Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ,, FÍMMTUÐAGUR 28. 'ÁGÚST 1986 50 .kf <$byi © 1986 Universal Press Syndicate ,Eu þctta. h'inn 54 cúcu cja.mh Umbbáansar) P * Ef þú ætlar að fá þér kaffi- bolla, þá er kerfið hér þannig að þú samstillir þtjár agúrkur! Með morgimkaffinu Ef þér er ofraun af að horfa á mig, get ég svo sem lok- að hurðinni? Áskrifandi í 60ár 12 ára stúlka skrifar að framkoma starfsfólks í mörgum verslana borgarinnar við börn sé ekki til fyrirmyndar. Gemma Johansen, Præsto, Dan- mörku, skrifar: Mér datt í hug að ykkur þætti forvitnilegt að nú í sumar eru liðin 60 ár síðan ég og maðurinn minn gerðumst fyrst áskrifendur að Morgunblaðinu. Sumarið 1926 fluttum við til Seyðisfjarðar og bjuggum þar í meira en 40 ár. Vegna veikinda mannsins míns fluttum við til Dan- merkur og árið 1969 lést hann 70 ára_ gamall. Eg er nú 86 ára og hef enn ánægju af því að lesa „Moggann" en því miður get ég ekki lengur ferðast vegna þess að ég er orðin svo slaém í fótunum. Með árunum hef ég þó fengið marga af mínum íslensku vinum í heimsókn og á enn vini sem búa á Seyðisfírði eða í Reykjavík. Anægjuleg kvöld- stund með Hamra- hlíðarkórnum Eru börn annars flokks viðskiptavinir? Ein 12 ára skrifar: „Þegar ég var að lesa Velvak- anda í Morgunblaðinu um daginn rak ég augun í bréf sem 11 ára stelpa skrifaði um afgreiðslu starfs- manna í Vörumarkaðinum. Þar sagði hún að starfsfólkið hefði af- greitt fullt af fullorðnu fólki á undan sér og svo þegar kom að henni var hent í hana einhveijum litlum kjúklingi. Ég er sjálf 12 ára gömul og mér fínnst starfsfólk í ótrúlega mörgum verslunum bæjarins svo ókurteist við börn að það getur tæplega tal- ist til fyrirmyndar. Ég á heima í austurhluta borgar- innar og þarf oft að fara í verslanir til að kaupa ýmislegt. Þar hefur alveg það sama komið fram, börn virðast vera annars flokks við- skiptavinir. Fullorðnir eru í mjög mörgum tilfellum teknir fram fyrir börn í afgreiðslu. Svo þegar einhver kurteis bendir á að bömin séu næst er sett upp sætt bros og spurt: „ö, fyrirgefðu, hvað ætlar þú að fá?“ Ég skora því á afgreiðslufólk í versl- unum að koma fram við böm eins og þau væru fullorðin. Svo ætti fullorðið fólk að minnast þess að böm læra kurteisina af engum öðrum en þeim sjálfum." Kvenna- knattspyrna Magnús Guðbrandsson hefur sent Velvakanda eftirfarandi sem hann orti í tilefni af sigri Vals í íslandsmeistaramótinu í knatt- spymu kvenna. Það er rétt að Valur vinnur vegna þess að hann er bestur sómakeppni fólkið finnur frægðarljómi hans er mestur. Áfram Valur, efla skal íþrótt fyrir snót og hal. Ferfallt húrra fyrir Val. Robert L. Jennings skrifar: „Sem fyrrverandi meðlimur í Sin- fóníuhljómsveit íslands, nú kominn aftur til Stirling í Skotlandi, fannst mér ég verða að skrifa og segja hve mjög ég naut tónleika Hamra- hlíðarkórsins undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur í MaeRobert-leikhús- inu í Stirling 5. ágúst sl. Þama átti ég ánægjulega kvöld- stund hlustandi á vel valda, áhugaverða og vel flutta tónlist. Það var ánægjulegt að sjá af hve miklum áhuga þetta unga fólk söng og gleðin skein úr andlitum þeirra. Finnst mér ekki nema rétt að hrósa þeim og góðum stjórnanda þeirra. Þau hafa staðið sig stórvel sem óopinberir sendiherrar íslands og geta íslendingar verið stoltir af kórnum." Eyfirðingar athugið Athygli Eyfirðinga, skal vakin á því, að ritstjómarskrifstofa Morgunblaðsins, Hafnarstræti 86, Akureyri, tekur við bréfum og fyrirspumum í Velvakanda. Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVISI „ pO SAQOIR AO HER V>ei?U ENQIN /VIE-INpýR.!" Veiðivötn eru eitt skemmtileg- asta óbyggðasvæði, sem Víkveiji hefur komið til í seinni tíð. Þetta er sannkölluð undraveröld. Viitnin sjálf, gróðurinn við þau, sandarnir, fjöllin, allt veldur þetta því, að Veiðivötn eru tvímælalaust einn sérstæðasti áfangastaður ferðamanna í óbyggðum. Víkveija kom einnig á óvart hvað búið er að koma upp mikilli aðstöðu fyrir þá, sem þama eru á ferð. Sæluhús er við Veiðivötn en að auki hafa verið byggðir þar all- margir kofar, sem leigðir eru út og er aðstaða því ákjósanleg fyrir þá, sem vilja dvelja um tíma við veiðar eða aðra útiveru á þessum slóð- um.Að sjálfsögðu er einnig hægt að tjalda á staðnum. Skálaverðir eru þar, fólki til að- stoðar og leiðbeiningar og til þess að fylgjast með því, að öllum reglum um veiðimennsku sé fylgt! Veiði- leyfin eru seld að Skarði í Landsveit og er líklega skynsamlegt að panta þau fyrirfram. Ferðir Islendinga um óbyggða- svæði hafa aukizt verulega. Vonandi verður það ekki til þess að of fullkomin aðstaða verði byggð upp á þessum svæðum. Það á vel við að hún sé dálítið frumstæð eins og hún er þrátt fyrir allt í Veiðivötn- um. Víða um hálendið eru stað- hættir slíkir að ekki er ráðlegt að vera á ferð á einum.bíl, en akvegur í Veiðivötn er mjög greiðfær og þótt fari þurfi yfir tvær ár er vel fært á fólksbílum þangað eins og sjá mátti þá helgi, sem Víkverji kom þar við, að lítill Suzuki-bíll hafði komizt þangað og er það óneitan- lega vel gert að fara þessa leið á ekki stærri bíl. xxx Veitingastaðirnir á höfuðborg- ai-svæðinu eru orðnir svo margir að erfitt er að halda tölu á þeim. Fyrir skömmu kom Víkveiji inn á lítinn veitingastað við Lauga- veg, sem nefnist Eldvagninn og hefur starfað um nokkurt skeið. Þarna hefur verið byggður upp lítill en skemmtilegur veitingastaður, sem er ótrúlega vel fyrir komið, þótt aðstæður hafi verið erfiðar til þess. Veitingar og þjónusta er góð eins og raunar er orðið á langflestum veitingahúsum borgarinnar. Þegar veitingastaðirnir 0111 orðnir svo margir, sem raun ber vitni um verð- ur býsna erfitt að gera þá þannig úr garði, að þeir verði ekki líkir hver öðrum, en þeim, sem að Eld- vagninum standa hefur tekizt að gefa honum sérstakan svip. xxx Annars hefur veitingahúsunum á höfuðborgarsvæðinu bætzt nýr keppinautur að því er kunnugir menn segja Víkveija. Eftir að Hót- el Örk opnaði í Hveragerði er töluvert um það, að Reykvíkingar og íbúar nærliggjandi sveitarfélaga aki til Hveragerðis til þess að snæða kvöldverð, sérstaklega síðari hluta vikunnar. Þetta ásamt mörgu öðru bendir ótvírætt til þess að smátt og smátt muni höfuðborgarsvæðið og þétt- býlið sem er að myndast fyrir austan fjall tengjast meira saman. Nú munu um 100 manns á Selfossi sækja vinnu til Reykjavíkur daglega og njóta þá hvorutveggja: lægri húsnæðiskostnaðar á Selfossi og meiri tekjumöguleika á Reykjaví- kursvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.