Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 3
Hagsmunir og hugmyndir þess- arra tveggja hópa eru gerólíkir og andstæðir." Er hugsanlegt að unnt sé að bæta Sovétkerfið innan frá með friðsamlegum hætti? „Ég býst ekki við umbótum af því að þær rekast á hagsmuni valdastéttarinnar," sagði Voslensky. „Það er mikið talað um það í fjölmiðlum hér fyrir vestan að Gorbachev sé að beita sér fyrir „efnahagslegum umbót- um“. En það hugtak notar hann hins vegar, heldur talar hann um aukna framleiðni og vinnuaga. Hugtakið var síðast notað af Kos- ygin fyrir tuttugu árum og þá haft um ákaflega takmarkaðar og hægfara umbætur, sem ekki var hægt að fylgja eftir vegna and- stöðu kommúnistaflokksins". „Vandinn í Sovétríukjunum er sá,“ segir Voslensky, „hve fram- leiðni er óskaplega lítil. Sam- kvæmt opinberum tölum er hún 40% af því sem gerist í Bandaríkj- unum. f landbúnaði er framleiðnin 20-25% af því sem er í Bandaríkj- unum. Það er m.ö.o. ekki offram- boð á vörum í Sovétríkjunum, eins og hér á Vesturlöndum, heldur skortur." Lífskjör Sovétborgara fyrir neðan bandarísk fátæktarmörk. „Ég get nefnt annað forvitnilegt dæmi um lífskjör í Sovétríkjun- um,“ segir hann, „og þar byggi ég á hagskýrslum, sem birtast mán- aðarlega í stjórnarblaðinu Izvest- ia. Almenningur í Sovétríkjunum býr við kjör, sem eru samkvæmt opinberri bandariskri skilgrein- ingu fyrir neðan fátæktarmörk. Meðallaun sovéskra verkamanna eru 189 rúblur eða 242 dollarar á mánuði án skatta. Bændur á sam- yrkjubúum hafa 151 rúblu í laun, sem samsvarar um 193 dollurum. Fátæktarmörkin í Bandaríkjunum eru 10.609 dollarar á ári fyrir fjög- urra manna fjölskyldu, sem sam- svara 690 rúblum og 63 kópekum á mánuði. Ef gert er ráð fyrir því að í sovéskri verkamannsfjöl- skyldu vinni bæði hjónin úti þá eru mánaðarlaun þeirra 378 rúbl- ur. Það munar rúmlega 300 rúblum á því að þau komist yfir banda- rísku fátæktarmörkin," segir Vos- lensky. Mikhail S. Voslensky kvaðst þekkja lítillega til tengsla íslands og Sovétríkjanna. Hann lét í ljós undrun á hinum miklu olíukaupum þaðan og spurði hvers vegna við beindum ekki þessum viðskiptum til frændþjóðar okkar Norðmanna, enda væri viðskiptajöfnuðurinn við Sovétríkin verulega óhagstæð- ur íslendingum. „Það er eðlilegt að hafa viðskipti við lönd með ólíkt stjórnarfar, en hafa verður sér- staka gát þegar um heimsveldi eins og Sovétríkin er að ræða,“ sagði hann. Voslensky sagðist líka geta full- yrt að hinn fjölmenni hópur sov- éskra sendiráðsstarfsmanna í Reykjavík væri ekki allur að sinna venjulegum stjórnarerindrekstri og viðskiptum. Sovétríkin hefðu mikinn áhuga á íslandi vegna legu landsins, sem væri ákaflega mikil- væg frá hernaðarsjónarmiði og fyrir samgöngur almennt. GM Kaflaheitin gefa hugmynd um hvað fjallað er um í bókinni. Sem dæmi um yfirskrift kafla má nefna: Þroskaár, Útilegumennirn- ir — Skugga Sveinn, Snögg ferð til Vestfjarða — Utanferð, Leik- ritaskáldið, Presturinn, Ljóðskáld — Þjóðskáld. ‘Ég tók þá þætti úr lífi hans sem mér þóttu áhugaverð- astir," sagði Ólafur. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, ritar formálsorð og segir þar meðal annars: „í bókinni kemur hvarvetna í ljós aðdáun höfundar á séra Matthíasi. Bókin er skrifuð á góðu máli. Hún er skýr og falleg frásögn af þjóð- skáldinu." Bókin er 148 blaðsíður. Prent- stofa G. Benediktssonar annaðist prentun, en Arnarfell hf. annaðist bókband. Höfundur gefur bókina út sjálfur eins og áður er getið en Innkaupasamband bóksala sér um • aðdreifahenni. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 B 3 44. Fiskiþing hefst á morgun 44. Fiskiþing hefst mánudaginn 11. nóvember nk. kl. 14.00. Þingið verður haldið í húsi Fiskifélags íslands við Ingólfsstræti og mun standa til 15. nóvember. Fiskimálastjóri, Þorsteinn Gísla- son, setur þingið. Að því loknu mun Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, ávarpa þingið. Þá mun Bjarni Bragi Jónsson, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans, ræða um gengisskráningu og verðmyndunar- kerfi sjávarútvegsins. Á þriðjudag munu gestir þingsins verða Jakob Jakobsson og Grímur Valdimars- son, forstjórar. Haldnir hafa verið fjölmargir, vel sóttir fundir í deildum og fjórð- ungssamböndum Fiskifélagsins, til undirbúnings þingsins. Nýjar deild- ir stofnaðar, með góðri þátttöku fólks frá útgerð og fiskvinnslu. 37 kjörnir fulltrúar sitja þingið og að auki mun áheyrnarfulltrúi frá Landssambandi smábátaeig- enda sitja þingið. Fjölmargir málaflokkar liggja nú þegar fyrir þinginu. Má þar helsta nefna: Stjórnun veiða, afkomumál vinnslu og veiða, meðferð og mat á fiskafla, öryggismál, endurnýjun fiskiskipaflotans, selorm í fiski, menntunar- og réttindamál. Kjörnir fulltrúar á 44. Fiskiþing eru: A-deild: Austfírðir Hilmar Bjarnason, Eskifirði Jóhann K. Sigurðsson, Neskaupstað Jón Sveinsson, Höfn, Hornafirði, Aðalsteinn Valdimarsson, Eskifirði Nordurland: Kristján Ásgeirsson, Húsavík Bjarni Jóhannesson, Akureyri Marteinn Friðriksson, Sauðárkróki Gunnar Þór Magnússon, Ólafsfirði Vestnróir: Jón Páll Halldórsson, ísafirði Jón Magnússon, Patreksfirði Bjarni Grímsson, Þingeyri Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík Vesturland: Sævar Friðþjófsson, Rifi Pétur Jóhannesson, ólafsvík Björn Pétursson, Akranesi Þórður Guðjónsson, Akranesi Suðurland: Ingólfur Falsson, Keflavík Eiríkur Tómasson, Grindavík Þorsteinn Jóhannesson, Garði Jón Bjarni Stefánsson, Eyrarbakka V estma n naeyjar: Hjörtur Hermannsson Hilmar Rósmundsson Rvk., Hafn. og nágr.: Ágúst Einarsson, Seltjarnarnesi Björgvin Jónsson, Kópavogi Kristján Ragnarsson, Reykjavík Ármann Friðriksson, Reykjavík. B-deild: Landssamband fsl. útvegsmanna: Tómas Þorvaldsson, Grindavík. Félag ísl. botnvörpusk.cigenda: Marteinn Jónasson. Reykjavík. Sjómannasamband Islands: Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað. Farm. og fiskim.saraband ísl.: Guðjón A. Kristjánsson, Reykjavík. Sölumiðstöó hraðfrystihúsanna: Eyjólfur I. Eyjólfsson, Reykjavík. Félag sambands fiskframleiðenda: Árni Benediktsson, Reykjavík. Sölusamband ísl. fískframleiðenda: Zoffanfas Cesilsson, Grundarfirði. Félag sfldars. á N. og A.landi: Tryggvi Gunnarsson, Vopnafirði. Félag sfldars. á S. og V.landi: Stefán Runólfsson, Vestmannaeyjum. Samlag skreiðarframleiðenda: Karl Auðunsson, Hafnarfirði. Félag ísl. fiskimjölsframleiðenda: Jónas Jónsson, Reykjavík. WANG tölvubúnaður fæst nú á kaupleigusamningi Þér býðst nú Wang tölvubúnaður á kaupleigusamningi til þriggja ára. Þú greiðir jafnar mánaðargreiðslur og að þremur árum liðnum greiðir þú til viðbótar ákveðna prósentu af upphaflegu verði, — og tölvumar eru þín eign. AðaukiáttþúkostáSÉRSTAKRIVIÐHALDSÞJÓNUSTU sem innifelur alla varahluti, og vinnu við viðhald og viðgerðir, á kaupleigutímabilinu. •WANG VS OG WANG MICRO VP. Wang tölvubúnaðurinn hentar öllum íyrirtækjum og stofnunum. Tölvumar má auðveldlega tengja við aðrar tölvur og stækka án þess að breyta þurfi forritum. Úrval þrautreyndra forrita tryggja hámarks afköst og nýtingu. • DÆMI UM VERÐ OG AFBORGANIR: WANG MICRO VP 128 Kb minni 30 MB stafa geymslurými 2 skjáir og stýriforrit Staðgreitt kr. 512.300,- • Kaupleigusamningur — mánaðargjald kr. 18.135, Viðhaldssamningur m/söluskatti — mánaðargjald kr. 4.304, — Rekstrarkostnaður á mánuði kr. 22.439,- WANG VS 1 MB mlnnl 76 MB stafa geymslurými 2 skjáir 1 prentari Stýri- og hjálparforrlt Staðgreitt .kr. 1.086.674,- Kaupleigusamningur - mánaðargjald .kr. 38.468,- Viðhaldssamningur m/söluskatti á — mánaðargjald .kr. 5.471,- Rekstrarkostnaður á mánuði kr. 43.939,- Miðað er við gengi á USD 1. október 1985. Kynntu þér sérfræðiráðgjöf okkar, þjónustu og námskeið. Allar nánari upplýsingar eru veittar í tölvudeild Heimilistækja hf., Sætúni 8, Reykjavík G0H FÚLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.