Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 Sinfóníuhljómsveit íslands: Manuela Wiesler einleik- ari á tónleikum í kvöld Morgunblaðið/Þorkell Stjórnandinn David Robertson og Manuela Wiesler flautuleikari. Manuela Wiesler flautuleik- ari leikur einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands annað kvöld, fimmtudagskvöld, á næstsíð- ustu tónleikum hljómsveitar- innar á þessu starfsári. Stjórn- andi verður Bandarikjamaður- inn David Robertson. Manuela er löngu þjóðkunn fyrir flautuleik sinn og starf í þágu íslenskrar tónlistar hérlendis sem erlendis. Hún bjó á íslandi í tíu ár en fyrir þremur árum flutt- ist hún til Malmö í Svíþjóð og hefur búið þar og í Vínarborg til skiptis síðan þá. Hún hefur haldið fjölda tónleika á Norðurlöndunum og í öðrum Evrópulöndum á þess- um tíma auk þess sem út hafa verið gefnar hljómplötur með leik hennar. Fyrir jólin voru t.d. gefnar út fjórar plötur. Manuela sagði á blaðamanna- fundi er haldinn var í tilefni tón- leikana að mikið hefði verið að gera hjá sér að undanfömu. „Ég var búin að æfa mikið fyrir Flautukonsert Sandströms, sem fyrirhugaður var hér annað kvöld, en sökum stutts æfingatíma, varð verkið að bíða betri tíma. Ég vona þó svo sannarlega að að því geti orðið hér einhvem tímann. Sven David Sandström er sænskt tón- skáld og verkin hans em afar spennandi. Hann fer alltaf aðeins lengra í tónsmíðum sínum en maður getur ímyndað sér að hægt sé að takast á við.“ Manuela sagðist hafa næg verkefni framundan. „Mín sér- grein er að spila án nokkurs undirleiks, en undanfarið hef ég líka spilað nokkuð með fimm sænskum slagverksleikurum sem kalla sig „Kroumata". Ég fer t.d. á föstudagsmorgun beint til Stokkhólms til að æfa með þeim fyrir listahátíð sem haldin verður í Björgvin í Noregi eftir tíu daga. Þar ætlum við að fmmflytja verk eftir Norðmanninn Ketil Hvoslef. Síðan ætlum við saman á næsta ári í tónleikaferð til Japans en þess á milli ferðast ég ein um og spila í Evrópu." Manuela sagðist endilega þurfa að komast til Malmö fyrir nk. laugardag þrátt fyrir annir en þá ætlar hún að ganga í hjónaband. „Ég vona bara að ég missi ekki af brúðkaupinu," sagði Manuela. Stjómandinn David Robertson er 27 ára gamall og kemur hingað til lands nú í fyrsta skipti. Hann fæddist í Kalifomíu. Atján ára gamall fór hann til London og lærði homleik og tónsmíðar í Royal Academy of Music í þijú ár samhliða hljómsveitarstjóm. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir hljómsveitarstjóm og stjóm- að víða í Evrópu en er nú stjóm- andi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Jerúsalem. Auk þess er hann tón- skáld og hafa mörg verka hans verið flutt í Bretlandi, Belgíu og Hollandi. „Ég hef aldrei unnið með Manuelu áður, en þó hef ég hlust- að á plötumar hennar og fór m.a. á tónleika í Iðnó sl. mánudags- kvöld þar sem hún spilaði á vegum Musica Nova. Mér líst vel á ísland og finnst mér Iandið mjög ólíkt hinum Norðurlöndunum. Islensk tónlist er líka öðmvísi en gengur og gerist í nágrannalöndunum. Satt að segja skiidi ég hana eigin- lega ekki fyrr en nú er ég hef sjálfur séð