Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1986 45 Matarlist ’86: „Það fara allir bros- andi af sýningnnni“ MATARSÝNINGUNNI hefur verið vel tekið, tala gestanna að nálgast 20 þúsund. Að sögn Hermanns Guðmundssonar framkvæmdastjóra sýningar- innar eru nemendur Hótel- og veitingaskólans ánægðir með þessar undirtektir, og mikil þátttaka hefur verið í sam- keppnum um eftirrétti og stærð segldúksins sem hangir í lofti hallarinnar. „Það fara allir brosandi af sýninguni og við höfum enn ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir Her- mann, en ferðasjóður nemenda- félagsins var settur til að mæta kostnaði við sýninguna og von- aðist Hermann til að hann skil- aði sér al'tur, því nemendur hafa hug á ferð til Florída, og heimsækja þar heimsþekkta veitingastaði. Um 40 fyrirtæki og stofnanir taka þátt í sýningunni. Blaða- menn Morgunblaðsins litu þar við í vikunni og var að venju ýmislegt á dagskrá. Fulltrúar fyrirtælq- anna kynntu vaming sinn, mönn- um voru gefnar bragðprufur af ýmsum réttum, nemendur Hótel- og veitingaskólans voru með sýni- kennslu í kúluhúsinu sem komið hefur verið upp í miðjum salnum í Laugardalshöllinni, þar var m.a. verið að úrbeina lambalæri og matreiða það, kenna munn- þurrkubrot, matreiða heilagfiski, og danski bakarameistarinn John Krogh bjó til sykurskreytingar á þriggja hæða brúðartertu. I and- dyrinu er Ámi Elfar önnum kafinn við að teikna sýningargesti, og í veitingasalnum á efri hæðinni selja nemendur ódýra fiskrétti, kjúklingabita og pönnukökukaffi. Til hliðar við kúluhúsið hefur verið komið fyrir söluhúsi sem selur SPAR vömr. Að sögn Sigríð- ar Sigurðardóttur sem kynnir SPAR vömmar, em vömmar til sölu á kynningarverði, en vömm- ar em fluttar inn af Sund h.f. „Aðeins 300 krónur pokinn, en innihaldið er 600 króna virði,“ segir Sigriður og býður gestum að bragða konfekt og Don Pedro kaffi. Skammt frá er bás frá Kjötvinnslu Jónasar Þóris. Sigurð- ur Sumarliðason stendur bak við borðið ásamt Jónasi, en Sigurður var áður eigandi veitingastaðarins Potturinn og pannan, sem er einn aðalviðskiptavinur kjötvinnslunn- ar. „Við gefum okkur tíma til að verka kjötið, látum það hanga 15-20 daga í kæli við 2-3 stiga hita. Þetta kjöt þarf þetta Iangan tíma til að ná fram mestum bragð- gæðum, en það má yfirleitt enginn vera að bíða svo lengi nú til dags.“ Kjötið segir hann vera af ungnautum 15-17 mánaða göml- um, og þeir félagar segjast ein- göngu fá valið kjöt frá Hellu og „Okkur finnst frískamínið best,“ sögðu þær Anna Helga og Ing- unn. Morgunblaðið/BAR Það logar á pönnunni og réttur- inn er tilbúinn. Rúnar Þórarins- son sýnir rétt úr „Handbók sælkerans". Húsavík. Þeir félagar bjóða gest- um að bragða kjötið, ýmist krydd- legið eða soðið í pottrétt. Hnetubarinn nefnist eitt fyrir- tækjanna sem kynnir vaming sinn. Sigrún Gylfadóttir segir að Hnetubarinn bjóða upp á nýstár- legt sælgæti, en það er m.a. fram- leitt úr hrísgíjónum sem krydduð em með þangi, soyasósu, sesam- fræum og sjávarsalti. Þetta sæl- gæti á rætur að rekja til Japan, en á síðustu ámm hefur það feng- ist víðar um heim. Rúnar Þórarinsson nemandi í Hótel- og veitingaskólanum er önnum kafinn við að sýna eina af uppskriftum bókarinnar „Handbók sælkerans" en bókin er tekin saman af nemendum skól- ans og seld á sýningunni. í upp- skriftina notar hann græna papr- iku, lauk og sveppi sem steiktir em við vægan hita á pönnu. Þar næst setur hann heilagfiski á pönnuna og steikir við vægan hita. Þá er hvítvíni bætt út á og Árni Elfar er önnum kafinn við að teikna sýningargcsti í anddyr- inu. „Við gefum okkur tíma til að láta kjötið hanga," segja þeir Sigurð- ur Sumarliðason og Jónas Þórir frá Kjötvinnslu Jónasar. gráðaosti og látið krauma. „Aðal- atriðið er að steikja þetta hægt,“ segir Rúnar, en að lokinni hægu steikingunni skrúfar hann alveg frá gasinu, hellir koniaki yfir, það logar á pönnunni og rétturinn er tilbúinn. Guðrún Helga Agnarsdóttir er ein af mörgum sýningargestum ásamt dætmnum Önnu Helgu 7 ára og Ingunni 9 ára. Þær Anna og Ingunn segjast vera búnar að smakka á ýmsum réttum, telja upp á fingmm sér kex, spægi- pylsu og frískamín, og segja að frískamínið sé best. Ingunni finnst allt of dýrt inn á sýninguna. Þær segjast hafa séð stígvélaða kettin- um bregða fyrir, en hann stoppaði stutt að þessu sinni því próflestur- inn beið hans eins og fjölmargra annarra á þessum árstíma. Hjólreiðar „Blixen tískan11 María Gísladóttir ballettdansari Matur Myndbönd Föstudagsblaðið er gott forskot á helgina SERTILBOÐ Itölsk leðursófasett Aðeins kr. 8.500.- Útborgun Eftirstöðvar til 6 mánaða | Kr. 85.900.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.