Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 1&. NÓVEMBER1985 ÞRIÐJI HEIMURINN SULTUR OG SEYRA I ZIMBABWE Gwinyai Chigumbo er níu ára gamall og býr í Zimbabwe. Hann þarf að fara fótgangandi í skólann hvern virkan dag og leiðin þangað er 15 kílómetrar. Hann þarf meðal annars að vaða á á leiðinni og þegar í skólann kemur steinsofnar hann stundum fram á skólaborðið. Stöku sinnum líður jafnvelyfir hann. Gwinyai er lítill eftir aldri. hann hefur sár á fótleggjunum eftir að hafa brotizt milli trjáa og runna á leið sinni í skólann og þau eru lengi að gróa. Hann er mað þráláta ígerð í öðru auganu og svo er hann með slæman hósta sem heldur fyrir honum vöku á nætur. Daglega liggur leið drengsins framhjá frjósömum hveitiökrum og grænum og blómlegjum gresj- um og runnum sem svigna undan eldrauðum tómötum. Á vegi hans verða líka stríðaldar kýr og geld- neyti sem gengur sjálfala um gjöf- ular sveitirnar. Gwinyai er einn af 1,5 milljón manna sem búa á stórjörðunum í Zimbabwe, sem framleiða einungis afurðir til sölu á almennum mark- aði. Sérfræðingar telja hvergi i landinu sé sárari fátækt, almenn- ari sjúkdómar og vannæring. Fyrir tveimur árum komst starfshópur úr læknadeild háskól- ans í Zimbabwe að þeirri niður- stöðu að 40% af börnum starfs- manna á þessum stórjörðum, undir 5 ára aldri, þjáðust af næringar- skorti á háu stigi. Afleiðingarnar af því eru þær aðbörnin ná ekki eðlilegum líkamsvexti og þroska og verða lítil og veikbyggð alla ævi. Þau sýkjast oft af þarmaveiki og sjúkdómum í öndunarfærum. Ennfremur leiðir rannsóknin í ljós mikla tíðni niðurgangs, en hann er eitt helzta banamein barna í Afríku, svo og berkla, mislinga, blóðkreppusóttar og augnsjúk- dóms. Á stjórjörðunum er helmingi meira um fátækt og sjúkdóma, sem af henni leiða en í héruðum þar sem smábændur yrkja jörðina einungis sér og stundum til fram- dráttar. Að vísu var ástandið enn verra áður en landið hlaut sjálf- stæði. Þá var ungbarnadauði á stórjörðum um 40% en er kominn niður í 20%. Eigi að síður er hann tvöfalt meiri en hjá smábændum sem fyrr er getið. Nítján prósent barna sem líta dagsins ljós á stórjörðunum deyja á fyrsta aldursári en þar sem aðrir búskaparhættir eru við lýði er þessi dánartala helmingi lægri. Eiginkonum landbúnaðarverka- manna á stórjörðunum er mikklu hættara við barnsfararsótt og veikindum eftir fæðingu en öðrum konum í landinu, enda hafa þær lítinn eða engan aðgang að læknis-' hjálp. Þá er mjög algengt að ný- fædd börn fái stífkrampa enda hreinlæti ábótavant. Víða tíðkast það sem að kúamykju sé núið á ógróinn nafla, en meðal frum- HNEFARETTUR Landsdrottnar láta byssuna tala fyrir sig Rannsóknarnefnd þjóðkunnra menntamanna í Mexíkó hef- ur ásakað stjórnvöld þar í landi fyrir aðild að morði málaliða á smábændum, sem reyndu að rækta land í opinberri eigu, eins og þeir eiga f ullan rétt á. Mest af þeim vitnisburði, sem rannsóknarnefndin hlýddi á, sner- ist um atburði í Chiapas-hérðai þann 6. október á síðastliðnu ári, en þá voru níu smábændur, sjö þeirra á táningaaldri, skotnir til bana og fimm til viðbótar særðir af vopnuðum hópi 45 manna, sem gerðu áætlunarbíl þeirra fyrirsát. Aðalvitnið var Julio Lopez, sem særðist alvarlega í árásinni en lifði hana af með því að fela sig undir líkum félaga sinna og þykjast