Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR15. MAÍ1986 „Það sem er gott fyrir fólkið er gott fyrir mig“ Rætt við Jón Sigurðsson framkvæmdastj óra Miklagarðs Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri Miklagarðs Inn á milli bílanna sem sátu fastir í snjóþungum brekkum Breið- holtsins einn morguninn í vetur renndi sér maður lipurlega á skíð- um. Þegar aðrir þrjóskuðust við snjóinn án þess að gengi greip hann til aðferðar sem hentaði betur, því það var klárt að hann ætlaði að komast á vinnustað eins og venju- lega. Þetta atvik lýsir nokkuð vel, „skíðamanninum“, Jóni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Miklagarðs. Hann leitar leiða en hikar ekki við að taka af skarið. Jón Sigurðsson lifír og hrærist í verslun og félags- málum. Hann stjómar stærstu verslun landsins, er formaður í Foreldra- og kennarafélagi Hóla- brekkuskóla og gegnir formennsku í einu stærsta hverfafélagi sjálf- stæðismanna í Reylqavík í Hóla- og Fellahverfí, en að auki gegnir hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það vakti ein- mitt athygli á sínum tíma þegar hann, harðsvíraður sjálfstæðismað- urinn, tók að sér stjóm á stærstu verslun landsins sem samvinnu- hreyfíngin stendur að. Það þótti saga til næsta bæjar að fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokks- ins skyldi kallaður til þegar bylting- in skyldi eiga sér stað. Það vantaði veruleg átök í þessu stóra hjóli „Ég er svo gott sem fæddur inn í verslunina, fjölskylda mín var kaupmannsflölskylda og ég byijaði snemma að vinna við verslun sem afí minn stofnsetti í Borgamesi," sagði Jón Sigurðsson forstjóri Miklagarðs í upphafí samtals okkar um viðhorf hans í verslun og við- skiptum. „Það má því segja að verslunin sé í blóðinu,“ hélt hann áfram, „og ég hef aldrei unnið við annað nema þegar ég var á sjó um tíma og svo að sjálfsögðu sveita- störfín. Eftir að ég lauk við fjórða bekk Verzlunarskóla íslands og eins árs framhaldsnám í Englandi vann ég um tíma hjá lögmönnum, Eyjólfi Konráð og þeim félögum. Síðan vann ég hjá Friðrik Jörgensen um skeið og hjá Verslunarráðinu í tvö ár eða þar til ég fór til Smeinuðu þjóðanna í Genf og starfaði hjá UNCTAD, verslunar- og þróunar- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þar skrifaði ég m.a. greinar um stefnu- breytingar f verslun í blað sem var gefíð út af GATT og Sameinuðu þjóðunum. Þá var ég í sendinefnd SÞ hjá GATT í tæp tvö ár. Hjá GATT eru teknar mikilvægustu ákvarðanir um alla samhæfíngu í alþjóðaverslun, en GATT er stofnun um alþjóðasamkomulagið um versl- un og tolla. Maður var því á vett- vangi þar sem titringurinn átti sér stað, kvikan ólgaði, ákvarðanir voru teknar og fréttimar spruttu fram á þessu sviði. Einu sinni minnist ég þess til dæmis, áður en sendinefnd Islands í Genf hóf störf, að hafa sent heim til íslands tvær vélritaðar síður í skeyti til viðskiptaráðuneyt- isins í kjölfar harðra orðaskipta sem urðu við fyrstu umræðu hjá GATT um aðildarsamning íslands við EFTA. Nýsjálendingar töldu að samningurinn bryti í bága við GATT-samninginn þar sem íslend- ingar hefðu forgang á innflutningi kindakjöts til Norðurlanda. Ur þessu varð heilmikið mál úti þar sem talið var að meginreglur væru brotnar, en það var aldrei getið um þessar umræður í fjölmiðlum hér heima. Auðvitað hitti maður margt fólk í þessu starfi og þar á meðal marga menn sem fóru með mikil völd. Einu sinni kom til Keflavíkur einkaflug- vél og út úr henni kom maður sem ég þekkti en kom þó ekki fyrir mig hver var. Þetta virtist gagnkvæmt hjá honum og við heilsuðumst kumpánlega og spjölluðum saman. Ég spurði hann hvað hann væri að gera og hann sagðist vera að koma frá Brussel úr viðræðum við EEC fyrir forsetann. Þá kveikti ég á perunni, þetta var einn af aðstoðar- ráðherrum Bandaríkjanna sem ég hafði oft setið með á fundum og vélin hans var kyrfilega merkt Bandaríkjaforseta. Mér bauðst áfram starf í Genf og einnig kom til greina starf í Kóreu sem efnahagsráðunautur. Ég hafði verið í tvö ár hjá Sameinuðu þjóðunum og þótt hvert hjól skipti miklu máli í þessari stóru vél, sem þetta starf er og oft væri tekið tillit til þess sem maður var að gera og lagði til, þá unnu margir störf sem höfðu lítið gildi. Ég var heppinn í þessum