Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 22
22 ____________________________________________MORGU^PLAÐID, SUNNUpAG}JR6. pKTÓBER 1985 Styðjast sina stafí við, stilltar heimasætur“ Þrjár heimasætanna, frá vinstri: Fillippía Biöndal, Anna Katrín Þorgrímsson og Kristín Guðbrandsdótt- I heimsókn hjá Ingibjörgu Jóhannsdóttur og öðrum heimilismönnum á Blesastöðum á Skeiðum Að Blesastöðum á Skeiðum rekur Ingibjörg Jóhanns- dóttir, fyrrum bóndakona á Blesastöðum, heimili fyrir aldraða. Heimilið er í nýju húsi á jörðinni, sem hún reisti eftir lát eiginmanns síns, Hermanns Guðmunds- sonar bónda að Blesastöðum. Hún rak búið í fjögur ár eftir lát hans en seldi það síðan og reisti húsið á 16 hektara skika, sem hún hélt eftir af jörðinni við söluna. í dag eru tíu í heimili hjá Ingibjörgu að frátöld- um starfsstúlkum. Starfsemin er einkaframtak Ingi- bjargar, húsbyggingin greidd af söluandvirði jarðarinn- ar en auk eigin fjármuna nýtur hún aðeins lífeyris- greiðslna vistmanna við kostnað af rekstrinum. „Yndislegt er umhverfið upp við fjallarætur. Styðjast sína stafi við stilltar heimasætur." Svo kveður hinn níræði öldung- ur ólafur Þorkelsson til sambýlis- kvenna sinna á Blesastaðaheimil- inu. Er blaðamaður og ljósmynd- ari Morgunblaðsins heimsóttu Ingibjörgu og heimilisfólk nýver- ið, vakti fyrst athygli þeirra rólegt en þó glaðlegt viðmót heimilis- manna, hlýlegt andrúmsloft og síðast en ekki sízt hversu algjör- lega allir virtust lausir við spænnu og kvíða. „Stilltar heimasætur", konur, sem þarna eru í meirihluta, og flestar á níræðisaldri, sátu eða gengu um og „studdust við stafi sína“ og hver aðra. Stofnana- bragur virtist enginn og,í viðtöl- um við gamla fólkið kom fram, að því líður vel. Flestir eru einstæð- ingar, aðkomnir úr Reykjavík, oftast beint af sjúkrahúsum, en einsemd Hrjáir auðsjáanlega ekki þetta fulíorðna fólk, eins og oft vill verða, þó á fjölmennum stofn- unum sé. Starfsfólkið sagði ennfr- emur í viðtali við blaðamann, að samkomulagið sé með eindæmum gott, aldrei verði árekstrar, þó svo flestir öldungarnir hafi verið því vanastir að búa einir. Tilgangurinn með heimsókninni er að fovitnast svolítið um rekstur heimilisins. Aðkomnir heimilis- menn eru tíu eins og að framan greinir, þar af átta aldraðir, mis- jafnlega á sig komnir, og tvær þroskaheftar konur um og yfir fimmtíu ára. Af átta öldruðum eru tveir karlmenn, fyrrnefndur ólaf- ur Þorkelsson, sem er níræður, að- eins farinn að líkamlegri heilsu, en andinn sem hjá manni á bezta aldri. Hjá öðrum er minnið farið að gefa sig og ýmsir öldrunarsjúk- dómar hrjá þá, eins og gengur. Ætíð haft aökomu- fólk í heimili Húsakynni eru hlýleg, hátt er til lofts og innréttingar heimilisleg- ar. Það eina sem greinir þetta hús frá stóru einbýlishúsi er sér- búnaður á baðherbergi og sjúkra- rúm í sumum herbergjanna, en vistmenn eru ýmist í eins, tveggja eða þriggja manna herbergjum. Ingibjörg býður okkur til stofu, sem er, eins og annað í húsinu, stofa allra á heimilinu. Stofan þjónar einnig að hluta sem skrifstofa og yfir skrifborði hang- ir innrammað skjal um útnefn- ingu heiðursfélaga Búnaðarsam- bands Suðurlands, Ingibjargar Jó- Séð heim að Blesastöðum. Heimili Ingibjargar er lengst til vinstri. hannsdóttur, „fyrir glæsilega for- ustu við hlið eiginmanns síns, Hermanns Guðmundssonar, að fjölþættum líknar- og félagsmál- um.