Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 48
KEILUSALUWiNN w QPINN 1000-00.30 HIEKKURINBMSKEDJU MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. »- % Hákarlauggasúpa þykir víða hátíðamatur. Einnig eru til sagnir af því, að ókindum sem þessari þyki mannskepnan hátíðamatur. Hér hefur þó mannskepnan haft betur og hákarlinn fer í súpu. Morgunblaðið/RAX Uggar í súpu - lifur í Igsi FYRIRTÆKINU Lýsi hf. hafa nú borizt lifur og uggar af 8 beinhákörlum, en Lýsi hefur að undanförnu auglýst eftir þessum afurðum. Þrátt fyrir að um 30.000 krónur fáist að meðaltali fyrir lifur og ugga hverrar skepnu, hefur forráðamönnum Lysis þótt sjómenn tregir til að hirða þetta. Fyrirtækið hefur því látið gera og eru þau úr 4 millimetra troll- sérstök beinhákarlsnet í sam- garni. Gerðar hafa verið tvær vinnu viðHampiðjuna. Möskvinn fimm neta trossur með þessum í netunum er einn og hálfur metri hætti. Önnur verður lögð við Hólmavík, en hin við Arnar- stapa. Beinhákarlinn verður allt að 10 metra langur og 4 lestir að þyngd. Lifrin úr honum getur orðið allt að ein lest að þyngd og nýtanlegir uggar 200 til 300 kíló. Beinhákarlinn kemur alloft í veiðarfæri eins og net og troll og veldur gjarnan skemmdum á þeim, en stærri togskipum ætti að vera auðvelt að hirða hann að sögn starfsmanna Lýsis og einnig ætti að vera auðvelt að skera af honum ugga og sporð og ná úr honum lifur við hlið minni skipa. Hafrannsóknastofnun: Leggur til 300.000 tonna þorskafla næstu tvö árin Afram þörf ákveðinnar veiðistjórnunar, segir sjávarútvegsráðherra Gengisþróun: „Svigrúm til geng- issigs er nú um 1 %“ segir Albert Guð- mundsson Á ríkisstjornarfundi í gærmorgun var þróun gengismála rædd, í Ijósi ný- legra hækkana á Evrópugjaldmiðli og gengislækkunar Bandaríkjadoll- ars. Þar var ákveðið að halda þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í gengis- málum, og halda gengi krónunnar óbreyttu. Við fall dollars í fyrradag seig íslenska krónan um eitt pró- sentustig, og samkvæmt þeim geng- isskráningarramma sem markaður var fyrr á þessu ári, er nú ekki eftir nema um eins prósent, svigrúm til gengissigs, samkvæmt upplýsingum Alberts Guðmundssonar, fjármála- ráðherra. Fjármálaráðherra sagði að stað- fest hefði verið á ríkisstjórnar- fundinum um eins prósents gengis- sig, og auk þess hefði Sverri Her- mannssyni, sem gegnir stöðu bankamálaráðherra í fjarveru Matthíasar Á. Mathiesen, verið falið að fylgjast sérstaklega með þróun gengismála og vera í stöð- ugu sambandi við Seðlabankann. Sjá ennfremur forystugrein í miðopnu. 3 % þjóð- arinnar í meðferð FRÁ því SÁÁ tók til starfa fyrir 10 árum, hafa 7.000 einstakl- ingar farið í meðferð gegn áfengissýki hjá samtökunum, eða 3% þjóðarinnar. Árangur SÁÁ í baráttunni gegn áfengi og öðrum vímu- efnum vekur sífellt meiri at- hygli erlendis og æ fleiri út- lendingar, aðallega Norður- landabúar, koma hingað i meðferð. 100 Færeyingar hafa verið í meðferð hér á landi og 30 Danir og Svíar. Sjá viðtal við Hendrik Berndsen, formann SÁÁ, á bls. 26. Þjóðhagsspá 1986: Hafrannsóknastofnun hefur lagt til við stjórnvöld að þorskveiðar á næstu tveimur árum verði takmark- aðar við 300.000 tonn. Er það um 10.000 tonnum minna en þorskaflinn er áætlaður á þessu ári. Telja físki- fræðingar að með því að takmarka aflann með þessum hætti, muni veiði- stofninn vaxa nokkuð á næstu þrem- ur árum. Ennfremur telja þeir nauð- synlegt að afli verði ekki aukinn þótt góðir árgangar séu væntanlegir í veiðistofninn, heldur verði þeir nýttir til frekari endurreisnar hans. Enn- fremur sagði einn fískifræðinga við kynningu skýrslu stofnunarinnar, að hún gæfí ekki tilefni til þess, að á þessu ári yrði veitt úr næsta árs kvóta, þar sem verið væri að leggja til nánast sama afla þessi ár og nást myndi nú. