Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 —^—— REIKAÐUM „MILA N" eftir Atla Ingólfsson „Milan, e poe pu (Mílanó, og fátt framar) segja þeir innfæddu á hinni frönskulegu mállýsku sinni. Hlut- fall þeirra sem mállýskuna skilja fer iækkandi í borginni því innflytj- endur eru margir. Mílanó er land tækifæranna fýrir ítali, einkum þá að sunnan því þeir eiga öðru að venjast en því athafnasama og nú- tímalega samfélagi sem Mílanó er í dag. Það er misjafnt hvaða augum sannir „Milanés" líta aðkomufólkið og þá svipbreytingu sem borgin tekur með því. Hún er ekki lengur norður-ítölsk höfuðborg, heldur ítölsk og alþjóðleg athafnamiðstöð. Víst er, að æði lengi ætlar að sitja í þeim vottur af hroka gagnvart nýbúum. Sá hroki hefur þó mjög mildast í seinni tíð, og af nauðsyn, því hin vaxandi borg hefði ekki náð núverandi mætti án hins aðflutta vinnuafls. Svo mega Mílanungar líka halda nokkru stolti, því mikið til er dugnaði þeirra að þakka hversu hátt borgin hefur risið. Mílanó er oft kölluð „höfuðborgin í norðri“, sem er vísvitandi tvírætt. Það þýðir annaðhvort höfuðborg Norður-Ítalíu eða höfuðborg Ítalíu í norðrinu. Þannig er ekki laust við ríg milli Rómveija og Mílanunga. Mílanó stendur Róm langtum fram- ar í samgöngumálum og viðskiptalíf er öflugt. Þar sem peningar spretta er lífæð lands. Samt er ótrúlegt að hið raunverulega hjarta Ítalíu geti verið annars staðar en í Róm. í Róm rísa menntir og vísindi hátt, og hún er stjómarfarsleg höfuðborg (þótt ýmsir kvarti yfir því að vera kannski klukkutíma á leið af einni opinberri skrifstofu á aðra). Vinnuveður Til að vera raunveruleg höfuð- borg þyrfti Mílanó sennilega að vera hjartanlegri en hún er. I sam- anburði við helstu borgir Ítalíu er í Mílanó lítið um fom hús eða minnismerki. Fortíðin hefur verið látin víkja fyrir virkari nútíð. Ekki svo að skilja að fátt sé að sjá, en hið eftirtektarverða felst frekar í athöfnum en útliti borgarinnar. Ef enn er borið saman við syðri borgir er öruggt að Mílanungar hafa norrænna og streitulegra fas en aðrir ítalir. Ekki eru nema rúm hundrað ár síðan borgin tilheyrði Auturríska keisaradæminu, og sunnanmönnum þykir of mikið eima eftir af germanskri stífni. Fyrir ís- lending eru slíkar aðfinnslur þó lítt skiljanlegar, nógu þykir manni fólk- ið léttlynt og kurteist á götum úti, og blóðhiti nægur þegar á reynir. Hin germanska ögun birtist lík- lega helst í vinnuseminni. „María sæl, hvemig halda menn uppi fullri vinnu í slíku veðravíti?", sagði einn að sunnan. Ég spyr á móti: „Vinna menn ekki svona mikið einmitt af því veðrið er ekki til þess gert að hangsa í því?“ A vetrum er þoka svo viðvarandi að flugsamgöngur færast að miklu leyti til Malpensa-flugvallar í fimmtíu kílómetra fjarlægð. Ekki vantar heldur rigninguna og hrá- slagann, en raki nær iðulega 90—100 gráðum, og þegar svalt er úti verkar slíkt til að herða manni hrollinn, ekki síður en garrinn hér heima. Ef ekki rignir getur vorið að vísu verið manni blítt, en svo kemur sumarið og kófhiti. Þijátíu gráður eru ekki slæmar ef golu nýtur við, eins og til dæmis á Sikil- ey. I Mílanó hreyfir hins vegar varla vind að sumri nema í þrumuveðrum sem líkna langsveittum annað veif- ið. Sennilega er auðveldara að umbera hitann þegar maður hefur ákveðið starf að ganga að. Eftirsótt pláss Vel mætti íslenska heiti borgar- innar og nefna hana Miðland. Það er upphafleg merking heitisins. Á fimmtu öld fyrir Krists burð söfnuð- ust nokkrir kynþættir Galla saman á miðju þessa mikilvæga svæðis sem markast af ánum Ticino, Adda og Pó, og nefndu „Mediolanum", sem þýðir miðsvæðis. Síðar féll borgin í hendur Róm- veijum og árið 286 e. Kr. varð hún stjómarfarsleg höfuðborg Vestur- Rómverska keisaradæmisins. Er nær dró hmni þess tóku Vísigotar völdin, en rúmri öld síðar, árið 539, var Mílanó eytt í átökum Gota og Býsanzmanna. Staðsetningin reyndist þó of hagkvæm til að byggð legðist þar af og næstu tvær aldir byggðu Langbarðar borgina. Nafn þeirra hefur haldist á sýslunni umhverfis sem heitir Langbarða- land (Lombardia). Plássið varð áfram bitbein kónga og höfðingja því sá sem hélt borg- ina hafði í hendi sér viðskipti og Horft af þaki dómkirkjunnar með þrjár af 3.500 styttum henn- ar í forgrunni. Hin sérkennilega dómkirkja. verslun fyrir stóran hluta hinnar fijósömu Pósléttu. Á 12. öld heijaði Friðrik Barbarossa á borgina. Und- ir stjórn Visconti-fjölskyldunnar á 14. öld náði Mílanó sem furstadæmi allt suður til Bologna og vestur til Genova. Slíkt veldi ógnaði skiljan- lega Feneyingum og urðu ktýtur tíðar milli borganna tveggja; loks stríddu þær um tuttugu ára skeið á 15. öld. Eftir það virðast ítalskir mega sín lítils í langvinnu stími Frakka, Svislendinga, Spánveija og loks Austurríkismanna um völd í Mílanó, og ekki lét Napóleón sig vanta þeg- ar hans tími kom. Hann var krýndur konungur yfir Ítalíu árið 1805 í dómkirkjunni í Mflanó, og þá varð borgin höfuðborg konungdæmisins. 