Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.05.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1986 EMíkörfu: . * Pólverjar unnu B-keppnina PÓLVERJAR tryggöu sér um helg- ina sigur f B-riðli Evrópukeppn- innar f körfuknattleik sem fram fór f Antwerpen f Belgfu. Pólverjar voru með okkur íslendingum f riðli f forkeppninni sem fram fór f Liege og skýrt hefur verið frá hér á sfðunum og það þarf ekki að koma neinum é óvart sem séð hefur til pólska liðsins að það skyldi sigra á þessu móti. Búlgarar urðu í öðru sæti í þessu móti og (sraelsmenn í því þriðja og Hollendingar tryggðu sér einnig réttinn til að leika í A-riðlin- um sem fram fer í Grikklandi á næsta ári. Það er sérlega ánægju- legt að Pólverjar skyldu vinna þessa keppni. Þeir eru með geysi- lega sterkt og jafnt lið og þó þeir hafi tapað fyrir ísraelsmönnum í keppninni í Liege voru menn á einu máli um að þeir væru með sterkara lið en ísraelsmenn. Einnig er það sérstakt ánægju- efni að liðin sem urðu í fyrsta og þriðja sætinu í þessari keppni skyldu koma úr þeim riðli sem ís- land lék í, en eins og við skýrðum frá á sínum tíma stóð íslenska liðið sig mjög vel í þessari keppni og vakti mikla og verðskuldaða at- hygli. Lögreglumenn keppa í sundi HIN árlega sundkeppni lögregl- unnar var haldin þriðjudaginn 20. maf. Mjög hörð keppni var f flest- um greinum, enda margir annál- aðir sundmenn f lögreglunni. Úr- slit f aðal sundgreininni, björgun- arsundinu, urðu þessi: 1. Jón Otti Gfslason, umferðard. 2. Arnar Jensson, fíkniefnadeild. 3. Aðalst. Bernharðss., B-vakt. Jón Otti vann þetta sund á þriðjudaginn f fimmta sinn. í boðsundinu var ekki sfður hörð keppni. Þar urðu úrslit þessi: 1. D-vakt 2. A-vakt 3. Umferðardeild. Besti maður þessa móts var fyrirliði Pólverja, Dariusz Zelig, en drengurinn sá er geysilega skemmtilegur og fljótur leikmaður sem getur skorað úr ótrúlegustu færum. Hann er tiltölulega lítill ef körfuknattleiksmenn eru hafðir til viðmiðunar, aðeins 1,92 metrar á hæð, en hann jafnar það upp með mikilli leikreynslu en hann hefur leikið 187 landsleiki í körfuknatt- leik. Hann var lang stigahæsti leik- maður B-keppninnar sem leikinn var í Liege og ekki kæmi það á óvart þó hann hefði haldið þeim titli út keppnina þó svo ekkert hafi borist um það frá Belgíu. Portúgalska lands- liðið í verkfalli LEIKMENN portúgalska lands- liðsins f knattspyrnu ákváðu á mánudaginn að neita að leika æfingaleiki og mæta ekki á æfing- ar þessa viku, nema greiðslur til þeirra tvöfölduðust. Portúgalska knattspyrnusambandið hafði ákveðið að greiða hverjum leik- manni 2.000 dollara fyrir leikina í riðlakeppninni og auk þess hluta af auglýsingatekjum, en leik- mennírnir vilja fá 4.000 dollara fyrir leikina og að hlutur þeirra vegna auglýsingatekna verði aukinn. í gær áttu leikmennirnir fund meö formanni portúgalska knattspyrnusambandsins um málið, en fregnir af fundinum höfðu ekki borist er Morgun- blaðið fór f prentun. Fyrsti leikur Portúgals f úrslitakeppni HM verður 3. júnf gegn Englandi. • Þrír fyrstu menn á Bflaleigumótinu sem haldið var á Jaðarsvelli um helgina; frá vinstri: Jón Þór Gunn- arsson, Konráð Gunnarsson og Þórhallur Pálsson. Konráð hlutskarpastur á Bílaleigumótinu