Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Plnrgiw Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Umskipti í landbúnaði Samningar hafa tekist um þau mörk, sem við skal miðað í framleiðslu á mjólk og sauðfjárafurðum á framleiðslu- árinu, sem stendur frá sept- ember 1987 til september 1988. Þessir samningar byggj- ast á því grundvallarsjónar- miði, að bændum á litlum búum verði auðveldað að breyta úr hefðbundnum búskap yfir í nýgreinar - eða hætta alveg. Hefur Framleiðnisjóður land- búnaðarins tekið að sér að kaupa framleiðslurétt og bús- mala af þessum bændum til að létta þeim umskiptin. Þeirri stefnu er sem sé fylgt, að í stað þess að þrengja að öllum bændum og skylda þá til að draga úr framleiðsiu sinni er athyglinni beint að minni búun- um. Tilgangurinn með þessari stefnu, sem er skýrð með orð- inu „búháttabreyting“ er tvíþættur. í fyrsta lagi er ætl- unin að draga úr framleiðslu á mjólk um 3 milljónir lítra og hins vegar á kindakjöti um 800 tonn. Hér er um meðalfram- leiðslu 150 verðlagsgrundvall- arbúa að ræða. í öðru lagi er markmiðið að gera þeim bænd- um, sem búa við erfíð skilyrði, kleift að hætta búskap með fullri reisn. Um það hefur að sjálfsögðu verið ágreiningur hvaða stefnu beri að fylgja í þessu mikilvæga máli. Grundvallarstefnan var mörkuð í búvörulögunum, sem samþykkt voru á Alþingi 1985. Samkvæmt ákvæðum þeirra var samið um framleiðslumagn til tveggja ára á síðasta ári. Hófst seinni hluti þess tímabils 1. september síðastliðinn. Eins og menn muna þótti ýmsum bændum erfítt að laga sig að hinum nýju reglum fyrsta árið, þar sem það dróst að taka ákvarðanir um skiptingu fram- leiðslunnar. Með því samkomu- lagi, sem nú hefur verið kynnt, liggur það ljóst fyrir, hver framleiðslan á að vera fram til 1. september 1988. Verðurtek- ið mið af því við slátrun sauðfjár nú í haust eins og eðlilegt er. Við gerð þessa samkomulags um framleiðslumagnið var sú ákvörðun tekin í sexmanna- nefnd, að kindakjöt hækki ekki frekar en orðið er á þessu hausti. Byggist þessi ákvörðun á því að sögn Inga Tryggvason- ar, formanns Stéttarsambands bænda, að bændur gera sér ljóst, „að erfítt verður að halda sölu kjötsins í horfínu með mik- illi hækkun“. Þetta er rétt mat á öllum aðstæðum. Verðlag á landbúnaðarvörum ræður Iíklega úrslitum um það í hve miklu magni þær seljast. Það eru að verða umskipti í íslenskum landbúnaði. Meðal annars fyrir tilstilli bænda sjálfra og með ákvörðunum, sem teknar eru í samtökum þeirra er unnið að því að fylgja fram nýrri stefnu. Jóhannes Torfason, bóndi á Torfalæk II og formaður stjórnar Fram- leiðnisjóðs, segir hér í blaðinu í gær, að grunnhugsunin í starfí sjóðsins og hlut hans í nýteknum ákvörðunum sé sú að veita þeim bændum, sem hætta búskap, tímabundna af- komutryggingu þannig að þeir hafí ámóta tekjur og þeir hefðu haft af búskapnum ef tekist hefði að tryggja þeim fullt verð fyrir framleiðsluna. Og jafn- framt að tryggja hinum sem eftir verða lífvænlega afkomu við hefðbundinn búrekstur. Þetta er skynsamlegt sjónar- mið og hlýtur að vera öllum, er vilja styrkja stöðu land- búnaðarins, fagnaðarefni, að það ræður nú ferðinni í land- búnaðaramálum. Eins og að málum