Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.08.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28 ‘ ÁGÚST 1986 Lengi lifir í gömlum glæðum Ssambandsslit og skilnaðir hinna svokölluðu stórstima eru ávallt efni í stórfréttir. Ef misklíð kemur upp á milli einhverra frægra turtildúfna á almannafæri þykjast slúðurdálkamir heldur bet- ur hafa komist í feitt, eyða jafnvel heilur opnunum í að velta sér upp úr vandamálunum, velta vöngum um ágreiningsefnið. Skilnaður þeirra skötuhjúa, Alönu og Rods Stewart, vakti heldur ekkert litla athygli á sínum tíma. Var það laus- læti Alönu eða einræði Rods sem úrslitum réð? — Þetta var spuming, sem ekkert svar fékkst við. Lengi vel veltu blöðin því fyrir sér hvort skilnaðurinn hefði verið samkomu- lag þeirra beggja — eða hvort annað þeirra sæti kannski eftir með sárt Alana er nú önnum kafin við að ala fyrrum eiginmann sinn upp, söngvarann Rod Stewart. ennið. Nú þykjast einhveijir sér- fræðingar í stjörnumálum vestan- hafs hafa komist að raun um að ekki séu tilfinningakol þeirra Alönu og Rods alveg kulnuð. Þeir hinir sömu birta nefnilega viðtal við frúna, þar sem hún segist enn elska Rod alveg út af lífinu. „Hvort við tökum saman aftur er samt alveg óvíst," er haft eftir henni, „en til að það myndi ganga yrði Rod að breytast og þroskast æði mikið. Samband okkar er samt með besta móti, við tölum saman í síma og svo sendi ég honum alls kyns bæk- ur, sem ættu að hjálpa honum til að verða fullorðinn. Bækur, sem gera hann skilningsríkari og rót- fastari — virkilega lærdómsríka lesningu." - Okkur virðist Alana hins vegar eiga margt ólært — og þá sér í lagi um menn. Brúðkaup Burt og Loni í uppsiglingu? Hjónavígslur í Hollywood eru oftast æði hátíðlegar athafnir, þrátt fyrir að þær séu daglegt brauð og flestir taki þátt í þess háttar viðburði oftar en einu sinni á ævinni. Til eru þeir þó sem bíða átekta, hugsa sig vel um áður en þeir fara að heita trú og tryggð um aldur og ævi. Meðal þeirra eru þau Burt Reynolds og Loni Anderson. í gegnum árin hefur því stöðugt verið spáð að innan tíðar myndu þau ganga í það heilaga, en enn hefur ekkert gerst í þeim efnum. „Eflaust endar með því að við giftum okkur," segir Reynolds, „og það fyrr en seinna. Ástæðan fyrir þessum frestunum er hins vegar sú, að við erum bæði önnum kafin. Brúðkaup kostar mikið tilstand og það tekur tíma. Þegar maður hefur hinsvegar svona lítinn frítíma, þá vill maður heldur nota hann til ná- vistarinnar. Þegar við giftum okkur mun það ekki vera í neinum flýti. Við tökum okkur þá bæði frí frá kvikmyndaleiknum, gefum okkur góðan tíma í að eyða hveitibrauðs- dögunum saman, förum í ferðalag eitthvað langt í burtu frá öllum þessum skarkala. En hvenær það verður er enn óljóst — við erum bæði bókuð út þetta árið, að minnsta kosti,“ segir hann. Túngata 5 25330 ENSKA OG SPÆNSKA OG ÞYSKA OG FRANSKA f hefiast 7>«w I /gr Innrítun kl. 9-20 ^ ^ alla daga líka um helgina! t kuskólmn vikna námsk Enskuskólinn 7 vikna námskeið. askólinni námskeið, Evrópuskólinn 7 vikna námskeið. namsgogn ifalin. rar OG ÍTALSKA OG ÍSLENSKA OG MEIRI ENSKA 45 Hamborgart franskar og Coca Cola á kr 169 nlÐNTTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS KONUR: STOFNFUNDUR UM NETIÐ Áður boðaður stofnfundur um samskiptanet („net- work“) kvenna í stjórnunarstörfum verður haldinn laugardaginn 30. ágúst kl. 14 í fundarsal Iðn- tæknistofnunar á Keldnaholti. Konur, sem sóttu ráðstefnuna „Konur við stjórnvölinn", kvennanám- skeið Verkstjórnarfræðslunnar og kvennanám- skeið rekstrartæknideildar ITÍ um stofnun og rekstur fyrirtækja, eru sérstaklega boðaðar, en fundurinn er einnig opinn öllum öðrum áhugakon- um. BETRI ÁRANGUR MEÐ ATLAS COPCO Öruggur búnaður fyrir: 1. Mannvirkjagerð 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaðiðnað 4. Léttan iðnað ATLAS COPCO LOFTDRIFIN HANDVERKFÆRI * Borvólar ☆ Slípivélar * Herzluvélar ☆ Gjallhamrar ☆ Brothamrar ☆ Ryðhamrar ☆ Frœsarar * Loftbyssur ☆ Sagir ☆ Klippur ☆ Máln.sprautur ☆ Sandblásturstœki ☆ Fydgihlutir ATLAS COPCO er stærsti framleiðandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaði fyrir þrýstiloft. Fyrirtækið þekkir hvernig minnka má framleiðslukostnað með notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iðnaðarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. !■■■ Fyrirtæki með framleiðslu er JlUasCopco trY99ir Þér bætta arðsemi og JhlasCópcc góða þjónustu. Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMJÐJAN HF. ■^ISOLVHÓLSGOTU 13 - REYKJAVlK SlMI (91) 20680 VERSLUN: ÁRMÚLA 23 í hádeginu alla VIRKA DAGA frá kl. 11-14 Gildir til 1. október. Veitingahúsið sprengisandur fejí\ VEITINGAHUS Bustaöavegi 153. Simi 688088 -I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.