Morgunblaðið - 11.04.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 11.04.1986, Síða 36
MQRGUNBLADID, FÖSTUDAGUR U.APRÍL 1986 Stjórn Foreldrafélags Grunnskólans á ísafirði: Ahyggjur vegna uppsagna skóla- sljóra og kennara „STJÓRN Foreldrafélags Grunnskólans á ísafirði, lýsir yfir áhyggjum sínum vegna uppsagnar skólastjóra og kennara við Grunnskólann á ísafirði, sem koma eiga til framkvæmda 1. maí n.k.,“ segir í frétt frá Foreldrafélaginu. „Orsök uppsagnar þeirra eru hin lágu laun sem kennarastéttin í landinu býr við. Þetta hefur einnig valdið verkföllum og truflunum í skólastarfi grunnskólanna, nú síð- ustu ár. Allir eru sammála um að kennarar búi við of lág laun. Yfir- völd hafa margsinnis viðurkennt þaið og lofað hefur verið úrbótum. Þrátt fyrir það virðist mikill seina- gangur á því að standa við þau loforð. Afleiðingin er flótti kennara úr störfum, og þar af leiðandi örar mannabreytingar í starfsliði skóla, sem hlýtur að valda erfiðleikum, og einnig það að æ fleiri réttinda- lausir starfsmenn sinna nú kennslu. Allt þetta bitnar á þeim fasta kjama kennara, sem eru heima- menn á hveijum stað. Og að lokum eru það bömin sem bíða mest tjón af þessu ástandi. Við skomm á viðkomandi stjóm- völd að standa við orð sín og bæta laun kennara áður en í algjört óefni er komið. Við beinum því til foreldrafélaga þar sem þau em starfandi að standa með kennumm í kjarabar- áttu þeirra, og jafnframt að vera virk í starfi og styðja að upp- byggingu á innra starfi og að- búnaði skóla. Við lýsum yfír fullum stuðningi við skólastjóra og kennara Gmnn- skólans á Isafirði í því starfi, sem hefur verið unnið, síðan ákveðið var að sameina þá þijá skóla á gmnnskólastigi sem hér störfuðu, undir eina stjóm. Sérstaklega vilj- um við þakka skólastjóra, Jóni Baldvin Hannessyni, fyrir hans störf við uppbygginguna. Einnig lýsum við ánægju okkar með, að það skuli hafa tekist að koma á samfelldum skóladegi. Við vonumst til að fá áfram að njóta starfskrafta hans og þeuirra kennara sem hér hafa starfað í vetur, og margir hveijir í mörg ár. Við teljum að því aðeins geti sú uppbygging haldið áfram, sem hafin er. 011 viljum við skapa böm- um okkur það besta í því efni. Bömin em framtíð bæjarfélags- ins.“ Selfosskirkja. Kirkjan hefur verið stækkuð fram og nýr tum er í byggingu. Selfosskirkju gefinn hátíðahök- ull í tilefni 30 ára vígsluafmælis Selfoss. Selfosskirkja á 30 ára vígslu- afmæli á þessu ári. Hún var vigð 25. mars 1956, á pálmasunnudag. í tilefni þessa vigsluafmælis gaf kvenfélag Selfosskirkju henni nýjan hátíðahökul sem notaður var í fyrsta sinn á pálmasunnu- dag. Hökullinn er teiknaður og ofinn af Ingibjörgu Siggerði Haralds- dóttur myndlistarkonu í Reykjavík. Hann er ljós að lit og í hann ofínn kross á baki. Sóknamefnd Selfosskirkju ætlar að minnast vígsluafmælisins í haust, en þá standa vonir til þess Frá skólaskemmtun Útvarp Dalvíkurskóla Árshátíð og vettvangsvika haldin í Dalvíkurskóla Dalvfk. NÚ FYRIR páska var haldin árshátíð Dalvíkurskóla. Fluttu nemendur þar leikþætti og sungu. Arshátíðin var haldin í lok vettvangsviku sem stóð yfir síðustu daga áður en nemendur fóru í páskafrí. Svokölluð vettvangsvika er orðin fastur liður í skólastarfinu á Dalvík en þá er brotin upp hefðbundin stundaskrá og þess í stað tekin fyrir ákveðin verkefni sem nemendur kynna sér og fræðast um. Að