vera dauður. Hann lýsti því, hvernig einn hinna látnu, Pedro Gomez, 14 ára piltur, lá á hnjánum og bað um að lífi hans yrði þyrmt. Leigu- morðingjarnir sögðu honum að þeir yrðu allir að deyja og skutu hann síðan í höfuðið. Mennirnir, sem smábændurnir telja bera ábyrgð á morðunum, búa í þorpinu Paraiso, en íbúarnir þar í grennd telja að þar séu bæki- stöðvar einkaherja voldugra land- eigenda. Strax eftir morðin á smábænd- unum umkringdi herinn þorpið og handtók mennina 45 sem taldir voru hafa framið þau. Þeir voru í haldi í 20 daga en var þá sleppt að fyrirmælum héraðsstjórans með þeim rökum, að hér væri ekki um lagalegt vandamál að ræða heldur „þjóðfélagslegt". Smábændurnir brugðust æfir við þessum úrskurði og héldu fylktu liði til Mexíkóborgar til að leita ásjár ríkisstjórnarinnar um skipun rannsóknarnefndar. Þegar ríkisstjórnin hunzaði kröfur þess- ar beittu smábændurnir sér fyrir myndun óháðrar rannsóknar- nefndar til að vekja athygli á vanda sínum. ókyrrðin meðal smábændanna á rætur sínar að rekja til erfiðleika, sem þeir hafa lengi búið við. Þá skorti landrými og fé til að rækta þá litlu landskika, sem þeir hafa til umráða. Saga smábændanna er stöðugt stríð við yfirvöldin og má rekja það allt til þess tíma er þeir tóku þátt í byltingunni undir stjórn Emiliano Zapata, sem sjálf- ur var smábóndi. Þeir gerðu bylt- inguna til þess að landinu yrði skilað til þeirra sem yrkja það. Allt frá þeim tíma hafa ríkis- stjórnirnar hver fram af annarri gefið fögur fyrirheit en lítið orðið úr efndum. Skorturinn á jarðnæði hefur aukist í timans rás vegna þess að ýmist hafa voldugir landeigendur hrifsað jarðirnar til sín eða yfir- völdin lagt hald á þær án nokkurra eða lítilla fjárbóta. -CUire Creffield/Grant Frazer stæðra er litið á það sem eins konar sóttvarnaraðgerð. Eftirfarandi kemur fram f skýrslu um heilsufar landbúnaðar- verkafólks á þessum slóðum sem gerð var nýlega: „f ljós hefur komið að útbreiðsla smitsjúkdóma stafar meðal annars af lélegu hús- næði og slæmri hreinlætisaðstöðu. Til dæmis þurfa rúmlega 300 manns að sameinast um einn vatn- skrana." Lágmarkslaun landbúnaðar- verkamanns eru tæplega 2000 krónur á mánuði. Einn þeirra sem rannsakað hefur kjör þessa fólks segist ekki trúa því að nokkur maður geti dregið fram lífið á svona lágum launum. Almennt er viðurkennt að menn þurfi að hafa þúsund krónur að minnsta kosti til viðbótar á mánuði til þess að hafa til hnífs og skeiðar. — JAN RATTH Sultur: Vannærð born sem alltaf verfta rýr og veikburða. DÆGRASTYTTING Það er ekki allt með felldu með jap- önsku þjóðina. Hún er sjúk, sjónvarpssjúk, en sem betur fer er dauninn loksins farið að leggja fyrir vitin á sjúklingn- um. Einu sjúklegasta at- riðinu af mörgum brá fyrir á skjánum 20. ágúst sl. í „Síðdegissýningu" Asahi-stöðvarinnar, þætti, sem er sérstak lega gerður fyrir lífsleið- ar húsmæður en að sjálf- sögðu séður af mðrgum börnum. Sviðið var grill- veisla, sem haldin var af fyrrverandi foringjum í mótorhjólagengi, en at- burðarásin fólst í þvi, að hópur unglingsstúlkna misþyrmdi öðrum ungl- ingsstúlkum. I japönsku sjónvarpi virðist oft enginn grein- armunur gerður á fjöl- skylduskemmtun og öf- uguggahætti af þessu tagi en það, sem var sér- stakt við þennan þátt, var það, að um var að ræða raunverulegan