Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.10.1985, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER1985 42 Njósnaárið mikla gæti árið sem er að líða sem best kallast í sögu Evrópu. Ágætt blað orðaði það eitthvað á þá leið að Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýska- lands hefði fengið yfir sig nú- tímaútgáfu af engisprettu-, lúsa- eða skordýraplágum Forn- Egypta. Nútímaplágan þá „mold- vörpurnar" sem hvarvetna búa um sig í holum í ríkiskerfum Vesturlanda. Ekki aðeins að stjórnkerfi Vestur-Þýskalands hafi reynst allt útbíað í sovét- njósnurum, allt upp í yfirmann öryggisþjónustunnar og ritara hjá kanslara sjálfum, heldur hefur breska ljónið líka verið að reyna að hrista af sér þessa óværu, Frakkar sendu heilan hóp til síns heima í fyrra og tvöfaldi njósnarinn Gordievsky upplýsir nýflúinn vestur yfir að Danmörk sé smituð, að ógleymdum Noregi þar sem hann mun fyrstu hafa skotið til stjórnvalda upplýsing- um um KGB-þjónkun Árna hins norska. Líklega huggun harmi gegn að Gordievsky karlinn hinn sovéski ku hafa upplýst að hon- um sé ókunnugt um slíka holubúa á íslandi. Vekur spurningar? Er ísland hér í miðjum herskipastraumi Atlantshafsins þá svona lítið áhugavert? Eða liggja bara allar upplýsingar sem austanmenn ágirnast svo á lausu að ekki þarf einu sinni að hafa kléka mold- vörpu til að grafa þær upp? Sennilega mundi okkur íslend- ingum ekki einu sinni detta neitt Ijótt í hug þótt við sæjum svona moldvörpu að krafsa einhvers staðar. Þessa moldvörputegund þekkjum við aðeins úr njósnasög- um og sjónvarpsþáttum um hann Smyley, sem eru víst býsna sann- ferðugir, enda var höfundurinn John Le Carre 5 ár í réttri deild bresku utanríkisþjónustunnar. Til er íslensk njósnasaga „Með kveðju frá Dublin", þar sem Björn Hermannsson söguhetja Árna Bergmanns er raunar gott dæmi um bláeygan sakleysingja er þvælist inn í erlenda hryðju- verkastarfsemi af góðum huga, án þess að hafa hugmynd um hvað málið snýst. Hann hefði sem best getað tekið sér í munn orð íslensku kerlingarinnar í stríðinu, sem varð að orði: „Það endar með því að þeir drepa einhvern." Upp í hugann koma ummæli þýsks vinar og skjalaþýðanda um aðra þjóð, sem honum fannst álíka miklir asnar í þessum mál- um upp úr síðasta stríði og ver- aldarvönum nútímanjósnurum finnst eflaust við íslendingar enn vera. Þá var þessi Þjóðverji ungur maður og hrakinn í lífsins ólgusjó, enda aðeins fimm ár frá stríðslokum. Hann hafði verið tekinn í drengjabúðir eins og strákarnir í sjónvarpsþáttunum um Hitlersæskuna í sjónvarpinu nýlega. Þar komu fram miklir tungumálaerfiðleikar og hann var settur í sérskóla og 17 ára gamall gerður túlkur með herj- um Hitlers þegar stríðið braust út. í stríðslok lenti hann í fanga- búðum Sovétmanna í austur- hluta Þýskalands. Þar kom upp að hann var jafnvígur á rúss- nesku og þýsku og var látinn túlka fyrir sovéska herinn. Einn góðan veðurdag fengu hann og ungur vinur hans aðvörun um að nú ætti að fara að flytja þá með öðrum föngum til Rúss- lands. Þeir flúðu i snarheitum og komust