Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 © 1986 Universal Press Syndicate * Aster... ítA-o ... að fínna um- hyggju hans þegar þú ert döpur. TM Rag. U.S. Pat. OTf.—all rtghts reaerved • 1978 Los Angfltes Times Syndtcate Hægan læknir minn. Ég var orðin veik áður en þú fæddist! Með morgiinkaffinu Þeir taka best í rigningn! HÖGNI HREKKVlSI //XneýjON/N M/eiotST pósot^D STlúj 'A HlAtORMÆI-INN •" Um kjötinnflutning Valtýr Guðmundsson ritar. „Ágæti Veivakandi. Gekk ég upp á hamarinn, semhæstafölluber— hamingjuna hafði ég í hendi mér, björt var hún sem lýsigull en brothætt eins og gier... Því miður eru það víst nokkuð margir sem varpa hamingju sinni fyrir borð með einhveijum hætti — stundum vitandi vits, því miður. Framangreindar ljóðlínur komu mér í hug nú rétt í þessu er ég hafði séð það svart á hvítu að innflutning- ur á hráu kjöti til vamarliðsins á Miðnesheiði væri löglegur og meira en það, eftir því sem „óvilhallir" menn komust að raun um. Mér „Lengst af hefír það tíðkast, að 100 ára afmæli væri réttum 50 árum síðar en fímmtugsafmæli. En nú ber nýrra við. Landsbankinn hélt uppá fimm- tugsafmælið 17. sept 1935 með pompi og pragt. Veitingar í af- greiðslusal, blóm og skeyti. Gefið var út sérstakt blað af Verslunartíð- indum helgað bankanum. Magnús dósent skrifaði langa afmælisgrein í Morgunbl. og lýsti starfseminni í byijun. Ekki var ráð- inn bankastjóri, en Lárus Svein- bjömsson yfírdómari var ráðinn forstöðumaður og hafði það, sem aukastarf fyrir 2000,00 króna árs- laun. Bankinn var opnaður í nýlegu húsi við Bakarastíg, sem hlaðið hafði verið úr afgangsgrjóti frá flaug í hug þegar ég heyrði þennan úrskurð, að það væri engin furða þótt ýmsir framteljendur fengju lögfræðinga til að hagræða skýrsl- um sínum og snúa sannieikanum við í orðsins fyllstu merkingu. Auðvitað er innflutningur á hráu kjöti ólöglegur, jafnt tii Keflavíkur sem annarra landshluta, nema ef Miðnesheiði sé orðin bandarísk ný- lenda, þá gegnir vitaskuld öðru máli. Albert Guðmundsson hefur bent á þetta með réttu, sá ágæti maður í hvívetna, þó alltaf sé verið að kasta rýrð á hann fyrir það eitt að bera sannleikanum vitni. Slíkt er raunar ekkert nýtt fyrirbæri að vegið sé að heiðarlegu fólki, æ ofan í æ. En það réttlætir ekkert nema byggingu Alþingishússins. Sem kom til af því að sökkull þess hafði verið lækkaður frá upphaflegri teikningu, í spamaðar skyni. Af því að banki var virðulegra fyrir- tæki en bakarí var nafni götunnar þegar breytt í Bankastræti. Ifyrst var bankinn aðeins opinn tvisvar í viku stuttan tíma á dag. Var frekar lítið að gjöra. Sagði Sighvatur Bjamason frá því að tíminn hefði að mestu farið í samtöl og að taka í nefíð hver hjá öðrum en allir voru neftóbaksmenn nema Sighvatur og þótti það ljóður á ráði hans. Þetta húsnæði nægði til aldamóta. Ótrú- leg er sú hóflausa útþensla, sem orðið hefir á bankastarfsemi á liðn- um 100 árum. En hvenær verður hundrað ára afmælisveislan? Sigurjón Sigurbjömsson" síður sé. „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? spurði Halldór frá Laxnesi á vissu bókfelli, enda sann- arlega ekki mælt út í bláinn: „Ódæma rætnir mannorðs ramm- ungsþjófar", var eitt sinn kveðið um Hildiríðarsyni þá hina fomu. Hvað skyldu þeir kynlegu menn vera margir nú til dags, sem feta veg rógsins, árið út og árið inn, sjálfum sér og öðmm til háðungar, fyrir augliti Guðs a.m.k. Ættu þessir „prýðilegu þjóðfélagsþegnar" að ganga til aitaris einu sinni í viku og taka á móti sakramentinu, áður en það er of seint. Myndu þá bless- aðir prestamir okkar varla þurfa að tala yfír beklqunum einum saman í kirkjum landsins, líkt og nú gerist á stundum, eftir því sem mér ertjáð. En varðandi hinn margumrædda innflutning á kjöti til vamarliðsins, má einnig benda hinum góðu stjóm- völdum á að nægar birgðir em til í landinu af kjöti, sem er fyllilega jafngott og það sem er flutt inn frá Bandaríkjunum, í fullkomnu trássi við núgildandi lög. Ef það er leyfilegt að flytja inn þessa bann- vöm til Keflavíkur, þá gildir ná- kvæmlega sama með t.d. Reykjavík, vegna þeirrar einföldu ástæðu að Kefiavík tilheyrir íslandi en ekki Bandarikjunum. Er siíkt tómur bamaskapur að hugsa sem svo að hægt sé að einskorða þennan óskynsamlega kjötinnflutning þannig að hann nái ekki til nær- liggjandi byggðarlaga. Hver veit nema upp komi illkynj- uð veikindi í búfé landsmanna, sem rekja mætti til þessarar lögleysu, enda sannariega komið nóg af slíku og sumar pestimar ólæknandi með öllu.