efnum, samt fannst mér að það vantaði einhver veruleg átök, sem voru ekki til staðar í þessu stóra hjóli, öryggið, fjárhagsleg afkoma og staðsetning í miðri Evrópu, allt var þetta jákvætt og gott og gilt, en átökin vantaði. Því hafnaði ég því að vera þama áfram og hélt heim á leið. Síðasta verkefni mitt þama hjá Sameinuðu þjóðunum var að sinna beiðni frá ríkisstjóm Alliende í Chile um undirbúningsvinnu á flutningi full- unnins kopars til Evrópu." Smáu atvikin og óttínn við kerfið „Jú, vissulega situr margt í manni eftir þetta tímabil, en samt er það nú svo að litlu málin, smáu atvikin, sitja fastast, þau atvik sem sýndu manni svart á hvítu hve við íslendingar búum við margs konar forgang í okkar lífi. Maður rakst á margt furðulegt og ég kynntist til dæmis Tékka sem hét Kohout. Hann hafði verið aðstoðarráðherra utanríkisverslunar Tékkóslóvakíu í Dubcék-stjóminni, en vann á þess- um tíma hjá UNCTAD. í miklum jarðskjálftum í Perú fórust margir og Kohout var skipaður talsmaður Uthant framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna í málinu og m.a. átti hann að fara til Perú í forystu fyrir rannsóknamefnd. Dóttir Kohout bjó í Prag og hann hafði áhuga á að koma við í Prag og heilsa upp á hana en þau höfðu ekki sést lengi. Um þessar mundir var verið að ganga að Dubcék ogKohout ótt- aðist að hann yrði stöðvaður í Prag. Ég benti honum á að þeir gætu ekki stöðvað hann, sérlegan sendi- mann yfírmanns Sameinuðu þjóð- anna. „Þeir geta gert hvað þeir vilja og hvenær sem þeir vilja," svaraði Kohout, og hann fór ekki, treysti sér ekki til að heilsa dóttur sinni af ótta við kerfíð. Það eru langar leiðir fyrir okkur íslendinga að skilja slíkt til hlítar." Heillandi að sfýra „gltigga“ Islands „Að lokinni dvöl minni hjá Sam- einuðu þjóðunum réðst ég sem framkvæmdastjóri íslensks mark- aðar á Keflavíkurflugvelli. Það var mjög heillandi að koma á heima- markaðinn, spennandi verkefni að stýra glugga íslands og íslenskrar framleiðslu gagnvart þeim sem í raun aldrei koma til Islands þótt þeir millilendi á Keflavíkurflugvelli. Islenskur markaður hafði aðeins starfað í þijá mánuði þegar ég tók við og fyrstu vörukaupavíxlamir voru að byija að falla. Stefna fyrir- tækisins var að kynna og selja ís- lenskan iðnvaming útlendingum sem áttu leið um Keflavíkurflugvöll og gera markaðsathuganir. Eftir erfíðleika fyrstu áranna fór að ganga vel og eftir 12 ára starf þegar ég hætti átti fyrirtækið tvö hús skuldlaus, annað þúsund fer- metra að stærð, hitt 500 fermetra og að auki mikla vörulagera og eiginfjárstaða fyrirtækisins var mjög góð. En ég verð að segja eins og er það var komin svolítil ókyrrð í mig síðustu árin, mér fannst vera komin stöðnun. Aðstandendur ís- lensks markaðar voru helstu fyrir- tæki landsins í ullar- og skinnavör- um og almennum vörum fyrir ferða- menn, Sláturfélag Suðurlands, Ála- foss, SÍS, Glit, Osta- og smjörsalan, Nói, Hreinn og Síríus og fleiri. Þá var framleiðslan í ullarvörum að byggjast upp og tilþrif í þeim efn- um. Við fískuðum eins og góður togari fjárhagslega séð og veittum mörgum atvinnu við framleiðslu og sölu. Umsvifin voru umtalsverð og við vorum t.d. stærsti viðskiptavin- ur American Express-kortanna á íslandi. Það var spennandi að vinna við íslenskan markað, þar hafði valist gott samstarfsfólk og mikil verkefni veittu manni fullnægju í starfí." í pólitíska slaginn á Vesturlandi „Þegar ég kom heim aftur 1971 eftir dvölina hjá Sameinuðu þjóðun- um var hringt til mín frá kjördæmis- ráðsfundi Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi. Sá fundur var í Grund- arfirði. Ég hafði starfað nokkuð í pólitíkinni áður en ég fór til starfa erlendis, en í þessu símtali voru félagar mínir af Vesturlandi að þreifa á því hvort þeir mættu nefna mig reiðubúinn að koma í slaginn í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar með hófst það og það var síðan árið 1973 að ýmsir félagar mínir úr Borgamesi lögðu hart að mér að koma til liðs í stjómmálabaráttunni. Ég tók mér umhugsunarfrest, en nokkrir hópar af Vesturlandi sóttu mig heim í Reykjavík til þess að fylgja málinu eftir. Ég taldi strax vandkvæði á því að búa í Reykjavík, vinna í Keflavík og bjóða mig fram á Vesturlandi. Ég var þá 33 ára gamall, galvaskur, sló