vestur yfir. Ekki reyndist auðvelt fyrir mann með þessa fortíð að fá vinnu. Hafði verið túlkur með her Hitlers og sovéska hernum. Áður en hann varð á vegi mínum hafði hann þó fengið vinnu hjá trúflokknum Moral Rearmament i Sviss og þótti hræsnin þar ekki minni en á öðrum stöðum sem örlögin báru hann. Þar var fyrir fjölþjóðlegt lið og ýmis tungumál í gangi. Heill flugvélafarmur íslendinga fór þangað sællar minningar til að siðvæðast, segir ekki af árangri. Sumarið 1950 hafði Walter þessi skroppið til ftalíu til að um þeirra. Miklir fagnaðarfundir og mikið rauðvín drukkið út á það og sungnir i gondólum róm- antískir Feneyjasöngvarar. En þetta var lykkja á leið. Næst gerðist það að Walter komst í vinnu hjá einum hernum enn, í þetta sinn Bandaríkja- mönnum í Þýskalandi. Hans hlutverk að yfirheyra flóttafólk að austan og komast að því hvort um væri að ræða ósvikna flótta- menn eða útsendara til að koma sér fyrir til njósna fyrir vestan. Þeir voru vitanlega á ferðinni þá strax. Kemur þá Gáruhöfund- ur loks að því sem hann ætlaði leita fyrir sér um viðtökur í Feneyjum, þar sem hann hafði verið að túlka með þýska hern- um. Raunar var býsna gaman að sjá þær viðtökur. Vitanlega höfðu Þjóðverjarnir verið á bestu hótelunum og við fylgdumst með honum út á Lido. Þar var honum fagnað sem glataða syninum af skósmiðnum hans, skreðaranum, vínkaupmanninum og fjölskyld- að segja hér langt fyrir ofan í þessum pistli. Walter ætlaði ekki af sinni víðtæku reynslu að komast yfir það hvílíkir asnar þessir Ameríkumenn væru, sem komu beint úr skólum heima hjá sér til að verða yfirmenn njósna- starfseminnar og þá um leið að stjórna Þjóðverjunum sem tóku skýrslurnar og reyndu að sann- reyna það sem sagt var. Þeir trúðu bókstaflega öllu og öllum, sagði hann. Voru plataðir upp úr skónum og tóku engum viðvörun- um. Þessu 30 ára gamla þusi skaut fram úr hugarfylgsnum einnar af þeirri þjóð, sem áreið- anlega er jafn bláeyg á alla njósnastarfsemi sem ungu Bandaríkjamennirnir voru á þessum tíma í Þýskalandi. Nú þegar maður les í heims- pressunni lýsingu þeirra tveggja háttsettu Sovétnjósnara, sem komnir eru vestur yfir, af hve mikilli forsjálni þeir skipuleggja tangarhald á hverri sálu sem réttir litla putta og sleppa ei síðan — þykir sjálfsagt að nýta alla sína starfskrafta til mold- vörpustarfsemi og ekkert múður — þá fyrirgefst kannski þótt maður verði svo andstyggilega þenkjandi að kunna ekki alls kostar við sig í hreyfingu ljúfra friðardúfa á íslandi þegar þar er innsti koppur í búri og áhrifa- valdur launaður starfskraftur hjá Sovétmönnum til útbreiðslu- starfsemi, ritstjóri Sovétfrétta. Svona getur einn íslenskur óviti um njósnamál orðið barnalega tortrygginn við válegar upplýs- ingar. Og enn herti þýski rit- höfundurinn og sósíalistinn Helga Novak á þeim lesti í við- tali í sjónvarpinu í fyrri viku, er hún lýsti því hvernig henni var í Austur-Berlín vísað ásamt 400 öðrum stúdentum úr skólanum af því hún vildi ekki mæla innrás Sovéthersins I Ungverjaland bót 1956 og varð fyrir áframhaldandi óbilgjörnum kröfum