Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 Jazzballet — vinsælasti dansinn á íslandi í dag? Fyrir mörgum öldum, alla vega nokkrum, áttu tveir ágæt- ir mannapar samræður eins og þær gerðust bestar á þeim tíma. Annar hélt á stórum steini sem hann hafði tekið upp nokkrum mínútum áður. Sá ægilegi atburður átti sér stað að hann missti steininn þunga niður á tær félagans. Sá fann auðvitað mikið til og hoppaði á einum fæti í 2—3 mínútur, emjaði og óaði, pataði puttum upp og niður til vinstri og hægri, þjakaður af sársauka. Sá sem missti steininn, horfði fyrst forviða á þetta hopp og hí félagans en fór svo svo að apa eftir honum. Þetta var fyrsti dans- Snilldartilþrif hjá stelpunum ekki satt? Glöggir menn geta greint Báru í bakgrunni! Morgunbia8iS/Árni Sœberg Sagan fyrir ofan er tilbúningur blm. en engu að síður jafngild hverri annarri. Menn hafa a.m.k. dansað i óratíma. Indíánar eru heimsfrægir dansarar svo og búskmennirnir sem hafa haldið heiðri regndansins hátt á lofti um ómunatíð. Hvað er dans? Er það dans þegar menn vefja vinstri fæti utan um maga félaga síns og hnykkja höfðinu í allar áttir? Er það dans þegar menn skríða á fjórum fótum um gólf með félagann á bakinu? Er það dans þegar lagst er á bakið og far- ið í hringi (headspin)?? Eða er skottís eini rétti dansinn? Þessu verður ekki reynt að svara. Menn dansa ýmist „mjög frjálst, óháð öllum reglum" eða eftir ákveðnum formúlum. Cha-cha- cha-, skottís, polki, paso-doble, jitter bug, charleston, jive, bossa nova, samba, mambo, vínarkreutz, tangó, break, disco, ræll, mazúrki, tvist, rokk, limbó og kokkurinn. Örfá en þó nokkuð góð dæmi um hinar ýmsu danstegundir. Síðan er einn dans í viðbót sem nýtur feikilegra vinsælda hérlend- is þessa dagana. Það er jazzball- ett. t vikunni smeygðu blaðamað- ur og ljósmyndari Morgunblaðsins sér í huggulega jazzballettgalla og röltu í Stigahlíðina. Þar var fríður hópur föngulegasta fólks í jazz- ballett og þar var líka kona að nafni Bára ... Brfet Birgisdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Strákarnir mættu alveg iáta sjá sig“ — segir Bríet Birgisdóttir Ung og falleg snót, Bríet Birgis- dóttir, reyndist meira en til í að spjalla stuttlega við blm. áður en hún færi í bað eftir erfiðan dans- tíma. Bríet er 15 ára gömul. „Þetta er annað námskeiðið sem ég fer á. Og þetta er ferlega skemmtilegt." Nýtirðu jazzballettinn til hins ýtr- asta á böllum í skólanum? Hlátur. Hvað knýr þig til að mæta hingað í Stigahlíðina tvisvar f viku og svitna og svitna og svitna? „Mér finnst þetta mjög skemmtilegur dans. Hreyfingin er mikil og andinn góður.“ Er einhver skortur á strákum í þessum hóp? „Það er enginn strákur í hópn- um. Tölum bara hreint út. Þeir mættu alveg láta sjá sig okkar vegna.“ Þið dansið ekki alltaf við sama lagið er það? „Nei, nei,“ svarar Bríet og glottir greindarlega. „Það er fín tónlist hér, allskonar, en taktföst umfram allt.“ Er jazzballett eitthvað sem stelpur hrífast virkilega af? „Ætli það ekki. Það virðist a.m.k. ekki vera til sú stelpa sem ekki hefur verið í jazzballett í styttri eða lengri tíma. Dansinn á greinilega marga fylgismenn í röðum okkar stelpnanna því það er það sem mest er sótt í. Eg þekki líka nokkuð marga sem eru i gömlu dönsunum. Það er alltaf að færast í aukana að ungt fólk læri þá,“ sagði Bríet að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Agnes leiðir hér stelpurnar í allan sannleika um það hvernig eigi að dansa þetta. Það virðist bara ganga vel að meðtaka það. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fettur og brettur. Annar hluti. Hér er fett og brett sérdeilis nett Jazzballett krefst vfst mikillar lipurðar. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.