Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ1913 263. tbl. 72. ár; L MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Leiðtogafundurinn f Genf: Ræddust við í ein- rúmi öllnm að óvörum Reagan dró Gorbachev afsíðis — Engar upplýsingar fyrr en að viðræðum loknum FÓRU VEL AF STAÐ Ronald Reagan ræðir við Mikhail Gorbachev fyrir utan Fleur D’Eau í Versoix skammt frá Genf. AP/Símamynd Geaf, 19. nóvember. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara MbL MIKAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, töluðu mun lengur saman í einrúmi á fyrsta fundi leið- toga stórveldanna f 7 ár en búist var við. Þeir ræddu einir saman með aðstoð túlka í rúman klukkutíma á þriðjudagsmorgun áður en utan- ríkisráðherrar þeirra og aðrir ráðgjafar bættust í hópinn. Reagan lagði til, öllum að óvörum, í lok síðdegisfundarins, að þeir gengju tveir saman ásamt túlkum niður að Genfarvatni og ræddust við. Þeir gengu að húsi við sundlaug, sem er við vatnið og inn á lóð Fleur d’Eau. Fundur leið- toganna í morgun fór fram í sama húsi. Þeir settust niður í „sundlauga- húsinu” fyrir framan arineld og töluðu saman í tæpa klukkustund. Bann hefur verið lagt við frétta- flutningi af fundi leiðtoganna en talsmenn þeirra voru sammála um að hann hefði farið vel af stað og andrúmsloftið væri gott. Larry Speakes, talsmaður Reagans, sagði að fundarbragurinn væri annar en á fundi Georges Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna,, með Gorbachev í Moskvu fyrr í þessum mánuði. Þar þótti Gorbachev helst til ákveðinn og óþolinmóður og leyfði viðmælenda sínum ekki allt- af að ljúka máli sínu. Menn kunn- ugir Reagan sögðu að það væri góðs viti að hann gæti rætt við Gorbachev í einrúmi þar sem for- setinn væri mjög „snjall og sann- færandi" í einkasamtölum. Reagan var frakkalaus þegar hann tók á móti Gorbachev í heim- keyrslunni að Fleur D’Eau á þriðjudagsmorgun. Það virtist létt yfir Gorbachev og þeir brostu báð= ir þegar þeir stoppuðu á tröppun- um áður en þeir gengu inn. Gor- bachev gaf til kynna að Reagan hefði átt að vera i frakka í kuldan- um, sem hann og var þegar hann tók á móti Gorbachev eftir há- AP/Sfmamynd Raisa Gorbachova og Nancy Reagan hittust fyrir utan Maison de Saussure, dvalarstað Reagan-hjónanna í Genf. Leiðtogafrúrnar drukku te saman meðan eiginmenn þeirra ræddust við. Fylkisaukning hjá flokki Schliiters Kaupmannahorn, 19. nó.emhír. Fri Ib Björnbak, fréUaritara Morfpinblahmna. FYLGI íhaldsflokks Pouls SchlUter og Sósíalíska þjóðarflokksins jókst mikið f sveitar- og bæjarstjórnarkosningunum, sem fram fóru f Danmörku í dag. Sósíalíski þjóðarflokkurinn bætir við sig helmingi fleiri fulltrúum í sveitar- og bæjarstjórnum, en hann hafði fyrir kosningarnar. Margir héldu að sambandið milli tveggja stjórnarflokkanna, íhalds- flokksins og Venstre, af fjórum myndi versna, ef Venstre tapaði miklu í kosningunum. Sú varð ekki raunin. Venstre kom vel út úr kosn- ingunum, þótt flokkurinn hafi misst nokkra fulltrúa f bæjar- og s veitarstj órnum. Staða Sósíalíska þjóðarflokksins styrktist til muna, en vinstri sósíal- istar töpuðu í nokkrum kjördæm- um. Aftur á móti halda Sósíaldemó- kratar sínu án þess að þeim aukist fylgi- Flokkur Mogens Glistrup, Fram- faraflokkurinn, tapaði mestu í kosningunum og þurrkaðist flokk- urinn nánast út. Radikale venstre, sem styður stjórnina í umhverfis- verndarmálum, töpuðu