af því tagi þar til henni var vísað úr landi sínu. Helga barst á sínum tíma til íslands með íslenskum há- skólapiltum og skólabræðrum í Austur-Þýskalandi og bjó hér í mörg ár. „Maðurinn er óendanlega heimskur," lætur Árni Berg- mann söguhetju sína Björn Her- mannsson segja undir lok ofan- nefndrar bókar. Kvikmynda- safn íslands á krossgötum lögum samkvæmt á að fara fram nú í vetur. í hinum nýju kvik- myndalögum segir að eitt af verk- efnum Kvikmyndasjóðs sé aðgerð- „ ir til þess að efla kvikmynda- menningu á íslandi. Ég leyfi mér að vona að þetta ákvæði laganna geti réttlætt ákvörðun í stjórn Kvikmyndasjóðs og -safns um að fundnar verði leiðir til þess að festa kaup á Hafnarfjarðarbíó undir starfsemi þessara stofnana, jafnvel þó að Kvikmyndasjóður með stuðningi þeirra samtaka, sem eiga fuiltrúa í sjóðsstjórninni, yrði að stíga fyrsta skrefið og reiða af hendi það fé, sem þarf til útborgunarinnar. í þessu máli er ekki mikill tími fyrir athuganir heldur er aðgerða þörf nú þegar. Nú spyrja menn sig vafalaust þeirrar spurningar, hvort Hafnar- fjarðarbíó staðsett suður í Hafn- arfirði sé þessa virði? Hús kvikmyndarinnar á Islandi Hafnarfjarðarbíó, sem ég mundi vilja kalla Hús kvikmynd- arinnar á íslandi, ef Kvikmynda- safn og Kvikmyndasjóður bæru gæfu til þess að eignast það, býður upp á stórkostlega möguleika. I bíósalnum, sem tekur um 315 manns í sæti, myndi Kvikmynda- safnið geta gengist fyrir reglu- bundnum kvikmyndasýningum og fyllt upp í það tómarúm, sem hef- ur myndast eftir að Fjalaköttur- inn, kvikmyndaklúbbur fram- haldsskólanna, hætti starfsemi sinni. Ætli ýmsir sakni ekki mánudagssýninganna, sem Há- skólabíó gekkst fyrir hér á árum áður, Litla Bíós Þorgeirs Þor- geirssonar, eða Filmíu. Sú var meira að segja tíðin að Hafnar- fjarðarbíó hélt merki kvikmynda- listarinnar svo hátt á lofti, að Reykvíkingar vöndust við það að fara til Hafnarfjarðar að sjá kvikmyndir Ingmars Bergman eða frönsku nýbylgjuhöfundanna eða myndir eftir Wajda, Forman, Menzel, Sjöman, svo einhver nöfn séu nefnd. Auk hinna reglubundnu kvikmyndasýninga yrði hægt að skipuleggja sérstakar skólasýn- ingar og skoðunarferðir í Kvik- myndasafnið á morgnana og fram eftir degi, þar sem leitast yrði við að kynna nemendum undirstöðu í innlendri og erlendri kvikmynda- sögu og fagurfræði kvikmynda- listarinnar. Slíkar dagskrár þyrfti að vera hægt að fara með út á land. Þar með væri kannski hægt að stíga fyrsta skrefið til andófs gegn þeirri þróun, sem virðist miða að því á mörgum stöðum að ganga af kvikmyndasýningum á kvikmyndatjaldi dauðum. Hér er ekki eingöngu um menningarlega hagsmuni að ræða heldur bein- harða hagsmuni íslenskrar kvik- myndagerðar, sem má ekki við því að kvikmyndasýningar í kvik- myndahúsum leggist niður úti á landi. Þau kvikmyndauppeldislegu áhrif, sem breiðst geta út um land allt frá Húsi kvikmyndarinnar í Hafnarfirði eru því ekki lítils virði fyrir íslenska kvikmyndagerðar- menn. Þá opnast möguleikar fyrir kvikmyndaframleiðendur að sýna kvikmyndir sínar í þessu bíói. Það gæti ýmsum þótt