hefur verið staðið er full ástæða til að ætla, að bændur bregðist vel við þeim ákvörðunum, sem hér hefur verið lýst. Laxeldið Tvær fréttir birtust um lax- eldi í Morgunblaðinu í fyrradag. Annars vegar er sagt frá því, að margir fískeldis- menn hér á landi séu í vand- ræðum vegna þess að þeir fái ekki afurðalán eða aðra banka- fyrirgreiðslu. Hins vegar er vitnað í Asbjörn Rasch, pólitískan aðstoðarmann norska sjávarútvegsráðherr- ans, sem lýsir áhyggjum sínum yfír því, sem hann telur ofvöxt í norsku laxeldi. Telur hann ástæðu til að velta því fyrir sér, hvort eldisstöðvamar gætu hugsanlega borið arð í fyrirsjá- anlegu verðstríði um fram- leiðslu þeirra. í huga lesanda kann að vakna sú spurning, hvort norski stjómmálamaðurinn sé að lýsa ástandi, sem blasi við hér á landi og þess vegna sé erfítt fyrir fískeldismenn að fá fyrir- greiðslu hjá bönkum og sjóðum. Tæknibylting. Fjarskipta- bylting. Framleiðslubylt- ing. Þetta eru þtjú kaflaheiti í bæklingnum íslenzk sveitarfélög við aldarhvörf - Mannlíf og möguleikar á tækniöld, eftir Magnús Ólafsson, hagfræðing. Samantekt þessi var vinnu- plagg á 13. landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga fyrr í þessum mánuði. Hröð framvinda er helzta einkenni sam- tímans. ísland líðandi stundar er til dæmis allt annað en fyrir tíu árum. Tíu ár eru þó sem augnablik í sögu þjóðar. Nýjungar og breytingar taka æ skemmri tíma. „Sjón- varpsvæðing á íslandi þurfti áratug, myndbandavæðingin nokkur ár, farsíma- væðingin nokkra mánuði," segir höfundur í tilvitnuðum bæklingi. Hraðinn og sam- keppnin í þjóðfélaginu - og samfélagi þjóðanna - fara vaxandi með degi hveijum. Samtímins styttast fjarlægðir, vegna sam- göngutækninnar. Hnötturinn, sem mannkyn deilir, „smækkar" í raun. Þegar horft er til framtíðar er ljóst, að menntun, þekking, tæknivæðing og frammi- staða einstaklinga og þjóða í vaxandi samkeppni ráða ferð um lífskjör og velferð á næstu áratugum. Þjóðir, sem halda vöku sinni að þessu leyti, ástunda frumkvæði og framtak í þjóðarbúskap sínum, skjalda sig gegn óförum. Ef ekki sitja þær að verri hlut. Þríþætt bylting Hraði nútímans og hin þríþætta bylting, tækni-, íjarskipta- og framleiðslubylting, setja mark sitt á ísland samtímans, land og þjóð á tímamótum. í bæklingi þeim, sem hér að framan er vitnað til, segir m.a.: „Óhjákvæmilegt er að leggja áherzlu á mikilvægi þess, að hlutverk stjómvalda í þessum breytta heimi hlýtur m.a. að vera það, að skapa framleiðslu- og þjónustu- greinunum hagstætt umhverfi til að ná árangri í heimi harðrar samkeppni, jafn- hliða því sem unnið er að fyrirframsettum markmiðum um jöfnuð og velferð." Um tæknibyltinguna segir höfundur efnislega. Þar eru nokkur atriði einkenn- andi. I fyrsta lagi að kröfur markaðarins ráða nú meiru um þróunina en tæknigeta framleiðenda. í annan stað að bilið milli rannsókna og hagnýtingar hefur stytzt. I þriðja lagi að „æviskeið" nýrra framleiðslu- aðferða styttist stöðugt. í fjórða lagi að verðmæti þekkingar vex í hlutfalli við aðra framleiðsluþætti: land, vinnuafl og fjár- magn. Loks hefur íhlutun mannsins í náttúru- og efnislegum ferli orðið mark- vissari. Fjarskiptaframvindan segir og ríkulega til sín. „Margt bendir til þess að þróun í vinnslu upplýsinga [tölvutækni] og dreif- ingu þeirra [fjarskiptatækni, boðmiðlun] sé um þessar mundir að hleypa af stað slíkri byltingu í atvinnulífi og þjóðfélags- háttum að fordæmi eða hliðstæður verði vart fundnar í sögu mannkynsins. Nefna má tilkomu prenttækninnar sem hlið- stæðu, en áhrif hennar komu fram á tímabili sem spannar aldir. Með upplýs- ingatækni er búizt við víðtækari breyting- um á nokkrum árum.