Akureyri. KONRÁÐ Gunnarsson sigraði á fyrsta alvörumótinu f golfi á Akureyri f vor en það var Bfla- leigumótið sem Bflaieiga Flug- leiða og Bflaleigan Örn gengust fyrir um helgina. Leiknar voru 36 holur með for- gjöf. Konráð lék á 134 höggum, Jón Þor Gunnarsson varð i oðru sæti á 144 höggum og Þórhallur Páls- son þriðji á 145 höggum. Hann hreppti þriðja sætið eftir bráða- bana við Guðmund Sigurjónsson. Veitt voru þrenn verðlaun og einn- ig voru veitt sérstök verðlaun þeim kylfingi sem fór næst holu í upp- hafshöggi á 18. braut — en Konráð Gunnarsson varð einnig hlutskarp- asturþar. Aðstæður voru mjög góöar, blíðskaparveður og völlurinn í nokkuð góðu ástandi. Leikið var í fyrsta skipti í vor á sumarteigum oa sumarflötum. Vormót SR: Morgunblaðiö/SUS • Pólverjinn stórskemmtilegi, Zelig, sést hér leika sér með knöttinn áður en hann stökk hátt upp og skoraði yfir sér mun hærri leikmann. Tvöfalt hjá Carli Eiríkssyni VORMÓT Skotfélags Reykjavfkur, sem sagt var frá f Mbl. 17. aprfl sl. fór fram undir stúku Laugar- dalsvallar þ. 29. aprfl. Skotið var 30 skotum með rifflum á 50 metra færi úr liggjandi stöðu og voru þátttakendur 7. Úrsiit urðu þessi: Stig 1. Carl J. Eiríksson 295 2. Gissur Skarphéðinsson 292 3. Lárus Fjeldsted 278 4. Árni Páll Jóhannsson 274 Mótstjórar og dómarar voru Egill Stardal og Sverrir Magnús- son. Daginn áður var haldin aprfl- mánaöarkeppni í skammbyssu- skotfimi á sama stað. Skotið var 30 skotum á 25 metra færi. Síð- ustu 10 skotunum er skotið í tveimur hrinum, þannig að kepp- andi hefur 10 sekúndur til að skjóta hvorri 5 skota hrinu. Úrslit: Stig 1. Carl J. Eiriksson 270 2. Björn Birgisson 241 3. Ásmundur ingason 232 4. Árni Þór Helgason 224 Luzern kemst í UEFA-keppnina Fré önnu BJarnadóttur, fréttarKara MorgunblaAalna ISvlaa. FC Luzern, lið Sigurðar Grét- arssonar og Ómars Torfasonar, sigraði FC Basel 4:0 f grenjandi rigningu á þriðjudagskvöld og tryggði sér þar með þriðja sætið f svissnesku deildarkeppninni og þátttöku f UEFA-keppninni á næsta leiktfmabili. Luzern lék harðan sóknarleik og Basel hafði ekkert í liðið að segja. Sigurður Grétarsson átti góðan leik og skoraði þriðja mark leiksins. Þaö var hans 15. mark í deildar- keppninni. Luzern var í 13. sæti í deildar- keppninni í fyrra og hefur ekki komist í UEFA-keppnina í 26 ár. 11.700 áhorfendur voru mættir á völlinn í kvöld, liöinu var óspart fagnað og kapparnir hlupu um völlinn berir að ofan þegar sjón- varpið lauk íþróttafréttasendingu sinni af leiknum. Sigurður og Ómar halda heim til Islands á miðvikudag til að keppa í landsleiknum gegn Tékk- um á fimmtudag. Góð verð- laun í golfinu BESTU atvinnumennirnir f golfi þurfa ekki að kvarta undan lágum launum. Það sem af er árinu hefur Andy Bean fengið 388.213 dollara (um 16 milljónir fslenskra króna) f verðlaun. Næstur honum er Greg Norman með 357.109 dollara, Hal Sutton hefur fengið 318.500 dollara og Calvin Peete 306.498 dollara. Tom Watson hefur fengið 214.626 dollara, Tom Kite 193.163 dollara og Jack Nicklaus 171.214 dollara, en hann er 15. f röðinni. Vestur- íslendingurinn Dan Halldorson frá Manitoba-fylki f Kanada er númer 54 á listanum með 67.982 dollara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.