mikils virði. í húsi kvikmyndarinnar væri hægt að efna til námskeiðahalds í ýms- um greinum kvikmyndagerðar, þar sem fengnir yrðu fyrirlesarar erlendis frá. Nýir möguleikar opnast fyrir Kvikmyndasafnið að kynna al- menningi árangur af varðveislu- starfi safnsins. Þá yrði hægt að skipuleggja áhugaverðar sýningar fyrir aldraða, sem gætu orðið mik- ilvægur þáttur í starfsemi safns'- ins. Það hefur færst í vöxt á und- anförnum árum að þeir, sem vinna við leiksýningar og kvikmyndir og sjónvarpsmyndir frá fyrri skeið- um aldarinnar, hagnýti sér heim- ildakvikmyndir frá viðkomandi tímum. Nú gæfist tækifæri til þess að efla þessa þjónustu. Kvikmyndasafnsgeymslunni yrði væntanlega hægt að koma fyrir undir bíósalnum, en þar er mikið geymslupláss með sérinngangi. í íbúðinni á efstu hæð yrðu skrif- stofur Kvikmyndasafns og Kvik- myndasjóðs, bóka- og tímarita- safn með útlánaþjónustu, lesstofa, heimilda- og skjalasafn, klippi- herbergi, tækniminjageymsla, aðstaða fyrir skrásetningarvinnu o.s.frv. Þessu er öllu hægt að koma fyrir án þess að gera þurfi breyt- ingar á núverandi herbergisskip- an. Staðsetningin Kvikmyndasafnið og Kvik- myndasjóður yrðu ekki fyrstu rík- isstofnanirnar, sem hösluðu sér völl í Hafnarfirði. Þar er nú Sjó- minjasafn íslands til húsa. Sam- kvæmt miðbæjarskipulagi Hafn- arfjarðar, sem samþykkt var 1982 er gert ráð fyrir að stofnanir og ýmsar aðrar þjónustumiðstöðvar höfuðborgarsvæðis og ríkisins verði í auknum mæli staðsettar í Hafnarfirði. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar bæjarráði Hafnarfjarðar, sem fjallaði um þær á fundi sínum í sl. viku. í svarbréfi bæjarráðs til Kvik- myndasafnsins lýsir bæjarráð yfir áhuga sínum á framgangi málsins. Óhætt er að fullyrða að staðsetn- ing Kvikmyndasafns og Kvik- myndasjóðs í Hafnarfirði yrði mikil lyftistöng fyrir menningar- lífið í bænum. Það er ekki ónýtt fyrir þetta bæjarfélag að hafa staðsett nánast hlið við hlið í hjarta bæjarins Kvikmyndasafn {slands og Lista- og menningar- miðstöð bæjarins. Sk. nýju mið- bæjarskipulagi yrði Kvikmynda- safnið jafnframt staðsett við nýtt miðbæjartorg og göngugötukerfi, þar sem ætlunin er að mannlífið blómstri. í viðræðum við stofn- anda menningarmiðstöðvarinnar, Sverri Magnússon, lyfsala, hefur komið fram að mikill ávinningur yrði af sambýlinu við Kvikmynda- safnið í Hafnarfjarðarbíói. Lista- og menningarmiðstöð Hafnar- fjarðar er nú orðinn fulltrúi ís- lands í Nordisk Kunstcentrum, og er nú af þeim sökum verið að inn- rétta þar íbúð og starfsaðstöðu fyrir listamenn. Margvíslegir samstarfsmöguleikar eru fyrir hendi á milli Menningarmiðstöðv- arinnar og Kvikmyndasafnsins, sem báðir aðilar gætu notið góðs af. Ég veit ekki hvort Hafnfirð- ingar hafa hugleitt það, að þegar Níels Árnason, bíóstjóri Hafnar- fjarðarbíós, leggur niður kvik- myndahússrekstur sinn eftir hálf- rar aldar dygga þjónustu við bæj- arbúa, verður bærinn bíólaus. Það er því til nokkurs að vinna fyrir Hafnfirðinga að kvikmyndahúss- rekstur haldi áfram í bænum og því væri ekki óeðlilegt, að bæjar- yfirvöld