“ Gera má ráð fyrir því að hvert íslenzkt heimili geti senn tengst mun fjölþættara streymi skemmt- unar, þekkingar og upplýsinga, m.a. á sviði viðskipta. Fjölskyldur geta innan tíðar keypt nauðsynjar um boðveitur, sem ná inn í stofur fólks; stundað bankaviðskipti, greitt reikninga, sezt á skólabekk o.s.frv., með sama hætti. Framleiðslubyltingin, „sjálfvirk fram- leiðsla", setur þegar svip á atvinnulíf margra þjóða. Japan, sem er leiðandi land á þessu sviði, státar þegar af 100.000 starfandi vélmennum. Framleiðsla af þessu tagi gerir „hálaunalöndum" kleift að keppa við „láglaunalönd“. Umfangsmikil fram- leiðsla getur af sömu ástæðu farið fram í fámenni þjóðar eða byggðar. Sjálfvirkni af þessu tagi vinnur hinsvegar naumast gegn atvinnuleysi, sem víða er þjóðarböl í dag. Allavega gerir framleiðslubyltingin auknar kröfur um endurmenntun fólks og tilfærslu þess milli starfsgreina. Það er hverri þjóð brýn nauðsyn að halda vöku sinni, menntunarlega, þekking- arlega og á tæknisviði, á tímum örra breytinga og hraðrar framvindu í atvinnu- og efnahagslífi heimsins. Það er að segja ef hún vill halda í við framtaksþjóðir um lífskjör. Bætt lífskjör fást ekki fyrirhafnar- laust. Heimastjórn sveitar- félaga Hratt flýgur stund í framþróun atvinnu- og þjóðlífs. Skipting landsins í sveitarfélög byggir engu að síður enn í dag að drýgst- um hluta á hinni fomu hreppaskipan, sem rætur á aftur á landnámsöld. Þegar íslenzka þjóðríkið var stofnað um 930 var hreppaskipanin þegar til staðar. Enginn vafí er á því að sveitarstjómir standa nær umbjóðendum sínum og þekkja viðhorf og þarfir þeirra, sem og stað- bundnar aðstæður, mun betur en hið fjarlægara stjómvald, ríkisvaldið. Þær em því betur í stakk búnar en ríkisvaldið til að annast staðbundna stjórnsýslu og stað- bundnar framkvæmdir, sem heyra hinu opinbera til. Staðbundin þekking gerir þeim og kleift að nýta skattfé borgaranna betur. Aðhald kjósenda er og virkara hjá sveitarfélagi en ríki. Mörg íslenzk sveitarfélög em hinsvegar allt of fámenn til að rísa, kostnaðarlega, undir því hlutverki, sem þessu stjómsýslu- stigi er ætlað í dag, að ekki sé talað um sterkar líkur á flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Af þessum sökum hefur lengi verið talað um nauðsyn þess að sam- eina sveitarfélög, einkum hin smærri. Lítill árangur hefur þó orðið af viðleitni í þessa átt. Eyrarhreppur og ísafjarðar- k.aupstaður sameinuðust árið 1972. Dyrhólahreppur og Hvammshreppur í árs- bytjun 1984. Önnur dæmi sameiningar sveitarfélaga finnast ekki síðastliðinn hálf- an annan áratug. 