Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 AXEL SPRINGERl iSá STORVELDATAFLIÐl Fiskveiðisamn- ingur setur strik í reikninginn Kiribati heitir örsnautt eyríki á Kyrrahafi, sem flestir vissu fátt um fyrr en í ágúst sl. þegar yfirvöldin þar veittu Sovét- mönnum leyfi til að veiða innan fiskveiðilögsögunnar. Bandaríkja- menn sérstaklega hafa miklar áhyggjur af þessum samningi. Líta þeir svo á, að með honum hafi Sovétmenn náð fótfestu á Kyrra- hafi og að hann sé aðeins fyrsta skrefið í þá átt, að þeir komi þar upp bækistöð. Forseti Kiribatis, Teremia Tabai, er þar á öðru máli. „Hér er aðeins um að ræða viðskiptalegan samning," segir hann, en fyrir að fá að veiða innan fiskveiðlögsög- unnar, sem er tveggja milljóna fermílna hafsvæði umhverfis eyj- arnar 33, greiða Sovétmenn 1,7 milljón dollara á ári. Kiribati, sem áður hélt Gilbert- eyjar, var undir Bretum fram til 1979 en þá urðu eyjaskeggjar sjálfstæð þjóð. Telur hún aðeins um 58.000 manns og er meðal þeirra fátækustu, sem um getur. Nú hefur hún gert samninga við Sovétmenn og um það geta Banda- ríkjamenn sér sjálfum að mestu leyti kennt. Norður og austur af eyjunum eru auðugustu túnfiskmið í heimi og eru þau efnahagsleg undirstaða margra eyríkjanna á Kyrrahafi, t.d. Samoa, Salómons-eyja og Kiribati. Árum saman hafa hins vegar gríðarmiklir túnfiskveiði- flotar frá Bandarikjunum rányrkt þessi mið og engu skeytt um al- þjóðleg lög og reglur. Árlega hafa þeir ausið upp túnfiskinum fyrir milljónir dollara og skilið eyja- skeggjana eftir í kjölfarinu fisk- lausa á fleytunum sínum. Svo vitnað sé til orða kunnugs manns þá „gaf þetta framferði Sovét- mönnum ágætis tækifæri til að grípa inn í og nýta sér þá óvild á Bandaríkjamönnum, sem vaxið hefur ár frá ári“. Þess vegna er nú líka svo komið, að íbúarnir á Kyrrahafseyjunum eru orðnir að þrætuepli milli stórveldanna. Langstærsti markaðurinn fyrir túnfisk er i Bandaríkjunum, en Japanir, Taiwan-búar og Suður- Kóreumenn, sem einnig eru mikl- ar túnfiskætur, hafa fallist á að veiða utan fiskveiðilögsögunnar eða samið um veiðarnar við ein- stök ríki. Það á ekki við um Bandaríkjamenn. Túnfiskstríðið eins og það er kallað á Suður-Kyrrahafi náði há- marki í ágúst í fyrra þegar yfir- völd á Salómons-eyjum lögðu hald á Jeanette Diana, bandarískan túnfiskbát, sem var með sína eigin þyrlu um borð. Eftir mikið mála- vafstur var skipstjórinn sektaður um 360.000 ísl. kr., bátseigandinn um 1280 þús. og 21 milljónar kr. krafist fyrir bátinn sjálfan. Sam- band bandarískra túnfiskveiði- manna, sem er sterkur þrýstihóp- ur í Bandaríkjunum, tók þessu ekki með þegjandi þögninni. Sekt- irnar voru að vísu greiddar og bátnum sleppt en andvirði þeirra var dregið frá fjárstuðningi Bandaríkjastjórnar við Salóm- ons-eyjar og innflutningur frá eyjunum til Bandaríkjanna bann- aður. Þeir einu, sem töpuðu á þessu, voru íbúar eyjanna. fbúarnir á Kiribati hafa hins vegar engu að tapa. Þeir eru svo fátækir, að þeir hafa ekki efni á að reka sín eigin varðskip, engin efni á sendiráðum erlendis og ekki einu sinni á því að vera