Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 Alþýðubandalagið: Orkuverð til álversins Hvað býr í huga þeirra? Árni Johnsen, þridji þingmaður Sunnlendinga, hlustar grannt á Sverri Hermannason, nýjan menntamálaráð- herra. Máski er z-tan á dagskrá. Hitt er þó ekki síður líklegt að Árni sé að reka erindi „ættlandsins", Vestmannaeyja. irritaðir alþingismenn eftir því að iðnaðarráðherra flytji Alþingi skýrslu um þróun raforkuverðs til álversins í Straumsvík í framhaldi af samningum við Alusuisse í nóv- ember 1984 þar sem m.a. komi fram: a. Hvaða verð ÍSAL greiðir fyrir raforku frá Landsvirkjun árs- fjórðungslega á árinu 1985. b. Hverju spáð var um raforkuverð frá ISAL á árinu 1985 samkv. þeim forsendum sem, lagðar voru fyrir Alþingi og þingnefndir vegna samninga við Alusuisse í nóvember 1984. c. Hver lækkunin sé á raungildi raforkuverðsins á árinu 1985 vegna lækkunar Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og vegna alþjóðlegrar verðbólgu. d. Hverjar horfurnar séu um raf- orkuverð frá alverinu á árinu 1986 að mati Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytisins. Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi Samein- aðs Alþingis fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt meðal þingmanna. Albert um aukafjárveitingar Meginhlutinn innan kjarasamninga ÞINGMENN Alþýðubandalags með Hjörleif Guttormason í broddi fylk- ingar hafa lagt fram á Alþingi beiðni til iðnaðarráðherra um skýrslu raf- orkuverð til álversins. Beiðnin er svohljóðandi: „Með vísan til 30. gr. laga um þingsköp Alþingis óskum við und- Stuttar þingfréttir: Heimavinnandi — aldraðir Könnun á launakjörum — mismunun gagnvart konum Jóhanna Sigurðardóttir (A) mælti í gær fyrir tveimur tillögum til þings- ályktunar. Hin fyrri fjallar um réttar- stöðu heimavinnandi fólks. Sú síðari um umbætur í málefnum aldraðra. Gunnar G. Schram (S) mælti fyrir tillögu um „könnun á launum og lífskjörum“ hér á landi. Sighvatur Björgvinsson (A) mælti fyrir tillögu um „frestun nauðungaruppboða" á fbúðarhúsnæði. Og loks mælti Hjör- leifur Guttormsson fyrir tillögu um „mismunum gagnvart konum hér- lendis“. Réttarstaða heimavinnandi Tillagan um réttarstöðu heima- vinnandi fólks felur ríkisstjórn- inni, ef samþykkt verður, að skipa sjö manna nefnd til að „meta þjóð- hagslegt gildi heimilisstarf og gera úttekt á hvernig félagslegum rétt- V indum og mati á heimilisstörfum er háttað samanborið við önnur störf í þjóðfélaginu. Skulu niður- stöður og tillögur til úrbóta liggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. janúar 1986“. Málefni aldraðra Tillaga þessi gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin hlutist til um að í áætlanagerð um málefni aldraðra (samkvæmt lögum nr. 91/1982) verði lögð til grundvallar úttekt á fjárhagslegri og félagslegri stöðu aldraðra, sem nái til húsnæðis og vistunarmála, félagslegrar stöðu, framfærslukostnaðar og fjárhags- legrar afkomu og atvinnu með til- r liti til hlutastarfa. Könnun á lífskjörum Tillaga þessi var birt í heild á þingsíðu Morgunblaðsins þá fram var lögð. Hún fjallar um úttekt og könnun á kjaraþáttum launa- fólks hér á landi í samanburði við hliðstæður í grannríkjum, hvort kaupmáttur launa sé minni hér en í viðmiðunarríkjum og hverjar séu orsakir þess, ef svo reynist, sem og hvern veg megi úr bæta. Mismunun gagnvart konum Tillagan gerir ráð fyrir því að “» Jafnréttisráð og félagsmálaráð- herra geri úttekt á því, hvað eink- um skorti á að