54 hreppar vóm með færri íbúa en eitt hundrað á sl. ári. 17 hreppar með færri íbúa en fimmtíu. Á sl. aldarfjórðungi hafa fjórir hreppar tæmzt af fólki: Sléttu- og Gmnnavíkurhreppar í N-ísafjarðarsýslu, Flateyjarhreppur í S-Þingeyjarsýslu og Loðmundarfjarðarhreppur í N-Múlasýslu. Geta fámennari sveitarfélaga til að búa þegnum sínum aðlaðandi umhverfi er að sjálfsögðu lakari en hinna stærri. Af þess- um sökum hefur margvísleg samvinna sveitarfélaga aukizt, til dæmis á sviði skóla-, heilbrigðis- og eldvarnarmála, sem og á vettvangi landshlutasamtaka sveitar- félaga. Það er máske vottur þess, sem framundan er, að sýslufundur A-Barða- strandarsýslu hefur einróma samþykkt áskoran ti! félagsmálaráðherra um að sam- eina alla hreppa sýslunnar í eitt sveitarfé- lag. „Vinna við þetta verkefni er nú í fullum gangi," sagði Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðherra, á 13. landsþingi Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Ný sveitarstjómarlög, sem samþykkt vóru á síðasta þingi, horfa til hins betra um margt. Þau ýta m.a. mjög undir sam- einingu hinna smærri sveitarfélaga. Unnið er að samþykkt um stjórnun sveitarfélaga, til samræmis við hin nýju lög, og samn- ingu reglugerða um framkvæmd þeirra. Vinnsla frumvarps um tekjustofna sveitar- félaga er langt komið. Félagsmálaráðherra hefur boðað framlagningu þess í haust. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp að nýjum skipulagslögum. Heimastjórn sveitarfélaga á staðbundn- um viðfangsefnum er mjög mikilvægur þáttur stjómsýslunnar í landinu. Standa þarf traustan vörð um sjálfræði byggðar- laganna að þessu leyti, víkka sjálfræðis- rammann fremur en þrengja. Sveitarfélög þurfa hinsvegar að hafa þá íbúatölu að þau valdi hlutverki sínu. Samkvæmt nýjum sveitarstjómarlögum (nr. 8/1986) ber félagsmálaráðuneytinu að hafa frumkvæði um, að sveitarfélög með færri íbúa en 50 verði sameinuð ná- grannasveitarfélagi eða sveitarfélögum. Nú þegar hefur ráðuneytið birt tilkynningu um skiptingu eins hrepps, Klofningshrepps í Dalasýslu, milli tveggja nágrannahreppa, og ráðgert er að sameina Múlahrepp í B arðastrandarsýslu nágr annahreppi. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 41 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 27. september Morgunblaðið/Ámi Sæberg Borgarleikhús Reykjavíkur i hinum „nýja miðbæ' Haldið verður áfram á þessari braut. Samband íslenzkra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga mættu og ýta undir „frjálsa" sameiningu sveitarfé- laga, þar sem hagkvæmni og aðrir kostir sameiningar eru augljósir. íhaldssemi get- ur að vísu verið, og er oft á tíðum, mikilsverð dyggð, það er að standa vörð um verðmætar hefðir og menningararf- leifð. Afturhald er hinsvegar af öðrum toga en heilbrigt íhald á fom verðmæti. Við verðum einfaldlega að ganga inn í framtíðina í takt við tímann. Sameining hinna smærri sveitarfélaga hefur tvenns konar meginmarkmið: að styrkja og efla sjálfræði heimaaðila yfir eigin málum og gera þeim betur kleift að styrkja samkeppnisstöðu heimabyggða, ekki sízt sttjálli byggða, hvað varðar ákvörðun fólks um búsetu. Samstarf sveitarfélaga Samband íslenzkra sveitarfélaga var stofnað 11. júní 1945. Stofnfundurinn var settur í Alþingishúsinu við Austurvöll en slitið á Þingvöllum. Tilgangur sambands- ins er margþættur. Tvennt