Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 1
48 SIÐUR jregustlritafrife STOFNAÐ1913 215. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mexíkóborg: Þúsundir flýja af ótta við sjúkdóma 300 þús. manns heimilislausir f borginni Mexíkóborg, 24. setpember. AP. ÞÚSUNDIR manna flúðu Mexíkóborg í dag af ótta við sjúkdóma frá menguðu vatni og Afganistan: Sovétmenn halda áfram árásum á Paghman Islamabad. Pakiatan, 24. september. AP AFGANSKIR andspyrnumenn hafa fellt 15 hermenn úr stjórnarher Afg- anistans í borginni Paghman og sov- éskar flugvélar héldu þriðja daginn í röð áfram loftárásum á þann hluta borgarinnar sem er á valdi and- spyrnumanna, að sögn vestrænna sendiráðsmanna. Þær fréttir hafa borist frá Kabúl, höfuðborg Afganistans, að and- spyrnumenn hafi ráðist inn í Paghman sl. föstudag og fellt 15 hermenn í tveggja og hálfrar klukkustundar skotbardaga. Öruggar heimildir herma að sov- éskar flugvélar hafi varpað sprengjum á borgina sama dag. Á laugardag gerðu 15 sovéskar her- þyrlur loftárásir á borgina og 10 herþyrlur héldu á sunnudag áfram sprengjuárásum á þann hluta henn- ar sem er á valdi andspyrnumanna. Enn er beðið frétta af manntjóni sem hlotist hefur af sprengjuárás- unum meðai borgarbúa og and- spyrnumanna. rotnandi líkum. Björgunarstarf- inu er samt haldið áfram af jafn miklum þrótti og áður, því að talið er, að enn sé margt fólk á lífi fast undir húsarústunum. Verkamenn grófu stöðugt í húsarústunum og beitta næm- um örbylgjuhlustunartækjum ásamt sporhundum í örvænt- ingarfullri leit að þeim 1500 manns sem álitið, er að enn séu þar grafnir áður en um seinan verður að bjarga þeim. Fagnað- aróp er rekið upp fyrir hvern sigur sem vinnst — þegar ein- hver finnst og er dreginn út úr dauðagildru sinni. En jafnvel náttúruhamfarir sem jarð- skjálftinn hafa takmörkuð áhrif á rótgróin viðhorf fólks — flokkur manna sem gróf niður í gegn um brak íbúðarhúss fann sjötuga konu, en hún harðneit- aði að koma út „því ég er nakin og fólk myndi halda að ég hefði enga blygðunarkennd". Tala látinna er nú álitin um 3000. Borgaryfirvöld segja að 7100 manns hafi slasast og 600 séu í sjúkrahúsum. Áætlað er að 300 þúsund manns séu heimilis- lausir, og aðeins helmingur þeirra hafi fundið sér húsaskjól til bráðabirgða. Nú, þegar ljóst er hversu geysilegt verkéfni er framundan við að koma lífinu í eðlilegt horf á ný, hefur samstaða fólks tekið að riðlast. Frá því að jarð- skjálftinn varð hefur verið lítið um rupl og okur en nú verða fréttir um slíkt tíðari. AP-símamynd Læknirinn Jose Hernandez Cruz horfir á björgunarmenn sína eftir að hann náðist úr rústum Benito Juarez-spítalans á mánudagsmorgun. Þar hafði hann verið lifandi grafinn ásamt fleirum í fjóra daga. Le Monde um Rainbow Warrior: Hernu fyrirskipaði að gera skipið „óskaðlegt u en ekki að „tortíma" því París, 23. seplember. AP. FRANSKA blaðið Le Monde skýrði svo frá í dag, að líklega hefði Charl- es Hernu, fráfarandi varnarmálaráð- herra, gefið fyrirmæli um að gera Festa komin á gengi dollarans Lækkuninni fagnað af fjármálamönnum London. 