“ Hvenær verður Lands- bankinn 100 ára? Víkverji skrifar eir, sem hlusta á morgunút- varp um klukkan níu á morgn- ana aðra daga en laugardaga og sunnudaga, fá yfirlit yfir horfur í innanlandsflugi þann daginn. Er þetta góð þjónusta, sem kemur sér vafalaust vel fyrir marga. Ferðalög í lofti aukast jafnt og þétt og sé rétt munað skiluðu þau Flugleiðum hagnaði á síðasta ári í fyrsta sinn um langan tíma. Margir hafa lent í sömu reynslu og Víkveiji á dögun- um, þegar ferðinni var heitið norður í land. Ætlunin var að sækja þar fund síðdegis, fljúga um morguninn og komast aftur heim um kvöldið. Samkvæmt áætlun átti að leggja af stað frá Reykjavíkurflugvelli kiukkan 10. Um klukkan 8.30 var hringt í afgreiðslu Flugleiða og spurt um flugið. Svarið var á þann veg, að staðið yrði við áætlun, mæting væri á flugvellinum klukk- an 9.30. Klukkan 9.25 í þann mund, sem ijölskyldan hafði verið kvödd, var hringt frá Flugleiðum og sagt, að brottför hefði verið frestað og kanna ætti aðstæður á Akureyri, en þangað var ferðinni heitið, klukkan 10. Þegar ástandið var athugað klukkan 10, var sagt, að mikil hálka væri á flugvellinum á Akureyri. Enn væri ófært, næst yrði litið eftir horfum klukkan 12 á hádegi. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að í því fæiist, að mæting yrði klukkan 12.30 og brottför klukkan 13. Flugið tekur 45 mínútur, svo að unnt yrði að komast í tæka tíð fyrir fund klukkan 14. Enn var rætt við afgreiðslu Flugleiða rúm- lega 12. Þá var ætlunin að reyna flug klukkan 13. Nú þurfti að taka af skarið. Rætt var við fundar- boðendur á Akureyri. Þeir töldu, að þetta kynni að bjargast, en þó væri enn nokkur óvissa. Þegar á rejmdi komst vélin ekki í loftið fyrr en klukkan 14. Þá hafði verið ákveðið að fresta fundinum. XXX essi stutta frásögn kemur þeim líklega ekki á óvart, sem eiga mikið undir ferðalögum í lofti hér á landi. Kannski á góð veðrátta undanfama mánuði töluverðan þátt í því, að hagnaður varð af innan- landsfluginu á síðasta ári. Frá ferðaraununum vegna fundarins á Akureyri er ekki skýrt til að kvarta undan neinu í þjónustu flugfélags- ins, þegar ákveðið var að hætta við förina, voru farmiðamir endur- greiddir umyrðalaust. Flugleiðir komu þeim á áfangastað, sem ætl- uðu með morgunflugi til Akureyrar þennan dag, þótt brottför frestaðist um fyóra tíma. Á afgreiðslum Flugleiða liggur frammi spjald, sem heitir „Auða sætið!" Þar segir meðal annars: „Auðvitað er það bráð þægilegt að hafa autt sæti við hliðina á sér, þegar maður ferðast með flugvél. Maður getur lagt frá sér pakka og jakka, hallað sér út og suður og jafnvel gert nokkrar léttar leik- fímisæfíngar. En hefurðu nokkum tíma hugsað út í afhverju (svo) sætið er autt? Já, auðvitað heldurðu að það hafí bara ekki fleiri ætlað í sömu átt og þú. En það er ekki nærri alltaf tilfellið. Því miður er það allt of algengt að flugvélar fljúgi með auð sæti vegna þess að farþegum hefur láðst að afþanta frátekin sæti þegar þeir hafa breytt ferðaáætlunum sfnum. Þeim sætum er haldið fram á síðustu stundu, þannig að ekki er hægt að ráðstafa þeim, t.d. til farþega sem eru á biðlista. Auðu sætin eru því oft talandi dæmi um óþægindi þeirra sem ekki komust með. Munið þess vegna að afpanta ef ferðaáætlunin breytist, — það er best fyrir alla.“ Hér skal ekki fjölyrt um efni þessa texta. Hann skýrir sig sjálfur og er þörf áminning — en máinefnd Flugleiða mætti lesa hann með til- liti til þess erindisbréfs, sem hún hefur fengið. XXX Nú hefur verið ákveðið, að Reykjavíkurflugvöllur verði við lýði næstu áratugi. Deiliskipuiag fyrir flugvallarsvæðið var samþykkt í borgarstjóm Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum. Þetta er skynsam- leg ákvörðun eins og málum er háttað. Þótt nokkur óþægindi séu af því að flugvélar athafni sig í hjarta borgar, eru kostimir meiri. Á þetta ekki síst við, þar sem veðr- átta er jafn stopui og hér. Það auðveldar til dæmis snöggar ákvarðanir um brottför frá Reykja- vík að vita af farþegunum rétt við flugvöllinn, ef svo má orða það. Fyrir þá sem koma til borgarinnar utan af landi er mikill kostur, að aðeins skuli steinsnar tii allra helstu þjónustustofnana. Á grundvelii þeirrar ákvörðunar, sem nú hefur verið tekin ætti að vera unnt að ráðast í smíði nauðsynlegra mann- virkja við völlinn og snyrta um- hverfís hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.