir til þess aö við vinnum leikinn auöveldlega en það eru liðnir tímar að hægt só aö afskrifa íslensk knattspyrnulið sem auö- unnin,“ sagði James Bett, leik- maður Aberdeen frá Skotlandi þegar Morgunblaöið ræddi við hann í gær og spuröi hann hvern- ig leikurinn við Akranes í Evr- ópukeppni meistaraliöa legðist í hann. „Þaö er alveg Ijóst aö leikmenn og forráðamenn Aberdeen taka leikinn við Akranes alvarlega þó svo áhangendur liösins telji aö leikurinn sé auöunninn. Ég þekki nokkra leik- menn í Akranesliöinu og sérstak- lega þá Karl Þórðarson og Árna Sveinsson. Ég veit satt aö segja ekki nákvæmlega hvernig viö mun- um haga undirbúningi fyrir leikinn en þjálfarinn og framkvæmdastjór- inn munu örugglega útvega ein- • James Bett telur að leikurinn við Skagamenn sé alls ekki unn- inn fyrirfram. Mikið að gera hjá dómurum NÚ ER lokiö við aö raða dómurum niöur á landsleiki og leiki í Evr- ópukeppnum í knattspyrnu. Guð- mundur Haraldsson mun dæma leik Oanmerkur og Sviss í Evr- ópukeppni landsliöa undir 21 árs og með honum verða þeir Þór- oddur Hjaltalín og Magnús Theó- dórsson á línunni. Kjartan Ólafsson mun dæma landsleik í Evrópukeppni landsliöa skipaö leikmönnum 18 ára og yngri og Eysteinn Guömundsson mun dæma leik Fredrikstad og Bangor City frá Irlandi þann 18. september en það er liður í Evr- ópukeppni bikarmeistara. Línu- veröir hjá Eysteini veröa þeir Guö- mundur Haraldsson og Friögeir Hallgrímsson. Sama dag og Eysteinn og félag- ar veröa í Noregi mun Óli Ólsen dæma í Danmörku leik Lyngby og Fannars- bikarinn UM SL. helgi var keppt um Fann- arsbikarinn í Grafarholti. 23 konur mættu til leiks, úrslit urðu þessi: netto 1. Kristín Þorvaldsdóttir, GK 57 2. Alda Sigurðardóttir, GK 60 3. Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK 61 4. Aðalheiöur Jörgensen.GR 61 Næst holu á 2. braut: Kristín Pálsdóttir, GK 323 sm. Næst holu á 18. braut: Alda Sigurðardóttir, GK 1185 sm. Galway Utd. frá Irlandi i sömu keppni. Meö Óla veröa þeir Þor- varöur Björnsson og Ragnar Örn Pétursson línuveröir. Gísli Guömundsson og Eyjólfur Ólafsson veröa línuverðir á leik ís- lands og Englands skipaö leik- mönnum undir 18 ára hér á landi þann 11. september en dómari veröur Rune Larson frá Svíþjóö. íslenskir dómarar hafa fengiö óvenju mörg verkefni á þessu ári og þeir hafa staöiö sig þaö vel aö búist er viö aö þeim veröi úthlutaö fleiri verkefnum í síðari umferöum Evrópukeppnanna. mm hverjar spólur af liöinu þannig aö viö getum skoöaö leik þess vel.“ — Þú skoraöir mark síðast þegar þú lékst hérna, ætlar þú að skora gegn Akurnesingum? „ Já, ég var heppinn aö skora eina mark Skotlands gegn íslandi þegar viö lékum viö þá á Laugardalsvelli í maí í vor og þar meö tryggöum viö okkur sigur og tvö dýrmæt stig í keppninni. Ég treysti mér ekki til aö segja til um hvort ég skora gegn Skaganum en ég mun gera mitt besta til aó tryggja liði mínu sigur í þessum þýöingarmikla leik. Viö ætlum okkur stóra hluti í þessari keppni núna eins og í fyrra og til aö sá draumur geti ræst þá veröum viö aðvinnaiA., — Viltu spá einhverju um úrslit leiksins þó svo langt sé í leik? „Nei, þaö geri ég aidrei en ég get sagt þaö aó þessi leikur er alls ekkert unninn fyrirfram þó svo hér í Skotlandi séu allir á því, þaö er aö segja þeir sem ekki þekkja til ís- lenskrar knattspyrnu. Hún er á mikilli uppleiö hjá ykkur og þaö eru ekki mörg ár síöan þaö var bara formsatriðið aö leika gegn íslandi eöa íslenskum liðum. Nú eru allir sem til þekkja hræddir viö aó lenda á móti liöum frá Islandi og ég tel aö þaö sé merki um aö þiö séuö meira metnir en áöur í knattspyrnuheim- inum,“ sagöi Bett aö lokum. Reykjavíkurmeistarar VÍKINGAR urðu á dögunum Reykjavíkurmeistarar ( 6. aldursflokki í knattspyrnu, bæði í A- og B-flokki. Víkingar sigruöu með nokkrum yfirburðum í úrslitaleiknum og voru piltarnir vel að þessum titlum komnir. Þeir hafa veriö í stöðugri sókn í sumar og þeir eiga fram- tíðina fyrir sér þessir ungu knattspyrnumenn. Morgunblaðsliðið ÞAD ERU hvorki fleiri né færri en sex nýliöar í liði 15. umferðar hjá okkur aö þessu sinni. Liöiö er sterkt varnarliö enda aðeins skoruð sex mörk í j>eim fimm leikjum sem voru í umferðinni og því ekki óeðlílegt aö varnir séu sterkari hlutinn af liðinu. Jónas Róbertsson Þór (3) Jón G. Bjarnason KR(1) Árni Stefénsson Þór(1) Stefán Jóhannsson KR(1) Siguróli Kristjánsson Þór(6) Jón Erling Ragnarsson FH (1) Valþór Sigþórsson ÍBK (6) Pétur Ormslev Fram (1) Guómundur Torfason Fram (5) Grímur Sasmundsen Val (3) Vióar Þorkelsson Fram (1) Einkunnagjöfin EITTHVAD skolaöist einkunna- gjöfin hjá okkur til f umfjöilun okkar um leik KR og Fram í blaö- inu í gær. Nöfn leikmanna Fram duttu út þannig aö við birtum einkunnir Framliösins aftur hérna: Friörik Friöriksson 3, Þorsteinn Þorsteinsson 3, Ormarr Örlygsson 3, Ómar Torfason 3, Kristinn Jóns- son 2, Guðmundur Steinsson 3, Ómar Torfason 3, Guömundur Torfason 4, Ásgeir Elíasson 3, Pót- ur Ormslev 3, Viöar Þorkelsson 3, Örn Valdimarsson (vm.) lék of stutt. ^f/VlASSt TINO Sýning á lithografíum og plakötum í KATEL Klapparstíg laugard. og sunnud. Opiö kl. 14-20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.