Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.03.1986, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MARZ1986 30 Beirút: Atta far- ast í bíl- spreng- ingu Beirút, 26. mars. AP. SPRENGJA, sem komið hafði verið fyrir í bíl, sprakk í morgun fyrir utan skrif- stofu formanns Falangista- flokksins, flokks Gemayels, forseta. Héldu múhameðs- trúarmenn auk þess uppi mikilli skothrið í Austur- Beirút og byggðir kristinna manna inni í landi. Þegar sprengjan sprakk í bfln- um kom upp eldur í fímm hæða hárri byggingunni, þar sem for- maður Falangista-flokksins hefur skrifstofu, og um tíma voru tugir manna innilokaðir á efri hæðun- um. Flestum þeirra tókst að bjarga en þegar síðast fréttist höfðu lík átta manna fundist í húsinu. Lögreglan telur, að allt að 200 kg af sprengiefni hafí verið í bflnum. Harðir bardagar hafa geisað í gær og í dag við Bikfaya, heimabæ Gemayels, foseta, og hafa þar ást við sveitir úr stjómar- hemum og múhameðstrúarmenn, sem njóta stuðnings Sýrlendinga. Efnilegur sellóleikari AP/SImamynd Þessi franska stúlka, Aurellia Alexandre, sem verður fjögurra ára eftir nokkrar vikur, tók þátt i Alþjóðlegu Mstislav Rostropo- vitch-sellóleikarakeppninni, sem fram fór í Paris fyrir nokkrum dögum, og þótti standa sig mjög vel. Aurellia, sem býr í Rúðu- borg, hefur stundað sellónám síðustu sjö mánuði. Khadafy hótar „heilögfu stríði“ Trfpólí, Líbýu, 26. mars. AP. LÍBÝUMENN hótuðu I dag að heyja „heilagt stríð“ gegn Bandaríkjamönnum og ráðast á herstöðvar þeirra við norðanvert Miðjarðarhaf. Útvarpið i Libýu hvatti einnig til, að bandariskir ráðgjafar i Arabalöndum yrðu skotnir vegna þess, að þeir væru njósnarar. Erlendir sendimenn í Trípólí voru í gær kvaddir í utanríkisráðuneytið í borginni þar sem þeim var sagt, að Líbýumenn myndu beijast við Bandarflqamenn með ölium tiltæk- um ráðum, t.d. með árásum á bandarískar herstöðvar við Miðjarð- arhaf. í Líbýu starfa nú 100—200 Bandaríkjamenn en haft er eftir erlendum sendimönnum, að þeim hafi ekki verið hótað einu eða neinu. Á útifundi í Trípólí í gær sagði Khadafy, að Bandaríkjamennimir, sem flestir starfa við olfuvinnsluna, væru gestir þjóðarinnar. Þótt Khad- afy hafí hvatt til, að Bandaríkja- menn í öðrum Arabalöndum væru myrtir, þurfa þeir, sem eru í Líbýu, líklega ekkert að óttast því að Khadafy getur illa verið án banda- rískrar tækni og verkkunnáttu. ferðirum Hondúras: Eins og undanfarin ár mun Ferðskrifstofa ríkisins bjóða upp á ferðir um landið í sumar undir leiðsögn fróðra og reyndra manna. Farið verður um helstu héruð landsins, svo fólki gefist kostur á að skoða fagra og merka staði, rifja upp atburöi og sögur sem tengjast þeim og njóta náttúru landsins áhyggjulaust um mat, næturstað og leiðir. HRINGFERÐ UM LANDIÐ 10 dagar. Brottfarardagur 4. júlí. í BYGGÐ OG ÓBYGGÐ 10 dagar. Brottfarardagar 18. júlí og 8. ágúst. ISLAND I HNOTSKURN Snæfellsnes, Vatnsfjöður og Látrabjarg — 6 dagar. Brottfarardagur 11. júlí. JÖKLAR, HRAUN OG FOSSAR 6 dagar. Brottfarardagar8. ágústog 22. ágúst. FJOLL OG FIRÐIR 6 dagar. Brottfarardagur 1. júlí. TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI í ALLAR FERÐIR. Nánari upplýsingarog bókanirgefur xi FRI Feróaskrifstofa Ríkisins i Skógarhlið 6, Reykjavík, simi 25855. Harðir bardagar við innrásarliðið Tegucigalpa, Hondúras, 26. mara. AP. RÚMLEGA 1500 hermenn sandinistastjórnarinnar í Nic- aragua eru enn í Hondúras en þeir gerðu innrás í landið á sunnudag. Var tilgangurinn sá að klekkja á skæruliðum, en þeir hafa veitt innrásarhemum mjög harða mótspymu. Talsmaður bandaríska sendiráðs- ins í Hondúras sagði, að skæruliðar hefðu snúist mjög hart til vamar og fellt meira en 100 hermenn úr innrásarliðinu, sem nú væri að reyna að komast aftur til Nic- aragua. Eftir leyniþjónustuheimild- um í Hondúras er haft, að um 3000 skæruiiðar berjist við innrásarliðið. Arabaríkin