Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 Rœtt við bœndurna Friðrik og Jón Böðvarssyni sem reka félagsbú að Syðstaósi í Torfustaðahreppi, V-Húnavatnssýslu Friðrik ásamt nokkrum gripanna sem biðu þess að röðin kæmi að þeim í mjaltarennunum. Jón og Friðrik, til hægri, Böðvarssynir í nýja hjarðfjósinu að Syðstaósi. „Miðfjarðará sér um vaxtabyrðina Orðtakið að ekki sé búmaður nema hann kunni að berja sér, verður merkingarlaust þeim, sem ræðir við þá bræður Friðrik og Jón Böðvarssyni á Syðstaósi í Ytri Tofustaðahreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu, en þeir hafa rekið þar félagsbú frá árinu 1975, er þeir tóku við búi föður síns. Þeir segja bú- skapinn ganga öllum vonum framar. 28 mjólkandi kýr eru í nýju fjósi sem þeir bræður byggðu, svonefndu hjarðfjósi, en samtals eru 83 hausar í fjósinu. Sauðfé er um 300 kindur auk þess hafa þeir bræður nokkur hross, eða 12 stykki, til að komast á í smölun og til að sinna öðrum snúningum. Þá hyggja þeir enn- fremur á ræktun hrossa. Bræðurnir vinna báðir fulla vinnu utan búsins. Jón starfar sem rafvirki en Friðrik er ullarmatsmaður, sveitarstjóri og er reyndar ennfremur fjallkóngur í sinni sveit. Við heimsóttum þá bræður á kvöldmjaltatíma nýverið. Kýrnar biðu mjalta, nokkrar höfðu þegar komið sér fyrir í tveimur göngum við mjaltagryfjuna, en þess utan ganga þær lausar í stórum hólfum og virðast kunna frjálsræðinu vel. Holdanaut á ýmsum aldri, þau elztu eru næst okkur á myndinni. Mikill vélbúnaður er notaður við mjaltir og kemur mannshöndin hvergi nærri mjólkinni, sem rennur í ótal leiðslum í stóra geyma í mjólk- urgeymslu. Þrátt fyrir að tilburðir við myndatökur og verktafir meðan blaðamaður svalaði forvitni sinni hlytu að valda nokkurri truflun á vanabundnu lífi þessara traustvekj- andi skepna, skein stóísk ró úr stór- um augum þeirra. Þær blökuðu í mesta lagi eyrunum en virtust kunna vel að meta svolítið klapp og klór. Það viðurkennist, að eftir endunýjuð kynni við þenr.an einn aðalfæðugjafa okkar við þær kring- umstæður sem hjarðfjós býður uppá, hefur fyrra álit - fengið við kúarekstur á æskudögum í sveit - verið tekið til endurskoðunar, en í því fólst lítið jákvætt hvað varðar gáfnafar kúa. Einn af Galloway-blendingunum sem leiddir verða til slátrunar Allt unnið í vothey „Síðasta ár kom mjög vel út hjá okkur. Við vinnum reyndar báðir utan búsins en þetta hefur gengið með albesta móti. Heyskapur hér í sveitum er reyndar ekkert til að hrópa húrra yfir, en við vinnum nú orðið allt í vothey, nema hey- köggla, sem við látum gera úr þurrheyi. Það keyptum við á síð- asta ári, en hér heima vinnum við allt í vothey, sem við geymum í flatgryfjum," sagði Friðrik fyrst um afkomu sl. árs. Hann sagði góða afkomu ekki sist byggjast á hagræðingu i rekstri þá hefði aðkeypt fóður hækkað lítið í verði milli ára. Hann sagði bændur þarna um slóðir, í Vestur-Húna- vatnssýslu og á Ströndum, al- mennt vera farna að heyja allt í vothey. Það væri rugl að standa í öðru, eins og tíðarfarið væri þar um slóðir. Bóndinn fær í dag 22.37 kr. fyrir lítra af mjólk en úr búð kostar lítrinn 32 kr. og er hann greiddur niður um 3 kr., að sögn