Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR10. NÓVEMBER1985 B 21 1918 var honum erfiður. Hann var alltaf mjög háður veðrinu, barði oft á barometrið og fór út fyrir hús til að gá á mælinn. Þegar hann missti dætur sínar tvær úr spönsku veikinni með viku millibili, þær Herdísi og Elínu, þá gekk hann eirðrlaus um með ullar- teppi á herðunum í eldhúsinu, en amma sat inni í stofu, prjónaði án afláts á prjónavélina og tárin hrundu sem högl á hönd hennar. Síðasta árið sem afi lifði var hann mikið við rúmið en hafði þó alltaf einhveja fótaferð og settist þá við púltið. Hann var farinn að gleyma algengum orðum og heit- um á hversdagslegum hlutum, en var samt að yrkja og ætlaði að setja kvæðið í íslending, sem var vikublað í bænum. Ömmu leist ekkert á það, hún hélt að þetta yrði eitthvert rugl hjá honum, en afi sat við sinn keip. Eitthvert hrafl var komið á blað, því bæði var gamla skáldið orðið hálfsjón- laust og auk þess skjálfhent. Hann lét senda eftir skrifara sínum, sem var kona í bænum. Hann las henni kvæðið. Allir voru undrandi. Kvæðið var að allra dómi dásam- legt. Hann nefndi það „Gleym- mér-ei.“ 11. nóvember árið 1920 var séra Matthías 85 ára. Snemma um morguninn hrindi síminn. Afi var kominn á fætur, furðu hress. Hann tók símtólið. Var þetta símtal frá Reykjavík, þar sem honum var tilkynnt að hann væri útnefndur heiðursdoktor við guðfræðideild Háskóla íslands. Hann gladdist eins og barn. Það komu margir gestir að Sig- urhæðum þennan dag. Ræður voru fluttar, og skáldið lék á alls oddi. Nemendur menntaskólans komu í blysför að hylla þjóðskáld. Blóm og skeyti í bundnu og óbundnu máli bárust. Svo sannarlega sýndi þjóðin skáldi sínu ást og virðingu þennan dag. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi sendi svo- hljóðandi símskeyti frá Kaup- mannahöfn: „Góðar stundir Guðs- maður." Viku síðar lést séra Matthías. Hann fékk hægt andlát, sofnaði útaf eins og barn. — Hann hafði alltaf haft Passíusálmana á nátt- borðinu sínu, til séra Hallgríms hafði hann alltaf sótt styrk í sálar- stríði. Passíusálmarnir voru látnir á brjóst hans í kistuna. Húskveðja var haldin úti á stétt- inni við húsið. Það var fagur, mildur vetrardagur. Ég hef aldrei séð annan eins mannfjölda saman kominn við jarðarför. Séra Jakob Kristinsson var staddur í bænum og talaði við húskveðjuna, sem var úti á stéttinni við húsið. öll Brekk- an og gatan, svo langt sem augað eygði var þakin fólki. Flestir ef ekki allir prestar úr sýslunni og víðar af Norðurlandi voru mættir hempuklæddir og gengu næst að- standendum á eftir kistunni. Séra Geir Sæmundsson jarð- söng. Séra Ásmundur Gíslason á Hálsi talaði nokkur orð við gröf- ina. — Ég minnist blómsveiganna sem bárust. Þar á meðal var lárvið- arkrans frá stúdentafélaginu. En hrifnust var ég af hörpu, stórri hörpu, sem hnýtt var úr eilífðar- blómum. Síðasta kvæði Matth. Joch.: Gleym-mér-ei Blessaða sjón. Því úr blágresi brosir mér enn bani dauðans. Og Gleym mér ei, guðs eilífa ást og speki, huggar mitt hjarta meðhimneskrisýn. Allt hið helgasta, allt hið sannasta birtist oss börnum á blómsturmáli. Það las Jesús á Jórdansbökkum og guðsvitringur við Gangesfljót. Drottins dýrð er ei dulspeki, ekki mannvit, ekki vísindi. Hún er Gleym mér ei þeirra guðsbarna er bana dauðans blindandi sjá. Áhrær mín augu eilífa ljós, svo sjáandi sjái blindur. Hvernig Guðs augu geta stafað yfir allt myrkur, eilífri dýrð. M.Joch. Þegar séra Matthíasar Jochums- sonar er minnst í tilefni af 150 ára afmælisdegi hans, hrannast sam- an í huga mínum myndir og minn- ingar af þjóðskáldinu. Þar sem ég þjónaði sama prestakalli og hann í áratugi var oft minnst á nafn hans, enda minningin lifandi í verkum hans ekki síður þar en annars staðar. Þjóðin hefur mikið dálæti á sálmum séra Matthíasar. Hún syngur þá jafnt á stundum sorgar og gleði og sameinast öll á hátíðlegustu augnablikum í lof- söng hans. Hús séra Matthíasar, Sigur- hæðir, þar sem hann bjó hátt á annan