Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 7 „Hengi þolinmæði mína upp á vegg“ — segir Hildur Hákonardóttir sem sýnir verk sín í Listmunahúsinu & ■ . : A • HILDUR Hákonardóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum í Listmunahús- inu, Lækjargötu 2, á morgun, laugar- dag, kl. 14.00. Þetta er þriðja einka- sýning Hildar en þá fyrstu hélt hún í Gallerf-SÚM við Vatnsstíg árið 1972. önnur sýningin var í Bókasafni Sel- foss árið 1974 og auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Hildi í tilefni sýningar- innar i vikunni, en verkin eru unnin á sl. tveimur árum. Þau eldri eru í tengslum við íslenska náttúru en sl. ár dvaldi Hildur í Vancouver í Kanada og í verkum sem þar eru unnin gætir áhrifa kínverskrar menningar, sem borist hafa með innflytjendum yfir Kyrrahafið. Hildur býr nú á garðyrkjubýli á Straumum i ölfusi og vinnur tölu- vert út frá því landslagi sem hún sér í kringum sig. „Ég sætti mig mjög vel við sveita- lífið. Birtan og víðáttan er dásamleg í kringum mig og fæ ég mikinn efnivið í verk mín úr náttúrunni sjálfri. Ég er jaðarsbarn, en því nafni eru þeir kallaðir sem alast upp á mörkum borgar og sveitar. Ég ólst upp innst á Bústaðaveginum í gamla daga og er mér því mjög auðvelt að aðlaga mig bæði sveita- og borgar- samfélagi. Það er ekki svo ýkja frá- brugðið að búa nú í ölfusi i saman- burði við Bústaðaveginn i gamla daga.“ Aðspurð að þvi hvernig henni likaði úti á landi sagði Hildur að Reykjavík væri mikil menningar- miðstöð, sérstaklega fyrir lista- menn og eðlilegt væri fyrir þá að vilja komast í snertingu hvem við annan. „Þó kann ég ákaflega vel við kyrrðina. Ég t.d. hef ekki þolinmæði til að horfa á sjónvarp. Mér finnst sjónvarpsgláp reyna óskaplega á þolinmæði einstaklingsins á meðan aðrir segjast geta slappað af fyrir framan skjáinn. Aðrir hafa á hinn bóginn undrast yfir hversu mikla þolinmæði ég þyrfti til að sitja yfir verkum mínum í fleiri mánuði — sérstaklega hefur verið talað am þetta viðvíkjandi verki minu „Sam- skipti himins og jarðar“ sem ég gerði á heilu ári. Verkið sýnir liti himins og jarðar yfir heilt ár þar sem ég óf eitt teppi á hverjum mán- uði og tengdi það síðan saman. Ég get þó a.m.k. hengt þolinmæði mina upp á vegg.“ Hildur sagði þau verk sem snertu tímann væru í beinu framhaldi af þvi sem gerðist fyrir nokkrum árum i lífi sinu þegar fyrst var vakin athygli almennings á kjörum kvenna í þjóðfélaginu. „Ég fór virki- lega að velta þvi fyrir mér hvað það tæki i raun langan tíma að breyta heilu menningarmynstri. Mér fannst það álíka og ætla að fara að skilja sjálfa náttúruna. Það þýðir litið fyrir einn fámennan hóp að gjörbreyta viðhorfi almennings. Samstaðan þyrfti að vera slik að hver ný kynslóð skynjaði það sama og þessi gamalgróni hópur rauð- sokka og myndi koma fram fyrir skjöldu og tala sinum málstað. Ég fór að skynja að eðli þjóðfélags- breytinga var svo skylt þvi sem gerðist i náttúrunni. Þjóðfélags- breytingar verða að líða fram eins og áin fyrir framan húsið hjá mér — eins og stöðugur straumur. Ef stifla myndast i ánni, veldur það erfiðleikum en aflið liggur i þessum stöðuga straumi. Rauðsokkahreyfingin kom allt i einu fram eins og flóðbylgja niður ána. Mér finnst jákvæðar breyting- ar hafa átt sér stað á viðhorfi karl- manna til kvenna og vjðhorfi kvenna til sjálfra sfn en þvi miður finnst mér efnahagsleg kjör kvenna ekki hafa breyst — jafnvel versnað ef eitthvað er.“ Hildur sagði að í kínverskri menningu væri talað um tvenns konar náttúruöfl: annars vegar „yin“ — hið kvenlega afl sem fyrir- finnst t.d. i jörðinni, myrkrinu og vatninu — og hins vegar „yang“ — hið karlmannlega afl sem kemur m.a. fram i birtunni, sólinni og himninum. „Allt sem gerist i nátt- úrunni og mannlífinu eru breyting- ar milli þessara tveggja afla. Ef komið er of mikið af öðru hvoru aflinu, hlýtur það sjálfkrafa að breytast í andstöðu sína t.d. er vatnið yin og frostið lika. Ef það tvennt kemur saman, er orðið of mikið yin. Þvi er isinn yang — harður og karlmannlegur. Hið mannlega eðli má túlka eins. Þegar menningin okkar hefur of mikið yang, hlýtur hún að breytast smátt og smátt í andstöðu sina, yin, eða skapa samræði á milli. A.m.k. þori ég ekki annað en að taka mark • á kínverskri speki þar sem hún er svo ævaforn. í nútimaþjóðfélagi þolum við alls ekki meira yang með þann ógnvald sem mannkynið nú býr við - árásarkennd og tortíming- arhættu sem gerir samskipti mann- anna gleðisnauð og laus við allan mjúkleika.“ Sýning Hildar stendur til 24. nóv- ember f Listmunahúsinu og er opin virka daga kl. 10.00 til 18.00 nema mánudaga og um helgar frá 14.00 til 18.00. Hildur Hákonardóttir við eitt verka sinna i Listmunahúsinu. Föstudaaskynning Kynnt veröur ný kynslóö & Husqvarna Micronett örbylgjuofna sem er þrisvar sinnum betri. ★ Helmingirýmraofnhólf(40l) ★ Brúnarmatinn ★ Sjálfvirkhitamæling Komiö og sjáiö hvernig hægt er aö matreiöa marga réttiíeinuí tveggja hæöa Husqvarna Micronett örbylgjuofninum! rr FJALLKONGINN Ockelbo 5000 Vél: Rotax 447 40 hestöfl 447 cu Gírar: Hár — Lágur og afturábak Tvöfalt diskahelmakerfi Beltisbreidd — 45 sm Beltis lengd — 387 sm SANNKALLAÐUR FERÐALANGUR Lengtl: 219 Breidd: 100 sm Þyngd: 225 kg (7\ Gunnar Ásgeirsson hf. ' Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.