Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 5 Islenska útvarpsfélagið hf.: Stefnt að útvarpi fyrir Suðvesturland næsta vor - 10 milljóna kr. hlutafjárútboð STJÓRN íslenska útvarpsfélags- ins hf. stefnir að því að félagið hefji rekstur útvarpsstöðvar fyrir Suðvesturland næsta vor, að Kísiliðjan við Mývatn: Ekkert til- felli kísil- veiki hefur greinst meðal starfsmanna EKKERT tilfelli af kísilveiki hefur fengnu leyfi útvarpsréttarnefndar. í gær var kynnt 10 milljón króna hlutafjárútboð félagsins, sem Fjár- festingarfélag íslands annast Á blaðamannafundi sem hald- inn var í gær til kynningar á hlutafjárútboðinu og áformum félagsins kom fram í máli Þor- steins Guðjónssonar hagfræð- ings hjá Fjárfestingarfélaginu að hann telur þetta hlutafjárút- boð tímamótamál í tvennum skilningi. Annars vegar vegna þess að þetta er nýr vettvangur almenns atvinnurekstrar og hins vegar vegna þess að með þessu útboði er lagður horn- steinn að vísi að virkum hluta- bréfamarkaði. Þorsteinn sagði að Fjárfestingarfélagið mælti hiklaust með þessum fjárfest- ingarvalkosti, en tók fram að hlutabréf væru eðli sínu sam- kvæmt alltaf áhættusöm fjár- festing. í rekstraráætlun fyrir væntanlega útvarpsstöð er gert ráð fyrir 9% hagnaði af rekstr- inum, sem gefa ætti 22% arð af hlutafé umfram verðbólgu. í kynningarbæklingi um hlutafjárútboðið kemur fram að íslenska útvarpsfélagið hf. er almenningshlutafélag með yfir 300 hluthafa, sem samtals hafa lagt fram 5 milljónir kr. í hlut- afé. Stjórn félagsins er með áætlanir um útvarp sem nái til alls Suðvesturlands. Er gert ráð Morgunblaöid/RAX Stjórn og varastjórn íslenska útvarpsfélagsins hf. sem kynnti hlutafjárútboó féíagsins ásamt fulltrúa Fjárfestingarfélags íslands f.v.: Guðmundur Ingi- mundarson, Hjörtur Örn Hjartarson, Sveinn Grétar Jónsson, Þorsteinn Guðnason (Fjárfestingarfélagi íslands), Magnús Axelsson, Jón Ólafsson (formaður stjómar), Sigurður Gísli Pálmason og Árni Möller. fyrir að þetta verði tónlistarút- varp með ýmsum upplýsingum og fréttum sem fjármagnað verði að mestu leyti með auglýs- ingum. Leggja forráðamenn fé- lagsins mikla áherslu á gott samband við hlustendur og hafa það að takmarki að gera útvarp sitt að vinsælustu útvarpsrás- inni. Hlutabréf í Islenska útvarps- félaginu hf. eru til sölu hjá Fjár- festingarfélagi íslands. Lág- markshlutur er 1.000 kr. og mögulegt að fá að greiða bréfin með 6 mánaða skuldabréfi. Kaup hlutabréfa eru frádráttar- bær til skatts samkvæmt skattalögum. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK hingað til greinst meðal starfsmanna eða þeirra, sem hætt hafa störfum við Kísiliðjuna við Mývatn. Þetta eru niðurstöður læknisskoðana þeirra er gerðar hafa verið á heilsugæslustöð- inni á Húsavík árlega á starfsmönn- um verksmiðjunar frá upphafl vinnslu kísilgúrs í henni síðan 1967 og birtust þær í Læknablaðinu 1S. október sl. Rannsóknirnar fólust í röntgen- myndatökum af lungum, öndunar- prófum, klínískri skoðun og töku sögu um öndunarfæraeinkenni. Megintilgangur rannsóknanna var að meta hugsanleg áhrif rykmeng- unar á öndunarfæraeinkenni og að meta niðurstöður öndunarprófa hjá starfsmönnum Kísiliðjunnar. Rannsóknin bendir til að tengsl séu milli einkenna og hrörnandi starfsemi lungnanna annars vegar og rykmengunarinnar, sem starfs- menn hafa orðið fyrir hins vegar. Einkenni um langvinnt berkjukvef eru tíðust hjá þeim, sem hafa orðið fyrir mestri mengun. Mengun af þeirri gerð, sem hér um ræðir, rvirðist því geta valdið langvinnu berkjukvefi á svipaðan hátt og rykmengun í kolanámum, gull- námum, hjá stálbræðslumönnum og hjá þeim, sem vinna i hrábóm- ullariðnaði. Ný einkenni um lang- vinnt berkjukvef koma einungis fram hjá þeim sem reykja sem bendir til þess að hér sé um sam- verkun reykinga og rykmengunar að ræða. Miklu stærri hóp þeirra, sem ekki reykja, þyrfti því til að athuga tengsl rykmengunarinnar og langvinns berkjukvefs án hugs- anlegra áhrifa reykinga. Verk- smiðjan hefur það fáa starfsmenn að ólíklegt er að nokkurn tíma fáist úr því skorið hver hlutdeild rykmengunarinnar einnar er í að framkalla langvinnt berkjukvef. í Læknablaðinu segir ennfremur að mjög hafi dregið úr rykmengun í verksmiðjunni samkvæmt síð- ustu mengunarmælingum og því jafnframt dregið úr þeirri hættu að upp komi kísilveiki. Þó er bent á að kísilveiki sé hægfara sjúk- dómur sem oft er hægt að sjá þró- ast smám saman um árabil. Einnig er á það bent að enginn núverandi starfsmaður sé klíniskt talinn vera haldinn lungnasjúkdómi, sem geri það frá heilsufarssjónarmiði óráð- legt fyrir þann hinn sama að stunda vinnu við verksmiðjuna. INNLENT dagana 24. og 25. nóv. 1985 HULDA VALTÝSDÓTTIR borgarfulltrúi Við hvetjum þig til að setja Huldu í öruggt sæti á prófkjörslistanum vegna dýrmætrar reynslu hennar, fjölþættra hæfileika og nútímalegra viðhorfa. Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa Lágmula 9, 2.h. Símar: 36323 og 37595 Verið velkomin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.