at- burð, ekki sviðsettan. Stjórnandi þáttarins borgaði stúlkunum fyrir misþyrmingarnar um 30 þús. ísl. kr. og þykir það ekki hátt gjald fyrir „sanna sjónvarpsfrá- sögn“ nú á dögum. Frá því að þátturinn var sýndur hefur mikið verið um hann rætt í Japan og eins og siðvenja er þar í landi hefur for- stjóri sjónvarpsstöðvar- innar boðist til að segja af sér. Stjórnandi þátt- arins var rekinn og fang- elsaður meira að segja og móðir einnar stúlk- unnar, sem var mis- þyrmt,sviptisiglífi. Því miður fyrir Japani var þátturinn áður- nefndi engin undantekn- ing. Að kvöldi 18. júní nutu Japanir þeirra vafa3ömu forréttinda að sjá morð framið á sjón- Hæ, gaman! Það er verið að drepa manninn! varpsskerminum. Það var þegar Kazuo Nag- ano, forstjóri fyrirtækis, sem var til rannsóknar vegna alls kyns svika og pretta, var stunginn til bana í sinni eigin íbúð af tveimur mönnum. Um 30 blaðamenn, aðallega sjónvarps- fréttamenn, fylgdust með því þegar mennirnir tveir brutust inn í íbúð Naganos, þegar þeir stungu hann til bana og þegar fréttamennirnir báðu þá áður en þeir flýðu af hólmi, að doka aðeins við fyrir framan sjónvarpsmyndavélarn- ar! Enginn gerði minnstu tilraun til að stöðva morðingjana og engum datt í hug, að það væri eitthvað athuga- vert við að sjónvarpa ódæðinu og sýna það meira að segja hægt til að ekkert færi á milli mála. Sannleikurinn er sá, að japanskt sjónvarp hefur lengst af verið einhvers konar samsuða af ómerkilegheitum, il.l- girni, losta og kjána- skap. Þjóðfélagsfræð- ingum í Japan finnst þetta hins vegar allt í lagi, svara því til, að sjónvarpið veiti fólki saklausa útrás fyrir leið- indi og tilbreytingarleysi japansks hversdagslifs. Eins og nú er komið virðist þó ekki vera gerð- ur neinn greinarmunur á raunveruleikanum og sviðsettum atburðum í japönsku sjónvarpi. Það á raunar ekki aðeins við um Japan en hætt er við að afleiðingarnar geti orðið alvarlegri þar en víða annars staðar. Það stafar af þvi hve jap- anskt þjóðfélag er þræl- skipulagt, fólk er vanara því að fylgja fordæmi annarra en hafa frum- kvæðið sjálft og fátt um raunverulegar fyrir- myndir. Á Vesturlöndum harðnar stöðugt sam- keppnin í fréttamennsk- unni en í japönsku sjón- varpi er keppst við það eitt að skemmta fólki og hafa ofan af fyrir því. Jafnvel þegar japanskir fréttamenn leitast við að koma á framfæri raun- verulegum fréttum virð- ast þeir leggja þann skilning i þær, að þær eigi að vera einskonar afþreying. 1 Nagano-málinu gekk þetta svo langt, að fréttamennirnir, allir 30, hreyfðu hvorki legg né lið til að koma í veg fyrir að maður væri drepinn. Allir vissu þeir þó að hverju dró. Japanska sjónvarpið tekur fram öllu því ómerkilegasta, sem sjá má í Bandaríkj- unum, eltist við menn og málefni á ósvifinn hátt og að því er virðist til þess eins að hafa út úr því ódýra skemmtun. Einu sinni var sagt, að útlendir menn hefðu miklu meiri áhyggjur af japönsku þjóðinni en hún af sjálfri sér en lík- lega á það ekki við að þessu sinni. Dagblöðin, sem eru kannski eitt- hvað skárri en sjónvarp- ið, eru yfirfull af grein- um og lesendabréfum um óhugnaðinn og hvernig við honum skuli brugðist og enn sem komið er hafa fáir orðið til að bera blak af jap- anska sjónvarpinu. — Jurek Martin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.