Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 Bandaríkin: Framandi efni finnast í lyfjum Washington, 21. mars. AP. LYFJA- og matvælaeftirlit Bandaríkjanna hefur lýst yfir því að átt hafi verið við umbúðir þriggja lyfjategunda, sem kaupa má án lyfseð- ils. Eru það glös með lyfjunum Contac, Dietac og Teldrin í hylkja- formi. Smithkline Beckmann-fyrirtækið framleiðir lyfin og hefur varað neytendur við neyslu þeirra. „Samkvæmt rannsóknum okkar hefur verið fiktað við umbúðirnar, en engin merki hafa fundist um að lyfín hafi verið eitruð," sagði Bruce Brown, talsmaður lyfja- og mat- vælaeftirlitsins. Fram'eiðandinn hefur afturkall- að lyfin úr sölu og ráðleggur neyt- endum, sem hafa keypt lyfin eftir 15. mars, að nota þau ekki. Brown sagði að það sæist á umbúðunum að átt hefði verið við þær; verðmiðar hefðu verið færðir til, á hylkjunum sæjust eins konar blöðrur og í lyfjunum væru efni, sem ekki væru talin í uppskriftum. Hótanir tóku að berast á mið- vikudag um að rottueitur og blásýra hefðu verið sett í hylki af áður- nefndum lyfjategundum í birgða- stöðvum víða um Bandaríkin, en hættuleg efni hafa ekki enn fundist í lyfjunum. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög- um frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 22. mars verða til viðtals Magnús L. Sveinsson formaður atvinnumálanefndar og Inn- kaupastofnunar Reykjavikur og Einar Hákonarson ^ formaður Kjarvalsstaða og Ásmundarsafns og fulltrúi i skipulagsnefnd. S J Varnarmálaráðherra NATO: Saka Sovétmenn um samningsbrot Wlirzburg, Vestur-Þýskalandi, 21. mars. AP. Varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna sögðu í dag, að fjölgun sovéskra kjarnorkuflauga væri miklu meiri en eðlilegt gæti talist með tilliti til varna Sovétmanna. Ráðherrarnir voru einnig einhuga í stuðningi sínum við afstöðu Bandaríkjamanna í afvopnunar- viðræðunum. Á fréttamannafundi að loknum tveggja daga fundi vamarmálaráð- herra NATO sagði Caspar Wein- berger, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, að þessi afstaða væri m.a.- í því fólgin að neita að hætta við geimvamaráætlunina. Sovétmenn em ákaflega andvígir þessum rann- sóknum. Auk þess að gagnrýna gífurlega uppbyggingu kjamorkuherafla Sovétmanna viku ráðherramir einn- ig að því, sem þeir kölluðu brot Sovétmanna á samningum um af- vopnunarmál. Áttu þeir þá m.a. við, að Sovétmenn hafa tekið í notkun hreyfanlegar SS-25-eldflaugar sem skjóta má á milli heimshluta, en með því er brotið gegn gildandi samningum. Harmleikur í Singapore Sautján manns var bjargað úr rústum hótelsins í Singap- ore, sem hrundi þar fyrir nokkrum dögum. Vitað er um 20 manns, sem týndu lifi. Leit er enn haldið áfram í von um, að einhveijir þeirra, sem sakn- að er, kunni að vera á lífi undir rústunum. Þessi mynd er af Celestre Phua, 22 ára gamalli stúlku frá Singapore, sem fylg- ist grátandi með björgunar- mönnum við leit að systur hennar í rústunum. Systirin starfaði í banka á jarðhæð hót- elsins og grófst undir rústun- um, er byggingpn hrundi. Bretland: Líbýumaðurinn sem skaut lögreglukomma 1984 var hengdur London, 21. mars. AP. LÍBÝUMAÐURINN sem skaut breska lögreglukonu til bana fyrir utan líbýska sendiráðið í London, meðan á 10 daga umsátri lögregl- unar um sendiráðið stóð árið 1984, var hengdur er hann kom aftur til föðurlands síns, að því er Englendingurinn Anthony Gill, sem vann fyrir ríkisstjórn Líbýu, sagði fyrir rétti á fimmtudag. Anthony Gill hefur viðurkennt Gill og félagi hans, Godfrey Shin- að hafa hjálpað Líbýumanni, sem er, voru handteknir í Egyptalandi átti ákæru fyrir eiturlyfjasmygl yfir höfði sér, til að komast frá Bret- landi. Við yfírheyrslur sagði Gill að þegar hann var í Líbýu hefði hann frétt að Líbýumaðurinn, sem talinn er hafa orðið lögreglukonunni að bana, hefði verið hengdur eftir komuna þangað. íjúni 1984 ásamt tveimur Möltubú- um. Fjórmenningarnir eru ákærðir um að hafa staðið að samsæri um að myrða fyrrverandi forsætisráð- herra Líbýu, Abdel-Hamid Bakou- ish, sem dvalið hefur í útlegð í Egyptalandi síðan 1978. l........................... Olíusuga Hurðalyftari ^ Sérfræðingur frá DRESTER verksmiðjunum verður á staðnum. Sýnum fjölmargar nýjungar fyrir verkstæðis- og þjónustuiðnað. 1 Opið föstudag firá kl. 9—6 .4] \ og laugardag £rá kl. 10—5. iÍiii^iiiuii^ÍiiÍuiÍii^ÝmVÍa g-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.