Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 1986 Vestfirðir — van- rækt landsvæði eftir Birgi Þorgilsson Hér fer á eftir erindi, sem Birgfir Þorgilsson flutti á fjórð- ungsþingi Vestfjarða á Isafirði fyrir sköinmu: Árið 1985 komu 97.500 erlendir ferðamenn til íslands sem fjafngilti 14% aukningu frá árinu á undan. Gjaldeyristekjur landsmanna fyrir hverskonar þjónustu við þessa gesti okkar reyndust hafa orðið 3.500 milljónir króna, sem var jafnvirði 85 milljóna Bandaríkjadollara. Hér er um að ræða upphæð sem svarar til 28% af verðmæti allra útfluttra sjávarafurða og 14% af heildcvút- flutningsverðmæti okkar íslendinga á árinu 1985. Erfiðara er að henda reiður á þeim fjölda íslendinga sem ferðuð- ust um eigið land á árinu 1985, en árið 1984 voru þeir 80 þúsund, samkvæmt könnun sem ferðamála- ráð fól Hagvangi að gera það ár, og var þá miðað við a.m.k. þriggja daga ferðir. Þó er vitað að um veru- lega aukningu var að ræða á síðastliðnu ári. Með tilllti til þessa má áætla að heildarvelta ferðaþjón- ustunnar í landinu á árinu 1985 hafi numið u.þ.b. 5.000 milljónum króna. Hvað snertir fjölda ársstarfa í ferðaþjónustu greinir menn nokkuð á um á hvem hátt það atriði skuli tíundað. Mikill fjöldi starfa í þess- ari atvinnugrein eru hlutastörf, ýmist hiuta ársins eða að hluta til allt árið. Önnur störf eru það fjar- skyld við fyrstu sýn að menn gera sér ekki almennt grein fyrir að í þeim felst að hiuta þjónusta við ferðafólk. Ekki er heldur auðvelt að meta umfang þess þáttar í við- komandi starfi. Um slík störf mætti nefna mörg dæmi enda er um þau að ræða í nánast öllum þjónustu- störfum þjóðfélagsins. Niðurstaða mín er sú að fjöldi ársstarfa við ferðaþjónustu hafi verið á bilinu 5.500 til 6.000 á árinu 1985. Ný- lega var því haldið fram opinberlega að störf innan ferðaþjónustu væru yfirleitt illa launuð. Þetta er vita- skuid alrangt og nægir í því sambandi að nefna áhafnir flug- véla, starfsfólk ferðaskrifstofa og þjónustufólk í veitingahúsum. Mikil fjölgoin er- lendra ferðamanna Á yfirstandandi ári hefur orðið mikil fjölgun erlendra ferðamanna á ísiandi. Á tímabilinu janúar til júlí komu 15% fleiri erlendir ferða- menn til landsins en á sama tíma árið 1985, sem samsvarar 9.000 einstaklingum. Verði aukningin sú sama að hundraðshluta allt árið munu 112 þúsund erlendir ferða- menn sækja ísland heim og hefur þeim þá fjölgað um 2/i eða 44 þús- und einstaklinga frá árinu 1980. Gjaldeyristekjur okkar gætu því orðið u.þ.b. 100 milljónir Banda- ríkjadollara eða liðlega 4.000 millj- ónir króna. Vitað er að aldrei fyrr hafa íslendingar ferðast jafn mikið um eigið land eins og í ár og senni- legt er að þeir verði 100 þúsund, sem jafngildir 25% aukningu miðað við árið 1984, þegar könnun sú sem ég nefndi fyrr var framkvæmd. En hver hefur orðið hlutur Vest- fjarðakjördæmis í öllum þessum miklu umsvifum í ferðaþjónustunni? Því miður verður að viðurkenna að hann hefur ekki verið mikill og er dapurlegt til þess að vita. Áður- nefnd könnun á ferðavenjum ís- lendinga leiddi í ljós að aðeins 12% eða 9.600 heimsóttu Vestfirði. Samkvæmt sömu reikningsaðferð verða þeir 12.000 í ár. Árið 1984 fékk Suðurland 30% af kökunni, Norðurland eystra 27% og Vestur- land 22%. Því miður eru engar tölur til um ferðir útlendinga um landið í þessu tilliti en ég hefi þá trú að á þeim vettvangi sé hlutur Vest- fjarða snöggtum lakari. Vestfirðir — van- rækt landsvæði Vestfirðir eru vanrækt landsvæði í dag af hálfu rekstraraðila í íslensk- um ferðamálum. Flest ferðatilboðin gera ráð fýrir að erlendir og