Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐlfr, FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1986 Ární Elvar við nokkrar mynda sinna. Mprgunbiaðií/Kán Sauðárkrókur: ui----------- ir + Arni Elvar opnar myndlistarsýningu Sauðárkróki. ÁRNI Elvar hefur opnað mynd- 14—22 oghenni lýkur á páskadags- listarsýningu í Safnahúsinu. kvöld. Þess má geta, að Ami teiknar Hann sýnir þar olíu- og vatnslita- andlitsmyndir af þeim er þess óska. myndir auk margra teikninga. Þegar fréttaritari leit inn á sýning- Arni á ættir að rekja til Sauðár- una sátu þar fýrir tveir góðborgarar króks, og hingað sækir hann og horfðu hugfangnir á handbragð nokkuð af myndefni sinu. teiknarans. Sýningin er opin daglega frá kl. Kári Skáldavaka í Krístskirkju TÓNLISTARFÉLAG Kristskirkju, sem hóf starfsemi sína si. haust Um Arnarflug eftirMagnús Öskarsson Heilum mánuði eftir hluthafa- fund í Amarflugi, birtir Morgun- blaðið í gær ræðu Grétars Br. Krist- jánssonar, fulltrúa Flugleiða hf. í stjóm Amarflugs, sem hann flutti á fundinum. Ekki kemur fram hvers vegna þessi gamla ræða er nú allt í einu birt í Morgunblaðinu en ég leyfí mér að álykta að blaðið hafí ekki haft að því frumkvæði, heldur sé það frá Flugleiðum komið. Þessa dagana ganga Flugleiða- menn berserksgang gegn Amar- flugi. Skyldi það vera tilviljun að þetta gerist samtímis því sem ýmsir aðilar em að velta fyrir sér að kaupa hlutabréf í Amarflugi til áð styrkja það í samkeppninni gegn Flugleið- um? Ég efast um það. Grétar Br. Kristjánsson nefnir gömlu ræðuna sína: „Amarflug — saga og samtíð". Af því tilefni rifj- ast upp nokkrar smásögur úr sam- tíðinni. Var það ekki vorið ’84 sem Flug- leiðamenn gátu ekki beðið eftir aðalfundi Flugleiða, heldur hlupu í fjölmiðla og tilkynntu að reikningar félagsins myndu sýna að hlutabréf- in í Amarflugi væm verðlaus? Aldei fékkst skýring á því, hvers vegna Flugleiðir tóku nokkm síðar upp peningaveskið og keyptu hlutabréf í Amarflugi til viðbótar við þau 40% sem Flugleiðir áttu í félaginu og voru rétt áður talin verðlaus. Önnur lítil saga ætti að vera mönnum í fersku minni. Undarleg frétt kom í sjónvarpinu í haust um málefni Amarflugs. Greinilegt var að einhver í stjóm Amarflugs hafði bmgðizt trúnaði og fært sjónvarp- inu frétt um uppsögn framkvæmda- stjóra félagsins. Slík trúnaðarbrot em sjaldan sönnuð á tiltekinn mann og verður vafalaust ekki gert í þessu tilviki. Ef menn hins vegar virða þessa frægu frétt fyrir sér í því samhengi, að þar var gróflega hallað á Amarflug, en Flugleiðir fengu aðra og betri meðferð í sama fréttatíma, verður skiljanlegt, að um það væri spurt hverjir væm fulltrúar Flugleiða í stjóm Amar- flugs. Sjaldgæft er, að frétt verði frétt- næm fyrir það, hvemig hún er flutt. Þessi flugmálafrétt (flugufrétt) sjónvarpsins hefur tvisvar orðið til- efni til fréttaskrifa. í fyrra skiptið var það þegar útvarpsráð vítti fréttastofu sjónvarpsins og í seinna skiptið var það siðanefnd blaða- mannafélagsins sem felldi ámælis- dóm yfír þessari fréttamennsku. Þá er komið að glænýrri sögu sem gerðist á aðalfundi Flugleiða. Þar sá stjómarformaðurinn, Sig- urður Helgason, ástæðu til að flytja skýrslu um hag Amarflugs, með gífuryrtum ásökunum um afglöp og axarsköft þess félags, sem ekki var að halda aðalfund og stjómenda sem ekki gátu svarað fyrir sig. Við sem munum eftir þessum sama Flugleiðamanni með grátstaf í kverkunum fyrir nokkram áram, þegar Flugleiðir römbuðu á barmi gjaldþrots og skriðu undir pilsfald- inn hjá ríkinu, kunnum illa við svona málflutning. Ég var í hópi þeirra sem fögnuðu því í