áratug, er nú varðveitt sem minjasafn um skáldið. Árið 1958 var stofnað Matthíasarfélag til þess m.a. að hrinda því máli í framkvæmd. Mér verður jafnan minnisstæður stofnfundurinn. Hann var haldinn í kapellu Akur- eyrarkirkju. Þar voru saman komnir allmargir unnendur og aðdáendur séra Matthíasar. Meðal þeirra var skáldbróðir hans, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þeir voru miklir vinir. Á fundinum voru lesin upp drög að lögum fyrir félagið. Ein laga- greinin hljóðaði í þá átt, að félagið væri stofnað til þess að halda uppi minningu séra Matthíasar. Þegar að því kom að fjalla um þá laga- grein man ég, að Davíð frá Fagra- skógi bað um orðið. Hann sagðist ekki kunna við orðalag greinarinn- ar, að félagið ætti að „halda uppi“ minningu séra Matthíasar, því að það gerði hann best sjálfur með verkum sínum. Greininni var síðan breytt í samræmi við ábendingu Davíðs. Það er hrífandi svipmynd, sem Gunnar sonur séra Matthíasar bregður upp í blaðagrein af fjöl- skyldulífi á heimili foreldra sinna. Sú mynd gefur okkur innsýn í hugarheim-og vinnubrögð skálds- ins. Grein Gunnars birtist í Kirkjublaðinu 1947 og þar segir hann: „Ég minnist skammdegiskvölds, þegar ég var unglingur á heimili foreldra minna. Þá var aftaka bylur úti. Við krakkarnir og mamma sátum döpur, en pabbi inni á kontórnum, og ekki gat okkur grunað að hann væri í glöðu skapi. Þegar nokkuð var liðið á kvöldið opnast dyrnar og hann kemur inn, uppljómaður og bros- andi með blað í hendi og biður sér hljóðs og byrjar á kvæðinu, sem hann var að yrkja: Skín við sólu Skagafjörður. Áframhaldið kunnið þið. Það er á við margan sólskins- dag, að við eigum á tungu okkar ljóðin, sem fylla hugann fögnuði yfir að eiga þetta land, sem oft bíður kaldan vangann." Séra Matthías orti okkur inn í sólskinsstundir og unaðsheim ís- lenskrar náttúru til þess að hjálpa okkur að sjá fegurð landsins og stórfengleik. Þó var hann fyrst og fremst trúarskáldið, sem opnaði okkur veröld andans og kærleik- ans, Guðs fögru veröld og almætti. Þar erum við öll í mikilli þakkar- skuld við séra Matthías. Stefán frá Hvítadal sagði um ljóð hans: „Ljóð yðar.. grípa mig á sama hátt og hljómar kirkjuklukkunnar gripu mig í æsku, þegar ég heyrði hringt til tíða. Þar er sunnudagur — hámessa, og Guð alls staðar nálægur." (Mbl. 15/61969.) Andagift séra Matthíasar og trúartraust kom ekki átakalaust frekar en hjá siðbótarmanninum Marteini Lúter. Séra Matthías gekk í gegnum mikla reynslu á æviferli sínum og átti í hugarstríði við efasemdir. En út úr þeirri baráttu kom hann mikil trúar- Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands. hetja. Þessi sálarbarátta kemur einkum fram í bænarákalli hans: Guð, minn guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta,- líkt sem út úr ofni æpi stiknað hjarta.. Síðan rekur séra Matthías hug- arstríð sitt milli vonar og ótta og gerir það á sinn skáldlega og ein- læga hátt: Nei! þú lifir, lifir, lög- mál þitt er vilji, sérleik hefir sér- hver sál, þó enginn skilji. — Um það er kvæðinu líkur lýsir séra Matthías bænheyrslunni. Því leyna ekki lokaorðin. Þá er auð- fundið, að það er komið logn þess óveðurs, sem geisaði í hugarheimi skáldsins. Það gerði blíðalogn eins og forðum úti á Galileuvatni: Dæm svo mildan dauða Drottinn, þínu barni eins og léttu laufi iyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Trúarsigurinn í sálmum séra Matthíasar er auðsær og alger. Það er e.t.v. sá sigur sem ræður mestu um vinsældir verka hans, þegar þar við bætist hið skáldlega hugar- flug og hvernig trúaróðurinn kemur frá hjartanu, sem nær þá líka til hjartans. Það er litrík lýs- ing á séra Matthíasi, sem Guð- mundur Friðjónsson frá Sandi gefur, er hann hvetur fólk til þess að fara gagngert til þess að sjá skáldið á Sigurhæðum: „Þú, sem kemur til Akureyrar, og ert maður með mönnum, gríptu tækifærið og sjáðu Matthías, meðan þessi sól- skinsblettur er enn þá í heiði. Þú munt geyma minninguna um þennan