inn- lendir ferðamenn eyði peningum sínum í allt öðrum landshlutum og yfir Sprengisand eða Kjöl skulu þeir fara, nauðugir eða viljugir, a.m.k. aðra leiðina á leið norður eða austur. Á sama tíma er lítið um ferðatilboð til eða um Vestfirði. Ekki mun orsök þessa vera sú að ferðaskipuleggjendum sé tiltakan- lega illa við Vestfirðinga. Miklu fremur hygg ég að ástæðan sé skortur á vitneskju um töfra Vest- flarðakjördæmis og þá óþrjótandi möguleika, sem þessi hluti Islands hefur upp á að bjóða, í þessu til- iiti. Nú ber að hafa í huga að skipulagðar hópferðir, þar sem ferðamenn eru leiddir frá einum stað til annars eins og fé til slátrun- ar, eru á undanhaldi nánast alls staðar í heiminum. Þessa hefur einnig orðið vart hér á landi og ferðamenn ákvarða nú í vaxandi mæli sjálfir hvað þeir vilja sjá og heyra. Orsakir þessa eru margar en fyrst og fremst hagstæðari far- gjöld fyrir einstaklinga en áður tíðkaðist, miðað við hópferðafar- gjöld, og stóraukin þjónusta hvað snertir frumþarfir ferðamannsins. Hvað sem segja má um áhuga- leysi ferðaskipuleggjenda hvað Vestfirði áhrærir þá er það þó ykk- ur sjálfum fyrst of fremst að kenna að hingað leggja færri ferðamenn leið sína heldur en til annarra lands- hluta. Þið hafið ekki sýnt þessari atvinnugrein sama áhuga og aðrir og ferðamálasamtök Vestfjarða starfa ekki af sama krafti og raun ber vitni um starfsemi annara slíkra samtaka. Verði ekki breyting á hjá ykkur í þessu tilliti hefi ég ekki trú á að ykkur muni ganga neitt betur að ná til einstaklinganna í framtíð- inni en raun ber vitni hvað hópferðir snertir. Samkeppnin um hylli ferða- mannsins er hörð, ekki aðeins hvað viðkemur því að fá hann til að hug- leiða íslandsferð heldur ekki síður hvaða staði skuli heimsækja þegar hingað er komið. Stóraukin auglýs- inga- og kynningarstarfsemi ein- stakra ferðamálasamtaka hér innanlands sýnir þetta glöggt, en það er ykkar að ákveða hvort þið viljið með aukinni og bættri þjón- ustu við ferðamenn auka §ölbreytni í atvinnulífínu og um leið tekjur þeirra sem byggja Vestfirði. Eg ætla nú að fara nokkrum orðum um einstök atriði á sviði ferðamála hér í kjördæminu og reyna að benda á nokkur sem betur mega fara. Ég er ekki í nokkrum vafa um að með vissum markvissum aðgerðum og skipulagningu, en án mjög mikillar fjárfestingar, má stórauka ferðalög um Vestfirði. Undirstaða þess að framfarir geti átt sér stað í ferðaþjónustu er að samgöngur séu góðar og reglu- bundnar til og um viðkomandi landsvæði. Þrátt fyrir að stórvirki hafa verið unnin á sviði vegagerðar um Vestfírði eru vegir hér víða slæmir og þreytandi yfirferðar. Flugsamgöngur við ísafjörð eru all- góðar en þó hindrar staðsetning flugvallarins að þær séu eins góðar og æskilegt getur talist. Sennilega hefði verið viturlegra að hafa sama hátt á við byggingu hans og á Akureyri, þegar honum var valinn staður. Flugvöllurinn á Þingeyri bætir þó nokkuð úr skák hluta af árinu, þ.e.a.s. sé vegurinn fær milli Þingeyrar og Isafjarðar. Patreks- fjarðarflugvöllur þjónar vissulega Birgir Þorgilsson „En hver hefur orðið hlutur Vestfjarðakjör- dæmis í öllum þessum miklu umsvifum í ferðaþjónustunni? Því miður verður að viður- kenna að hann hefur ekki verið mikill og er dapurlegt til þess að vita. Aðurnefnd könn- un á ferðavenjum Islendinga Ieiddi í ljós að aðeins 12% eða 9.600 heimsóttu Vestfirði. Samkvæmt sömu reikn- ingsaðferð verða þeir 12.000 í ár. Árið 1984 fékk Suðurland 30% af kökunni, Norðurland eystra 27% og Vestur- land 22%. mikilvægu hlutverki, en óneitanlega er hann staðsettur óþægilega langt frá