einlægni þegar rofaði til í erfíðleikum Flugleiða. Á sama hátt óska allir þeir sem hlynntir era samkeppni og heiðarlegum við- skiptum þess, að einnig megi rofa til hjá Amarflugi. Vera má, að fé- lagið standi tæpt og framtíð þess velti á því, hvort það fær nú stuðn- ing eða ekki. Rétt á meðan úr því fæst skorið, ættu Flugleiðamenn að geta setið á strák sínum. Höfundur er borgarlögmaður í Reyhjavík. með tónleikum Manuelu Wiesler, þar sem flutt var eingöngu nútíma- tónlist, hefur síðan haldið nokkra tónleika þar sem kynnt hefur verið tónlist frá ýmsum tímabilum öðrum. Þeir síðustu voru í febrúar og var þá flutt tónlist frá „endurreisnar“-tímabilinu og komu þar fram söngvarar og hljóðfæraleikarar úr félagsskapnum Musica Antiqua. Er ætlunin að tónleikar tónlistarfélagsins, sem fara fram i Kristskirkju, og verða sex að tölu þetta starfsárið, spanni evrópska tónlistarsögu frá miðöldum og fram á vora daga. Jafnhliða tónleikaflokknum í kirkjunni hefur félagið haldið uppi ýmissi menningarstarfsemi í safn- aðarheimili kaþólskra á Hávalla- götu 14, en þar verður lögð sérstök áhersla á kammertónlist á næstu mánuðum, ekki síst kammertónlist frá síðustu áram. Hilmar sá' um matf öng í Brighton í MORGUNBLAÐINU í gær var skýrt frá stofnun vinabæjar- tengsla milli Keflavikurkaup- staðar og Brighton á Suður- Englandi, en hátíðahöld vegna þess fóru fram á Old Ship-hótel- inu þar í borg. Tómas Tómasson, forseti bæjar- stjómar Keflavíkur, hefur óskað þess, að getið sé hluts Hilmars Jóns- sonar matreiðslumeistara í þessum hátíðahöldum, en hann sá um ís- lenzkan mat á hótelinu. Segir Tóm- as, að hlutur Hilmars hafí verið frábær og hafí gert hátíðahöldin mun ánægjulegri en þau ella hefðu orðið. Næsta samkoma á vegum Tón- listarfélags Kristskirkju verður hinsvegar fyrst og fremst helguð íslenskum nútímaskáldum. Hún verður haldin á mánudaginn kemur, annan í páskum, í safnaðarheimil- inu Hávallagötu 14, kl. 16. Þar munu sex skáld lesa úr nýlegum verkum sínum, þau Vilborg Dag- bjartsdóttir, Stefán Hörður Gríms- son, Þorgeir Þorgeirsson, Kristján Ámason, Nína Björk Ámadóttir og Sigurður Pálsson, en allt þetta fólk má hiklaust telja meðal þeirra fremstu sem starfa að bókmennta- iðkun hér á landi. Telur Tónlistarfé- lag Kristskirkju mikinn heiður að fá að stuðla að kynningu á verkum þeirra. Á þessari „Ljóðavöku" verður þó einnig framin tónlist og munu þau Sigurður Ingvi Snorrason klarinett- leikari og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari flytja verk eftir Alban Berg og Jón Nordal. Þessi tvö tónskáld áttu merkisafmæli fyrir stuttu, Berg hefði orðið hundr- að ára á sl. ári, en Jón Nordal varð sextugur 6. mars sl. Öllum sem vettlingi geta valdið er heimill aðgangur að þessari kynningu meðan húsrúm leyfír. (Fréttatílkynning) Sýning á furðufarar- tækjum „VIÐ höfum ekkert sofið síðustu sólarhringa," sögðu félagamir Arni Björgvinsson og Karl Gunn- laugsson. Þeir hafa sett upp sýn- ingu á dýrustu og skrautlegustu farartækjum höfuðborgarinnar, i húsnæði við hliðina á Hagkaup í Skeifunni. Sýningin er opin milli 15.00—22.00 alla daga. Meðal sýningargripa eru sporf- bílar, skrautleg mótorhjól, sér- búnir jeppar og ýmis furðufarar- tæki. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rognvaldsson. er bíll hinna vandlátu AUDI er þýskur bíll AUDI er formíagur bíll AUDI er ýmist með framdrif eða aldrií (Quattro) AUDI er með zink ryðvörn AUDI er með lcegsta vindstuðul fjöldaframleiddra bíla - cd 0.30 AUDI er með vélbúnað í sérílokki Verð frö kr. 790.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.