24. september. AP. FESTA kom á gengi Bandaríkjadollara í morgun í kjölfar lækkunar hans á mánudag, sem var sú mesta á einum degi í heilan áratug. Jacques Delors, aðalframkvæmdastjóri Evrópubandalagsins, fagnaöi lækkuninni í dag og lýsti henni sem „jákvæðu skrefi“. Sagði hann, að það samkomulag, sem náðst hefði milli fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Vestur-Þýzkalands og Japans, væri sönnun um meiri samstöðu þeirra á þessu sviði nú en nokkru sinni fyrr. Delors sagði hins vegar, að jákvæð áhrif þessa samkomulags yrðu skammvinn nema því aðeins, að stjórn Bandaríkjanna drægi úr hinum stórfellda fjárlagahalla landsins. Flestir hagfræðingar halda því fram, að þessi mikli halli sé aðalorsök þeirra háu vaxta, sem verið hafa við lýði í Bandaríkjunum. Gerhard Stoltenberg, fjármála- ráðherra Vestur-Þýzkalands, kvaðst fagna lækkun dollarans en sagði ennfremur, að viðskipta- og fjárlagahalli Bandaríkjanna væru kjarni vandamálsins og úr þess- um halla yrði að bæta. Shintaro Abe, utanríkisráðherra Japans, fagnaði í dag lækkun dollarans og lýsti henni sem stórum áfanga í því skyni að minnka óhagstæðan viðskiptajöfnuð Bandaríkjanna við Japan. Hann mæltihins vegar gegn hvers konar verndarstefnu i heimsverzluninni. Abe er nú staddur í Bandaríkjunum til við- ræðna við ráðamenn þar. Hyggst hann reyna eftir mætti að koma í veg fyrir, að Bandaríkjamenn grípi til verndartolla og annarra innflutningshafta, en fjöldi slíkra tillagna liggur fyrir Bandaríkja- þingi á þessu hausti. Rainbow Warrior marir {hálfu kafi í höfninni í Auckland 10. júlí sl. eftir sprengingu af völdum útsendara frönsku leyniþjónustunnar. Rainbow Warrior, skip Grænfrið- unga, „óskaðlegt“, án þess að skýra Mitterrand forseta og Fabiusi for- sætisráðherra frá því. Le Monde, sem gengið hefur fram fyrir skjöldu í að fletta ofan af hneykslinu, gerði hins vegar mikinn mun á því að „tortíma" skipinu og því að gera það „óskað- legt". Hafði blaðið það eftir Bern- ard Tricot, sem samdi fyrstu skýrsluna um málið, að frásögn þess gæti vel verið sönn. Blaðið hélt því fram, að engin skrifleg skipun hefði verið gefin um að sökkva Rainbow Warrior og að munnleg fyrirmæli Hernus hefðu ekki verið á þá leið. Hernu, sem sagði af sér á föstudag, hefur stöðugt neitað því, að hann hafi gefið fyrirmæli um að sökkva skipi Grænfriðunga. Geoffrey Palmer, aðstoðarfor- sætisráðherra Nýja-Sjálands, og Rolands Dumas, utanríkisráð- herra Frakklands, sem báðir sitja nú Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York, ræddu í dag „hugsanlegar leiðir til lausnar" málinu. Sagði Palmer, að viðræð- urnar hefðu verið vinsamlegar þrátt fyrir mikla reiði Ný-Sjá- lendinga vegna viðurkenningar Frakka á því, að útsendarar þeirra hefðu sprengt skipið Rainbow Warrior í höfninni í Auckland 10. júlí sl. Með skipinu fórst portú- galskur ljósmyndari. David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsti því yfir í morgun, að hann og stjórn hans væru ekki ánægð með afsökunar- yfirlýsingu frönsku stjórnarinnar vegna málsins. Sagði Lange, að þessi yfirlýsing næði „mjög skammt". Franski forsætisráð- herrann hafði lýst því yfir fyrr um morguninn, að hann væri „harmi sleginn" vegna málsins. John Fretwell, sendiherra Breta í París, bar í dag fram tilmæli frá stjórn sinni þess efnis, að Frakkar tækju á sig aila ábyrgð vegna skipsins og greiddu öllum þeim skaðabætur, sem rétt ættu til þeirra. Rainbow Warrior var skráð í Bretlandi og aðalstöðvar Grænfriðunga í heim- inum eru þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.