Morgunblaðið - 08.01.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 08.01.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1986 37 Þjóðin þarf að vita samileikami eftir Egil Signrðsson Stjórnmálamönnum er gjarnt að fegra ástand efnahagsmála, ekki sízt um áramót. Liður í því er að skýra mistök, sem gerð hafa verið og afsaka eigin gjörðir. Gott dæmi um þetta er áramótaræða forsætisráð- herra, þar sem hann reynir að kenna sveiflum í sjávarafla um söfnun er- lendra skulda. Þessi staðhæfing er að sjálfsögðu mjög villandi. Línuritið sem hann sýnir er vafa- lítið gjöf frá Þjóðhagsstofnun og speglar óskhyggju stjórnvalda, eins og efnahagsspár þeirrar stofnunar, sem aldrei hafa staðist. Þetta línurit sannar ekki neitt því að erlendu skuldirnar eru látnar taka mið af landsframleiðslu. Þegar hún minnk- ar hækka skuldirnar sem hlutfall, þótt engin ný lán séu tekin. Sann- leikurinn er sá, að sjaldan hefir verið gripið til erlendrar lántöku sem nemur vegna aflabrests heldur hefir gengislækkun verið beitt. Eina und- antekningu má þó finna, þ.e. árin 1967 til 1968, þegar saman fór afla- brestur og stórfellt verðfall afurða. Hins vegar hafa verið tekin stór erlend lán til framkyæmda, ekki sízt til orkumála. Þau lan eru orðin svo dýr vegna gengisfellinga og vaxta- uppsöfnunar, að um 80% innlends raforkuverðs eru vextir. Erlend stór- iðja vill ekki greiða nema helming kostnaðarverðs fyrir þessa raforku, ef hún jafnvei nær því. Enn alvarlegri skuldasöfnun stafar af halla á viðskiptajöfnuði við útlönd, m.ö.o. við flytjum inn í stór- um stít vörur, sem við erum ekki borgunarmenn fyrir. Og þetta er- lenda lánsfé lánum við okkur sjálfum með verðbólguvöxtum - eða neyð- umst til þess, samkvæmt orðum forsætisráðherra. Er vit í þessari pólitík? Enda þótt í óefni sé komið er forsætisráðherra bjartsýnn að því er virðist. Nýjar atvinnugreinar eru í uppsiglingu, o.fl. o.fl. Við eigum sem sagt ekki að herða sultarólina, öllu er óhætt að mati ráðherrans. En er það rétt mat? Sumir vilja halda því fram, að við séum, eftir undan- gengna óstjóm, aðeins sjálfstæðir að nafninu til. í Morgunblaðinu í bytjun ársins (4/1) er greint frá því að Húsasmiðj- an sé að hætta framleiðslu eininga- í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI hús. Sala hefir gengið vel en miklir erfiðleikar í lánamálum. Það er að verða daglegt brauð að fyrirtæki í iðnaði og útvegi leggi upp laupana vegna óhæfilegs fjármagnskostnað- ar. Erindreki Verzlunarráðsins, Arni Árnason, er þó ekki af baki dottinn. í sama blaði (4/1) lofsyngur hann 40 til 50% vexti. I Verzlunarráðinu eru innflytjendur. Þeir fá vexti og „Enn alvarlegri skulda- söfnun stafar af halla á viðskiptajöfnuði við út- lönd, m.ö.o. við flyljum inn í stórum stíl vörur, sem við erum ekki borgamarinenn fyrir.“ Egill Sigurðsson verðbætur dregnar frá tekjum á framtali, þannig að ríkissjóður greið- ir dijúgan hluta vaxtakostnaðarins, þar með hinn almenni skattþegn. Innflytjendur geta bætt vöxtum við vöruverðið, sem nú eryfirleitt fijálst, þannig að neytandinn borgar. Þetta er ekki möguleiki fyrir útveg og iðnað, sem er háður erlendu mark- aðsverði. Allar sögusagnir þessara há- vaxtamanna um innlánsaukningu í bönkum eru villandi. Sparnaður hefir ekki aukizt að marki. Hluti af lána- þenslu síðustu ára hefir lent á inn- lánsreikningum bankanna. Ríki og einkaaðilar hafa tekið stór erlend lán. Ríkið hefir tekið lán hjá Seðla- bankanum og það hafa viðskipta- bankarnir einnig gert. Svo er há- vöxtum bætt við innlánsreikningana. Þeir eru ekki spamaður heldur skatt- ur á skuldara, sem er að sliga fyrir- tæki og heimili í landinu. Höfundur vinnur við endurskoð- ER NY18 Metbók er ný sparibók með sömu ávöxtunarkjörum og 18 mánaða sparireikningur, sem gaf 7,04% vexti umfram verðtryggingu á síðasta ári. Enginn annar sparireikningur gaf jafnháa ávöxtun miðað við binditíma. TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.