Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 22. MARZ 1986 Helgartónleikar Sinf óníuhlj óm- sveitarinnar Vafstur í myrkrinu Tónlist Rögnvaldur Sigurjónsson Sinfóníuhljómsveit íslands: Helgartónleikar laugardaginn 15. mars 1986. Efnisskrá: P.I. Tjaikovsky: Píanókonsert nr. 1 í b-moll S. Prokofieff: Tveir þættir úr „Ástum þriggja glóaldina". D. Sjostakovits: Polki úr „Gull- öldinni". A. Katsjatúrían: Þrír þættir úr balletinum „Gajaneh". P.I. Tjaikovsky: „1812“-hátíð- arforleikur Stjórnandi. Karolos Trikolidis Einleikari: Dimitris Sgouros Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika laugardaginn 15. mars sl. undir stjóm gríska hljómsveit- arstjórans Karolos Trikolidis. Einleikari var landi hans, hinn ungi Dimitris Sgouros, sem er aðeins 16 ára að aldri, en hefir þegar vakið heimsathygli fyrir óvenjulega bráðþroska tónlistar- gáfur. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir nokkrum vonbrigð- um með tónleikana sem Sgouros hélt fyrir Tónlistarfélagið nokkr- um dögum áður. Þessa „rykki og skrykki" í melódískum línum kunni ég ekki að meta, þó að öðra leyti hafí vald hans á nótna- borðinu verið með ólíkindum. En það er þegar kominn dómur um þessa fyrri tónleika hér í Morgun- blaðinu og þeir era ekki til um- ræðu hér. En í meðferð sinni á konsert Tjaikovskys sýndi hinn ungi Grikki slíka yfírburði og fít- onskraft, að það minnti undirrit- aðan á Vladimir Horowitz þegar hann var upp á sitt besta. Að vísu brá fyrir þessum „rykkjum" sem ég kalla svo, en þó í miklu minna mæli en á fyrri tónleikunum. Ég býst við að Sgouros muni hrista af sér þennan kæk þegar tímar líða og það er ekki vafi á því að hér er á ferðinni afburðaefniviður í enn einn stórpíanistann. Hætt- urnar era margar fyrir svona undraböm, eins og mýmörg dæmi sýna og sanna, en það er ástæðu- laust að hafa áhyggjur af framtíð þessa drengs, Gáfur hans og minni era af þeirri stærðargráðu, að það ætti að vera nóg veganesti til að skipa honum á bekk með mestu píanóleikuram framtíðar- innar. Samspilið við hljómsveitina gekk ekki alltaf sem best og má Dimitri Sgouros þar kenna hljómsveitarstjóranum mest um. Sem aukalag lék Sgour- os etýðuna í f-moll úr „Trans- cendental“-etýðunum eftir Franz Liszt. Það er hreint og beint undravert að heyra. Eftir hlé lék hljómsveitin léttmeti eftir Prokofi- eff, Sjostakovits og Katsjaturían, ásamt forleiknum „1812“ eftir Tjaikovsky. Þessi forleikur er allt- af áhrifamikill og var það einnig nú, en klukknahringingunum í hliðarhátöluram hefði mátt stilla meira í hóf, því hljómurinn í strengjunum hvarf gjörsamlega í öllum látunum. Meðlimir úr lúðra- sveitinni Svani aðstoðuðu við flutninginn. Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Mosfellssveitar sýnir í Hlégarði: Svarta kómediu eftir Peter Schaffer. Þýðandi: Vigdís Finnbogadóttir. Leikmynd og búningar: Kristín Andersen. Hönnun ljósa: Arni Magnússon. Leikstjóri: Bjarni Steingrímsson. Þegar leikurinn hefst er sviðið í myrkri, Brindsley Miller listamaður og nýja vinkonan hans, Carlol, era að dást að því hvað þeim hefur gengið vel að búa stofuna hús- gögnum, sem era raunar stolin frá nágrannanum Harold Gorringe. Þetta hefur verið bráðnauðsynlegt, því að meiriháttar listunnandi og umfram allt milljónamæringur er væntanlegur til að skoða listaverk Brindsleys og vonandi kaupa nokkur stykki. Því þarf að ganga í augun á honum. Svo fer rafmagnið skyndi- lega af og sviðið baðast í ljósi, en leikið er upp á að leikarar era að fálma sig áfram í niðamyrkrinu og svo heldur fram allan leikinn. Þegar kveikt er á eldspýtu dimmir svo á ný á sviðinu. Ekki ný aðferð, en getur verið skemmtileg ef tekst að útfæra hreyfingar leikaranna á hæfílega ýktan og kómískan hátt. Textinn er í sjálfu sér fyndinn að mörgu leyti, að minnsta kosti hlógu jákvæðir framsýningargestir í Hlé- garði oft. Þó varð eitthvað minna úr gríninu en efni stóðu til og sumt fór gersamlega forgörðum. Staðsetn- ingar leikstjóra vora oft góðar, en það segir sig sjálft að tiltölulega óvanir leikarar eiga örðugt með að