aðalbyggðakjarnanum. Á hinn bóginn liggur hann nægilega vel fyrir ferðum til Látrabjargs og ná- grennis, sem ég er sannfærður um að á eftir að verða einn fjölfamasti ferðamannastaður á landinu. Ferðir Baldurs yfir Breiðafjörð eru mörg- um ferðalangnum sem ferðast vill til Vestíjarða til hagræðis, en verða seint sú samgöngubót fyrir Vest- firði sem ferðir Akraborgar eru fyrir Vesturland og aðra landshluta. Til þess eru ferðir of stijálar m.a. vegna vegalengdar og siglingatíma og laða því ekki að nægjanlegan fjölda viðskiptavina til að skapa þá ferðatíðni sem til þarf. Mikill skortur er á tjaldsvæðum. Samkvæmt upplýsingabæklingi ferðamálaráðs eru slík svæði aðeins í Vatnsfirði og á ísafirði, en þó veit ég að vísir er að slíkri þjónustu víðar. Hvetja þarf forráðamenn sveitarfélaga svo og bændur til að skipuleggja tjaldsvæði hið allra fyrsta enda eru þau nauðsynlegur þáttur í nútíma ferðaþjónustu. En hafa ber í huga að þau verða að vera þannig úr garði gerð að ferða- langurinn sækist eftir að dvelja á þeim um lengri eða skemmri tíma. Verðmæt söluvara Fyrir nokkru ferðaðist ég allvíða um Vestfirði og sá þá unga og aldna á ýmsum stöðum við sjóbirtings- veiði í sjó, ýmist stangaveiði eða netaveiði. Hér er um að ræða mjög verðmæta söluvöru fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Sjóbirtingur gengur sjálfsagt í flestar ár á Vest- fjörðum vor og haust, í iíkingu við það sem gerist í Suður-Grænlandi. Ekki má heldur gleyma því að út- lendingum þykir ekkert síður spennandi að draga aðrar fiskiteg- undir úr sjó en sjóbirting. Vötnin á Þorskafjarðarheiði eru nánast ótelj- andi, svo dæmi sé tekið. Ég veit að í sumum þeirra er stunduð silung- sveiði með góðum árangri, en lítið sem ekkert gert til að vekja at- hygli á þeim möguleika ferða- mannsins að renna þar færi eða jafnvel leigja smánetstúf ef þannig mætti koma í veg fyrir að komið sé heim með öngulinn í rassinum. Mér er heldur ekki kunnugt um að neins staðar á Vestfjörðum, nema e.t.v. hér á ísafirði, sé boðið upp á skipulagðar ferðir til sjóstanga- veiði. Sem dæmi um hvaða árangri má ná í þessu tilliti get ég nefnt, að sl. vor komu 110 sjóstangaveiði- menn frá Bretlandi og dvöldu samtals í 800 gistinætur í Keflavík. Lauslega áætlað munu þeir hafa eytt u.þ.b. 3 milljónum króna þar í bæ. Þetta var fyrsta tilraunin og kostaði vitaskuld nokkuð fé en fyrst og fremst fyrirhöfn. Margt fór úr- skeiðis en allir þátttakendur sneru tiltölulega ánægðir til síns heima og áfram munu Keflvíkingar halda á sömu braut. Ég hygg að ykkar möguleikar séu mun meiri en Suð- urnesjabúa á sviði sjóstangaveiði, e.t.v. betri en víðast hvar annars staðar á landinu, en heppileg gisti- staða verður að vera fyrir hendi. í flestum tilfellum eru þessir menn ekki reiðubúnir að greiða fyrir dýr hótelherbergi og er því nauðsynlegt að bjóða jafnhliða ódýrari gisti- möguleika, t.d. í snyrtilegum verbúðum eða heimahúsum. Strandir, þar með taldar Horn- strandir, eru að mínum dómi ein dýrmætasta eign framtíðarinnar á sviði ferðaútgerðar á íslandi, og á ég þá við allt svæðið frá Hólmavík, norður og vestur um. Það væri of langt mál að telja upp öll þau nátt- úruundur sem mæta augum ferða- mannsins á þessu svæði enda óþarft að tíunda þau fyrir ykkur. Hvað Safnaðarheimili, skipu- lag og tónlistarskóli eftir Guðmund Guðgeirsson Nýlega hafa komið fram í tveim- ur bæjarblöðum hugmyndir um nýja byggingu fyrir tónlistarskóla. Hugsanleg staðsetning verði á Grundartúni, sem fellur að Austur- götu, læknum og Strandgötu. Fyrst verður að virða rétt og álit þeirra