þessu sinni unnu yngstu nemendur skólans að leik- brúðugerð og gerð leikþátta, 10—12 ára nemendur unnu að ýmsu er snerti byggðarlagið og unnu m.a. að gerð líkana af Dal- vík eins og hún leit út um 1946 og elstu nemendumir kynntu sér fjölmiðlun. Heimsóttu þeir í því sambandi §ölmiðlafyrirtæki á Akureyri, s.s. útvarpið, dagblaðið Dag og Samver og kynntu þau sér starfsemi þessara fyrirtækja. Á meðan á vettvangsviku stóð var starfrækt skólaútvarp og var send út 5 tíma dagskrá 4 daga. Unnu nemendur að dagskrárgerð fyrir skólaútvarpið í vettvangsvikunni og var hún býsna fjölbreytt. Tóku nemendur viðtöl við Dalvíkinga og unnu upp ýmiss konar fróðleik til útvarpsflutnings auk þess sem tónlist skipaði veglegan sess í dagskránni. Ekki sakar að geta þess að svo vel vildi að rokkkón- gamir Bubbi og Megas vom á hljómleikaferð á Dalvík á þessum tíma og að sjálfsögðu var tekið viðtal við þá höfðingja og sent út á öldum ljósvakans í útvarpi Dal- vfkur. Nemendur sýndu þessu mikinn áhuga og lögðu metnað sinn í að gera dagskrána sem best úr garði. Því miður var útvarpssendirinn sem fékkst að láni ekki nógu sterkur þannig að sendingar náð- ust ekki um alla Dalvík. Nú þegar skapast hefur aukið frelsi til starfsrækslu útvarps er ljóst að skólar munu í auknum mæli leita heimilda til starfsrækslu tíma- bundins skólaútvarps. Væri því ástæða til þess að Póstur og sími tækju það til athugunar að bjóða skólum upp á útvarpssenda að láni skamman tíma í einu. Samkvæmt nýjum útvarpslögum þarf sú stofnun að samþykkja alla út- varpssenda og væri því einfaldast að hún gæti boðið upp á þá að láni og tryggt þannig að sendamir væm bæði nógu sterkir og að þeir fæm ekki inn í útsendingar annarra stöðva. Fréttaritarar. Unnið við líkan af Dalvík 1946 Frá vettvangsviku í Dalvíkurskóla að lokið verði nýbyggingu við kirkj- una, viðbyggingu og tumi sem nú er unnið við. Nýbyggingamar em fjármagnaðar með tekjum kirkjunn- ar og fijálsum framlögum og em allar nýbyggingar skuldlaus eign kirkjunnar. Um páskahátíðina var messað í kirkjunni á pálmasunnudag og föstudaginn langa, páskavaka var laugardaginn fyrir páska, messað á páskadagsmorgun og síðan var ferming á annan í páskum. Á föstu- daginn langa var í fyrsta sinn í kirkjunni athöfn sem hét Tignun krossins, sem er aldagamall helgi- siður. Við þá athöfn bám böm úr æskulýðsfélagi kirlqunnar inn krosstré og fóm með orð Krists á Nýi hátíðahökullinn sem kven- félag kirkjunnar gaf. krossinum ásamt því að kveikja ljós umhverfís krossinn. Á páskavökunni, laugardaginn fyrir páska, tóku fermingarböm þátt í athöfninni, bám inn kross og tendmðu kertaljós ásamt því að flytja texta úr Biblíunni. Áð þessu sinni var kirkjusókn um páskana sú dræmasta hingað til. Séra Sigurður Sigurðsson sókn- arprestur sagði að sjálfsagt kæmi margt til. Ruglingur á dagskrá sjón- varpsins gæti átt sinn þátt í þessu auk þess sem fólk ferðaðist mikið um þessa daga. Ef veður hefði áður verið gott á páskum hefði kirkju- sókn einnig verið góð. Þrátt fyrir það að fermingarböm taki þátt í samkomum í kirkjunni láta foreldrar þeirra gjaman hjá líða að fylgja þeim eftir og fylgjast með því sem fram fer og taka þátt í því með bömum sínum. Segja má með sanni að fullorðnir geri aldrei of mikið af því að vinrta með bömum og unglingum í leik og starfí. Sig Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.