Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1986 47 Þesslr hringdu .. Bókaþáttur Njarðar verði endurtekinn „Gaman væri að fá á prent söngljóð borgarstjórans. Einnig mælist ég til að endurtekinn verði í útvarpinu bókaþáttur Njarðar P. Njarðvík þar sem hann ræddi um bækumar sem unnu til verð- launa Norðurlandaráðs. Nýi þátt- urinn í sjónvarpinu er nefnilega á sama tíma og ekki hægt að vera á tveimur stöðum í einu. Áhugamaður“ Geðvondir lyftuverðir Margrét Sigurjónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir hringdu: „Við viljum koma á framfæri kvörtun vegna starfsfólks í Blá- flöllum. Við vinkonumar fómm á skíði 9. janúar og urðum þar vitni að því að lyftuvörður sem stjóm- aði stólalyftunni geðvonskulega. Tvær ungar stelpur sem vom á undan okkur vom að fara í stólinn. Þegar þær vom rakkaðar upp- götvaði önnur að miðamir hennar vom búnir þannig að hún fór úr röðinni til að kaupa kvöldkort en hin stóð áfram. Sú var í fyrsta sinn að fara á skíði í stólalyftunni. Þegar sú sem keypti kvöldkortið kom aftur bannaði lyftuvörðurinn þeirri sem stóð í röðinni að fara úr röðinni en hin varð að fara aftast. Þegar sú aftari kom upp var hin horfin. Hún skíðaði niður og fann stúlkuna liggjandi { snjó- skafli meidda á fæti. Við spyrjum lyftuverðina í Blá- ijöllum. Er stóllinn ekki fyrir tvo? — Er ekki betra að tveir fari í hann frekar en einn. Svo viljum við skila kveðju til karlrembunnar við lyftuna og hann ætti að fara í skóla og læra mannasiði, því það sem hann sagði verður ekki endurtekið. Unglinga- skemmtistaður í Armúlanum 0828-2955 hringdi: „Vegna fyrirspuma 19. og 20. janúar vil ég koma því á framfæri að í nýju húsi við Ármúlann er verið að innrétta einn alflottasta unglingaskemmtistað sem um getur hér á landi og er þar ekkert sparað í innréttingum, Ijósum og hljómflutningstælq'um. Gert er ráð fyrir að hann opni í mars. Endanlegur opnunardagur hefur þó ekki verið ákveðinn enn.“ Gullspangar- gleraugu töpuðust Þuríður hringdi: „Svoleiðis var að maðurinn minn tapaði gleraugunum sínum fyrir svo sem mánuði. Við emm búin að leita dymm og dyngjum en höfum ekkert fundið og emm úrkula vonar að við gemm það héðan af. Maðurinn minn datt á Miklubrautinni fyrir rúmum mán- uði og við emm helst farin að halda að hann hafi misst gleraug- un. Það var myrkur og erfitt að sjá til. Þetta vom gullspangar- gleraugu og ef einhver hefur fundið þau þá þætti okkur vænt um að hann hefði samband í síma 10806.“ Ævar aftur í útvarpið Stella Sigurðardóttir hringdi: „Við emm hér saman komnar nokkrar konur og langar okkur til að koma dálitlu á framfæri. Hér áður fyrr var mikið hlustað á erindi Grétars heitins Fells í útvarpinu. Hann var hæfur fyrir- lesari og fjallaði jafnan um andleg efni á sérstaklega skemmtilegan hátt. Ævar Kvaran var sama sinnis og Grétar og var um langt skeið með ákaflega skemmtilega útvarpsþætti. Þetta vom þættir sem vöktu fólk til umhugsunar um lífíð og tilvemna, en þættir af þessu tagi gerast nú sjaldgæf- ari í fjölmiðlum. Er þó ekki að efa að fólk hefur áhuga á andleg- um efnum ennþá. Við viljum því koma því á fram- færi að Ævar verði fenginn til að taka að sér að flytja útvarps- erindi á ný. Það væri mikill fengur að því að fá að heyra aftur í uppáhaldsfyrirlesara þjóðarinn- ar“. Hjartanlega þakka ég öllum þeim mörgu sem glöddu mig á sjötugsafmœli minu meö heim- sóknum, gjöfum, blómum og skeytum. GuÖ blessi ykkur öll. Valborg V. Emilsdóttir. Bingó — Bingó í Glæsibæ í kvöld kl. 19.30 Aöalvinningur 25.000. Næsthæsti vinningur 12.000. Heildarverömæti yfir 100.000. Stjérnin. Þú svalar lestrarþörf dagsins á síðum Moggans! FRUMSÝNIR ÆSILEG EFTIRFOR Ný og vel gerð spennumynd í litum. Einhver æsilegasti eltingarleikur á bílum, sem sést hefur í kvikmynd. □ni DOLBYSTEREO | Sýnd kl. 5,7,9, og 11. Bönnuð börnum innan 12 ára. I 5 | Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.