Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 21
r MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 21 Leiðtogafundurinn í Genf ð Jf D |LIB ' USilCE Gyðingar handteknir á skrifstofu Aeroflot Genf, 19. nóvember. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. AP/Símamynd Ýmsir andófsmenn hafa hópast tíl Genfar tíl aó mótmæla mannréttinda- brotum í Sovétríkjunum meóal annars. Konan í hjólastólnum tók þátt í andkommúnískum mótmælum. Á kröfuspjaldi hennar er mynd af Gorb- achev undir fyrirsögninni „Vegabréfsáritun neitað". Undir myndinni er nafn Gorbachevs og starf hans sagt vera fangavarsla. ÝMSIR hópar sem berjast fyrir auknum mannréttindum í Sovét- ríkjunum eru mættir í Genf til að vekja athygli fjölmiðla og fulltrúa Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á málstað sínum. Mest ber á gyðing- um sem berjast fyrir frelsi fanga af gyðingaættum í Sovétrikjunum. Fimm gyðingar voru handteknir á skrifstofu Aeroflot í Genf og teknir til yfirheyrslu eftir að þeir breiddu úr mótmælaborða og lögðust á bæn inni á skrifstofu flugfélagsins og aðrir límdu mótmælamiða utan á rúður skrifstofunnar. Starfsmenn Aeroflot hringdu ekki á lögregluna en fjórir frakka- klæddir menn, sem neituðu að segja hverjir þeir voru, mættu á staðinn og komu ruddalega fram við gyðinga. Stuðningskona þeirra hringdi loks á lögregluna og bað hana að koma og stilla til friðar. Hún sagði í samtali við Blm. Mbl. að það hefði verið eina lausnin á vandanum: „Starfs- menn Aeroflot vildu ekki láta bera fimmmenningana út fyrir framan Ijósmyndara heimspress- unnar og hringdu þess vegna í fulltrúa KGB og báðu þá um að koma sér til aðstoðar." Joseph Mendelevitch, sem sat í 11 ár í sovésku fangelsi, var meðal fimmmenninganna. Þeir vildu fá flugmiða til Sovétríkjanna og fara í fangelsi þar í staðinn fyrir Ida Nudel, Anatoly Sharanzkz og þrjá aðra fanga af gyðingaættum. Avital Sharanski, eiginkona Sharanskys, hélt blaðamanna- fund í eftirmiðdag og minnti á örlög eiginmanns síns. Hún sagði að Gorbachev bæri persónulega ábyrgð á örlögum manns síns og sagði að það væri ekki hægt að taka orð hans um frið alvarlega fyrr en hann virti samninga sem Sovétmenn hafa skrifað undir um mannréttindamál. Talsmenn Sovétmanna brugð- ust illa við spurningum varðandi mannréttindamál á fundum með fréttamönnum á þriðjudag. Zamyatin, talsmaður Gorbachevs, kvað rangt að sovétmenn vildu ekki ræða mannréttindamál. Hann sgði að sérfróðir menn væru tilbúnir til þess og að Reagan og Gorbachev myndu gera það á fundi sínum. Hann sagði að fréttamenn hefðu ekki fleiri mál- efnalegar spurningar þegar hann var spurður um atvikið á Aero- flot-skrifstofunni og lauk fundin- um skömmu seinna. Lomeiko, talsmaður utanríkisráðuneytis- ins, sagði að það bryti í bága við blaðamannareglur að spyrja um bréf sem kona Sharanskys skrif- aði Raisu Gorbachev og sendi henni hér í Genf. Nóg að gera hjá leiðtogafrúnum Genf, 19. nó.ember. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaóuins. NANCY Reagan bauð Rai.su Gor- bachev í te í Genf í dag. Hún tók hlýlega á móti frúnni og það virtist fara vel á með þeim. Hún sagði fyrir teboðið að hún myndi láta eiginmennina um stjórnmálavið- Óvissa og eftirvænting einkennandi á fundinum Genf, 19. nóvember. AP. MIKIL spenna og óöryggi ríkir í upphafi fundar leiðtoga stórveld- anna í Genf og menn eiga jafnvel von á einni eða fleiri uppákomum áður en fundinum lýkur að sögn bandarískra fulltrúa. Einn þeirra' sem var viðstaddur fund Fords og Brezhnevs í Vladivostok árið 1974 segir að sá fundur hafi ekkert verið líkur þessum. Þó þá hafi tekist samkomulag, sem leiddi (ímm árum síðar til undirritunar Salt II sam- komulagsins, þá vissu menn að hverju þeir gengu í upphafi fundar leiðtoganna. Hvað flesta aðra fundi leið- toganna snertir frá því eftir síðari heimsstyrjöldina hafa menn þóst vita nokkuð hvers þeir mættu vænta og hver útkoman yrði, þar sem samkomulag var þá fyrir hendi í meginatriðum. Sú er ekki raunin nú, þó það hafi verið krafa Reagans Bandaríkjaforseta. „Þessi fundur er spennandi," sagði einn fullltrúa Bandaríkj- anna, sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Þeir eru í raun og veru að tala saman án þess að hafa hugmynd um hver útkoman verður." Það er hald sumra að Gorbac- hev, leiðtogi Sovétríkjanna, muni leggja fram nýjar tillögur í af- vopnunarmálum, þó trú flestra sé jafnframt sú að þær verði óað- gengilegar fyrir Bandaríkjamenn. Fulltrúar Bandaríkjanna eru mjög varkárir í yfirlýsingum og er það talið stafa af því að þeir vilji ekki vekja upp falskar vonir, ef árangur fundarins verður lítill. AP/Slmamynd Reagan og Gorbachev ræðast við fyrir framan arineld f Fleur D’Eau í Genf. Reagan dró Gorbachev afsíðis til að þeir gætu ræðst við án þess að ráðgjafar þeirra væru viðstaddir. ræður. Þær hittust aftur í kvöldverðar- boði hjá Gorbachev-hjónunum í kvöld og munu drekka te saman aftur á morgun og vera saman í kvöldverðarboði sem Reagan-hjón- in bjóða til annað kvöld. Frúrnar höfðu nóg að gera í dag. Frú Gorbachev skoðaði sig um í Genf, heimsótti borgarstjóra borgarinnar, fór í bókasafn há- skólans, skoðaði gamla bæinn og virtist hafa sérstaklega gaman af klukkusafni sem henni var sýnt. Eftir hádegið heimsótti hún stofnanir Sameinuðu þjóðanna í borginni. Frú Reagan hélt til Vaudt- kantónunnar og heimsótti heimili fyrir unga eiturlyfjaneytendur. Hún spjallaði við nokkra þeirra og kyssti þá bless á báða vanga eftir samræðurnar. Hún sigldi um vatnið og stoppaði á nokkrum stöðum við það, hitti bandarísk og svissnesk börn og hlýddi á stuttan konsert. Það er tekið eftir því í smáatrið- um hverju frúrnar klæðast í hvert skipti sem þær koma fram. Frú Reagan hefur skipt oftar um föt til þessa en frú Gorbachev klæðist litríkari, ef ekki glannalegri föt- um en sovéska frúin. Báðar eru broshýrar þegar þær koma fram opinberlega. Frú Gorbachev sagð- ist vona að fundur leiðtoga stór- veldanna yrði til góðs og stuðlaði að afvopnun þegar hún var spurð um hann en frú Reagan sagðist hafa óskað manni sinum alls góðs í morgun áður en hann hélt til fundar þegar hún var spurð hvaða ráðleggingar hún hefði gefið honum í morgunsárið. Flutt í Brcautarholt 3 (MJÖLNISHOLT 14) Sýnum 86 línuna í innréttingum frá INVFTA í nýju húsnæði ELDASKÁLINN Nóatún BRAUTARHOLTI 3 • NYTT SIMANUMER: 621420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.