til og var reiðubúinn í slaginn. Ég er fæddur Ólsari, en á allar mínar ættir að rekja til Borgarfjarðar. Ég hafði átt heima í Ólafsvík, Borgamesi og á Hvítárvöllum og frændgarður minn náði yfír allt þetta svæði og Akranes einnig. Við undirbúning kosninganna 1974 stungu fulltrúar miðsvæðis Vesturlandskjördæmis upp á mér og á bak við það var stuðningur Mýramanna og fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Dala- sýslu. Á kjördæmisráðsþinginu var stungið upp á mér í 3. sæti á eftir Jóni Ámasyni og Friðjóni Þórðar- syni í staðinn fyrir Ásgeir Pétursson sem hafði setið í þriðja sætinu um árabil. Ymsir af eldri stjómmála- mönnunum sem vom andsnúnir miðsvæðinu snemst gegn þessu og það var búinn til ágreiningur um þetta sæti og ég fékk ekki einu sinni að ávarpa kjördæmisþingið þótt ég væri þama inni í myndinni, en forystumenn af suður- og vestur- svæðinu spornuðu gegn því. Þetta endaði með því eftir miklar og hatrammar deilur að sæst var á tillögu forystumannanna að séra Ingiberg Hannesson yrði í þriðja sæti og ég í fjórða sæti. Hugur minna stuðningsmanna snerist um möguleikann á að ná uppbótarsæti og þess vegna var barist um þriðja sætið. Við tókum síðan fjórir þátt í kosningabaráttunni á fullri ferð. Jón, Friðjón, séra Ingiberg og ég. Vesturland náði fyrsta uppbótar- sætinu og þá var gert munnlegt samkomulag milli okkar séra Ingi- bergs um það að ég tæki sæti sem varamaður fyrir kjördæmakjöma, en hann fyrir landskjöma. Þegar á reyndi stóð það ekki. Ég tók síðan þátt í prófkjörinu 1978. Þá var Jón Ámason fallinn frá og séralngiberg hafði tekið hans sæti. Ég hlaut ekki það sæti sem við stefndum að, enda kom þá styrkur Akumesinga og Snæfellinga vel í ljós og síðast en ekki síst þá var mjög traust og gott fólk í framboði í prófkjörinu og þá fann ég að það háði mér búsetan í Reykjavík og atvinnan í Keflavík. í þessari pólitísku baráttu finnur maður oft að það er gmnnt á heilindum og launráðum og ég fyrir mitt leyti verð að segja það að ég fann oftar fyrir slíku hjá samheijum í fremstu víglínu heldur en pólitískum andstæðingum. Það er svo einkennilegt hvemig spilin stokkast í pólitíkinni. Friðjón var til dæmis á móti því að ég færi inn sem varamaður og það varð ekki. Ég kynntist mörgu góðu fólki í þess pólitíska starfi og endumýjaði tengslin við annað. Ég á marga góða vini frá þessum ámm, en mér þykir ennþá skítt að hafa ekki fengið tækifæri til þess að koma inn á þing sem varamaður, sérstaklega af því að um það hafí verið samið.“ Spennandi að stýra flag’gskipi verslunarinnar Nú er það reyndar svo að mikill hluti samvinnumanna um allt land em sjálfstæðismenn, en um árabil hefur verið mögnuð framsóknarlykt. af öllum helstu ráðningum innan sambandshreyfíngarinnar. Þó hafa á undanfömum ámm í æ ríkara mæli verið ráðnir til stjómunar- starfa menn sem em kunnir sjálf- stæðismenn. Þó vakti það athygli þegar Jón Sigurðsson var ráðinn forstjóri Miklagarðs til þess að skipuleggja og reka þessa stærstu verslun landsins. Hvemig skyldi það hafa atvikast að hann var ráðinn til þess starfs? „Það var hringt í mig úr Reykja- vík suður á Keflavíkurflugvöll. í símanum var Þröstur Ólafsson þá aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Við mæltum okkur mót og í hádeg- isverði yfír glænýrri ýsu með hamsatólg varpaði hann fram þeirri spumingu hvort ég væri reiðubúinn að skipuleggja og stýra fyrirtæki sem samvinnuhreyfingin var með í deiglunni. Á tungubroddinum var neiið, því ég hafði aldrei hugsað mér að starfa innan samvinnuhreyf- ingarinnar. En þá kom efinn upp í huga mér og hugsunin um það hvað samvinnuhreyfingin væri í raun og vem. Hún hefur alltaf í hugsun fólks verið mjög tengd pólitíkinni í fjölmiðlum og þá sérstaklega Fram- sóknarflokknum. En slíkt hlýtur að breytast og Samvinnuhreyfíngin á ekki að vera neitt annað en fólkið sjálft. Ef eitthvað er nógu gott fyrir fólkið þá er það nógu gott fyrir mig. Afí minn var kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Borgfírðinga á fyrstu ámm þess, Jón Bjömsson frá Svarfhóli. Hann var mikill sjálf- stæðismaður og vissulega er stór hluti samvinnumanna um allt land sjálfstæðismenn. Það tók mig tvo mánuði að velta fyrir mér þessum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.