Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Greinarhöfnndur vid Farovitann hjá Maspalomas-hóteiinu. Til Kanaríeyja um Amsterdam ■ Eftir Leif Sveinsson Þriðjudaginn 5. nóvember hóf Arnarflugsvélin sig til flugs frá Keflavíkurflugvelli í grenjandi byl og stormi. Ferðinni var heitið til Amsterdam, sem nefnd var Amstelodami í Specimen Island- iae Historicvm í bók Arngríms lærða sem gefin var út í Hollandi 1643. Menn voru léttir í spori þegar þeir gengu út af Fríhafnar- barnum, því nú hafði þeim gefist færi á að kneyfa þann mjöð, sem dómsmálaráðherra landsins, Jón Helgason frá Bjórskaðabúðum, hafði hindrað menn í að neyta, þótt ímynd bjórlíkis væri. Tóku menn upp léttara tal í flugvélinni, enda sessunautur okkar hjóna eldhress maður, Sveinn, sonur hins kunna skjala- varðar Kjartans Sveinssonar. Sveini hafði verið boðið til Aust- urríkis að skjóta fjallageitur, en hugðist fyrst hitta vini sína í Sviss. Við Sveinn höfum verið með þyngri mönnum, þótt eitt- hvað séum við léttari núna, og samkvæmt kenningum þýska sálfræðingsins Ernst Kretsch- mer, er hann setti fram í bók sinni, er út kom 1921, „Líkams- bygging og skaphöfn", þá fylgir feitlögnum mönnum skopskyn og lífsgleði, en upp úr horræflum fæst sjaldnast orð, hvað þá gamansemi. Varð ekki hlé á sögum hjá okkur Sveini og inn- legg hans í Sagnabankann vel þegin. Lending tókst vel á Skipholu- velli og var okkur ekið á hið ágæta hótel, sem Arnarflug skiptir við, Pulitzer, er það til húsa í 22 samtengdum húsum, sumum allt frá 1584, eða jafn- gamalt og frumútgáfa Guð- brandarbiblíu. Veitingahúsið Pulitzer hefur fengið mikið lof fyrir matreiðslu og fylgir hinni nýju frönsku línu í matargerðar- listinni. Nutum við kvöldverðar- ins hið besta. Hótelið er í Jordan- hverfinu, þar sem franskir inn- flytjendur settust að á sínum tíma. Hús Önnu Frank er þar skammt frá. Miðvikudaginn 6. nóvember höldum við á ný út á Skipholu- völl, flugstrætó (airbus) okkar frá spönsku flugfélagi á að fara af stað kl. 16. Við hjónin komum við í kapellu flugvallarins, þar sem séra Duin starfaði við mest- an orðstír. Eftir hljóða bæna- stund rita ég í bók kapeilunnar: „Hin jákvæðu áhrif þessa her- bergis eru einstæð. Við þökkum fyrir." Vonandi hefur verið gert ráð fyrir slíku herbergi í hinni nýju flugstöð á Keflavíkurflug- velli. Séra Duin vann hið merk- asta starf á Skipholuvelli, skírði, gifti, huggaði og tilkynnti andlát og slys, og til hans leituðu starfs- menn vallarins í síauknum mæli, þeirra vandamái varð hann líka að hlusta á og reyna að leysa. Þjónn á flugvellinum sagði mér tvær sögur af séra Duin. Hann kom upp í matsalinn skammt frá kapellunni og sagði: Ég veit að það stendur í biblíunni, þú skalt ekki stela, en ný brýtur nauðsyn Iög, niðri í sal er austur- lensk fjölskylda búin að bíða eftir flugvél á annan sólarhring matarlaus, fáið þér mér alla afganga úr eldhúsinu á bakka, ég ætla með mat til fólksins. I annað skipti var séra Duin að sinna gyðingapresti einum, sem var í einhverri sálarangist. Þá spyr vinur hans: „Því í ósköpun- um ertu að sinna gyðingi?" Þá svaraði séra Duin: „Hann er skyldur húsbónda mínum." Séra Duin dó 62 ára gamall, en eftir- maður hans heitir séra Jan. A Hoogervorst. Ég tel Skiphoiuvöll með merk- ustu flugvöllum í heimi, ekki fyrst og fremst fyrir það, að þar er sú fríhöfn, sem er allra frí- hafna ódýrust, heldur sökum þess, að þar er best hugsað fyrir öllum mannlegum þörfum, líka þeim trúarlegan. Eftir rösklega 4 tíma flug er lent á Gando- flugvelli á Gran Canaria, sem menn þýða ýmist Eyju hinna stóru hunda, eða Stóru-Hunda- eyju. Airbus-flugvélin er stór- skemmtileg og væri óskandi, að íslensk flugfélög gætu eignast slíkar vélar sem allra fyrst. Fokkerflugvélasmiðjurnar hol- lensku eru nú með nýja gerð í undirbúningi, Fokker 50, og hef- ur danska flugfélagið Mærsk þegar pantað 4 vélar til afhend- ingar 1987, þótt enn sé hin nýja gerð á teikniborðinu. Gaman væri, ef íslensku flugfélögin gætu fylgt fordæmi Mærskfélagsins, því þessar vélar henta örugglega á lengri leiðum heima og í Fær- eyjarflugið. Fyrstu viku okkar hér er óvenjuheitt á Kanaríeyjum mið- að við árstíma, 28 stig þegar heitast er á daginn, en 19 stig lægst á nóttinni. Sit ég því í skugganum