fylgi, en athygli vekur að flokkur græningja kom nokkuð mörgum fulltrúum f stjórnir sveitarfélaga og amta. degi. Fréttamenn spurðu Gor- bachev hvort orð Gromykos um að hann hefði „hlýlegt bros en tennur úr stáli“ væru sanngjörn. Gorbachev sagði að þessi orð hefðu ekki verið staðfest, hann hefði enn sínar eigin tennur „en til að svara því sem felst í spurniqgunni get ég sagt að bæði Reagan forseti og ég höfum góðar ástæður til að ætla að við getum átt góðar viðræður." Gorbachev tók á móti Banda- rfkjamanninum Jessie Jackson f hádeginu á þriðjudag. Jackson afhenti honum undirskriftalista þar sem þess er krafist að kjarn- orkuvopnaframleiðslu verði hætt þegar f stað. 1,2 milljónir Banda- ríkjamanna hafa skrifað undir listann. Þeir töluðu saman f 40 mínútur og Jackson greindi frá þvi að fundinum loknum að Gorbachev hefði sagt að leiðtogarnir hefðu átt alvarlegar viðræður og Sovét- menn legðu höfuðáherslu á af- vopnunarmál. Gorbachev-hjónin buðu til kvöldverðar í húsakynnum sov- ésku sendinefndarinnar í Genf í kvöld. Reagan-hjónin mættu stundvíslega klukkan átta. Aðrir þátttakendur í viðræðum leiðtog- anna voru einnig boðnir. Leið- togafundurinn heldur áfram f fyrramálið en þá mun Gorbachev taka á móti Reagan. Sjá frekar af leiðtogafundinum á síðum 20 og 21. ísraelar skjóta niður sýrlenskar herþotur Tel AtW, 19. nóvember. AP. TVÆR ísraelskar orrustuþotur skutu í dag niður tvær sýrlenskar orrustu- þotur yfir austurhluta Líbanon. Talsmaður ísraelska hersins tilkynnti í dag að ísraelsku þoturnar hefðu verið á könnunarferð, sem flogin er reglulega, þegar sýrlensku þoturnar flugu í veg fyrir þær. Sýrlendingar halda aftur á móti fram að ísraelsku herþoturnar hafi verið í sýrlenskri lofthelgi og sýrlensku flugmennirnir hafi stuggað þeim á brott. Talsmaður israelska hersins sagði að orrustuflugmennirnir hefðu skotið flugskeytum á sýr- lensku þoturnar og grandað þeim. Sýrlensku þoturnar eru af gerð- inni MiG-23 og framleiddar í Sovétríkjunum. Heimildarmaður úr líbanska hernum staðfesti að þoturnar tvær hefðu verið skotn- ar niður. Yitzhak Rabin, vamarmálaráð- herra ísraels, varaði Sýrlendinga við og sagði að ísraelar yrðu neyddir til að skjóta á sýrlenskar orrustuþotur, ef reynt væri að trufla ísraelskar þotur f könnun- arflugi. Rabin tók þó fram að ísraelar óskuðu ekki eftir átökum við grannríki sitt. Þetta er fyrsta skipti, sem ísra- elar skjóta sýrlenskar orrustuþot- ur niður síðan sumarið 1982. Þá kom til mikilla átaka f lofti milli Sýrlendinga og ísraela eftir að ísraelar réðust inn f Líbanon og ísraelar grönduðu 80 til 90 sýr- lenskum orrustuþotum. Loftbardaginn átti sér stað um það leyti sem Gorbachev og Reag- an ræddust við í Genf, en Sýrlend- ingar eru bandamenn Sovétríkj- anna og Israelar bandamenn Bandarfkj amanna. Talsmaður Sýrlendinga segir að MiG-þoturnar hafi komið að F-15-þotum Israela í sýrlenskri lofthelgi og þvingað þær til að hverfa á braut. Hann segir að ísraelsku flugmennirnir hafi hörfað án þess að ná settu marki sínu og Sýrlendingar hafi hvorki orðið fyrir mannfalli, né öðru tjóni. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins harmaði f dag að til átaka hefði komið milli ísraela og Sýrlendinga. Talið er hæpið að Sovétmenn hvetji Sýrlendinga til átaka við ísraela. Sovétmenn vildu frekar reyna að stuðla að friði fyrir botni Miðjarðarhafs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.