Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 5 Gríma opnar afmælis- sýningu á laugardag ÓLÖF Grímea Þorláksdóttir (Gríma), sem er 90 ára í dag, opnar sýningu á 18 olíumálverkum í húsakynnum Alþýðu- sambands íslands nk. laugardag, þann 28. september. ólöf Grímea hefur málað í tómstund- um sl. 20 ár og spanna myndirnar á sýn- ingunni yfir það tímabil. Síðast var Olöf Grímea með einkasýningu í Klausturhól- um, sem nú heitir Listmunahúsið við Lækjargötu, árið 1974, en hún hefur tek- ið þátt í nokkrum samsýningum síðan. Kippur kominn í loðnuveiðarnar TALSVERÐUR kippur er nú kominn í loðnuveiöarnar norður af landinu jafnframt því, sem loðnan gengur nsr landi. Aðeins þrjú skip voru með afla á mánudag en síðdegis á þriðjudag höfðu 13 skip tilkynnt afla, samtals 8.100 lestir. Loðnunni er nú landað á svæðinu frá Bolungarvík austur um til Vestmannaeyja. Á mánudag tilkynnti Hilmir II SU um 560 lesta afla, Gígja RE, 750 og Hákon ÞH 100 lestir. Síðdegis á þriðjudag höfðu eftirtalin skip til- kynnt afla: Svanur RE, 700, Örn KE, 580, Albert GK, 600, Hrafn GK, 640, Rauðsey AK, 570, Súlan EA, 800, Magnús NK, 540, Bergur VE, 530, Sighvatur Bjarnason VE, 710, Skarðsvík SH 640, Kap II VE, 700, Gísli Árni RE, 640 og Erling KE 450 lestir. Ólíklegt að sala aukist á bandarísk- um bifreiðum — segir Bílgreinasambandið JÓNAS Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, telur ólíklegt, að lækkun Banda- ríkjadollars muni verða til þess að auka hlutdeild nýrra bandarískra bifreiða á markaðnum hér. Sala á nýjum bandarískum bifreiðum hefur stöðugt dregist saman á undanförn- um árum og á fyrstu sex mánuðum þessa árs var hlutfall þeirra af heild- arsölu bifreiða hér á landi 0,5% og hefur aldrei verið lægra. „Lækkun dollars um 5—10% breytir ákaflega litlu um bifreiða- söluna," sagði Jónas. Munur á verði bandarískra bifreiða og þeirra, sem fluttar væru inn frá Evrópulöndum og Japan, væri enn það mikill. Hann sagði, að sala nýrra banda- rískra bifreiða hefði dregist veru- lega saman undanfarin ár. Árið 1974 var hlutfall þeirra á íslensk- um bifreiðamarkaði 20%, en árið 1981 var það komið niður í 6,2%. Ári síðar var það 1,7%, síðan 1,6% og í fyrra var það 0,8%. Jónas Þór kvaðst ekki vilja spá um það hvort lækkun bifreiðatolls úr 90% í 70%7 sem leiðir til um 10% lækkunar á útsöluverði bif- reiða, mundi verða til þess að auka bifreiðasölu verulega. Svar til Þorgeirs Þorgeirs- sonar VEGNA ummæla í grein Þorgeirs Þorgeirssonar í Morgunblaðinu 29. sept. sl. þar sem hann gefur í skyn, að Árni Sigurjónsson hafi hindrað að framvæmdastjórn Norrænu ljóðlistarhátíðarinnar beitti sér fyrir stuðningi þátttak- enda við Þorgeir i málastappi ríkissaksóknara gegn honum, viljum við taka fram að þessi ásökun er algjörlega úr lausu lofti gripin. Erum við furðu lostnir yfir svo ómaklegri árás á góðan dreng sem ekkert hef- ur gert á hluta Þorgeirs og er í hvívetna vandur að virðingu sinni. Framkvæmdastjórn var ekki annað verkefni ætlað en sjá um framkvæmd hátíðar- innar og hélt sig innan verk- sviðs síns. Stuðningsyfirlýsing skáld- anna við Tarkovskí var til- komin að frumkvæði einstakl- inga og auðsótt vegna kunn- ugleika aðila á málinu. Thor Vilhjálmsson Einar Kárason Einar Bragi Örnólfur Thorsson HLJOÐLAT „OG AFKASTAMIKIL HORKUTOL FRA PHILCO Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þú velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvotts. Þurrktími getur varaö allt að tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco að enn betri og öruggari þvotttavél en áður. Vélin vindur með allt að 1000 snúninga hraða á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverð orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og eru frá Heimilistækjum. Það talar sínu máli: Traust nöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.