Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.1986, Blaðsíða 44
að var mánudag- inn 11. ágúst sl. sem Ove, sem danska pressan nefndi gjaman „Den gale Fære- ing“ (klikkaða Færeyinginn), réri inn höfnina í Kaupmannahöfn, og var fagnað sem hetju af eitthvað á flórða þúsund manns, sem höfðu raðað sér upp eftir Löngulínu endi- langri. Það voru ekki einungis Kaupmannahafnarbúar, sem tóku á móti honum og fögnuðu, heldur einnig samlandar hans, Færeying- ar, sem flykktust til Kaupmanna- hafnar, til þess að verða vitni að því að Ove lyki nú ætlunarverki sínu, sem hann hefur þrisvar á undanfömum tveimur ámm hafíð, en í tvö fyrstu skiptin varð hann að gefast upp, einhverra hluta vegna, þegar til Hjaltlandseyja var komið. Ove fékk konunglegar móttökur í Kaupmannahöfn, þegar hann hafði lokið við að kyssa Litlu haf- meyjuna, því sem danska pressan nefndi köldum kossi, því honum vom færðar góðar gjafir, borgar- stjórinn í Kaupmannahöfn flutti ávarp, Lasse Klein menningar- og samgönguráðherra Færeyja hélt honum hóf, og hátíðahöldin héldu áfram vikum saman. r > Fullkominn kroppur! Svo var það sl. sunnudag sem kempan sneri á nýjan leik til Fær- eyja, eftir stanslaus hátíðahöld í Danmörku, jafiiframt því sem hann undirgekkst allsheijarlæknisskoðun þriggja sérfræðinga í Kaupmanna- höfn, og hlaut ekkert annað en fyrstu ágætiseinkunn - fullkominn kroppur! Má til sanns vegar færa, að danskir læknar hafi verið jafn- undrandi á þreki og líkamsbygg- ingu Ove, og bresku læknamir vom á sínum tíma, þegar þeir rannsök- uðu sundkappann okkar, Guðlaug Friðþórsson, þó að líkamsbygging þeirra kappa sé mjög ólík, eins og meðfylgjandi myndir ættu að bera með sér. Niður á höfn í Þórshöfn var múgur og margmenni saman kom- inn til þess að fagna komu Ove. Fulltrúar allra blaðanna í Færeyj- um, sjónvarps, útvarps og blaða- maður Morgunblaðsins biðu á hafnarbakkanum, eftir að Ove léti sjá sig. Þar kom að, og þá glumdu við fagnaðaróp mannfjöldans, ásamt kröftugum lúðrasveitar- hljómum, og Ove varð hálffeiminn við, eins og bam. Hann veifaði þó til mannfjöldans og tók sér síðan stöðu uppi á palli og tók á móti ámaðaróskum og heillaræðu borg- arstjórans í Þórshöfn, Paul Michel- sen. Að svo búnu sigldi Ove ásamt friðu föruneyti á seglskútu mikilli, heiðurshring um höfn Þórshafnar. Mikilfengleg stemmning fylgdi þeirri siglingu, því Færeyingar Qöl- menntu á tugum smábáta, og fylgdu skútunni á siglingu hennar. Að skrúðsiglingunni lokinni, var siglt sem leið lá til Nólsoy, fæðing- areyjar Oves, þar sem önnur móttökuathöfn beið hans. Niður á höfn beið múgur og margmenni, og þegar ræðarinn sté á land, var beinlínis kapp á milli heimamanna um að ná að klappa honum á bakið eða faðma hann. Hann tók öllum látunum með „stóískri" ró og hæg- látu brosi. Bæjarstjórinn á Nólsoy ávarpaði Ove og færði honum gjaf- ir þorpsbúa, og síðan var hátíðin hafin, með mikilli veislu, þar sem hvers konar veitingar voru á boð- stólum. 