ber þó hæst. í fyrsta lagi að gæta hagsmuna sveitarfé- laganna, meðal annars gagnvart löggjafar- og fjárveitingavaldinu. í annan stað fræðslustarf, bæði í þágu sveitarstjórnar- manna og starfsfólks sveitarfélaga. Sambandið er höfuðvígi íslenzkra sveitar- félaga. Til hliðar við sambandið eru landshluta- félög sveitarfélaga, sjö talsins, sem starfa flest innan kjördæmamarka. Fjórðungs- samband Norðlendinga spannar þó Norðurlandskjördæmin bæði. Samtök sveitarfélaga hér á suðvesturhorni lands- ins, í mesta þéttbýlinu, hafa önnur mörk (Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Samband sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu). Meginverkefni landshlutasam- takanna eru á vettvangi samgöngumála, atvinnumála og efnahagsmála. Hér skulu nefnd örfá dæmi af mörgum um framvindu, sem rætur á í samstarfi sveitarfélaga: * Lánasjóður sveitarfélaga, stofnaður fyrir 20 árum, sjálfseignarstofnun, sam- eign allra sveitarfélaga í landinu. Megintil- gangur hans er að veita stofnlán til meiriháttar framkvæmda. * Innheimtustofnun sveitarfélaga (lög nr. 54/1971). Hún er sameign sveitarfé- laga. Hefur starfað hálfan annan áratug. Meginhlutverk er að innheimta barnsmeð- lög, sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir, hjá meðlagsskyldu foreldri og endurgreiða Tryggingastofnuninni. Stofnunin tekur jafnframt að sér innheimtu sveitarsjóðs- gjalda hjá gjaldendum, sem flutzt hafa milli sveitarfélaga. * Hafnasamband sveitarfélaga var stofnað árið 1969. Fjórðungur íslenzkra sveitarfélaga á og rekur hafnir, ftskihafn- ir og/eða vöruhafnir. Það sinnir sérmálum hafna, sem eru, margar hvetjar, „hjarta" viðkomandi byggðarlaga, einkum sjávar- plássa. Hafnasambandið gætir hagsmuna hafnanna gagnvart ríkisvaldinu og öðrum aðilum og er samstarfsvettvangur um reglugerðir, gjaldskrár, o.fl. * Samband íslenzkra hitaveitna, stofnað 1980 af 24 hitaveitum, sem sveitarfélög eiga og reka, ýmist ein eða í samstarfi með öðrum. Tilgangur er hliðstæður og hjá Hafnasambandinu. * Samband íslenzkra rafveitna, Sam- band raforkuframleiðslufyrirtækja og rafveitna, sem eru ýmist í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Hér eru tínd til fáein dæmi af mörgum, sem sýna engu að síður, hversu fjölþætt samstarf sveitarfélaganna er. Samstarf óg samræming eru óhjákvæmileg á þessum vettvangi. Samband íslenzkra sveitarfélaga er full- trúi íslenzkra sveitarfélaga gagnvart erlendum samtökum sveitarfélaga. Þar er fyrst og fremst um að ræða sambönd nor- rænna sveitarfélaga, Alþjóðasamband sveitarfélaga og Sveitarstjórnarþing Evr- ópuráðsins. Nánast er samstarfið að sjálfsögðu við sveitarstjórnarsambönd á Norðurlöndum. Konur og stjórnmál Guðrún Erlendsdóttir, fyrsta konan sem gegnir embætti hæstaréttardómara hér á landi, skilgreinir jafnrétti kynja svo í við- tali við Morgunblaðið fyrir rúmu ári, að það „felist í því, að allir hafi sömu aðstöðu til að gera það, sem þeir helzt vilja. Það er langt í land“, segir hún, „að konur hafi aðstöðu til jafns við karla til að vinna að sínum málum ..." Þessi staðhæfing er efalítið rétt. Þrátt fyrir það hafa mál þokast umtalsvert til réttrar áttar. Konur hafa sótt í sig veðrið, bæði í