í Sameinuðu þjóðunum. Áður en þeir urðu sjálfstæðir voru þjóðartekjurnar um 14 milljónir dollara á ári, aðal- lega af fosfatvinnslu, en nú eru þær aðeins 1,6 milljónir dollara. Fosfatið kláraðist rétt fyrir sjálfstæðistökuna. fbúarnir á Kiribati eiga ekkert eftir nema fiskinn. Bandarísku bátarnir veiða enn vel innan fisk- veiðilögsögunnar og á einum degi tekur einn bátur jafn mikið og fiskimennirnir á Kiribati geta gert sér vonir um að ná á heilu ári. „Fiskurinn er allt, sem við eig- um.“ segir Tabai, forseti. „Banda- ríkjamenn vildu ekki hjálpa okkur og þess vegna snerum við okkur til Sovétmanna. Svo einfalt er það.“ Aðrar þjóðir á Kyrrahafi eru nú að velta því fyrir sér að fara eins að. - ALISTAIR WILSON Maðurinn sem vissi hvað féll í kramið Axel Springer, vestur-þýski blaðakóngurinn, er látinn. Þegar ég heyrði fréttirnar sá ég fyrir mér Berlín fyrir tuttugu árum, göturnar fullar af fólki og rauðum fánum og nafnið hans hrópað úr tugþúsund börkum. „Niður með Springer" var hrópað og „Springer, við skulum ná þér“. Þá datt mér líka annað í hug. Hvers vegna var mað- urinn hataður svona óskaplega? Springer var ákaflega ensksinn- aður. Það voru breskir herforingjar sem gáfu honum leyfi og hvöttu til að stofna fyrsta blaðið, og lífsverkið hans, blaðahringurinn, útbreidd blöð sem lögðu megináherslu á kyn- líf og gróusögur og á að úthrópa vinstrimenn, var aðeins þýsk útgáfa af fyrirbæri, sem alþekkt er í Eng- landi. Þeir, sem gerðust ritstjórar hjá Springer, urðu að játast fjórum megin reglum sem ekki virðast neitt svakalegar á prenti. Þær voru að að- hyllast friðsamlega sameiningu Þýskalands, að berjast fyrir sáttum Þjóðverja og gyðinga og einhuga stuðingur við ísrael, að hafna öllum alræðishugmyndum og að verja „fé- lagslega markaðshagkerfið". Sumir kölluðu Springer „fasista- útnára“ og höfðu sjálfa sig að fífli með því. Hann var af prentara- og forleggjarafjölskyldu í Hamborg, sem var andvíg nasismanum og Springer sem fékk sig undanþeginn herþjónustu, gekk aldrei Hitler á hönd. Springer byrjaði á útvarpsfrétta- timaritinu „Hör Zu„ og síðan á „Hamburger Abendblatt", fyrsta dagblaðinu sínu. Einkunnarorð þess voru „Verið góð hvert við annað". Áður en það kom út skrifaði hann að hann vildi „gefa út blað sem væri í takt við tímann, blað sem lyti sín- um eigin lögmálum" og þar með var hann kominn með uppskriftina að vinsælu síðdegisblöðunum, sem áttu eftir að rjúfa þá gömlu, þýsku hefð að blöðin væru bara stöðnuð flokks- málgögn. Blaðaveldið óx og Springer hóf að gefa út það virta og íhaldssama blað „Die Welt“, æsifréttablaðið „Bild- Zeitung" sem nú selst í fimm millj- ónum eintaka og tvö vinsæl sunnu- SOMASKEPNURl Svínið er alls ekkert svín Svín hafa yfirleitt ekki verið í hávegum höfð, eins og ýmsar líkingar bera með sér, til dæmis hefur sóðum, heimskingjum og al- ætum oft verið líkt við svín. En nú hefur brezki rithöfundurinn Russ- el Ash hrakið þessar kenningar lið fyrir lið í bók sem hann hefur skrifað um þessar skepnur og var nýlega gefin út hjá Ebury Press í London. Samkvæmt niðurstöðum