í Hafnarfirði veltu því fyrir sér með hvaða hætti bærinn gæti stuðlað enn frekar að fram- gangi málsins. Hér er kannski rétt að nefna valkost, sem hægt er að þróa, og fælist í því að stofnað yrði hlutafélag um rekstur bíós- ins. Hluthafar yrðu ríkið, þ.e. Kvikmyndasafn og Kvikmynda- sjóður, Hafnarfjarðarbær (Lista- og menningarmiðstöðin), kvik- myndaframleiðendur, kvikmynda- húsaeigendur (möguleikar á endursýningum Reykjavíkurbíó- anna), félag kvikmyndaunnenda, sem stofnað yrði til stuðnings starfseminni. Lítum nú frá Hafnarfirði til höfuðborgarsvæðisins í heild með möguleika rekstursins í huga. 1 næsta nágrenni Hafnarfjarðar eru stórir byggðarkjarnar, Garða- bær og Kópavogur. Fyrir íbúa þessara bæjarfélaga er í flestum tilvikum styttra að fara til Hafn- arfjarðar en til miðbæjar Reykja- víkur. Þetta mun einnig eiga við um nýju íbúðahverfin í Reykjavík, eftir að nýi vegurinn milli Breið- holts og Hafnarfjarðar kemst í gagnið, en áætlað er að það verði eigi síðar en árið 1987. Þá verður vegalengdin, skv. upplýsingum Vegagerðarinnar, frá Mjóddinni, þar sem Bíóhöllin er staðsett, til miðbæjar Hafnarfjarðar, um 7 km, sem er sama vegalengd og frá sama stað niður á Lækjartorg. Þá mun verða mun styttra fyrir íbú- ana við Grafarvog og Rauðavatn og Árbæ að aka eftir nýja Arnar- nesveginum til Hafnarfjarðar en til miðbæjar Reykjavíkur og reyndar verður umferðinni frá Breiðholti II og III beint niður á þann veg. Miðbær Hafnarfjarðar mun þar af leiðandi liggja nær þessum byggðarkjörnum en mið- bær Reykjavíkur. Af þessum sök- um mætti alveg eins segja að það væri fremur kostur en galli að staðsetja Kvikmyndasafnið í Hafnarfirði. Þá má ekki gleyma því að í nýja miðbænum í Hafnar- firði verða næg bílastæði. Kjarni málsins er eftir sem áður sá, að Kvikmyndasafni og Kvik- myndasjóði stendur Hafnarfjarð- arbíó til boða. Ekkert annað er í boði og mun ekki verða það sem eftir er aldarinnar að minnsta kosti. Óhætt er að fullyrða að á sama tímabili verður heldur ekki lagt í að byggja yfir þessa starf- semi. Sá möguleiki sem við stönd- um frammi fyrir nú er því ein- stakur. Það er því annaðhvort að grípa tækifærið núna, eða missa það, því það eru að sjálfsögðu fleiri aðilar að velta því fyrir sér að kaupa bíóið. Ég leyfi mér að beina lokaorð- um mínum I þessu máli til kvik- myndagerðarmanna, stjórnar Kvikmyndasafns og Kvikmynda- sjóðs og þeirra, sem bera eiga ábyrgð á því að Kvikmyndasjóður fái þær fjárveitingar, sem honum ber samkvæmt hinum nýju kvik- myndalögum: Við höfum séð hvað Gamla Bíó hefur gert fyrir fs- lensku óperuna, við vitum, hvað Borgarleikhús á eftir að gera fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Hús tónlistarinnar fyrir tónlistarlíf á íslandi. Skipum okkur í þennan flokk og eignumst Hús kvikmynd- arinnar á íslandi. Með því eflist íslensk kvikmyndagerð og þar með sjálfsvitund okkar íslendinga og menningarlegt sjálfstæði. Við höf- um engu að tapa en allt að vinna. Höíundur er íorstöóumadur Kvikmrndasafns fslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.