11 milljónir íslenskar boðn- ar í bát Ove Um þær mundir sem hátíða- höldin voru að hefjast í Nólsoy bárust þau tíðindi í fréttatíma fær- eyska útvarpsins, að amerískur auðkýfingur hefði boðið Ove tvær milljónir krónur færeyskar, fyrir farkostinn hans, hana Diönu Victor- iu, sem er 21 feta langur trébátur, og vöktu þessi tíðindi mikla kátínu MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Ove Joensen snýr heim til Færeyja eftir langt úthald Réri 1.700 kílómetra Fagnaðí Kaupmannahöfn ogÞórshöfn sem þjóÖhetju ÞAÐ VAR sannkölluð þjóðhátíðarstemmningf sem ríkti í Færeyjum sl. sunnudag, þegar Færeyingar tóku á móti ræðaranum sínum mikla, Ove Joensen, sem afrekaði það nú í sumar, að róa á litium trébáti, Diönu Victoriu, einn síns liðs, frá Þórshöfn í Færeyjum, til Kaupmannahaf nar - hvorki meira né minna en 1.700 kílómetra, og tók ferðin hann 41 dag. Fleiri hundruð manns biðu á kæjanum við höfnina í Þórshöfn á sunnudag, og allir biðu þess að Ove léti sjá sig, en sama dag snéri hann aftur til Færeyja frá Danmörku. Það var tilkomumikil sjón að sjá seglskipið mikla sigla um höfnina i fylgd tuga smábáta. leið á 41 Að hátíðleikanum loknum, var stiginn dans, og Ove tók nokkrar léttar rispur á nikkuna. allra stoltastir erum við Nólseyingar þó, og við viljum meina að við séum það með nokkrum rétti, því við eig- um jú heilmikið í honum Ove. Ertu ekki sammála?" spurði Napoleon Hansen stoltur á svip. Bátnum hans Ove, Diönu Victor- iu, var daginn eftir, eða sl. mánudag, komið fyrir í stærsta verslunarhúsnæði Þórshafnar og komu fjölmargir bæjarbúar til þess að skoða gripinn. Það er erfitt að gera sér í hugarlund, að þessi bátur skuli hafa verið farkostur Ove frá Þórshöfn til Kaupmannahafnar í 41 dag. Báturinn er lítill, opinn, og rúmar nánast ekkert nema ræðar- ann. Að vísu er smápláss aftan til, neðanþilju, þar sem Ove gat lagst til svefns, og geymt fæðubirgðir sínar, sem voru mestmegnis þurrk- að kjöt (skerpukjöt) og þurrkaður fiskur. Ove sagði það líka eftir að hann hafði lokið þessari ferð sinni, sem hann hefur hafið þrisvar sinnum á undanfömum tveimur árum, að nú væri nóg komið. „Ég hef ekki í hyggju að valda foreldrum mínum frekara hugarangri um sinn,“ sagði þessi 37 ára gamli hetjuræðari og brosti í kampinn. Færeyinga, því hér er um að ræða tilboð upp á um 11 milljónir íslenskra króna. Ove hélt ró sinni, og sagðist mundu bíða og sjá hvort einhver byði betur! Erum yfir okkur stoltir af Ove Napoleon Hansen er bæjarstjór- inn Nólsoy. Ég tók hann tali og spurði hann hversu margir Nólsey- ingar hann teldi að tækju á móti hetjunni sinni, Ove „Við höfum ekki boðið neinum sérstökum hingað til eyjarinnar, til þess að vera viðstadd- ir hátíðahöldin, en allir eru vissu- lega velkomnir. Eins og þú sérð af mannfjöldanum hér, þá eru það fjöl- margir Færeyingar sem vita um hug okkar, og hafa tekið stefnuna hingað í dag. Við höfum undirbúið hátíðahöld og veislu til heiðurs Ove. Bjóðum upp á kalt borð í samkomu- húsinu. Þar getum við að minnsta kosti tekið á móti 600 manns. Auk þess höfum við undirbúið grill- og pylsupartý fyrir bömin, og ég reikna með að þau verði 150 til 200.“ Ég spurði Hansen hvort Færey- ingar væra stoltir af afreksmanni sínum, Ove. „Já, Færeyingar era svo sannarlega stoltir af Ove, en m nm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.