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi ekk- ert óvænt í þessum tillögum fiski- fræðinga. Hann hefði vonazt eftir því, að ástand stofnanna yrði talið heldur skárra. Þessar tillögur sýndu það, að þörf væri á ákveð- inni stjórnun veiðanna áfram, en sýndu þó, að svigrúm væri heldur meira en gert hefði verið ráð fyrir á síðasta ári. Það létti stjórnunina vissulega. Hann gæti ekkert sagt um það á þessu stigii, hvort farið yrði að tillögum Hafrannsókna- stofnunar. Þær yrðu ræddar næstu daga og endanleg ákvörðun tekin síðar. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LIU, sagði að niður- stöður fiskifræðinga væru vissu- lega nokkur léttir; að gróskan í hafinu hefði valdið því, að ástandið væri betra. Einnig væri það ánægjulegt, að þrátt fyrir að ákveðið hefði verið að veiða nokkru meira á þessu ári en þeir hefðu lagt til, virtist það ekki ætla að koma niður á okkur. Hins vegar fyndist sér ekki ástæða til að gera mikið úr þessu aflamagni, þar sem það væri svipað og yrði fiskað á þessu ári. Það væri því ljóst, að hefðu veiðarnar ekki verið tak- markaðar eins og raun bæri vitni, hefði aflinn á þessu ári orðið miklu meiri. Það, sem þyrfti að gera, væri að byggja þorskstofninn þannig upp að það væri regla en ekki undantekning að vel fiskaðist. Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hann hefði viljað sjá tillögur um meiri afla miðað við ástand sjávar og það þorskmagn, sem að undanförnu hefði verið á ferðinni. Að öðru leyti gæti hann ekki tjáð sig nánar um tillögurnar, þar sem hann hefði ekki kynnt sér þær nægilega vel. Sjá nánar á bls. 28 í blaðinu í dag. Þjóðhagsspá 1986: Gert er ráð fyrir 3,5 milljarða viðskiptahalla ÞJÓÐHAGSSPÁ fyrir árið 1986 gerir ráð fyrir að um 3,5% viðskiptahalli við útlönd verði á árinu, sem samsvar- ar um 3,5 milljarða viðskiptahalla. Eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu gera drög að fjárlagafrum- varpi ráð fyrir að erlend lántaka ríkis- sjóðs á næsta ári, takmarkist við afborganir á erlendum skuldum. Stuðst var við þjóðhagsspá við fjár- lagagerðina. Það liggur því ljóst fyrir, að gert er ráð fyrir mjög miklum viðskipta- halla í einkageira þjóðlífsins, þann- ig að þótt erlend skuldasöfnun rík- issjóðs verði með fjárlögum næsta árs stöðvuð, þá er ekki þar með sagt að erlend skuldasöfnun at- vinnulífsins í landinu verði stöðvuð. Heimildir Morgunblaðsins herma að ástæður þessa séu fyrst og fremst þær, að ef fyrirætlunin væri sú að skera niður svona mik- inn viðskiptahalla í einu vetfangi, á næsta ári, þá hefði það í för með sér meiri kjararýrnun en stætt sé á, með tilliti til þess að þjóðhagsspá gerir ekki ráð fyrir rýrnun ráðstöf- unartekna á næsta ári. Gert er ráð fyrir að þjóðarfram- leiðsla næsta árs nemi um eitt hundrað milljörðum og að útgjöld ríkissjóðs þar af verði um 28,2%. Heimildamaður Morgunblaðsins skýrði þennan mikla viðskiptahalla svo fyrir blaðamanni Morgunblaðs- ins í gærkveldi, að við fjárlagagerð- ina hefði þótt rétt að það væri fyrst og fremst ríkisbúskapurinn sem gengi feti framar í aðhaldi og þrengdi sultarólina, en atvinnulífið hefði forgang. Sagði hann jafn- framt að viðskiptahallinn yrði að einhverju leyti skýrður með vaxta- greiðslum af erlendum lánum, þannig að hér væri ekki eingöngu um beinan vöruskiptahalla að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.