fínna þann gullna meðalveg sem ætti að gera hverja einustu hreyf- ingu þeirra drephlægilega. Þegar um sýningar áhugamanna- leikfélaga er að ræða er umsagnar- manni jafnan vandi á höndum: hvaða mælikvarða á að leggja á frammi- stöðu? Hún verður ekki borin saman við atvinnuleikara, en það er heldur ekki alveg rétt að líta eingöngu á leiksýningar áhugamanna sem fé- lagslega lyftistöng og merkilegt framlag á heimaslóðum. Um gildi hvað þetta snertir velkist enginn í vafa og enda blómstrar leikstarfsem- in út um allt land og allt er það til fyrirmyndar, svo langt sem það nær. I sýningu Leikfélags Mosfells- sveitar var ýmislegt vel gert, en fyndni textans komst ekki nægilega vel til skila. Þó höfðu ýmsir ágæta framsögn, til dæmis Gunnhildur Sigurðardóttir og Páll Sturluson, þótt geðshræring hans væri ýkt og einum of mikill hávaði fylgdi honum. Herdís Þorgeirsdóttir var í ágætu gervi sem fröken Fumival, en náði ekki komíkinni til fulls. Eins og áður er sagt fögnuðu framsýningargestir ákaft að leiks- lokum. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Sinfóníuhljómsveit íslands: Wagner, Szyman- ovski og Beethoven Tónlist Rögnvaldur Sigurjónsson Sinfóníuhljómsveit íslands: Tónleikar fimmtudaginn 20. mars 1986 Stjórnandi: Thomas Sanderling Einleikari: Szymon Kuran Efnisskrá: Richard Wagner: Forleikur að óperunni „Meist- arasöngvurunum frá Niimberg*' Karol Szymanovski: Fiðlukon- sert nr. 1 op. 35 Ludwig v. Beethoven: Sinfonía ar. 8 í F-dúr op. 93 Sinfóníuhljómsveit íslands hélt sína föstu fímmtudagshljómleika í Háskólabíói 20. mars sl. Stjóm- andi var Thomas Sanderling og einleikari Szymon Kuran, annar konsertmeistari SÍ. Fyrst á efnis- skrá var forleikurinn að óperanni „Meistarasöngvuranum frá Niirnberg". Forleikurinn var mjög vel leikinn, veralega frískelgur í tempói og öraggur í allri fram- setningu, bæði hjá stjómanda og hljómsveit. Næst var fiðlukonsert eftir pólska tónskáldið Karol Szymanovski, eitt frægasta tón- skáld Pólverja eftir daga Chopins. Þessi konsert er tileinkaður pólska fiðlusnillingnum Paul Kockanski, en hann samdi kadensuna við konsertinn sem var leikinn hér. Þessi konsert er verulega fallegt verk. Stemmningin er „impress- ionistísk", minnir oft á Ravel og Debussy, og hljómsveitarútsetn- ingin (orchestration) er mjög lit- skrúðug, m.a. eru tvær hörpur notaðar og einnig obligato-píanó. Szymon Kuran lék fíðluhlutverkið og gerði því afbragðsgóð skil, hvað tón og hendingar (frasering- ar) varðar. Konsertinn er víða mjög þykkt skrifaður fyrir hljóm- sveitina, en fallegur fíðlutónn Szymon Kuran komst alltaf í gegn og má það ekki aðeins þakka honum, heldur einnig hljómsveit- arstjóranum, sem hafði mjög gott Szymon Kuran vald á öllum blæbrigðum. Szymon Kuran vann hug og hjörtu áheyr- enda með frábæra spili og var honum fagnað innilega að leik loknum. Hann lék þá sem aukalag með undirspili Guðríðar Siguðar- dóttur verk, sem einnig er eftir Szymanovski, sem undirritaður hefír ekki heyrt áður, en það var mjög fallegt og vel leikiðaf báðum aðilum. Eftir hlé lék SÍ áttundu sinfoníu Beethovens. Það er alltaf merkilegt að hlusta á þessa næst- síðustu sinfóníu meistarans frá . Bonn. Hún er svo full af lífsgleði, sem minnir á fyrstu sinfóníuna og þann æskuþokka sem þar er að finna. En á þeim tíma sem Beethoven skrifaði 8. sinfóníuna var hann orðinn sjúkur maður og algerlega heymarlaus. En samt skrifaði hann svona tónlist sem minnir mann á vorið og áhyggju- leysi æskunnar. Sinfónían var mjög vel túlkuð og öllum til sóma sem að henni stóðu. Thomas Sanderling er auðsjáanlega maður sem kann sitt fag og kemur kunnáttu sinni til skila. Honum var ákaft fagnað í lok þessara skemmtilegu tónleika. AIISTURBÆJARRÍfl Glæný (frumsýnd 22. febr. í Bandaríkjunum) bandarísk spennumynd. ÓVENJU HRÖÐ ATBURÐARÁS: — SPENNA FRÁ UPPHAFITIL ENDA: DOLBY STEREO [ Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýndkl. 5, 7.15, 9.20 og 11.30. Hækkað verð. frumsýnir spennumyndina: VÍKINGASVEITINA UE 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.