Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANtJAR 1986 60 ára hjú- • skaparafmæli Stykkishólmi, 2. jóladag. í GÆR, jóladag, voru liðin 60 ár síðan þau Jakobina Jakobsdóttir og Gestur Sólbjartsson stofnuðu til hjú- skapar. Þau giftu sig og hófu búskap í Stykkishólmi. Jakobina kom hingað með foreldrum sínum vestan af Qörður, þeim Ingibjörgu Ólafsdóttur og Jakob Jakobssyni og stundaði Jakob hér skósmíðar fyrstu árin hjá Olgeiri Kristjánssyni sem hér var lengi skósmiður. Einnig vann hann við sjóinn og öll algeng störf. Gestur er Eyjamaður, sonur Sigríðar Gests- dóttur og Sólbjarts Gunnlaugssonar sem lengi bjuggu í Bjamareyjum, og var þá mannmargt í Bjamareyj- um, enda 8 býli auk verbúða. Þau Jakobina og Gestur bjuggu til ársins 1931 hér í Stykkishólmi, en þá fluttu þau í Svefneyjar og vom þar yfir 7 ár, en þaðan var flutt í Bjamareyjar og loks á Hrappsey sem Gestur fékk eftir 4 ár kauparétt á og bjó þar yfir 14 ár eða til þess tíma er hann flutti hingað í Hólminn og hefir búið hér síðan, eða frá 1958. Gestur átti 8 systkini og enn lifa auk hanstvö. Jakobína Jakobsdóttir og Gestur Sólbjartsson Lengst af búmennsku sinnar urður Sveinbjömsson sem var Gesti stundaði Gestur sjóinn og þótti þar samtíða í Vestureyjum að hann hefði mjög liðtækur. Það sagði mér Sig- engan vitað duglegri og áræðnari Bætt kiör með SÉRSTAKRI VAXTAVIÐBÓT, AUK VAXTA OG VERÐBÓTA SIQASTAARS BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI en Gest og vont hefði það veður verið sem Gestur sat heima ef hann vissi von fiskjar. Sagði hann mér til dæmis um það sögu af Gesti sem hann síðar staðfesti. Er Gestur ekki í vafa um að það var hreinasta mildi að hann skyldi þá sleppa lífs, en þá sótti hann út undir Grundaríjörð í slæmu útliti og fyrr en varði var komið manndrápsveður. Með honum var þá Þorgeir Jónsson, dugnaðar- forkur, og samstilling þeirra og heppni bjargaði þeim í land. Gestur og Jakobína eignuðust 9 böm og ólu upp sem sinn eigin son, Gest Má, dótturson sem ætíð heflr reynst þeim eins og best verður á kosið. Eftir að Gestur kom í land, stund- aði hann almenna vinnu og frysti- húsavinnu þar til, hann fyrir nokkru hætti, enda þá kraftar famir að gefa sig. Þau hjón em minnug og hafa tekið vel eftir á langri leið. Með sameigin- legu átaki og bjartsýni hafa þau komið upp stómm hópi bama. Eins og gefur að skilja og þeir vita sem reynt hafa þá var oft erfitt, sérstak- lega á kreppuámnum, en allt bjarg- aðist það. Við Gestur höfum oft hist og rætt saman og hefír það verið mér sérstakt ánægjuefni og þau hjón hafa margt sagt mér frá dvöl sinni í eyjunum þegar þær áttu sinn mesta sjarma en of langt yrði að fara út í það nú. En tilgangurinn með þessari frétt var að minna á að enn eigum við hjá okkur fólk af gamla skólanum sem við erfið kjör efldi sinn mann- dóm, trúði á hjálp guðs sem veitti kraftinn til bjargar. Og það em þau sammála um, gömlu hjónin, að án hans máttar er allt vort traust, óstöðugt veikt og hjálparlaust. Árni Mývatnssveit: 20stiga frost umjólin Milt um áramót Mývatnssveit, 6. janúar. HELDUR var köld tíð hér í Mý- vatnssveit um jólin. Allhvöss norð- anátt á annan dag jóla með snjó- komu og skafrenningi. Frost var nálægt 20 stigum. Töluverðan snjó setti niður svo þungfært varð á vegum. Þurfti því að moka vegina og var það í fyrsta skipti á þessum vetri. Síðan hefur verið ágæt færð á vegum hér. Jóla- hald var með hefðbundnum hætti. Messað var í báðum kirkjum um jól og áramót og var kirkjusókn mjög góð. Jólatrésskemmtun var fyrir böm milli jóla og nýárs og var þar mikið fjölmenni. Ungmennafélagið hélt sinn árlega jólafund, ennfremur sýndi það leikritið „Margt býr í þokunni". Ágætt veður var hér um áramót, stillt og bjart. Álfabrenna var á gamlárskvöld á íþróttavellinum við Krossmúla. Þá var og dansleikur í Hótel Reynihlíð á nýársnótt. Mikið var um flugeldaskot og má segja að Mývatnssveit hafi verið vel upp- lýst um miðnættið. Vonandi verður hið nýbyrjaða ár öllum landsmönn- um gjöfult og gott. Kristján. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.