Morgunblaðið - 11.04.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.04.1986, Qupperneq 1
72SÍÐUR B STOFNAÐ1913 79. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR11. APRÍL 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stj ornarkreppu afstýrt í ísrael TelAviv.AP. YITZHAK Shamir, utanríkisráð- herra og leiðtogi Likud-banda- lagsins, féllst í gær á að skipta & ráðherrastóli við Yitzhak Modai, fjármálaráðherra, sem valdur hafði verið að erfiðustu kreppu í stjórnarsamstarfinu frá myndun stjórnar Shimon Peres í hitteðfyrra. Yitzhak Peretz, innanríkisráð- herra og leiðtogi Shas-flokksins, sem er einn stjómarflokkanna, skýrði frá því í gærkvöldi að krepp- an væri úr sögunni með stólaskipt- unum. Shamir tekur við starfí fjár- málaráðherra af Modai þá sex mán- uði, sem eftir eru af setu Peresa' á stóli forsætisráðherra. Stjómar- sáttmálinn gerir ráð fyrir því að Peres taki við starfi utanríkisráð- herra í október nk. og Shamir setj- ist í stól forsætisráðherra. Stjómarkreppan varði í flóra daga, en hún hófst með því að Peres krafðist afsagnar Modai vegna niðrandi ummæla, sem flármálaráð- herrann hafði um forsætisráðherr- ann í blöðum í síðustu viku. Ráð- herrar Likud-bandalagsins svöruðu kröfu Peresar með hótun um stjóm- arslit. Verkföllum afstýrt í Svíþjóð: Aðalkröfur PTK voru samþykktar Engir samningafundir í Noregi Stokkhólmi. AP. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. BERTIL Blomqvist, formaður PTK, samtaka skrifstofumanna hjá sænskum einkafyrirtælqum, fagnaði lausn kjaradeilu, sem afstýrt var á elleftu stundu i gær, og sagði vinnuveitendur hafa fallizt á aðalkröfur PTK. Samningar tókust tveimur klst. áður en verkfallið átti að skella á. Samningurinn tryggir launþeg- um a.m.k. 3,7% launahækkun á þessu ári og 2,5% á því næsta. Nemur hækkun mánaðarlauna 400 sænskum króna á mánuði, eða jafn- virði 2.300 ísl. kr. Auk þess fá þeir lægra launuðu sérstaka launaupp- bót og allir fá 600 sænskra króna, eða 3.500 ísl. kr., aukagreiðslu um næstu mánaðamót. Verkfall 18.000 skrifstofumanna átti að heijast kl. 14 í gær. Atvinnu- rekendur höfðu hótað verkbanni á 300.000 manns frá og með mið- nætti og PTK hafði ákveðið að svara verkbanninu með því að setja 500.000 skrifstofumenn til viðbótar í verkfall. Verkfallið hefði fljótlega lamað sænskt atvinnulíf. Nú er við því búizt að senn verði gengið frá samningi á sömu nótum milli sænska alþýðusambandsins og vinnuveitenda. Engir samningafimdir voru í Noregi í gær, þar sem komið hefur til víðtækra verkfalla. Sérfræðingar spá verkföllum a.m.k. fram f næstu viku og jafnvei lengur. Tvö stærstu blöð landsins, Verdens Gangog AA- enposten koma ekki út vegna vinnu- deilnanna. Barnung móðir AP/Simamynd Nfu ára Braziiíustúlka ól á dögunum stúlkubara, en það heyrir til undantekninga þar i Iandi að svo bamungar stúlkur verði mæður. Mæðgunum heilsast vel. Móðirin heitir Maria Eliane Jesus Mascarenhas og dóttirin, sem kom i heiminn 25. marz sl., Diane. Maria er úr afskekktri sveit, dóttir ólæsra vinnuhjúa. Barnsfaðir hennar mun vera 16 ára gamall. Bandarísk herskip stefna til Sidrafloa Washington, AP. BANDARÍSKUM herskipum, þ.