hans eru svín nefnilega hreinleg og matvönd og hafa þar að auki hátt greindarstig. I kafla sem nefnist „Þrjár kenn- ingar um svín afsannaðar," hrekur hann hinar gömlu staðhæfingar: Svín eru sóðar: — Svínin hafa fáa stóra svitakirtla. Þess vegna þurfa þau að kæla sig í vatni eða leðju. Sumir svínabændur hafa út- búið litlar vaðlaugar halda svín- unum sinum og segja að þau kjósi frekar að velta sér upp úr vatni en leðju. Þá reyna þau að halda stíum sínum hreinum með því að hægja sér eins langt og unnt er frá svefnstað sínum. Svín eru alætur: — í ljós hefur komið að þau eru matvandari en flest önnur húsdýr. Vísindamenn gerðu nýlega tilraun sem leiddi í ljós, að svín fúlsuðu við 171 grænmetistegund af 243 sem þeim var boðið upp á. Svin eru heimsk. — Þeir sem rannsakað hafa atferli dýra hafa komizt að þeirri niðurstöðu að svínið sé líklega 10. greindasta dýrið í jarðríki eða nálega jafnvel viti borið og fremdardýrin; hvalur, höfrungur og fíll. Jafnvel hundur- inn stendur þeim ekki á sporði. Tamningamenn sem hafa þjáfað svín eru furðu lostnir yfir því hve auðveld þeim reynist að læra allar hundakúnstir og yfirleitt á skemmri tíma en hinn tryggi fylginautur mannsins. Ash bendir á að á ýmsum tím- um mannkynssögunnar hafi svín verið tamin og þiálfuð til marg- víslegra hluta. Á Skotlandi og Minorca hafi þeim meðal annars verið beitt fyrir plóga, Forn- Egyptar hafi notað þau við þresk- ingu korns og Englendingar til að rífa upp rætur úr akurlendi og jafnframt þjálfað þau til svipaðra verka og veiðihunda. I bókinni er að finna margs kon- ar vitnisburð um eðliskosti svína. Til dæmis má lesa þar eftirfarandi umsögn brezka náttúrufræðings- ins W.H. Hudson: „Mér fellur vel EITT STRÍÐALIÐ: Greind dýr en óneitanlega dálítið hávaðasöm. afstaða þeirra til annarra dýra, einkum þó til mannsins," segir hann. „Svínið er hvorki tortryggið né þýlynt eins og hestar, nautpen- ingur og sauðfé. Það er heldur ekki ósvífið eins og geitin sem gef- ur dauðann og djöfullinn í allt, né heldur fjandsamlegt eins og gæs- in. Þá er það ekki heldur hroka- fullt eins og kötturinn eða smjaðr- andi sníkjudýr eins og hundurinn. Frá sjónarhóli svínsins er maður- inn jafningi og vinur." Eftir þess- um ummælum og öðrum í bókinni að dæma virðist svínið vera um- gengisgóð skepna með talsverða sjálfsvirðingu. En Ash lætur samt ekki hjá líða að minnast á lesti svínanna. Á Bretlandi hafa þau löngum legið undir því að vilja fá sér neðan í því, að minnsta kosti í þeim borg- um þar sem mikið er um brugg- hús. Og svínið er síður en svo hljóðlátur granni. Dr. Stanley Curtis sem starfar við dýrafræði- deild háskólans í Illinois í Banda- ríkjunum hefur mælt hávaðann í hríni þess og komizt að raun um að hann mælist um það bil 100—115 desibel. Hávaðinn í Concorde-þotunni við flugtak er 112 desibel. - LAURENCE MARKS Axel Springer. dagsblöð. Þegar fólk kvartaði um að hann hefði ekkert umboð til að neyða skoðunum sínum upp á þjóð- ina var hann vanur að vitna til „daglegs stuðnings milljóna les- enda“. „Að lokum fer illa fyrir Springer," sagði á einu