umhverfi ykkar Íslend- inga enda hljóta tónskáld að mót- ast af því,“ sagði David. Verkið sem Manuela leikur á fimmtudagskvöldið er Flautukon- sert í D-moll eftir Carl Ph. E. Bach, sem kemur í staðinn fyrir Flautukonsert eftir Sven David Sandström sem áður hafði verið auglýstur. Manuela sagðist hafa valið þetta verk vegna þess að hún hefur sérstaklega gaman af að leika tónlist sem ekki fylgir nkjandi tónlistarhefð hvers tíma. í þessu verki brýtur C. Ph. E. Bach allar reglur sem vom ríkj- andi og er verkið byltingarkennt, tilfinningaríkt og ástríðufullt. Fyrsta verkið á efnisskránni er „Læti“ eftir Þorkel Sigurbjöms- son, sem hann samdi árið 1970, þegar Sinfóníuhljómsveit íslands var minni en hún er nú. Verkið er að vissu leyti vísbending um nauðsyn þess að stækka hljóm- sveitina því það er skrifað fyrir hljómsveit og hljómsveit á segul- bandi til að ná fullkomnum hljómi stórrar sinfóníuhljómsveitar. Að sögn Þorkels hefur nafngiftinn „Læti“ fleiri merkingar en hvers- dagslegur hávaði, t.d. hljóð, hátt- arlag, fagnaðarlæti og harma- hljóð. Síðasta verkið á efnisskránni er Sinfónía nr. 5 eftir Prokofief, sem var fmmflutt árið 1944 þegar síðari heimsstyijöldin stóð sem hæst og ber verkið merki þess. Prokofief sagði sjálfur að með þessu verki vildi hann syngja „óð um glaðar og frjálsar mannvemr, furðulegt þrek þeirra, hugpfyði og andlegan hreinleika". Tónleikamir hefjast kl. 20.30 í Háskólabíói. Kosningaút- varp hafið í svæðisútvarpi Reykjavíkur KOSNINGAÚTVARP hófst hjá svæðisútvarpinu í Reykjavík á mánudagskvöldið. Dagskrá svæðisútvarpsins hefur verið lengd um 15 mínútur hvern út- sendingardag og eru þessar mín- útur notaðar til þess að kynna framboðslista og sveitarstjómar- mál á höfuðborgarsvæðinu, Suð- urnesjum og Akranesi. Auk þess verður útvarpað sérstakri kosn- ingadagskrá nokkur kvöld í viku frákl. 20.30-22.30. Kosningaútvarpið hófst með dagskrá um borgarstjómarkosning- amar f Reykjavík á mánudags- kvöldið, eins og áður sagði. Þá lagði ungt fólk spumingar fyrir fram- bjóðendur. Seltjamarnes og Grinda- vík vom kynnt á þriðjudagskvöld og í gærkvöld vom Hafnarfjörður og Sandgerði á dagskrá. Fyrirhugað er að hafa beina út- sendingu frá framboðsfundi í Kefla- vík þriðjudagskvöldið 20. maí. Það kvöld verður einnig fjallað um Gerðahrepp og um Kópavog og Bessastaðahrepp kvöldið eftir, mið- vikudaginn 21. maí. Öðmm fram- boðsfundi verður útvarpað beint mánudaginn 26. maí frá Akranesi og þriðjudaginn 27. maí verður fjallað um Garðabæ og Mosfells- sveit. Kosningaútvarp svæðisút- varpsins verður í síðasta sinn mið- vikudaginn 28. maí og þá verður aftur fjallað um borgarstjórnar- kosningamar í Reykjavík. Leiðrétting I FRÉTT Morgunblaðsins í gær um formlega afhendingu Seljahlíðar, dvalarheimilis aldraðra í Breiðholti, stóð í myndatexta að forstöðumað- ur félagsstarfs Seljahlíðar héti Kristfinnur Jónsson. Hann heitir Gylfi Jónsson. Morgunblaðið biður hlutaðeig- andi velvirðingar á þessum mistök- um. Þú svalar lestrarþörf dagsins Við óskum fegurðar- drottningunum góðs gengis í fötum frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.