sem þama búa. Ég undirritaður ber fulla virðingu fyrir tónmennt sem list, en tónlist- arskólinn verður að vera staðsettur þar sem hann truflar ekki ró manna. Hann á að setja svip á bæinn, enda eiga slík listahús að gefa til kynna með stílgerð þeirra, hvaða listum þau þjóna. Auk þess verða þau að faila vel að umferðarsvæði bæjar- ins, þar sem vegfarendur sjá og heyra, en það er hvatning til lista og menningarmála. Grunaartúnið hefur áður komið til umræðu og úthlutunar en ekki verið nýtt sam- kvæmt því. Þessu svæði var ætlað annað hlutverk varðandi bygging- argerð með stórhýsum í Hafnar- firði. Fyrir um 19 árum í apríl 1967 var samþykkt nýtt skipulag bæjar- ins þá eftir samkeppni. Þar var gert ráð fyrir miklum breytingum á byggingargerð á Grundartúni. Þetta skipulag lagði til og stefndi fastlega að niðurrifi eldri húsa á nefndu svæði, en þar skyldi byggja mörg stórhýsi. Af þeim ástæðum kom fram hreyfing um það að byggja þar nýtt Ráðhús, og séð sicyldi fyrir nógu rými varðandi all- ar starfsdeildir bæjarins, en frá því var horfið. Þannig er saga Grund- artúns á rumum 20 árum. Þess skal getið að á árinu 1982 var enn lokið við að skipuleggja bæinn og það samþykkt. í þessu skipulagi fær miðbærinn nýja upp- lyftingu til framtíðarinnar ef eftir því verður farið. Þar má sjá margt athyglisvert, sem eykur athafnir og glæðir mannlífið, með góð fyrirheit um það sem betur má fara og nauð- synlegt er að framkvæma ef miðbærinn á að halda gæfu og til- gangi sínum með reisn. Á svæðinu fyrir neðan Hafnarfjarðarkirkju á að tengja Strandgötuna við Fjarðar- götuna, samkvæmt hinu nýja skipulagi. Þar fyrir neðan koma næg bílastæði, síðan ný gata með sjávarströnd. Bílastæðið neðanvert við sýslumannstúnið verður fært til. Samkvæmt skipulagi kemur fram, að á þessu svæði verða byggð 3 hús um 200 ferm. tveggja hæða. Um þau hafa leikið þær hugmyndir á milli manna hjá bænum, að þau séu einkum ætluð fyrir félagsstarf- semi. Þá hefur komið fram sú skoðun að staðsetja þar tónlistar- skóla, sem er mjög heppilegur staður og einnig safnaðarheimili fyrir kirkjuna. Það er mikilvægt að Guðmundur Guðgeirsson hafa æskulýðsstarf fyrir eldri ungl- inga, en það hefur fallið niður og myndað tómarúm í starfsháttum kirkjunnar vegna húsnæðisvand- ræða. Einnig er nauðsynlegt að stofna bræðrafélag á vegum safn- aðar sem telur um 7.000 sóknar- böm, en það hefur ekki verið reynt, til þess þarf áhugamenn og aðstöðu í húsnæði. Safnaðarheimili var teiknað fyrir 12 árum fyrsta tillaga en ekkert hefur orðið af framkvæmdum, þar sem staðsetning hefur ekki fengist svo vitað sé hjá ráðamönnum. Þeg- ar nýja skipulagið var í vinnslu á árinu 1982 sendi sóknamefnd Hafnarfjarðarkirkju, þáverandi, bréf til bæjarstjómar, sem einnig komst í hendur skipulagsnefndar, þar sem þess var vænst að afstaða væri tekin í hinu nýja skipulagi um staðsetningu fyrir safnaðarheimili, en fátt hefur orðið um svör á liðnum árum. Vegna kunnugleika á þessu máli, á ég ekki von á því að á umræddu svæði verði byggð nefnd hús, fyrir neðan sýslumannstúnið. Ef það verður endanleg niðurstaða að byggja tónlistarskólann á Gmnd- artúninu við Austurgötu mætti gjaman staðsetja safnaðarheimili þar einnig. Þessar stofnanir vinna báðar að framtíðarheill manna, þar sem um er að ræða list og menntun og hins vegar félagslegar og trúar- legar hugsjónir sem geta staðið hlið við hlið. Þessa ábendingu ætti bæj- arstjórn að taka til endurskoðunar því framtíð er nánd og sveiflur í stjómmálum. Höfuadur er hárskerameistari í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.