Friðriks. Þennan milliliðakostnað við geril- Guðmundur Þorbergsson, bóndi að Neðrinúpi, Fremri Torfustaðahreppi: SÍS hefur gjörsamlega brugðist í fræðslu og auglýsingum Efrétt vœri að staðið, yrði ekki um offramboð á dilkakjöti að rœða Eg er sérstaklega óhress með forsvarsmenn bænda í framleiðsluráði, Stéttarsam- bandi bænda og landbúnaðarráð- herra. Það hvarflar að manni, að þar sem þessir forsvarsmenn eru allir fyrrverandi bændur skipti það þá engu hvernig af- koma okkar er. Ég hef á tilfinn- ingunni að þeir vilji ekki koma nálægt málum okkar. Þá hefur kaupandi að 90% sauðfjárafurða okkar, Samband íslenskra sam- vinnufélaga, gjörsamlega brugð- ist í því að fræða almenning um afurðirnar, nýtingu þess og gæði, og auglýsa vöruna þannig að hún seljist," sagði Guðmundur Þor- bergsson bóndi að Neðrinúpi, Fremri Torfustaðahreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu, er rætt var við hann nýverið á Hvamms- tanga þar sem hann starfar í sláturtíðinni sem verkstjóri í sláturhúsi Sigurðar Pálmasonar. Guðmundur sagði að sér lægi margt á hjarta vegna umræðu um stöðu bænda í þjóðfélaginu í dag. Það væri stöðugt rætt um fækkun sauðfjár en staðreynd væri, að ef því yrði fækkað enn frekar myndu heilu sveitirnar leggjast i eyði. Hann sagði síðan: „Þá er rætt um að taka í staðinn upp aukabúgreinar en í fiskirækt þarf fyrst og fremst vatn, sem ekki er allsstaðar fyrir hendi. Refarækt er óhemjudýrt fyrir- tæki 1 upphafi þannig að það tekur tvö til þrjú ár að ná niður stofnkostnaðinum. Minkinn, það ljóta dýr, vil ég helst ekki tala um. Þekki vinnubrögð hans, en það er þannig með þessa skinna- rækt að það þarf ekki nema eina kvikmyndastjörnu úti í heimi, sem lýsir því yfir að ekki megi ganga i pelsum úr ákveðnum dýraskinnum, þá hættir skinn af þeim dýrum að seljast. Þannig að það er engan veginn hlaupið að því að fara yfir í eitthvað annað. Við erum heppnir með slátrum hér á Hvammstanga, því vegna samkeppni sláturhúsanna fáum við útborguð 80% af áætlunar- verði okkar dilka, en það hlýtur að vera pottur brotinn, þegar sláturkostnaður er orðinn þriðj- ungur af því sem bændur fá greitt fyrir dilkinn. Ef unnt yrði að ná niður tilkostnaðinum og staðið yrði að kynningu á vörunni innanlands yrði áreiðanlega ekkert offramboð á kjöti hér- lendis." Guðmundur sagði að lokum: „Ég er þess fullviss að afkoma bænda gæti verið mun betri ef forsvarsmenn þeirra stæðu rétt að málum. Dilkakjötið okkar er eitt besta kjöt í heimi og sam- bandið mætti taka framleiðend- ur annarra matvæla hér sér til fyrirmyndar hvað varðar sölu og kynningu. Það er ósköp vel skilj- anlegt að við getum ekki keppt á erlendum mörkuðum þar sem sláturhús eru til dæmis rekin með atvinnuslátrurum, sem gera ekkert annað allt árið. Hér er til dæmis heimikið mál að ná saman þeim 130-140 manneskjum sem þarf til að reka sláturhús í þær fáu vikur sem slátrun stendur yfir á haustin. Með breyttum og bættum rekstri og stjórnun mætti bæði lengja slátrunartím- ann og gera enn betri vöru úr þessu úrvalshráefni, en þá má landbúnaðarráðherra ekki standa í vegi fyrir því með vit- lausum reglugerðum. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.