“ Við byrjum á að spyrja hana hver tildrög hafi verið að því að hún réðst í að byggja þetta stóra hús í þessum tilgangi. Ingibjörg kvaðst skagfirzkrar ættar en að hún hefði búið í 40 ár með manni sínum, Hermanni, að Blesastöðum; hann lézt árið 1980. Hún bjó búi þeirra í ár eftir and- lát hans en ákvað þá að selja jörð- ina, enda börn þeirra fimm öll bú- in að koma sér fyrir annars stað- ar. Eftir hélt hún 16 hektörum og réðst í byggingu hússins í þeim tilgangi að reka þar vistheimili. „Allan minn búskap hafði ég að- komufólk í heimili, unglinga og stundum gamalt fólk og þroska- heft. Það má segja að ég hafi haft áhuga á þessu frá því ég fæddist. Þetta hefur verið mjög þroskandi og gefandi starf fyrir alla fjöl- skylduna. Það eina sem olli mér erfiðleikum við þessa ákvörðun var að gera upp við mig, hvort ég ætti að byggja upp heimili fyrir unglinga og krakka eða fullorðna. Það varð ofan á að hafa heimilið fyrir fullorðna, bæði er þörfin fyrir vistun þeirra meiri og mér fannst ég vera orðin of fullorðin til að standa undir þeirri ábyrgð sem fylgir uppeldi barna og ungl- inga. Þó ábyrgð af umönnun aldr- aðra sé mikil, þá er hún öðru vísi.“ Allt gert til að forðast stofnanabrag Ingibjörg sagðist reka heimilið eins og hvert annað heimili, t.d. dytti sér ekki í hug að reka fólkið á fætur á morgnana til að mæta á ákveðnum tíma til árbíts. Ef það vildi sofa frameftir, væri það þeirra mál, alveg eins og það hefði velflest gert í áraraðir á eigin heimilum. Þá sagðist hún gera allt til þess að forðast stofnanabrag í heimilishaldinu, reynt væri að hafa hlutina sem eðliiegasta og frjálsasta. — En hvernig líður dagurinn hjá hinum öldruðu í sveitinni? „Auk þess að sinna persónulegum, daglegum erindum gengur fólkið mikið hér um land- areignina og nýtur útiveru. Sumir fylgjast með búskapnum á býlinu eftir því sem þeir geta, en eftir- tektarverðast finnst mér hversu samkomulagið er gott og sam- heldnin mikil. Þetta er eins og ein stór fjölskylda. Þá segja mér bæði læknar og aðstandendur að fram- farir hjá fólkinu séu mjög miklar, bæði heilsufars- og andlegar, en það finnst mér ánægjulegast við þetta starf mitt. Fullorðin kona, sem virtist komin algjörlega úr tengslum við umhverfið, þegar hún kom hingað, er til.dæmis mun meðvitaðri um sjálfa sig og ég hef vonir um að geta fengið hana fljótlega til að fara í stuttar gönguferðir." Ingibjörg sagði mikla aðsókn i að koma fólki í vist á Blesastaði og að hún hefði tekið á móti mörgum í gegnum spítalana í Reykjavík og félagsmálastofnun. Aðspurð um biðlista sagðist hún löngu hafa gefizt upp á að halda slíkan lista. Hún muni taka þann sem henni finnist hafa mesta þörf á því, þeg- ar rúm losni. Gamla fólkið hennar Ingibjargar er velflest þjakað af öldrunarsjúkdómum og aðspurð um læknishjálp sagði hún að læknisþjónusta væri áreiðanlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.