á m. tveimur flugmóðurskip- um, var f gær stefnt til Sidraflóa þar sem þau eiga að mynda bardagasveit og vera til taks ef Gulko-hjon- in handtekin Moskvu. AP. BORIS GULKO, sovézki skák- meistarinn, og kona hans voru handtekin og höfð þijár stundir f haldi f gær. Að sögn Gulko kvaðst lögreglan hafa handtekið hjónin þar sem þeim svipaði til glæpamanna, sem grunaðir væru um rán. Gulko-hjónin voru handtekin er þau voru í þann mund að heíja mótmælaaðgerðir í miðborg Moskvu. Hyggjast þau efna til aðgerða í miðborginni daglega fram til 17. apríi til þess að mótmæla því að fá ekki að flytjast úr landi. Þau sóttu fyrst um brottfararleyfi 1979 en bón þeirra hefur ítrekað verið synjað. Gulko sagði að þeim hjónum hafi verið meinuð þátttaka í ýmsum skákmótum í Sovétríkjunum hin síð- ari ár. Hafa þau nú ákveðið að hætta taflmennsku í Sovétríkjunum. Guiko er giftur Önnu Akhshar- umova, sem er alþjóðameistari í skák. Að loknu varðhaldi í gær sendi Gulko skeyti til Gorbachevs þar sem framkomu lögreglunnar og meðferð máls þeirra var mótmælt. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, ákveður að grfpa til hefnd- araðgerða gegn Lfbýu vegna hryðjuverkastarfsemi, sem beinst hefur gegn Bandaríkjun- um. Reagan segist gruna að Moamm- ar Khadafy, Líbýuleiðtogi, beri ábyrgð á sprengingu í þotu TWA og á skemmtistað í Berlín, sem bandarískir hermenn stunda, en vék sér hjá því að sakfella hann. Vam- armáiaráðuneytið mun hafa samið áætlun um aðgerðir gegn Líbýu og aðeins vanti samþykki Reagans til að framkvæma þær. Bemard Rodgers, yfírmaður alls herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, segir „óyggjandi sönnunar- gögn“ um aðild Líbýu að tilræðun- um í Berlín og þotu TWA fyrirliggj- andi. Hann segir að upp hefði komizt um áform um tilræðið í Berlín og að gripið hefði verið til varúðarráðstafana en sprengjan hefði sprungið í næturkiúbbnum 15 mínútum of snemma til að hægt hefði verið að vara menn þar við. Vestur-þýzka sjónvarpið segir Khadafy hafa leigt klofningsdeild úr Frelsissamtökum Palestínu- AP/Símamynd Ronald Reagan á blaðamanna- fundinum í fyrrakvöld. manna (PLO) til að koma fyrir sprengju í næturklúbbnum. Rodgers fullyrðir að brottvísun tveggja líbýskra sendifulltrúa frá Frakklandi á dögunum hefði komið í veg fyrir tilræði við bandariska sendiherrann í París. Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri NATO, segir banda- lagsríkin myndu sýna því mikinn skilning ef Bandaríkjamenn gripu tii hefndaraðgerða vegna hryðju- verka. Þær aðstæður eru í Berlín, að sögn vestrænna sendifulltrúa, að hiyðjuverkamaður getur tekið sér far með neðanjarðarlest undir Ber- línarmúrinn og sioppið hjá eftirliti vestan megin, sprengt síðan skot- mark sitt og farið aftur til Austur- Berllnar eins og ekkert hefði í skorizt. Flugmóðurskipin Coral Sea og America lögðu úr höfn á Spáni og Ítalíu í gær og stefndu að Líbýu- ströndum, ásamt 19 skipum öðrum. Coral Sea var í höfn í Malaga og átti að sigla til heimahafnar í Bandaríkjunum til áhafnarskipta, en því hefur nú verið frestað. Verð- ur flotadeild mynduð og höfð til taks undan Líbýuströnd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.