Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 7 Að vinna með börnum er ánægjulegasta starfið - segir Karvel Ögmundsson útgerðarmaður BÖRNIN í ísaksskóla fengu sérstaka heimsókn í gær þegar þangaö kom Karvel Ögmundsson, hinn aldni útgerðarmaður. Þegar blaðamann og Ijósmyndara bar að garði var Karvel að ræða við tvo átta ára bekki. Börnin sátu þögul og fylgdust af athygli með því sem hann hafði að segja. Eftir að Karvel hafði lokið máli sinu kvöddu börnin hann á gangin- um, mörg með handabandi. Karvel var spurður hvað olli því að hann fór að leggja leið sína í skóla til þess að ræða við ung börn. „Þetta byrjaði fyrir einum mán- uði í Njarðvíkunum. Þá ræddi ég við yngstu börnin í skólanum þar um lífið og tilveruna í gamla daga. Síðan fór Sólveig dóttir min þess á leit við mig að ég talaði við börnin i ísaksskóla. Ég hef mikið unnið með bðrnum og stjórnaði til dæmis barnastúk- unni i Njarðvíkum í 15 ár. Það er eitt af því ánægjulegasta sem ég hef gert á ævinni," sagði Karvel. Karvel ögmundsson er rúmlega áttræður. Hann hóf sjómennsku 11 ára gamall og var orðinn for- maður á árabátum 14 ára gamall. Síðar varð hann skipstjóri og út- gerðarmaður og gegndi auk þess ýmsum embættum. - Um hvað fræðir þú börnin aðallega? „Ég segi þeim frá lífsbaráttunni i gamladaga. Ég held að það sé mikils um vert að börn kynnist lífsbaráttu aldamótakynslóðar- innar. Ég segi þeim frá áraskipun- um og hvernig sjómennirnir leit- uðu eftir guðsvernd. Ég þekkti t.d. engan formann á áraskipi sem ekki var trúaður. Börnin fá að heyra um brimlendinguna, sem var hættulegasta stundin í róðrin- um. Þau fá einnig að heyra um ýmis dýr, svo sem rjúpu, mink og ref, sem er mjög viturt dýr. Ég segi m.a. frá lifnaðarháttum og veiði- aðferðum þeirra. En ég brýni einnig fyrir börnun- um að byrja hvorki að reykja né drekka og að þau þurfi að spara peninga til fullorðinsáranna. Það þarf að byrja snemma að hafa áhrif á börnin í þessum efnum. Þau hafa miklu meiri skilning en fullorðnir reikna með. Mér finnst að ein dyggð, sem var höfð í háveg- um í gamla daga, sé að mestu leyti horfin nú, en það er sparnaður". - Heldur þú að það hafi góð áhrif á börnin að fá eldra fólk til þess að tala við þau um lifið í gamla daga? „Já. Ég lít á það sem gæfu fyrir alla þjóðina ef eldra fólkið fæst til að segja frá gamla timanum. Mér er enn i fersku minni það sem gamalt fólk sagði mér þegar ég var barn.“ - Hefur þú haft gaman af þessu? „Ég hef haft geysilega gaman af þessu og er ákaflega þakklátur skólastjóranum og kennurunum Morgunbladid/Júlíus Börnin í ísaksskóla hlusta með at- hygli á það sem Karvel hafði að segja um liðna tíma. fyrir að fá að koma hingað og ræða við börnin. Ég hefði aldrei getað trúað því að börn í svona stórum hópi gætu verið jafn stillt og prúð og þessi börn voru meðan ég talaði við þau,“ sagði Karvel Ögmundsson að lokum. Þess má að lokum geta að Karvel Ögmundsson afhenti bókasafni ísaksskóla þriggja binda ævisögu sina i gær. Karvel ögmundsson sýnir börnum líkan af áraskipi og segir þeim frá lífi sjómanna í gamla daga. Litlar borgir þurfa StÓrt hjarta... „Fáum blandast hugur um að Reykjavík er lítil miðað við flestar höfuðborgir. Eigi að síður veitir hún svipaða þjónustu og þær. Afl sitt sækir borgin í fjölþætt atvinnulíf, viðskipti og þjónustu. Miklu varðar að ekki sé þrengt að þessu „hjarta“ borgarinnar. Það er forsenda betri atvinnutækifæra og lifandi starfs í menntun; menningu og listumí* Árrti Sigfússon Árni Sigfússon er frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fer um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.