barmmerkjanna frá 1968 og þegar árin liðu fylltist hann hugarvíli, altekinn af einhverri dul- arfullri útgáfu af mótmælendatrú. Sonur hans svipti sig lífi árið 1980 og blaðaveldið var erfingjalaust. Svo fór að flest baráttumál Spring- ers urðu óvinsæl meðal almennings eða hættu að skipta máli og pólitísk- ur Iúðrablástur varð æ sjaldgæfari á síðum Springer-blaöanna. Að lok- um voru það helst leiðtogar tsraela sem syrgðu hann, en þá þjóð hafði hann ávallt stutt af trúmennsku og einskæru örlæti úr eigin vasa. Hver skyldi svo hafa verið ástæð- an fyrir því að Springer var sjálfur erkióvinurinn í augum margra Þjóð- verja? Hatrið á honum náði há- marki seint á sjöunda áratugnum, á tímum stúdentaóeirðanna, þegar dagskipunin var „Spörkum Spring- er“ þegar reynt var að koma í veg fyrir dreifingu blaða hans og þegar samtök þýskra rithöfunda ákváðu, að félagar þeirra skyldu aldrei birta eftir sig stafkrók í þessum blöðum. Það er ekki erfitt verk að mis- bjóða Þjóðverjum og ritstjórnar- stefnan, sem fylgt var á „Bild- Zeitung" var lýðskrum og oft hrein ósannindi. Willy Brandt var minnt- ur á það fyrir einar kosningarnar að hann væri óskilgetinn og hefði snúið aftur til Þýskalands í einkennisbún- ingi bandamanna og stúdentaleið- togar voru úthrópaðir sem leiguþý austur-þýskra kommúnista. Þegar „Bild“ skoraði á lesendur sína að taka lögin í sínar hendur og einn þeirra skaut á stúdentaleiðtogann Rudi Dutschke, fannst mörgum Þjóðverjum sem Springer sjálfur hefði tekið í gikkinn. Þessir atburðir höfðu djúp áhrif á ungt fólk og hugsjónaríkt. Ofræging og eitrað níð hafði verið sérgrein nasistablaðanna og því sagði þetta fólk af skiljanlegum ástæðum en ranglega þó: „Nú er þetta allt að byrja aftur." Þegar litið er til baka virðist sem Springer-blöðin hafi valdið mennta- mönnunum mestu tjóni. „Bild“ sner- ist gegn þeim af offorsi og vefengdi þá rótgrónu trú, að þeir ættu að vera einhver samviska þjóðarinnar, að þeir ættu að ýta við og örva fjöld- ann með nýjum hugmyndum. Á sinn ameríska hátt sagði „Bild“ eitthvað á þessa leið: „Venjulegt fólk hefur aðeins áhuga á bílum, íþróttum, kynlífi og sjónvarpinu og hvers vegna ekki? Það, sem þið, menning- arvitarnir, kallið fordóma fólksins, er vilji meirihlutans og við erum rödd hans, ekki þið.“ Rétturinn til að vera bara neyt- andi, til að láta sér á sama standa og hugsa ekki einu sinni, var trúar- játning, sem ekki hafði áður heyrst í Þýskalandi. Vinstrimenn báru barmmerki, sem á var letrað „Bild Macht Dumm“, „Bild er forheimsk- andi“ og rithöfundar eins og Grass og Böll tættu í sig Springer-blöðin með sinni miklu mælsku og leiftr- andi stíl. Samt sem áður var það sannleikskorn að finna í staðhæf- ingum Springer-blaðanna, að þýskir menntamenn hafa ekki síðan verið vissir í sinni sök um eðli og inntak þýsks samfélags. „Springer-blöðin hafa meiri áhrif á þýska verkamenn en verkalýðsfé- lögin,“ skrifaði Ulrike Meinhof, sem var ágætur dálkahöfundur áður en hún lagði út á braut byssunnar og ofbeldisins. NEAL ASCHERSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.