Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1985 57 svara þeir, — þá hafði Oddur hellt sig fullan í síðasta augnabliki. „Hafið þið vitjað ykkar læknis?" „Nei.“ „Þá skuluð þið gera það,“ áleit rangt að sletta mér inn í starfssvið nágrannalæknis. Með þetta fóru mannagreyin, lögðu lykkju á leið sína til Brjáns- lækjar, Davíð fór á stað, en konan var dáin, þegar hann kom þangað, því þetta er óravegur, og hefur vafalaust liðið á annan sólarhring frá því að sendimenn fóru frá mér og þar til læknir náði á heimili sjúklingsins. Geta má nærri, að þetta varð ekki til þess að bæta þann orðróm, sem af mér fór áður, jafnvel Davíð lá allþungt hugur til min út af þessu, en eg verð að játa, að kergja var í mér út af aðförum Odds læknis og vantrausti fólks á mér að alveg óreyndu. Um það bil mánuði síðar koma aftur tveir menn róandi í ákafa handan frá Þingeyri, erindið er sem fyrr að biðja mig að koma til sængurkonu vestur í Arnarfjarð- ardölum. „Þið hafið náttúrlega átt að sækja Odd,“ segi eg. „Já, en hann getur ekki komið,“ svara þeir; hann hafði sem sé, eins og í fyrra skiptið, hellt sig fullan í síðasta augnabliki. „Hafið þið vitjað ykkar læknis?" „Já, en hann er veikur og getur ekki farið". „Þá er öðru máli að gegna, þá skal eg koma.“ Er svo lagt á stað um nónbil og komið á ákvörðunarstaðinn klukk- an um 10 um kveldið. Færð var sæmileg, tungl í fyllingu og besta veður. Bóndi stendur úti á hlaði, er við komum, sér vitanlega strax, að ekki er Oddur með, mælir mig hátt og lágt. „Það er því miður ekki Oddur," segi eg, „en er konan lifandi?" „Já.“ „Ég veit ekki, hvort þér getið notað mína hjálp.“ „Jú, verið þér velkominn." Síðan býður hann mér inn í bæ og opnar loftshlerann; þá heyri eg sagt uppi; „Guði sé lof, þarna kemur hann!“ Eg geng upp stigann, og þegar eg rek höfuðið upp úr stigagatinu, segir sama röddin og stynur þungan: „Og það er þá Sigurður." Þetta er þá yfirsetukon- an, er situr á rúmstokknum hjá sængurkonunni, er tók þannig á móti mér, og má geta nærri, hversu vel mér féll, þar sem þetta var nú í fyrsta sinn, er eg átti að hjálpa sængurkonu upp á eigin ábyrgð. Eg verð að játa, að eg var ekkert tiltakanlega þjáll eða blíður við ljósmóðurina og heimafólkið; eg bjó mig sem skjótast undir að rannsaka konuna og hjálpa henni; tók eg þar tvö andvana fóstur, sem voru talsvert farin að rotna. Mér datt í hug á eftir, að ef vesalings konan hefði haft dauða sinn af þessu, þá mundi eg hafa fengið kveðjurnar, og sennilega hefði það þá heitið svo, að eg hefði drepið fóstrin líka. En þetta fór nú allt betur, konunni batnaði og hefur til skamms tíma lifað hér í Reykjavík. Nokkrum árum síðar fékk hún brjóstmein og beinátu í sternum (bringubeinið), fór til Reykjavíkur að leita sér lækninga við því, en árangurslítið, og varð eg til þess að losa hana við þann kvilla — og úr því mátti heita salla-fín vinátta milli mín og þessa fólks. Okkar fundum, þessarar yfir- setukonu og mínum, bar oft saman eftir að eg fluttist í Patreksfjarð- arhérað, og af því að eg er nokkuð minnugur á mótgerðir, þó eg ekk- ert geti munað af því, sem eg á að muna, þá sagði eg, að minnsta kosti í nokkur fyrstu skiptin, sem eg hitti hana, og auðvitað með tilheyrandi andvarpi: „Og það er þá Sigurður!" „Æ, verið þér nú ekki að þessu!" sagði kella, og allt endaði með sæmilegu samkomu- lagi. Líður svo þessi vetur, að ekki ber annað eða fleira til tíðinda, sem í frásögur sé færandi. I) Svo í handrili höfundar «« á llppdrætti fs- ••nds (Norðventurlind), 1979, er mál heima- ■nanna (o* jafnfrnmt fornt mál) er Bjarnardalur. -V PRJÓNASTOFAN Udunru Nýjar peysur í hverri viku m.a. herrapeysur og jakkar. Verzl- un okkar viö Nesveg er opin daglega frá 9-6 og laugar- dagafrá 10-4. Komiö og sjáiö hið ótrúlega úrval okkar. PEYSUR • DÖMUPEYSUR • BARNAPEYSUR • HERRAPEYSUR • PEYSUR Hver vill ekki eignast einbýlishús á þægilegan hátt? Dæmi sem gengur upp! Siglufjarðarhúsin eru íslensk einingahús, hönnuð af sérfræðingum sem miða við smekk íslendinga, ströngustu gæðakröfur og erfið veðurskilyrði. Þau eru reist á ótrúlega skömmum tíma og afhent fullfrágengin að utan en fokheld að innan, þ.e. með útihurðum, gleri og jámi á þaki eða lengra komin. Einingamar má nota í margt fleira en íbúðarhús. T.d. sumarbústaði, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, dagheim- ili, skóla, milli steyptra gafla og fleira. Kannaðu kosti Siglufjarðarhúsanna. Komdu eða sláðu á þráðinn og berðu hugmyndir þínar saman við teikning- ar okkar. Dæmi: 143 m2 Eyrarhús kostar 1.454.250.- Greitt með húsnæðismálastjórnarláni 5 manna fjölskyldu —1.175.000.- Greitt fyrir afhendingu 279.250.- Húiið er afhent fullfrágengið að utan en fokhelt að innan Innifalið í verðinu em teikningar, uppsetningar- og flutningskostnaður. Sama verð alls staðar á landinu. HÚSEININGAR HF STOFA HJON HERB MOGUL BlýSKUR (ö :o O) 3 03 KÓPAVOGI HAMRABORG 12 SÍMI 91-641177 SIGLUFIRÐI LÆKJARGÖTU 13 SÍMI 96-71340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.