Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚSTi 1986 Þessir hringdu . Ég kem til ykkar vinir... Pálína Gísladóttir hringdi og vildi vita hvort einhver kann- aðist við afganginn af kvæði þar sem eftirfarandi kemur fyrir og Gert við brúður Maður hafði samband við Velvakanda vegna fyrirspurnar um hvar væri hægt að fá gert við brúður. Hann sagðist taka þetta að sér og bað þá sem á þyrftu á að halda að hringja í síma 25312. Vel farið með vistmenn Sólheima Ásta Bjarnadóttir hringdi: „Það kom mér mjög á óvart að lesa í Velvakanda á surinu- daginn að illa væri farið með vistmenn á Sólheimum í Grímsnesi. Ég þekki dálítið til þama og get vitnað um það að mikið er gert fyrir vistmenn Sólheima og þeir eru flestir mjög ánægðir með dvölina þama. Forystufólkið leggur sig allt fram og hefur unnið vel. Ég þekki að vísu ekkert til fjármál- anna þarna en ég hef aldrei orðið vör við neina óánægju með þau og efa stórlega að gengið hafi verið á vasapeninga vistmanna." vissi hver hefði ort: Ég kem til ykkar vinir Því klökkur er í kvöld Og annars staðar Að lokum þegar stjömumar lýsa bláan heim. Myndavél týnd Jóhanna María hringdi. Bandarískur skiptinemi hafði týnt Olympus XA-myndavél á einhveijum eftiitalinna þriggja staða: Biðstöð SVR við Raufar- sel, biðstöð SVR við Borgarleik- húsið eða þar í nágrenninu eða við skemmtistaðinn Sigtún. Myndavélin er merkt föður skiptinemans. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 73232. Gleraugu fundust Maður hringdi og hafði fundið gleraugu í garði Alþingishúss- ins. Sá sem sáknar gleraugn- anna getur vitjað þeirra á óskilamunadeild lögreglunnar. Hver skilaði peningaveski? Anny Helgason hringdi og vildi gjaman hafa samband við manninn sem fann peningaveski sonar hennar og skilaði því að Hjarðarhaga 19. Hana. langar til að senda honum blóm fyrir heiðarleikann og að láta sér ekki nægja að hringja heldur koma sjálfur með veskið. Síminn hjá henni er 16114. Ó, þú nýja fjallalamb Ein sauðþrá skrifar: „Að undanfömu hefur birst gull- falleg myndasyrpa í auglýsingatím- um sjónvarpsins af íslensku landslagi og fólki með meiru. Manni verður ósjálfrátt hugsað rétt si svona: „Hvað er nú verið að aug- lýsa?“ Svarið lætur ekki á sér standa. Allra snyrtilegasti böggull fellur eins og af himnum ofan hvar á stendur Fjallalamb. Sala fjallalambsins, sem hingað til hefur heitið íslenskt dilkakjöt, hefur víst ekki gengið vel. Þjóð- hollir sæmdarmenn sáu að við svo búið mátti ekki standa og bundust samtökum um að gera hag þessarar elstu atvinnugreinar þjóðarinnar allt frá landnámstíð meiri. Árangurinn kom strax í ljós. Fjallalamb skyldi dilkurinn heita, pakkaður inn í fallegar pappaum- búðir. Þar með var málið leyst. Neytendur hlutu að taka slíku kostaboði vel. Eitthvað vom menn þó seinir að átta sig eins og fyrri daginn enda margir landsmanna orðnir sauð- þráir eftir sambúð þjóðarinnar við sauðkindina í rúmar ellefu aldir. Einnig vildi svo til að enn vom menn á lífi sem höfðu eignast flalla- lamb og verið ánægðir með þótt það væri ekki pakkað inn í skraut- legar umbúðir. Það vom hálfvaxin og homð lömb sem gengið höfðu móðurlaus á fjalli sumarlangt og þóttu því ekki hæf til slátmnar að hausti. Var því stundum bmgðið á það ráð að gefa bami fjallamb til þess að það gæti annast það og fóðrað svo vel að það næði eðlilegum þroska. Eigandanum til mikillar gleði, því að þetta var kannski hans fyrsta og eina veraldlega eign. Á þessa röngu notkun orðsins fjallalamb hefur mætur maður rétti: lega bent áður á hér í blaðinu. í íslenskri orðabók sem Mál og menn- ing gaf út 1983 segir að fjallalamb sé „graslamb, lamb sem gengur móðurlaust á fjalli, fráfæmalamb“. Einhver kann að ætla að ég hafi eitthvað á móti dilkakjöti, en það er fjarri lagi. Ég tek það fram yfír flest annað kjöt og mér er líka annt um hag og velferði bændastéttar- innar, ekki síst sauð^árbænda. Það er einkum tvennt sem vakir fyrir mér með þessari grein og ég vona að það komi nægilega skýrt fram. í fyrsta lagi finnst mér það illþolandi móðgun við neytendur þegar auglýsendur ætla að höfða til heimsku þeirra og fávisku með skmmi, glansmyndum og halda jafnvel að nóg sé að skíra vömna nýjum nöfnum (jafnvel brengla merkingu þeirra), þá hljóti neytend- ur að trúa því að hér sé eitthvað alveg nýtt og ómissandi á boðstól- um. Mér finnast auglýsingamar á fjallalambinu vera skólabókardæmi um þetta og trúi ekki að neytendur láti glepjast af henni né öðmm sem eru af sama toga spunnar. í öðm lagi er ég sem neytandi ósátt við verðlag á dilkakjöti, hveiju nafni sem það kann að nefnast. Þegar ég hef verið stödd við kjöt- borð matvömverslana síðustu árin hefur það alltaf vakið með mér undmn og gremju að sjá að verð á dilkakjöti er oft svipað og verð á öðmm tegundum kjöts sem er ónið- urgreitt og ég hélt í einfeldni minni að væri dýrara í framleiðslu. Hvað þessu veldur veit ég ekki og vildi gjaman fá svör við. Getur verið að hér ráði ferðinni miðstýring og milliliðagróði í stað lögmálsins um framboð og eftir- spum ásamt vilja til að gera vel, öllum til hagsbóta?" 051 ELDAVEL EK 1734 MEÐ GLERHITAPLÖTU Tvöfaldur ofn. Yfir- og undirhiti, blástur, grill. Sjálfhreinsandi. 4 hitaplötur. Glerhurð með barna- öryggi, loftræst. Geymsluskúffa, stillanlegir fætur. Færanleg topp- plata. Litir: hvítur og brúnn. 2 ÁRA ÁBYRGÐ Blomberg EF Agústkjör: Verð 39.890 stgr. útborgun 5.000,- I EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995 ih:i=4tj=i-i MONZAN er væntanleg fljótlega. Tökum viö pöntunum. BíLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu Verðl’ SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Pið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.