Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUD AGUR 8. DESEMBER1985 Jólamyndin 1985: Jólasveinninn Ein dýrasta kvikmynd sem gerö hef- ur verió og hún er hverrar krónu viröi. Ævintýramynd fyrir alla f jölskylduna Leikstjóri: Jeannot Szwarc. Aðalhlutverk: Dudley Moore, John Lithgow, David Huddleston. Sýnd kl. 3,5,7 og 9. Hækkað verö. Anton Bruckner Tónlist Jón Ásgeirsson Níunda sinfónía Bruckners er ófullgert verk tónskáldið mun hafa tjáð einum vina sinna, að ef honum tækist ekki að ljúka verkinu mætti nota Te Deum, sem hann samdi tólf árum fyrr (1884), fyrir lokaþátt. Þannig var verkið frumflutt í Vínarborg 11. febrúar, árið 1903, undir stjórn Ferdinand Löwe er var nemandi Bruckners. Löwe mun hafa gert nokkrar breytingar, bæði á sinfóníunni og Te Deum til að tengja verkin saman. Aðdáendur Bruckners töldu að Anna Júlíana Sveinsdóttir breytingarnar væru skemmd á verkinu en frumgerð Bruckners var ekki flutt fyrr en 2. apríl 1932, í Múnchen. Tónlist Bruckners er hástemmd og í henni er að finna sanna trú á leitinni eftir æðri fegurð, guð- legri og yfirskilvitlegri að inni- haldi. Um það verður ekki efast að Bruckner trúði á hlutverk listamannsins í þessari mikil- fenglegu leit. Meö það í huga er auðvelt að skilja Bruckner, auk þess sem tækni hans og stór- brotin útfærsla hennar er ekki markmið í sjálfu sér, heldur tæki til að megna það að festa hönd á þeim gildum er að feg- urðinni standa. Þrátt fyrir að margt væri mjög vel gert í þess- ari uppfærslu bar hún nokkuð oft þess merki að ekki hefði gefist tími til nægilegrar íhug- unar, sem er ljóst að tekur lengri tíma en að unnin verði Kristinn Hallsson fyrir einn konsert. Bruckner þarf ekki aðeins að leika, heldur ekki síður að læra að umgangast og nærri því að alast upp við, til að hafa virkilega tök á því að túlka dýpt hans og dulúð. Þegar tekið er tillit til þess að hljómsveitin er nærri því að frumleika Bruckner, var frammistaða hennar ágæt. Lokaþáttur tónleikanna var Te Deum og voru flytjendur, auk söngsveitarinnar Filharmóníu, Anna Júlíana Sveinsdóttir, El- ísabet Waage, Garðar Ck>rtes og Kristinn Hallsson. Svo sem eins og í sinfóníunni voru „tempóin" svolítið laus í sér, of hröð þar sem hægt átti að vera og of hæg þar sem hratt mátti leika. Söng- sveitin Fílharmónía var að mörgu leyti góð, sérstaklega kvenraddirnar, en eins og venju- lega f íslenskum kórum voru Garðar Cortes karlaraddirnar of fáliðaðar og ef ekki hefði komið til hjálp frá þremur efnilegum söngnemum f tenórnum er hætt við að tenór- röddin hefði týnst. Einsöngvar- arnir voru ágætir en helst mæðir einsöngurinn á tenórn- um, sem Garðar Cortes söng mjög glæsilega. Kempan Krist- inn Hallsson átti og nokkrar strófur og er ávallt gaman að heyra þróttmikla og „bassa- svarta" rödd hans. Anna Júlíana Sveinsdóttir og Elisabet Waage sungu og vel en í heild eru ein- söngshlutverkin að gerð í hálf- gerðum kórrithætti, raddaður söngur, er hljómaði mjög vel í öruggum söng einsöngvaranna. Trúlega hefur Karolos Trikoli- dis ætlað sér of mikið með flutn- ingi níundu, en vel var þess virði, að hlýða á þessa tilraun, sem að miklu leyti tókst ágæt- lega. Óli prik á kreik á ný Hljómplötur Árni Johnsen Óli prik er kominn aftur á stjá á plötunni Besti vinur barnanna og það er Magnús Þór sem á heiðurinn af þessu framtaki, því það er mikill fengur að fá þannig fslenskt barnaefni, texta sem börn hafa gaman af. óli prik inniheldur níu lög, flestir textarnir eru eftir Magnús Þór og sungnir af Gísla Guðmundssyni sem er 13 ára gamall, en eitt lagið er sungið af Ingu Dóru Jóhanns- dóttur 10 ára gamalli. Þau syngja bæði fallega, en skemmtilegasta lagið á plöt- unni eru hinar kunnu Gutta- vísur í stórskemmtilegri túlk- un Björgvins Frans Gislason- ar, sjö ára gamals, en flutning- ur hans á Gutta er meiriháttar. Hann á eftir að verða góður drengurinn sá ef hann fær að njóta sín í lífsins kómidí. Magnús Þór Sigmundsson Nokkrir textarnir á plötunni eru eftir Steingerði Guð- mundsdóttur skáld, dóttur Guðmundar skólaskálds, en ljóð hennar eru einföld og áhrifamikil. Á hlið A er fyrst lagið Eins og önnur börn sem fjallar um þau vandræði óla priks að vera ekki eins gerður af Guði og önnur börn. Þá er söngur Óla priks um það þegar hann verð- ur stór og einn til um pabba hans Óla priks. Leyndarmálið heitir lag Magnúsar Þórs við ljóð Steingerðar, en á hlið A er eitt lag og texti eftir Jóhann Helgason. Er það mjög gott lag og textinn einnig. Á hlið B eru m.a. lögin, Börn, Regn og Guttavísur, sem fyrr er getið, en í laginu Börn eru bakraddir bama og lagið er eins konar barnasaga í skemmtilegum stfl. Óli prik á ugglaust erindi til margra barna og kannski ekki síður til þeirra sem eru börn í hjarta þótt aldurinn sé í hærri kantinum. óli prik besti vinur barnanna er vinur sem hægt er að mæla með fyrir börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.