19. öldin færði Mílanó yfirráð Habsborgara og síðan innlimun í Savoia-konungsdæmið, þar til Ítalía var sameinuð undir lok aldarinnar. Skyldu Mílanungar hafa fellt síðasta furstann með aftöku Musso- linis árið 1945? Líf Það er í samræmi við fornt hlut- verk Mílanó að nú eru þar haldnar kaupstefnur miklar. „Fiera Camp- ionaria" er 600.000 fermetra sýningasvæði skammt frá mið- borginni og þar eru alþjóðlegar vörusýningar allan ársins hring. Þar gefur að sjálfsögðu að líta allar helstu nýjungar í hönnun, tísku og tækni, og viðskipti eru þar tröllsleg. í apríl ár hvert er síðan haldin alls- heijarsýning þekkt sem „Fiera Guðríður S. Stefáns- dóttirfrá Króka- völlum - Minning Fædd 20. apríl 1898 Dáin 18. september 1986 Nú er hún elsku amma dáin og frá okkur farin. Ekki er hægt að segja að fréttin um andlát hennar hafi komið mjög á óvart. Hún var orðin 88 ára gömul og búin að skila miklu og góðu dagsverki. Hún hafði alla tíð verið hraust og heilsugóð og sjúkrahúslegan nú undir það síðasta var stutt. Góðrar heilsu ömmu og hress- leika fengum við bamabörnin og bamabamabömin hennar ávailt ríkulega að njóta, hvort heldur við heimsóttum hana á Bergþórugöt- una og síðar Ásvallagötuna eða í þau fjölmörgu skipti sem hún amma kom á heimili okkar. Hún miðlaði okkur af lífsreynslu sinni sem var gríðarmikil. Já, hún hafði lifað tvær heimsstyijaldir og breytingu á íslenska þjóðfélaginu frá örbirgð til velmegunar, svo hún hafði frá mörgu að segja okkur og á þeirri reynslu sinni lá hún ekki, enda gaf hún sér ávallt tíma fyrir okkur bama- og bamabömin sín, hópinn sinn stóra sem nú kveður hana með þakklæti og virðingu. Systkinahópurinn stóri 1'rá Stein- um í Mosfellssveit var að hluta til í enn stærri hópi bamabama og bamabamabama hennar sem eins og áður er lýst, naut ávallt þess sem hún amma hafði að gefa okkur, hlýju, reynslu og ást sína, enda kom það fyrir oftar en einu sinni og tvisvar að hún amma var fengin til þess að halda fyrir okkur heimili er foreldramir bmgðu sér frá í sum- arleyfum. Mér er minnisstæður einn at- burður er einmitt átti sér stað í eitt skiptið er hún amma gegndi hús- móðurhlutverkinu á heimili okkar að Steinum. Það var sunnudagur og við bræðumir vorum vanir því. að fá að fara í hvíta skyrtu á sunnu- dögum en ömmu þótti í þetta skiptið ekki ráðlegt að við klæddumst hvítri skyrtu og færum síðan út að leika okkur, og þar réð reynslan hennar án efa ferðinni. Endirinn varð þó sá að við bræðumir höfðum okkar fram og fengum að klæðast hvítum skyrtum. Ekki leið á löngu þar til við komum inn aftur og höfðu þá hvítu skyrtumar tekið örlitlum lita- breytingum hjá sumum okkar a.m.k., og athugasemd ömmu var snögg og ákveðin, og það svo mjög að einn okkar sá ástæðu til þess að láta þau orð falla að hann ætl- aði að henda ömmu út í sjó. Svarið við vanhugsuðu yfírlýsingu eins og okkar var rólegt og yfirvegað: „Já, og hver ætlar þá að gæta ykkar," spurði hún með bros á vör og ekki stóð á svari: „Við sjálfir." En ekki voru margar mínútur liðnar þar til sá hinn sami hafði tekið um hálsinn á ömmu og tilkynnt henni að hann væri hættur við ráðagerðina, og bæðist afsökunar. Bros hennar varð enn stærra um leið og hún svaraði: „Það var gott.“ Óhreinu skyrturnar fóru í þvottinn og eftir þetta voru ráðleggingar ömmu einatt virtar. Þessar minningar þjóta gegnum hugann núna þegar kveðjustundin er upp runnin, sorgin er mikil og söknuðurinn en þakklætið er einnig mikið fýrir samfylgdina, allan fróð- leikinn sem hún miðlaði til okkar og ástina og umhyggjuna sem hún amma ávallt veitti ríkulega af til okkar systkinanna á Steinum. Við kveðjum ástkæra ömmu okk- ar að lokum með þakklæti og virðingu fyrir samfylgdina og biðj- um algóðan Guð um að varðveita hana. Við þökkum elsku ömmu okkar fyrir allt og allt. Stefán Ómar Jónsson Elskuleg amma mín, Guðríður S. Stefánsdóttir frá Krókvöllum í Garði, er dáin. Alltaf er jafn erfitt að sætta sig við, þegar dauðann ber að. Amma mín, Gauja, eins og hún var ávallt kölluð, var dugleg og glæsileg kona, það geislaði af henni hvar sem hún fór. Hún var með eindæmum mynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.