hér á svölum íbúðar okkar og reyni að festa þanka mína á pappírinn. Alls staðar vantar hótelherbergi. í Amster- dam vantar t.d 1000 hótelher- bergi og borgin nú fínkembd í leit að nothæfum lóðum fyrir hótel. Hér á Kanaríeyjum var hætt við allar hótelbyggingar 1973, þegar olían hækkaði sem mest. Hafa hótelgrunnar staðið gapandi árum saman, en nú er allt að komast á fulla ferð að nýju, hótel að rísa í flestum grunnum. Tólf ár eru síðan við hjónin komum hér fyrst til Kanaríeyja og þá réði Franco einvaldur hér. Þá var þessi samanburður gerður á íslandi og Spáni: „Á Spáni má ekkert segja, en allt framkvæma, en á íslandi mega menn segja allt, en ekkert framkvæma." Hér á Kanaríeyjum var fullyrt, að daginn sem Franco félli frá, myndu kommúnistar taka öll völd. Áætlunin væri meira að segja tilbúin. Blessanlega reynd- ist þetta rangt, þótt fylgi kom- múnista á Spáni sé enn mikið og verða lýðræðisöflin að gæta sín vel á þeim. En eitt er víst, spænska þjóðin kærir sig ekki um nýja borgarstyrjöld, eins og hún átti í 1936-9. Þá snerist faðir gegn syni, dóttir gegn móður, og fjölskyldur, sem höfðu haldið vinskap öldum saman urðu svarnir fjandmenn og það á langt í land, að slík sár séu gróin. Spánverjar vilja eðlilega fá yfirráð yfir Gibraltar, sem Bret- ar hafa ráðið síðan 1704, en þá kemur það undarlega fyrir sjón- ir, að þeir halda dauðahaldi í tvær borgir í Afríku, Ceuta og Melilla, og sýna ekkert fararsnið á sér. Frakkar og Spánverjar skildu þannig við nýlendur sínar í Marokkó að þar er nú 70% atvinnuleysi, og landið er mið- stöð hassframleiðslunnar. Við hjónin skruppum til Marokkó í október 1983 með ferjunni frá Algeciras til Ceuta í Áfríku og þaðan til Tetúan, hinnar gömlu höfuðborgar Spænsku Marókkó. Skítugir betlarar setja þar mest- an svip á borgarlífið. Við urðum þeirri stund fegnust, þegar ferj- an lagði af stað til meginlands Spánar á ný. Síðustu viku hefur sólin verið hálfóþekk við okkur landana hér á Kanaríeyjum, oft verið skýjað, en glætur á milli. í nóvember 1984, þegar við vorum hér síðast, var óslitið sólskin, en ekki er að búast við því, að við getum alltaf verið jafnheppin með veður og þá. Lítið er hér um íslendinga, sem sest hafa hér að og stunda sjálfstæða atvinnu. Þó reka tvær konur hér veitingahúsið Cosmos í verslanahverfinu Centrum, þær Guðrún Vernharðsdóttir og Klara Baldursdóttir, ásamt eig- inmönnum sínum. Er þessi veit- ingastaður vel sóttur af íslend- ingum, enda matur þar góður. Elín Ágústsdóttir hárgreiðslu- meistari rekur hárgreiðslustofu í Rondoíbúðarhótelinu í Tiraja- nagötu 38, rétt hjá Barbacan Sol, hóteli því, sem við farþegar Arnarflugs búum í. Til hennar fer landinn gjarnan í hárgreiðslu og líkar vel. Islenskir íþróttamenn eru farnir að hasla sér völl hér suður á eyjum í handknattleiknum og leika þrír þeirra á Tenerife, þeir Einar Þorvarðarson og Sigurður Gunnarsson í úrvalsdeildinni, en Hans Guðmundsson í 1. deild. Engir íslenskir ellilífeyrisþegar hafa enn drifið sig í að kaupa hér íbúðir til að eyða þar ævi- kveldinu, enda ekki heimilt skv. gjaldeyrisreglum heima. Ég tel að tvímælalaust eigi að veita astma-, gigtar- og sóríasissjúkl- ingum, sem þess óska, heimild til slíkra kaupa, því annað væri meinbugur á mannréttindum. Á Mallorca og Spánarskaga er oft kalt á vetrum, eins og sr. Jóhann Hlíðar sagði frá í blöðun- um um daginn. Það er ástæðu- laust að skjálfa þar, þegar hægt er að láta sér líða vel hér suður á Kanaríeyjum. Sænska Alþýðu- sambandið á hér fjölda orlofs- íbúða í St. Augustinuhverfinu og telur fé sínu vel varið til slíkra kaupa. Mál er að leysist gjaldeyr- is- og ölfjötranir af hinni ís- lensku þjóð. Vonandi verður gjaldeyrislöggjöfin rýmkuð hið fyrsta og bjórinn leyfður. Nú er síðasta vikan senn liðin hjá okkur Kanaríeyjaförum, þann 27. nóvember höldum við til Amst- erdam, þar sem fyrirhuguð er þriggja daga dvöl í listaborginni margrómuðu, þá ætlum við að heilsa upp á gömlu kunningjana, þá Rembrandt, Vermer og Van Gogh. Kannske það verði efni í heilt Amsterdambréf. Hver veit. Höfundur er annar af forstjórum Völundar hf. AMSTELODAML Anno Clirifli cio oc xliii. Á góðum degi á ensku ströndinni „Playa del Ingles". 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.