Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 Sara Fergnson og Andrew prins þegar þau opinberuðu trúlofun sína. Andrew prins ásamt Söru Ferguson I garði Bucking- ham-hallar. Bretar fá Trúlofunarhringurinn: rúbin umlukinn 10 demöntum. Hring- urinn kostaði um 25.000 pund. nýja prinsessu BRETAR hafa gaman af gömlum siðum og athöfnum og mikið verður um dýrðir hjá þeim í sumar, þar sem Elísabet drottning hefur tilkynnt að næstelzti sonur hennar og Filipp- usar prins, Andrew prins, muni kvænast Söru Ferguson, 26 ára gamalli dóttur fv. riddaraliðsmajórs og yfirmanns pólóklúbbs Karls prins. Þau gera sér vonir um að brúðkaup þeirra geti farið fram í Westminster Abbey í sumar eða haust. Meinyrtir menn kalla þetta „sápuóperu", en aesifréttablöðin tala um „ævintýri" eins og jafnan þegar slíkir atburðir gerast í brezku konungsfjölskyldunni. Andrew prins er aðeins fjórði í röð þeirra sem standa næst ríkis- erfðum, svo að ólíklegt er að hann taki nokkum tíma við konungdómi. En svo mikinn áhuga hafa Bretar á öllu sem varðar konungsfjölskyld- una að síðan það spurðist að prins- inn væri á biðilsbuxunum hafa hann og Sara Ferguson verið eitt helzta fréttaefni brezkra blaða. Hirðin, faðir stúlkunnar og hún sjálf neituðu að láta hafa nokkuð eftir sér í fýrstu, enda var ekki hægt að staðfesta fréttina opin- berlega fyrr en drottningin og Filippus prins kæmu aftur til Bret- lands úr ferðalagi til Ástralíu og Nýja Sjálands. Síðan varð drottn- ingin að skýra Margaret Thatcher forsætisráðherra frá gangi mála. Loks varð að bíða í einn dag enn til að dreifa ekki athyglinni frá Nigel Lawson Qármálaráðherra, sem átti að leggja fram Qárlaga- frumvarp sitt. Endir var bundinn á óvissuna daginn eftir, þegar tilkynning um trúlofunina var fest á hlið Bucking- hamhallar að gömlum sið. Þá höfðu þúsundir konunghollra Breta beðið í ofvæni fyrir utan hallarhliðið frá því snemma um morguninn, því að þá var orðið ljóst að slíkrar tilkynn- ingar væri að vænta innan skamms. HEILLANDI Útvarps- og sjónvarpsstöðvar rufu dagskrár sínar til að skýra frá fréttinni. Skömmu síðar komu Andrew prins og unnusta hans fram í stuttu viðtali og prinsinn tilkynnti að móðir sín væri „frá sér numin" af gleði. Sara Ferguson þótti standa sig með prýði í hinu nýja hlutverki sínu og umsagnir um viðtalið voru vin- samlegar. Menn voru almennt sammála um að konungsfjölskyld- unni mundi bætast mikilvægur liðs- auki, því að hún væri heillandi persónuleiki, gædd ágætri kímni- gáfu og hefði sterka skapgerð til aðbera. Þegar tilkynningin var birt höfðu hirðfréttaritarar blaðanna aflað allra fáanlegra upplýsinga um Söru, um ættir hennar, skapgerð, útlit og framkomu, fyrri ástarævintýri og framtíðina, sem bíður hennar. Blöðin áttu aðeins eftir að fagna tilkynningunni. Sara er af alþýðuættum, en „The Times" sagði að „sumt alþýðufólk væri alþýðulegra en annað.“ Blaðið „Star“ kallaði hana „fyrstu hátt- prúðu stúlkuna, sem Andrew hefði komizt í kossfæri við.“ „Evening Standard" lýsti henni þannig að hún væri „vinstúlka af þokkalega góð- um ætturn" og hefði talsvert verið „úti á lífinu" á árum áður. Með þessu var vakin athygli á því að Andrew prins er bersýnilega ekki fyrsti maðurinn í Iífí Söru Ferguson. Samkvæmt fréttum blað- anna var hún lengi í tygjum við 48 ára gamlan ekkjumann, sem var umboðsmaður kappakstursmanns. Slík fortíð hefði áreiðanlega komið í veg fyrir að hún gæti gifzt hugsan- legum erfíngja krúnunnar. En held- ur litlar líkur eru á því að Andrew prins taki við ríkiserfðum, þar sem Karl bróðir hans og tveir synir hans, prinsamir Vilhjálmur og Harry, standa nær þeim en hann. Andrew prins er fæddur 19. febrúar 1960. Að lokinni skóla- göngu gerðist hann þyrluflugmaður í sjóhemum. I Falklandseyjastríðinu 1982 var hann aðstoðarflugmaður á Sea King-þyrlu, sem fór margar björgunarferðir. Prinsinn sagði þegar trúlofunin hafði verið kunngerð að hann hygð- ist halda áfram að þjóna í flotanum, en gert er ráð fyrir að hann fái rólegri störf í framtíðinni. Andrew hefur notið góðs af því á pipar- sveinsárum sínum að hann er prins og stríðshetja og þykir myndarleg- ur. Hann hefur verið tíður gestur á skemmtistöðum Lundúna, átt margar vinkonur og verið kallaður „kvensami Andy“ („Randy Andy“) í æsifréttablöðunum. Líklega er Andrew kunnastur fyrir ástarævintýri sitt og Koo Stark, sem hafði leikið í klámkvik- mynd þegar hann kynntist henni og er heimsþekkt af blaðaljósmynd- um. Þegar Andrew kom með Koo til hallarinnar sögðu drottningin og allar hirðdömur hennar: „Þú kemur ekki með! Burt með þig!“ YINKONA DÍÖNU Sara Ferguson, sem er kölluð „Fergie", líkist um margt tilvonandi mágkonu sinni, Díönu prinsessu af Wales, sem var lafði Diana Spencer áður en hún giftist Karli prins 1981, að öðru leyti en því að hún var í tygjum við miðaðldra mann og stundaði talsvert skemmtanalífíð. Annars er ferill þeirra og uppruni ámóta. Fréttir herma að Díana hafi átt mikinn þátt í að koma ráðahagnum í kring. Díana og Sara hafa verið góðar vinkonur í mörg ár og vitað er að Sara hefur leitað ráða hjá prinsessunni. Faðir Söru, Ronald Ferguson majór, var í lífverði drottningar og er skyldur Alice prinsessu, hertoga- frú af Clarence. Sara getur því haldið því fram að hún sé komin af Karli konungi II, þar sem föður- amma hennar gat rakið ætt sína til hertogans af Buccleuch. Nýja blaðið „Today" segir að hún sé komin í sjöunda ættlið af frú Fitz-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.