Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 Blanda af skemmtun og fróðleik Það var líf í tuskunum í Myndlista skólanum í Reykjavík þegar litið var inn í kennslustund hjá einum bekk í barnadeildinni síðdegis á fimmtu- degi. Þar var verið að móta fjölskyld- ur í leir, það var verið að teikna þær á pappír og margvísleg mót voru klippt út til að hægt væri að nota þau við þrykkvinnu. „Æðislega skemmtilegt," var það sem krakk- arnir höfðu um þessa iðju sína að segja. Enda þykir þeim ekkert mikið að koma alltaf tvisvar í viku í þessa aukatíma. Fjölskyldur í sófum Þarna gat að líta hinar fjðl- breytilegustu útfærslur á fjöl- skyldum krakkanna, en allar áttu þær það sammerkt að vera komið Rebekka S. Ragnarsdóttir blandar liti af mikilli nákvæmni. Anna Þóra Karlsdóttir leiðbeinir þeim sem voru að undirbúa þry kkvinnu. Guðrún Gunnarsdóttir, níu ára gömul, mótar fjölskyldu sína í leir. Elsa Eiríksdóttir með leirstyttu af fjölskyldu sinni. Valtýr Stefánsson litar af kappi. Lsertaðskoda og skilgreina I kjallara Myndlista- og handíða- skóla íslands hefur barnadeildin aðsetur. Nemendurnir eru frá fimm ára og upp í fímmtán og er þeim skipt eftir aldri í fímm hópa. Snemma á mánudags- og fostudags- morgnum er kennt sex til tíu ára börnum sem koma vfða að. Sum þeirra búa í Breiðholtinu, sum í miðbænum og önnur í Vesturbænum. En það skiptir engu máli. Pabbar og mömmur koma þarna dálítið við sögu - í mörgum tilfellum sjá þau um að koma börnunum á staðinn og sækja þau þegar tíminn er búinn. Þennan mánudag voru (jörugar umræður við borðið og komið vfða við. Rætt var um reykingar og nýj- ustu bfómyndirnar í bænum meðan mótuð voru hin margbreytilegustu dýr í leir. Þarna gat meðal annars að líta ljón, hesta,1 eðlur og lítinn, þybb- inn örn. Dýrin fylgdu ekki endilega hefðbundnum formum enda ekki nokkur ástæða til að láta þau líta út eins og hver önnur dýr sömu tegundar. Og það var einmitt út frá þessum dýrum og leirnum sem umræðurnar spunnust. Það var tilgangslaust og „hallaerislegt" fyrir einn strákinn að búa til ösku- bakka. Heima hjá honum var enginn sem reykti. Það var reyk- laust heimili. Enda fannst kennar- anum, Sóleyju Eiríksdóttur, það vera fjarstæða að fara að fram- leiða öskubakka í þessum tímum. Svo voru sumir búnir að sjá bíó- mynd sem þeim þótti „asnalegt" að banna börnum yngri en tíu ára. Páll Hjörvar Bjarnason, Sigurður Óskar Bragason og Stefán Jörgen Ágústsson ræða um verkin sín. Dýrið sem Páll er að vinna að átti fyrst að vera eðla, en hann segir að svo hafí hausinn orðið þannig að hann breytti því í hund. Sigurður var að ganga frá broddum á bakið á eðlunni sinni, en Stefán var löngu búinn með sína og var því að vinna við annað verkefni. Sóley virðir fyrir sér Ijón þeirra Halldórs Ragnars Gíslasonar og Gabrfels Filippussonar sem báðir eru átta ára gamlir. Berglind Káradóttir niðursokkin í vinnu við hestinn sinn. Sjálf á hún hest sem heitir Dagur. Björk Guðlaugsdóttir, sex ára gömul. Hún átti eftir að setja fætur á hestinn sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.