atvinnulífínu og á vettvangi stjómmála, þjóðmála og sveitarstjómarmála. Konum fjölgaði vera- lega í sveitarstjómum í kosningum síðast- liðið vor. Þessi þróun hefur þó verið hraðari hjá öðrum Norðurlandaþjóðum en íslend- ingum. Guðrún Erlendsdóttir segir í Morgun- blaðsviðtalinu: „Ég tel ekki þverpólitísk sérframboð kvenna öflugt baráttutæki fyrir jafnrétti. Kynin eiga ekki að skipta sér í hópa eða andstæðar fylkingar. Konur eiga að starfa í þeim stjómmálaflokkum sem þær fylgja og hasla sér völl þar . . . Sjálfstæðis- flokkurinn hefur staðið sig betur við það að koma konum á þing en aðrir flokkar. En það þarf samt að ýta miklu betur við honum.“ Níu konur sitja nú á Alþingi íslendinga og hafi ekki fyrr verið fleiri, tvær í þing- flokki sjálfstæðismanna, ein í þingflokki jafnaðarmanna, ein í þingflokki Alþýðu- bandalags, tvær heyra til Bandalagi jafnaðarmanna og þtjár Samtökum um kvennalista, sérframboði kvenna. Fram- sóknarflokkurinn einn hefur enga konu í sínu þingliði. Önnur konan í þingliði sjálf- stæðismanna er jafnframt ráðherra heil- brigðis- og tryggingamála, hin forseti efri deildar Alþingis. Konur era hinsvegar í veralegum minni- hluta á löggjafarsamkomunni, níu talsins, sem fyrr segir, af sextíu þingmönnum. Þær era hinsvegar helft kjósenda. Áhrif þeirra á röðun framboðslista, sem ráðast í prófkjöram, gætu því verið mikil. Karlar gera sér og í vaxandi mæli grein fyrir því að framboð verða að höfða jafnt til kvenna sem karla, sem og til hinna ýmsu þjóð- félagshópa. Þegar framboð era ráðin, hvort heldur er af breiðum fjölda í próf- kjöri eða með öðram hætti, er ábyrgð raðenda mikil. Það verk þarf að vanda vel. Framboðslisti verður að afla fylgis. En fyrst og síðast þarf að skipa hann fólki, konum og körlum, sem valda því mikilvæga hlutverki sem löggjafarþing gegnir í lýðræðis- og þingræðisþjóðfélagi. Það er mergurinn málsins. Guðrún Erlendsdóttir telur Sjálfstæðis- flokkinn hafa staðið sig skár en aðra stjómmálaflokka varðandi þátttöku kvenna í stjórnmálum, en „það þarf samt að ýta miklu betur við honum“, segir hún. Fyrsta konan, sem kjörin var á þing, var meðal stofnenda Sjálfstæðisflokksins. Fyrsta konan, sem gegndi embætti borgar- stjóra í Reykjavík, var úr Sjálfstæðisflokki. Sömuleiðis fyrsta konan sem gegndi ráð- herraembætti. Sem fyrr segir gegna konur í þingliði sjálfstæðismanna sérstökum trúnaðarstörfum í dag. Spumingin er ein- faldlega sú, hver framvindan verður á næstu mánuðum þegar íslenzkir stjóm- málaflokkar raða á framboðslista sína við þingkosningar, sem fram geta farið í apríl- mánuði næstkomandi eða síðar á vori komanda. Meirihlutinn ræður ferð í próf- kjöram. Ástæða er til að hvetja fólk, hvar í flokki sem það stendur, til að vanda vel val sitt á frambjóðendum og láta réttsýni ráða ferð. „Þegar horft er til framtíðar er ljóst, að menntun, þekk- ing, tæknivæðing og frammistaða einstaklinga og þjóða í vaxandi samkeppni ráða ferð um lífskjör og velferð á næstu áratugum. Þjóðir, sem halda vöku sinni að þessu leyti, ástunda frum- kvæði og framtak í þjóðarbúskap sínum, skjalda sig gegn óförum. Ef ekki silja þær að verri hlut.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.