fágæta reynivið í brekk- unni, þennan stofngilda, bolmikla, limríka hlyn andans — þú munt geyma minninguna til æviloka og segja við sjálfan þig, þegar Matt- hías er fallinn „að vallarsýn": Eyrin átti gott að hafa þessa andlegu bæjarprýði í vitum sínum í 40 ár — þennan víðsýna mennta- mann, þetta fjölhæfa, háfleyga skáld, þennan íslenska alheims- borgara." (Ritsafn Guðm. Friðj. VII hefti) Organisti hjá séra Matthíasi í Lögmannshlíðarkirkju, sem var önnur kirkjan í prestakallinu er séra Matthías þjónaði, sagði mér frá því, þegar sálmurinn: Ó, þá náð að eiga Jesúm, var fyrst sunginn í þeirri kirkju. Af öllum sálmum séra Matthíasar mun hann vera mest sunginn. Ég minnist þess frá skólaárum, hvað Sigurður Guð- mundsson skólameistari hafði mikið dálæti á þeim sálmi. Man ég, þegar um sálminn var rætt, — hve skólameistari lagði mikla áherslu á ljóðlínuna: Hjartans vin, sem hjartað þekkir, — sem hann taldi bera af í þýðingu skáldsins. — Annars er erfitt að gera upp á milli sálma séra Matthíasar, þar sem hann nær lengst í sálmakveð- skap sínum. Hvað boðar nýárs blessuð sól? — er einn þeirra, annar er ættjarðarsöngurinn, lof- gerðin um fyrsta sumardag: kom heitur til míns hjarta blærinn blíði. Og það mætti lengi áfram telja sálmana, sem kirkjan syngur án afláts, virðir og elskar. Kirkjubóndinn í Lögmannshlíð tjáði mér, að séra Matthías hefði komið því til leiðar meðan hann predikaði í kirkjunni nýreistri, að settur var gluggi á þakið yfir stóln- um. Séra Matthíasi fannst of dimmt i predikunarstólnum, en með glugganum féll birta inn á blöðin, þegar hann var að predika. Þetta finnst mér vera táknrænt fyrir séra Matthías, að hann vildi láta ljósið af hæðum lýsa í verkum sínum: „í sannleik hvar sem sólin skín er sjálfur Guð að leita þín.“ Að endingu langar mig til að rifja upp atvik úr lífi séra Matt- híasar, sem lýsir hjartalagi hans betur en mörg orð. Hann segir frá því sjálfur í bók sinni: Sögukaflar af sjálfum mér. Þegar það skeri var Matthías fylgdarmaður og túlkur hins ágæta kvekara Isaks Sharpés og Norðmannsins A. Kloster, er þeir voru á ferð um landið. Séra Matthías segir þannig frá: „Á leiðinni komum við að koti einu (Hólmur) og gengum inn. Þar var kona ein heima og lá veik. Kloster áminnti hana (á norsku) að gera iðrun og yfirbót. Konan barmaði sér sárt, en skildi ekki orð, en hýrnaði þó, þegar eg laum- aði nokkrum dölum í lófa hennar, svo að hinir sáu ekki. Það skildi hún, þótt talað hefði verið um leið á hebresku." Séra Matthías var auðmjúkur í anda og lítillátur. Það kom oft í ljós. Til dæmis lýsir hann sjálfum sér á einum stað í söguköflunum og segir: „Eg er kirkju vorrar minnsti heimalningur! I hátíðar- útgáfu vikublaðsins íslendings er sagt frá því hvernig hann ávarpaði afmælisgestina á áttræðisafmæli sínu: „Eg kveð ykkur svo með hjartans samúðarkveðju, kveð lífið þegar þar að kemur — með gleði og þó með tárum, því að það er sárt að skilja samvistir við vini, þótt ekki sé nema í næsta hús að venda. En þótt eg sé úr sögunni, hefir það minnsta þýðingu, því: Þótt bili hendur er bættur galli, ef merkið stendur þótt maðurinn falli.“ í Matthíasarsafninu á Akureyri er m.a. silfurbikar sem Einar Benediktsson gaf skáldinu 1916, og var þá í heimsókn hjá Einari í Héðinshöfða í Reykjavík. Þar er letruð þessi bikarvísa: Eins og gulli gegnum sáld gneistum slær þinn andi. Höfðingja og helgiskáld, hátt þín minning standi. Við minnumst séra Matthíasar Jochumssonar með virðingu og þökk sem eins af mætustu sonum íslensku þjóðarinnar. Ýmislegt verður gert til þess að heiðra minningu hans á hálfrar annarrar aldar afmælinu líkt og þegar öld var liðin frá fæðingu hans. En það á eins við nú eins og áður, sem Davíð frá Fagraskógi sagði á stofnfundi Matthíasarfélagsins: Sjálfur heldur séra Matthías best uppi minningu sinni með verkum sínum. Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands: Hátt þín minning standi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.