leggjast á sveif með Khadafy Nikósíu, Kýpur, 26. mars. AP. LEIÐTOGAR arabaríkja, allt frá róttækum baráttuhópum Palestínu- manna, til Fahd konungs Saudi-Arabíu, sem hlynntur er vestrænum ríkjum, hafa lýst yfir stuðningi sínum við Líbýumenn eftir árásir bandariska flotans á Sidraflóa, að því er líbýska fréttastofan JANA greindi frá i dag. að Saudar myndu aðstoða Líbýu- menn af öllum mætti til að veijast árásum Bandaríkjamanna. Byltingarráð Fatah, undir for- ystu Abu Nidal, hefur hótað að ráðast á Bandaríkjamenn um allan heim til að hefna fyrir aðgerðir Bandaríkjamanna undan ströndum Líbýu. Vegna þessa hefur öryggisvið- búnaður verið aukinn við bandarísk sendiráð og lífvörður verið látinn gæta yfirmanna bandaríska sjó- hersins. Samskipti Egypta og Líbýu- manna hafa verið stirð frá því að Egyptar sömdu við ísraela. Hafa viðbrögð Egypta einkennst af var- kámi: Egypska stjómin harmar atburðina í Sidraflóa, en ásakar hvorugan aðilja. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Arababandalagsins hafa farið fram á neyðarfund í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna og sigla þar í kjölfar Maltverja, sem fóra fram á slíkan fund í gær vegna ástandsins á Sidraflóa. Vitnað var í George Habash, leiðtoga Lýðfylkingarinnar til frels- unar Palestínu: „Það era ekki að- eins Líbýumenn, sem eiga í stríði, heldur heiðarlegt, framfarasinnað og fijálslynt fólk um allan heim.“ Sagt var að Fahd hefði í símtali við Khadafy, Líbýuleiðtoga, sagt sem eigi í erfíðleikum með að snúa aftur til Nicaragua vegna árása skæraliðanna. Charles Redman, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í dag, að samkvæmt upplýs- ingum frá skæraliðum og leyniþjón- ustumönnum í Hondúras mætti búast við, að innan sólarhrings gerðu allt að fjórar herdeildir úr sandinistahemum nýja innrás í Hondúras. Sandinistastjómin í Managua neitar því enn sem fyrr, að nokkur hermaður hennar hafi farið inn fyrir landamæri Hondúras. Alnæmi: Verður unnt að koma í veg fyrir sjúkdóminn? Daytona Beach, Flórida, 26. mars. AP. NTLEG rannsókn gefur vísbendingar um, að alnæmisvírusinn drepi lykilfrumur ónæmiskerfisins með þvi að reka þær til að fremja sjálfsvíg. Sé þessi tilgáta rétt verður hugsanlega unnt að koma í veg fyrir sjúkdóminn, að sögn vísindamanna. Vera kann að alnæmisvírusinn valdi því, að ónæmisfrumumar framleiði óeðlilega mikið af eggja- hvítuefninu „lymphotoxin", sem drepi frumumar síðan, að því er Nancy Ruddle, aðstoðarprófessor við læknadeild Yale-háskóla, sagði ígær. „Við emm alveg viss um, að „lymphotoxin" getur drepið fram- umar, sem framleiða það,“ sagði Ruddle á ráðstefnu, sem bandaríska krabbameinsfélagið hélt fyrir vís- indafréttamenn. En sú tilgáta er enn ósönnuð, að „lymphotoxin" eyðileggi ónæm- iskerfið — fyrir áhrif alnæmisvír- ussins — og sé þannig sjúkdóms- valdurinn, sagði hún. VIÐHALDSFRITT • • • •• l-. . ÞAKEFNI VARANLEG LAUSN $$ 'V’fAGtÍÍn h’/ÉV LÁGMÚLA 7, "1Q8 BEYKJAylK, SÍMFge 5Ö 03v ••Wý Veður víða um heim LsBQSt Hssst Akureyri +1 alskýjaA Amsterdam 3 7 skýjað Aþena 10 20 heiSskírt Barcolona 14 léttsk. Berlín 1 9 skýjaft Brussel 0 9 skýjaft Chlcago 11 22 skýjaft Dublin 6 10 heiftskírt Feneyjar 11 skýjað Frankfurt 1 10 heiftakfrt Ganf 2 7 skýjaft Helsinki vantar Hong Kcng 16 18 skýjaft Jerúsalem 9 16 heiftakfrt Kaupmannah. 2 4 skýjaft Las Palmas 17 akýjaft Lissabon 8 13 akýjaft London 2 10 heiðskírt Los Angeles 14 26 heiðskfrt Lúxemborg 3 skýjað Malaga 17 heifiskfrt Mallorca 14 skýjafi Miami 19 22 akýjaft Montreai +6 4 Moskva 0 0 akýjaft NewYork 5 16 rigning Osló +4 2 haiðskfrt Parfs 4 9 skýjað Peking 3 13 halftskfrt Reykjavík 1 léttsk. Rióde Janeiro 20 35 skýjað Rómaborg 12 17 skýjaft Stokkhóimur +2 0 skýjað Sydney 19 33 heiðskfrt Tókýó 4 12 helðskfrt Vínsrbprg 8 9 *Kýj«» Þórshöfn 6 léttsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.