íslendingar uppfylli þau ákvæði sem felst í samningi um afnám allrar mismununar gagnvart konum, sem íslenzka ríkið hefur fullgilt. Annað til íþrótta-, menningar- og mannúðarmála Það er út í hött, sagdi Albert Guðmundsson efnislega í þingræðu, að tala um aukafjárveitingar 1985, samtals að fjárhæð rúman einn millj- arð, sem smásporslur hingað og þangað, þegar fyrir liggur, að um 800 milljónir króna af þessari fjárhæð eru innan ramma kjarasamninga, kauphækkana og útgjalda, sem ríkis- sjóður komst ekki hjá að standa undir. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra og fyrrverandi fjármálaráð- herra, svaraði gagrýni á aukafjár- veitingar 1985 í umræðu í Samein- uðu þingi síðastliðinn þriðjudag. Hann minnti á að í greinargerð með frumvarpi að fjárlögum næsta árs og skýrslu til þingmanna sé nákvæm sundurliðun á aukafjár- veitingum. Slík skýrslugöf um þetta efni sé nýlunda í jafn ítar- legu formi. Albert kvað langa hefð standa til aukafjárveitinga. Hefðin hafi meðal annars orðið til vegna þess verklags Alþingis, oft á tíðum, að samþykkja útgjöld langt umfram tekjumöguleika ríkisins. Albert Guðmundsson Hann taldi ekkert óeðlilegt við það þó hann hafi á siðustu vikum sínum sem fjármálaráðherra „reynt að klára óafgreidd mál“. Síðan vék ráðherra að ýmsum fjár- veitingum til íþrótta-, mannúðar- og liknarmála. Hann nefndi fjár- veitingar til íþróttafélaga (KR og FRAM og ÍSI). íþróttahreyfingin fær „alltof lítinn styrk miðað við þau verk, sem hún vinnur“ og mestpart eru byggð á sjálfboða- liðsvinnu. íþróttasambandið er með 24 m.kr. á fjárlögum en hefur rekstur upp á 200-300 m.kr. Að því er varðar listahátíð hafi verið í gildi samkomulag milli rikis og Reykjavíkurborgar um ákveðna kostnaðarskiptingu. Það er máski hægt að deila á mig, sagði ráðherra, vegna fram- lags til Menningarmiðstöðvar kvenna, en konur eru að vakna af þyrnirósarsvefni og við eigum að vinna með en ekki á móti fram- farasporum í þeirra þágu. Ég fell eða fell ekki með þeirri ákvörðun að hlaupa undir bagga í þessu verkefni, sagði hann efnislega. Þá nefndi ráðherra stofnanir eins og Þroskaþjálfaskólann, Blindrafélagið, Stofnun Árna Magnússonar, ólympíunefnd og fleiri. Einnig framlag til kirkjunn- ar vegna kaupa á kirkjuhúsi við Suðurgötu. Orðrétt sagði hann: „Meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn getur kirkjan ætlast til þess að henni sé hjálpað' þegar brýn þörf er á. Alþingi getur, sagði ráðherra, bundið aukafjárveitingar lagaskil- yrðum. Eða haft sérstakan gjalda- lið í fjárlögum til að mæta óvænt- um og ófyrirséðum útgjöldum. En upplýsingar um aukafjárveitingar hafa ekki áður verið aðgengilegri, hvorki fyrir hinn almenna þegn eða þingmenn, en nú. Hafþór fékk í skrúfuna HAFÞÓR RE 40, sem stundar nú rækjuveióar frá ísafirði, fékk net f skrúfuna þegar skipið var að veiðum á Strandagrunni í gær. Varðskipið Óðinn fór á móts við Hafþór og átti að vera hjá skipinu um kl. 21 í gærkvöld. Leiðindaveður var á staðnum, stinningskaldi af norðaustri, og ekki vitað hvort hægt yrði að kafa frá varðskipinu á veiði- staðnum eða hvort draga þyrfti Hafþór inn í ísafjarðardjúp til að losa úr skrúfunni. Engin hætta var á ferðum og allt í lagi með skipverja, þegar blaðið hafði samband við Land- helgisgæsluna. Þessar tvær myndir eru teknar með nokkurra daga millibili og sýna þá miklu breytingu, sem orðið hefur á Aðalstræti við niðurrif Fjalakattarins. Neðri myndin er tekin í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.